Ísland meinar ekkert með aðildarviðræðunum við esb

Eins og allir vita þá var farið af stað í þetta esb - ferli án þess að þjóðin fengi að segja sína skoðun. Það kom ekki mörum á óvart að vg skyldi svíkja landsfunarályktun flokksins varðandi esb til þess að komast inn í ríkisstjórn með Samfylkingunni.
VG getur  leiðrétt þessu mistök og samþykkt að vísa málinu ti þjóðarinnar um hvort haldið sé áfram með þetta esb - ferli.
Þar sem mikill meirihluti þjóðarinnar er á móti því að innlima ísland í evrópusambandið er rétt að gera ekki ráð fyrir evrópusambandinu að neinu leiti varðandi framtíð íslands.
Skoðanakönnun hér á síðunni segir allt um viðhorf okkar til esb og er hún samræmi við aðrar skoðanakannir.
Eins og staðan er í dag þá er ísland í aðlögunarferli að esb - í boði vg


mbl.is Meinum ekkert með þessu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sammála þér Óðinn að það eina með viti er að draga þessa umsókn til baka tafarlaust...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 7.11.2010 kl. 12:20

2 Smámynd: Atli Hermannsson.

Það hefur hvergi annars staðar verið haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort sækja ætti um - en að sjálfsögðu þarf að standa öðruvísi að málaum hér á þraseyjunni.

Aðeins ári áður en Bretar samþykktu inngöngu í ESB sýndu skoðanakannanir aðeins 22% fylgi svo það er kannski ekki það besta að hlaupa eftir þeim.

Ég ætla að vona að aðlögun stjórnsýslunnar að því besta sem þekkist í Evrópu gangi bæði hratt og vel fyrir sig...hverjir hafa ekki hag að því?

Atli Hermannsson., 7.11.2010 kl. 13:21

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Takk fyrir commentin

Ingibjörg - auðvitað á að draga esb - umsóknina til baka - meirihluti þjóðarinnar er á móti þessu esb - aðlögunarferli
Atli - þú semsagt sáttur við hvernig esb - hefur komið fram við okkur í makríldeilunni og icesave - málinu - þú ert tilbúinn að deila hluta af fullveldi íslands - þú ert sáttur að engar varanlegar undanþágur t.d varðandi sjávarútveginn verði veittar - þú ert sáttur við áhrifaleysi íslands innan esb - þú ert sáttur við að ísland er í aðlögunarferli við esb án þess að þjóðin hafi fengið að segja til um það - þú veist að atvinnuleysi er meira innan esb - landa en hér og þú ert sáttur við það að festa hér í sessi varanlegt atvinnuleysi -
þú vilt semsat frekar eiða ca. milljarð í þetta esb - ferli en í brín mál hér heima eins og matarraðir og niðurbrot velferðakerfisins -

Óðinn Þórisson, 7.11.2010 kl. 14:53

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæl verið þið við verðum að herða okkur gegn aðildarferli með öllum ráðum!

Sigurður Haraldsson, 7.11.2010 kl. 17:02

5 Smámynd: Atli Hermannsson.

 Atli - þú semsagt sáttur við hvernig esb - hefur komið fram við okkur í makríldeilunni og icesave - málinu -

Sæll Óðinn. Nei, ég er ekki sáttur við hversu litla hlutdeild okkur var boðið í makrílkvótanum. En athyglisverðast er að það voru frændur okkar og vinir Norðmenn sem fengu ESB ofan af því að bjóða okkur 10% og samþykkja aðeins 3%. Þá stóðu Norðmenn einnig með alþjóðasamfélaginu gegn okkur í Icesave. Við ættum kannski rétt sem knöggvast að líta í eigin barm og spyrja okkur af hverju okkar bestu vinir og frændur standa ekki með okkur á ögurstundu... það heitir sjálfsgagnrýni.

 þú ert sáttur að engar varanlegar undanþágur t.d varðandi sjávarútveginn verði veittar

Það verða engar undanþágur, einfaldlega vegna þess að við þurfum ekki á þeim að halda. Það verður samið um að hafsvæðið hér í kring verði sérstakt fiskstjórnunarsvæði og því munu engar sjáanlegar breytingar verða verðar á því fyrirkomulagi sem nú er - kannski því miður. Athugaðu einnig; að það er ekkert til sem heitir fiskveiðikerfi ESB, hvað þá að við þurfum að taka það upp. það er nefnilega hverju ríki í sjálfsvald sett hvaða fiskveiðikerfi það kýs að hafa.

 þú ert sáttur við áhrifaleysi íslands innan esb.

Í fljótu bragði sé ég ekki að við þurfum að hafa sérstök áhrif þar. Þvert á móti; hvað ættum við annars að leggja til sem gáfulegt gæti talist og aðrar þjóðir ekki fyrri til að koma ekki auga á. Af fenginni reynslu af íslenskri pólitík, þá er örugglega bæði best fyrir okkur sem og Evrópu alla að áhrif okkar séu sem allra minnst. Gættu að því að í Brussel er Evrópuúrvalið saman komið – best að hafa sem fæsta íslenska sérhagsmuna-pólitíkusa þar.   

þú ert sáttur við að ísland er í aðlögunarferli við esb án þess að þjóðin hafi fengið að segja til um það.

Það rétta er að það er hafin úttekt á stjórnsýslunni og ekki vanþörf á að manni sýnist.  Í þeim tilfellum sem agnúar finnast á henni og eitthvað það sem betur má fara til samræmis við það sem best gerist - þá fagna ég hverri bragabót.

þú veist að atvinnuleysi er meira innan esb - landa en hér og þú ert sáttur við það að festa hér í sessi varanlegt atvinnuleysi -

Það er ekkert eitt atvinnuleysi í ESB heldur misjafnt milli landa og landssvæða líkt og hér. Þá eru meðaltöl heldur ekki flutt á milli landa. En þér að segja væri ég alveg ágætlega sáttur ef við gætum fest hér  3-5% atvinnuleysi eins og er í Danmörku, Hollandi og víðar.

Atli Hermannsson., 7.11.2010 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband