Þorgerður Katrín axlar ábyrgð

SjálfstæðisflokkurinnÞá liggur það fyrir að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins axlar ábyrgð og tekur hárrétta ákvörðun fyrir flokkinn og stígur til hliðar sem varaformaður og tekur sér leyfi frá þingstörfum.
Sjálfstæðisflokkurinn þarf að fara í ákveðna endurreisarvinnu eftir útkomu skýrslu rannsóknarnefndar alþingis.
Nú fara í hönd gríðarlega mikilvægar borgar&sveitarstjórnarkosningar þar sem er afar mikilvægt að Sjálfstæðisflokkurinn fá góða kosningu.

stétt með stétt

Takið þátt í skoðanakönnunni hér til vinstri


mbl.is Þorgerður stígur til hliðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Njörður Helgason

Þorgerður Katrín axlar eigin klúður og heimilisklúðrið með þessum sýndargjörning.

Njörður Helgason, 17.4.2010 kl. 11:39

2 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Er hún ekki að axlaábyrgð tímabundið það sýnist mér.. það er ekki nóg..

Sigríður B Svavarsdóttir, 17.4.2010 kl. 11:40

3 identicon

Af hverju er afar mikilvægt að sjálfstæðisflokkurinn fái góða kosningu? Vinsamlegast skýrðu.

Haraldur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 11:48

4 Smámynd: Christer Magnusson

Þetta er auðvitað mikið áfall fyrir sjálfstæðisflokknum, alla vega fyrir þá sem aðhyllast gamla "stétt með stétt" hugmyndafræðina. En stórsigur fyrir nýfrjálshyggjustefnuna og Davíðshópinn að losa sig við eina forystumanneskjuna sem hefur þorað að segja eitthvað á móti Davíð og vera jákvæð gagnvart ESB. Leyfi frá þingstörfum ... ég held að Þorgerður Katrín sé búin í pólitík. Spurning hvað Bjarni Ben gerir, hann var einnig nefndur í skýrslunni. Ætli  það sé ekki gamla reglan hans Gunnars Thoroddsen sem er enn í gildi:

Nú bregst formaður flokksins. Skal þá varaformaður víkja.

Christer Magnusson, 17.4.2010 kl. 11:52

5 Smámynd: ae

Það er tvennt sem fer dálítið í taugarnar á mér við þessa grein hjá þér Óðinn. 

Það fyrsta er þessi "stétt með stétt" frasi hjá þér, hvernig dirfist þið, flokkurinn sem barist hefur fyrir auðvaldið frá upphafi (og ekkert óeðlilegt við það að auðvaldið hafi sinn flokk) að draga upp svona frasa sem kenndur hefur verið við félagshyggju og verkabaráttu, rétt fyrir kosningar.  Mér finnst þetta lágkúra af ykkar hálfu.

Lágkúran kristallast svo nákvæmlega í samhengi við það sem ég sagði að ofan, hún sagði af sér fyrir flokkinn, ekki þjóðina!! , sem er grátt leikin af valdatíð auðvaldsins.

Nei Óðinn minn, við þurfum einmitt lengra frí frá sjálfstæðisflokknum heldur en eitt og hálft ár, það er kristaltært.

Kveðja

Ævar Jónsson

ae, 17.4.2010 kl. 12:07

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Eftirfarandi færsla vakti athyggli mína: 

"Jóhanna hafði áður vikið Björgvini úr stól formanns þingflokks og nú af þingi  - þó bara tímabundið - það kom mér verulega á óvart að honum hafi ekki verið vikið sama dag og skýrslan kom út  - er ekki þessi " ´þjóðhættulegi " flokkur eins og Vigdís Hauksdóttir þingmaður Framsóknarlokksins kallaði hann á INN í gær að fara halda einhvern fund um næsti helgi um hver séu  næstu skerf í  klækjastjórnmálum flokksins."

Þessi gjörningur Þorgerðar, er hann dæmi um ábyrgð eða klækjastjórnmál?



 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.4.2010 kl. 12:09

7 Smámynd: drilli

hún axlar ekkert, hún HRÖKKLAST burt, nauðug viljug.

drilli, 17.4.2010 kl. 13:27

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Takk fyrir commentin
Njörður - er það sýndargjörningur að segja af sér sem varaformaður ?
Sigríður - kæra kona hún er að segja af sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins og víkja af alþingi - ef það er ekki nóg - hvað með pappakassa 3 í SF ÞAU virðast ekki ætla að axla neina ábyrgð -
Haraldur - horfðu á verklausu vinstri ríkisstjórnina - hvar er skjaldborgin um heimilin - SA var sagt frá stöðugleikasáttmálanum vegna vanefnda ríkisstjórnarinnar- " samingasnilld " SJS í Icesavemáliu sem endaði með að þjóðin gaf þeim vinnubrögðum falleinkun - valið hefur aldrei verið auðveldara en í næstu kosningum - vilja menn meira af vinstra ruglinu eða Sjálfstæðisflokkinn -
Christer - á síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins var ályktað að Íslandi er betur borgið utan við ESB - hún sat hjá í ESB atkvæðagreiðslunni þar sem hún átti að segja NEI og sat 200 manna stofnfund sjálfstæðra evrópaumanna SEM ég taldi rangt af henni en gekk sem betur fer ekki í samtökin - viljum við henda fullveldinu ?
Ævar - fer það í taugarnar á þér að ég noti " stétt með stétt " það verður bara að vera svo - mundu að hrunið varð þrátt fyrir stefnu Sjálfstæðisflokksins ekki vegna hennar - OG það verður engin endurrstein án aðkomu og stefnu Sjálfstæðisflokksins -
Axel - þú veist svarið við þessari spurningu sjálfur -

Óðinn Þórisson, 17.4.2010 kl. 13:53

9 Smámynd: Óðinn Þórisson

Drilli - skríll hefur komið að heimili hennar þar sem börnin hennar eru - veit ekki hvaða áhrif þetta muni hafa á þau - það er afar erfitt fyrir hana að leggja þetta á sína fjölskyldu - EN hún tekur þessa ákvörðun annarsvegar með tilliti til fjölskyldu sinnar og hinsvegar flokksins -

Óðinn Þórisson, 17.4.2010 kl. 13:58

10 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það er bara spurning um orðhengilshátt hvort hún hafi hætt fyrir sjálfa sig, flokkinn eða þjóðina. Þorgerður er hætt og hún átti ekki að sækjast eftir þessu embætti í annað skiptið. Þar gerði hún hrikaleg mistök sem bera vitni um hóflausa eigingirni og hafa kostað flokkinn mikið. Hún er eins dauð og stjórnmálamaður getur frekast verið.

Baldur Hermannsson, 17.4.2010 kl. 16:22

11 Smámynd: ae

"Hrunið varð þrátt fyrir stefnu flokksins ekki vegna hennar"!!! Þetta þarf ekki frekari útskýringa, við þurfum lengra frí frá auðvaldsflokknum. 

"Hvar er skjaldborgin??" "verklaus ríkisstjórn" (ég ætla nú ekki einu sinni að vitna í þessa snilldar SA setningu)  það greinilega tekur meiri tíma að hreinsa til eftir sjálfstæðisflokkinn að það verði hægt að gera eitthvað af viti, og auðvitað tók auðvaldið úr öllum sjóðum og bönkum rétt fyrir hrun þannig að ekkert var eftir, það var gert í skjóli stefnu auðvaldsflokksins. 

Kveðja Ævar

ae, 17.4.2010 kl. 17:44

12 Smámynd: Njörður Helgason

Kaghýdd, með óhreint mjöl í pokahorninu lufsaðist Þorgerður út.

Njörður Helgason, 17.4.2010 kl. 18:12

13 Smámynd: Baldur Hermannsson

Njörður, þú sérð nú klám í öllu.

Baldur Hermannsson, 17.4.2010 kl. 18:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 6
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 866903

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband