Mistök Hönnu Birnu

Það voru gríðarleg mistök hjá Hönnu Birnu að taka sæti forseta borgarstjórnar. Það var vitað strax eftir kosningar að ekki yrði hægt að vinna með besta. En nú er rétt að Hanna Birna láti þetta fundarstjórnarembætti frá sér og geri það sem hún á að gera. Sjálfstæðisflokkurinn á ekki að taka þátt í svona hálfkáki heldur vera sterkur flokkur sem gagnrýnir og bendir á aðrar leiðir en t.d leið fjöldauppsagna og gjaldskrárhækkana.
Forsenda þess að hægt sé að brjóta þennan meirihluta sem Dagur B. oddviti sf ber ábyrgð á er að sýna fram á fáránleikann í störfum þessa meirihluta.
Að skiljanlegum ástæðum ætla ég ekki að fjalla um þetta viðtal borgarstjórans í Kastljósi í kvöld - fólk verður bara að horfa á það og hlusta á hvað Jón Gnarr segir.


mbl.is Geimvera í íslenskum stjórnmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Vinna með besta ? Spurðu heldur hvort nokkur muni næstu áratugina hafa lyst eða geð í sér til að vinna með afturgöngunum í hrunflokknum.

hilmar jónsson, 8.11.2010 kl. 21:39

2 Smámynd: Helgi Már Bjarnason

Sammála þér Óðin.   Hilmar...hehe þú veist að það verður ekki starfhæf ríkisstjórn aftur á Íslandi fyrr en Sjálfstæðisflokkur nær sínum 38-40% og verður leiðandi afl.   Þannig er það bara allveg sama hvað þú tönnlast á þessu bulli.

Vinstra ruglið og og besta ruglið þarf bara að halda áfram í nokkra mánuði í viðbót og þá leiðréttist þetta rugl.   Þú veist það innst inni og þess vegna tönnlast þú á svona staðhæfingum. :)

Helgi Már Bjarnason, 8.11.2010 kl. 22:36

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Innilega sammála þér er ég líka Óðinn, og Hilmar það fer nú að verða hlægilegur þessi varnarveggur sem þið notið...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 8.11.2010 kl. 23:12

4 Smámynd: Ómar Már Þóroddsson

Það sem mér fannst virðingarvert við borgarstjórann er að hann svaraði spurningunum sem fyrir hann voru lagðar. Ekki eins og margir aðrir stjórnmálamenn sem snúa útur eða koma með einhverja ræðu sem kemur málinu ekkert við. Þetta mættu fleiri gera. Og mér fynnst sjálfstæðisfólk vera fljótt að gleyma, því það voru nefnilega biðraðir hjá mæðrastyrktarnefnd þegar sjálfstæðisflokkurinn réði ríkjum í borgini líka. Þá var ekkert minnst á það.

Fyrrverandi borgarstjóri Hanna birna viðurkenndi líka í þættinum Sprengisandur að það þyrfti að hækka gjaldskránna hjá OR. Bara ekki fyrr en eftir áramót. Og það mættu fleiri hafa vit á því að leita sér ráða og þykjast ekki kunna allt og geta allt. Einnig sjálfstæðismenn sem stóðu nú vaktina ekki of vel árið 2008 svo ekki sé sterkara að orði komist. Ef hlustað hefði verið á spekinga sem voru búnir að spá fyrir um hrunið en ekki drulla yfir þá og fullyrða að þetta væri bara öfund og ekkert annað. Ef menn hefðu leitað sér ráða en ekki þóst vita allt og kunna allt hefði kanski verið hægt að bjarga einhverju. 

Ómar Már Þóroddsson, 8.11.2010 kl. 23:20

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Takk fyrir commentin
Hilmar - ef Samfylkingin ætlar að halda þessu skrípaleik áfram með Besta þá er nokkuð ljóst hver útkoma sf verði í næstu kosningum.
Helgi - sammála þetta samstarf getur ekki endað nema á einn veg.
Ingibjörg - það er því miður svo að vinstrimenn gaganrýna x-d til að reyna að afvegaleiða umræðuna um hið augljósa vanhæfni og getuleysi þeirra sjálfra
Ómar - já þú ert semsagt sáttur við hann hafi viðurkennt að hafa svikið öll kosningaloforð sín - þú ert semsagt sáttur við fjöldauppsagnir og 38.2% gjaldsrkárhækkun OR - því miður er það svo að fyrir Jón Gnarr skipta hans hagsmunir meira máli en hagsmundir Reykvíkinga - x-d og starfsfólk OR benti á aðrar leiðir enn fjöldauppsagnir en besti vildi greynilega frekar fara leið fjöldauppsagna en hluta á tillögur starfsfólks OR -
Viðtalið verður lengi í minnum haft - það er alveg ljóst -

Óðinn Þórisson, 9.11.2010 kl. 07:36

6 Smámynd: Ráðsi

Ég verð að viðurkenna að mér fannst þetta viðtal við borgarstjórann nokkuð gott og sannar það að hann hefur ekki glatað hæfileika sínum sem skemtikraftur. En mikið er ég feginn að þessi tilraun sem bestaflokksævintírið er, var gerð í borginni þá verða menn búnir að jafna sig á þessu í næstu alþingiskosningum sem vonandi verða sem fyrst aftur

Ráðsi, 9.11.2010 kl. 08:56

7 Smámynd: Ómar Már Þóroddsson

Óðinn.

Eins og ég sagði þá fullyrti Hanna Birna að það þyrfti að hækka gjaldskránna. Þannig að ég held að alveg sama hvar í flokki fólk stendur að þá hafi þetta verið nauðsynlegt. Og við skulum ekki gleyma hverjir hafa setið við stjórn Reykjavíkur síðustu ár.Það hefði líklega verð betra að taka fyrr í taumana. Því ég held líka að það séu allir sammála um að OR standi ekki vel.

Fjöldauppsagnir geta verið nauðsynlegar eins og hefur sést á síðustu tveimur árum, það er sárt að þurfa að segja upp fólki en fólk verður að vera skynsamt og hugsa til framtíðar en ekki bara frá degi til dags. Og þú mynnist ekkkert á það hvernig Sjálfstæðismenn stjórnuðu landinu til hruns. Það er alltaf auðvelt að gaggnrýna aðra.

Ómar Már Þóroddsson, 9.11.2010 kl. 09:33

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ráðsi - jú gnarrinn er mikill grínari og lítur eflaust á starf borgarstjóra sem jók - en nú þegar komið er í ljós hverslags flopp þetta framboð besta er og þá hefur besti tryggt að ekki er möguleik á þeirra endurkjóri og að önnur slík framboð komi fram
Ómar - allveg hárrétt en ekki með þeim hætti sem besti gerði það - r- listinn ber  mesta ábyrgð á OR eins og þú veit og eins og þú veist þá hefði besti tekið þátt í ruglinu með r-listanum ef hann hefði verið hluti af honum - það er sárt að segja upp fólki - það vitum við báðir - en það var ekki reynt að leysa þetta öðruvísi - það vita það allir hverjir ollu hruninu - bankarnir voru seldir - frelsi fylgir ábyrgð en þeir sem keyptu bankana brugðust þeirri ábyrð eins og þú veist.

Óðinn Þórisson, 9.11.2010 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 351
  • Frá upphafi: 870008

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 251
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband