Ríkisstjórnin og Sjálfstæðisflokkurinn

Það er alveg ljóst að ef þjóðin hafnar Icesave - samningnum sem nú er á borðinu er ekkert annað að gera en að rjúfa þing og efna til kosninga.
Og nú verður ríkisstjórnin að berjast fyrir málinu ólíkt í fyrri kosningum þar sem Jóhanna og Steingrímur sem er óþekkt í lýðræðisríki börðust fyrir því að almenningur ætti ekki að mæta á kjörstað og nýta sinn lýðræðislega rétt að kjósa.
Krafa Sjálfstæðisfmanna er að boðað verði til landsfunar þar sem Bjarni mun þurfa að endurnýja umboð sitt sem formann flokksins og skýra út hversvegna hann ákvað að fara gegn landsfundarályktun flokksins.


mbl.is Gæti beitt sér í Icesave-deilunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég hef veitt því eftirtekt að afstaða manna til Icesave er þverpólitísk. Ég hitti gallharða vinstri menn sem ætla að segja Nei, og ég hitti fjölda hægri manna sem setja markið á Já. Ég býst fastlega við því að þjóðin muni samþykkja þessa samninga. Ríkisstjórnin mun því ekki falla af þeim sökum. Ég held að Bjarni ætti að bíða með landsfund. Er ekki ráð að halda höfði í þessum ólgusjó, Óðinn?

Baldur Hermannsson, 27.2.2011 kl. 12:55

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Það væri kannski hægt að krefja Ríkisstjórnina um að standa við kosningarloforðið sitt sem var...

Ekki þjóðarinnar að borga þennan óreiðureikning Icesave...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 27.2.2011 kl. 13:51

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Baldur ég er hrædd um að þjóðin felli þennan samning vegna þess að hann er ekki Þjóðarinnar að borga...

Fólk er orðið hvumsa yfir þessu og segir að það sé ekkert að marka það sem kemur frá Ríkisstjórninni vegna þess að Ríkisstjórnin var tilbúin að samþykkja Icesave 1. sem þann besta samning sem komið gat...

Þegar Ríkisstjórnin var innt frekar eftir kostum þessa besta samnings 1. sem komið hafði hver voru þá svörin...

Jú Ríkisstjórnin hafði ekki lesið samninginn...

Bara það eitt og sér átti að verða til þess að Ríkisstjórnin færi frá tafarlaust...

Annars er ég á því Óðinn að Ríkisstjórninni sé ekki stætt lengur og Þjóðin verði að fara að vinna í því að reka hana frá vegna þess að ekki fer hún sjálf þó svo að hún fremji hvert brotið á okkur skattgreiendum á fætur öðru og þykjir allt í lagi....

Hverslags siðferði er þetta eiginlega er ég farin að velta fyrir mér og hvaða fyrirmynd er Ríkisstjórnin að gefa almenningi með þessum aðgerðum sínum...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 27.2.2011 kl. 14:03

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

okkur skattgreiðendum... á að vera sorry...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 27.2.2011 kl. 14:04

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þú hefur mikið til þíns máls, Ingibjörg. Í gærkvöldi sat ég veislu og maður nokkur sagði mér að hann hefði kosið VG í síðustu kosningum en hann yrði að viðurkenna að þetta væri versta ríkisstjórn sem nokkurn tíma hefði setið á Íslandi.

Baldur Hermannsson, 27.2.2011 kl. 15:30

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Takk fyrir commentin
Baldur - ég vona að þú hafir rangt fyrir þér með það að þjóðin samþykki skuld einkabanka. Og jú vissulega er þetta þverpóltískt og mikill vilji esb - fólks vill samþykkja þetta -EN ég helld að ef þjóðin segir nei þá er ekkert annað í stöðunni en uppgjör á landsfundi - EN kannski er hann bara að reyna að komast í stjórn með SF.
Ingibjörg - þú ert að biðja um það ómuglega að ríkisstjórnin standi við gefin loforð - siðferðisþröskuldur ríkisstjórnarinnar er enginn enda lögbrjótur ráðherra í henni - fyrirmynd hún ekki til nema kanski N-Kóreu - JÚ auðvitað verður þjóðin að fara að taka sig saman og reka þetta landráðafólk úr stjórnarráðinu -

Óðinn Þórisson, 27.2.2011 kl. 16:09

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

þetta er hræðileg ríkisstjórn.. þá sérstaklega fyrir að halda atvinnulífinu í gíslingu

ömmi er hræðilegur

Jón Bjarna er steingerfingur og afturhaldssinni

Svandís er lögbrjótur

við værum í bullandi siglingu og kreppan væri löngu búin ef það væri alvöru hægri fólk við stjórn

Sleggjan og Hvellurinn, 27.2.2011 kl. 18:59

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þruman - sleggjan - hvellurinn og hamarinn - algjörlega sammála - þetta er skelfileg afturhaldsríkisstjórn -

Óðinn Þórisson, 27.2.2011 kl. 20:04

9 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Óðinn:

Finnst þér réttlæti í því að ríkisstjórnin beri ein ábyrgð á Æseif?

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn beittu sér fyrir einkavæðingu bankanna sem enduðu sem leikvöllur fyrir bankaræningja sem voru góðkunningjar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins.

Er þetta ekki eins og að hengja bakara fyrir smið?

Mér finnst þú mættir aðeins hugsa þetta mál betur. Ríkisstjórnin hefur engan glæp framið af sér annað en það að reyna að koma „þjóðartskútunni“ aftur á flot.

Góðar stundir

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 28.2.2011 kl. 00:02

10 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er nefnilega þannig að ríkisstjórn hefur nákvæmlega framið glæp.... sá glæpur fór allaleið fyrir hæstarétt og ráðherra var dæmndur..  einmitt fyrir að hindra það að fá þjóðarskútuna á flot.

þetta er hræðileg ríkisstjórn... lífskjör okkar Íslendinga hafa beinlínis skaðast mikið.. útaf þesssari stjórn

Sleggjan og Hvellurinn, 28.2.2011 kl. 00:43

11 Smámynd: Óðinn Þórisson

Guðjón - að senda út óhæfan mann til að fara fyrir samninganefndinni, skrifað undir það fyrsta sem lagt var á borðið hjá honum, 500 milljarða klafa, sjs laug á alþngi 3 júní 2009 þegar hann sagði að aðeins væru könnunarviðræður í gangi en skrifað var undir Svavarssamninginn 5.júní - öll ábyrð á þessu hvílar hjá ríkisstjórninni en 98% hafa hafnað vinnubröðgum hennar í þessu máli -
Þruman, sleggjan, hvellurinn, hamriinn - sammál hverju orði -

Óðinn Þórisson, 28.2.2011 kl. 07:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 23
  • Sl. viku: 784
  • Frá upphafi: 869688

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 547
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband