Nokkrir lögfræðingar segja JÁ við Icesave

nullÉg mun ekki einu sinni hér reyna að gefa í skyn að þetta sé pöntuð yfirlýsing frá þessum lögfræðingum. Þeir hafa eflaust farið yfir málið hlutlaust og komist að þessari niðurstöðu að best sé fyrir íslendinga að borga skuld einkabanka þar sem eigendur&stjórnendur báru alla ábyrgð.
Einhverjir myndu eflaust segja að það væri synd að ábyrgir lögfræðingar sendi frá sér svona yfirlýsingu en þeir hafa jafnan rétt á að hafa sínar skoðanar og hvað þeir senda frá sér svo er það annað hvort það sé rétt eða ekki og á hvaða  forsendum þær eru byggðar eða fyfir hvaða hagsmuni þær eru teknar.
EN hafa skal í huga að fjórir lagaprófessorar sem komu fram fyrir alsherjarnefnd sögðu að Íslendingar ættu að segja NEI og eins hefur íslenskur fyrrv. hagfræður hjá AGS sagt að við eigum ekki að borga þetta.


mbl.is Lýsa stuðningi við Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er ljóst að það er mikið dýrari fyrir okkur að hafna þessu....  glæfraskapur réttara sagt.

Sleggjan og Hvellurinn, 16.3.2011 kl. 18:39

2 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Mér dettur einna helst í hug að spyrja hvað álit þeirra og rökstuðningur hafi kostað??? Skylst að það greiði enginn maður með viti atkvæði með þessum ó-lögum...

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 16.3.2011 kl. 19:32

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ekki satt Þruman.

Já kostar lágmark 26 milljarða.

Nei kostar ekkert.

Nema auðvitað þú viljir trúa því að ef við gerum ekki eins og útlendingum þóknast muni þeira ráðast á okkur, og þú viljir telja það sem mögulegan kostnað.

Við hinum styðjumst við heilbrigða skynsemi eins og flestir í löndunum í kringum okkur gera sem betur fer líka.

Guðmundur Ásgeirsson, 16.3.2011 kl. 20:37

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

nr 2

skoðanakannanir sýna yfir 60% stuðning við Icesave... þú ert þá að halda því fram að a.m.k 60% Íslendingar stiga ekki í vitið.

nr 3

nei kostar bara helling. kannski best fyrir þig að lesa fréttina.... en það óttast enginn stríð.  Frekar hærri fjármagnskostnað fyrir ríkið og fyrirtæki... sem mun kosta okkur þjóðarbúið miklu meira en 26milljarðar

Sleggjan og Hvellurinn, 16.3.2011 kl. 21:01

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Takk fyrir commetin
þruman, sleggjan,hvellurinn, hamarinn - ég á erfitt með að trúa því að þú munir fara á kjörstað og segja JÁ við skuld einkabanka og senda komandi kynslóð reikninginn. - þessar skoðanakanair eru EKKI marktækar OG mun niðurstaða kosninganna verða ef fólk sem mætir hefur hagsmuni íslands að leiðarljósi um 80% NEI
Ólafur Ingi - ef listinn er skoðaður er ekki ólíklegt að þetta sé keypt yfirlýsing - áfheiður ingadóttir hennar maður - yfirlýstur SF - kona o.s.frv.
Guðmundur - sammála NEI kostar EKKERT -

Óðinn Þórisson, 17.3.2011 kl. 07:19

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Með því að segja nei.. þá sendum við ennþá stærri reikning til barnanna okkar.

Ekki þennan barnaskap að halda að NEI kostar ekkert.......    annars mundu allir velja þá leið.

Sleggjan og Hvellurinn, 17.3.2011 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 14
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 790
  • Frá upphafi: 869694

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 553
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband