Ískaldur hefndarþorsti ?

Því hefur verið haldið fram að Samfylkiningin hafi í landsdómsatkvæðagreiðslunni gengið þannig frá því að Geir myndi verða ákærður.
Ekki þarf ég hér að tilgreyna þá þingmenn sem munu leggjast gegn því að málið gegn Geir verði vísað frá - sá hópur held ég að sé nokkurnvegin öllum kunnur.
En er þetta bara ekki ískaldur hefndarþorsti Samfylkingarinnar gegn Sjálfstæðisflokknum og ekkert skal þar gefið eftir.

En þeir sem þingmenn sem ákváðu að ákæra Geir verða að lifa við þá ákvörðun sjálfir - hvað þá þeir sem hlífðu sínu fólki.
mbl.is Skoða frávísun á frávísun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já það er greinilegt að Samfylkingin hefur miikið að passa...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 18.1.2012 kl. 18:53

2 Smámynd: K.H.S.

Össur og Árni Þór seldu hluti í SPRON

Eyjan, Innlent - fimmtudagur - 4.2 2010 - 08:25

Össur og Árni Þór seldu hluti í SPRON áður en bréfin fóru á markað. Högnuðust verulega

ossurskarp.jpgÖssur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, og Árni Þór Sigurðsson, alþingismaður, eru sagðir hafa selt stofnfjárhluti í SPRON fyrir háar upphæðir áður en bréf í sparisjóðnum fóru á markað. Fjölmargir aðilar, meðal annars stjórnarmenn SPRON og fjölskyldumeðlimir þeirra, gerðu slíkt hið sama.Viðskiptablaðið segir frá þessu í dag.

Þegar í ljós kom á sínum tíma að stjórnarmenn í SPRON og stjórnendur fyrirtækisins höfðu selt stofnfjárhluti sína áður en þeir fóru á markað vakti það mikið uppnám og reiði meðal úti í þjóðfélaginu og meðal annarra stofnfjáreigenda. 

Fram kemur í blaðinu að kaupendur hlutanna hafa tapað miklu fé, enda bankinn gjaldþrota og farinn í slitameðferð. Kaupendurnir vilja fá að vita hvaða upplýsingar seljendurnir höfðu undir höndum og hvaða ástæða lá að baki sölu þeirra. Grunur leikur á því að um innherjasvik sé að ræða.

Viðskiptablaðið segir að Össur Skarphéðinsson, þáverandi iðnaðarráðherra og núverandi utanríkisráðherra, hafi selt alla 10 milljónir stofnfjárhluta sína. Markaðsvirði hlutanna hafi verið um 40 til 70 milljónir. Þá hafi Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG, selt tæplega 1,3 milljónir stofnfjárhluti að nafnverði, en hann hélt eftir litlum hlut.

Einnig eru dæmi um að fjölskyldumeðlimir stjórnenda og stjórnarmanna hafi selt stofnfjárhluti. Áslaug Björg Viggósdóttir, eiginkona Guðmundar Haukssonar sparisjóðsstjóra, seldi rúmlega 10 milljónir hluta að nafnvirði. Halldór Kolbeinsson, eiginmaður stjórnarformannsins Hildar Petersen, seldi um 1,5 milljónir hluti á nafnvirði. Sjálf seldi Hildur rúmlega 5 milljónir hluti. Jón G. Tómasson, fyrrverandi stjórnarformaður SPRON, seldi um 400 þúsund hluti, og dóttir hans seldi fyrir litlu minna.

Þessir gátu notað sér þær aðstæður er þeir kenna einum um sem þeir dirfast að láta saksækja.

K.H.S., 18.1.2012 kl. 19:27

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sæl Ingibjörg - já - sló skjaldborg um sitt eigið fólk.
Kári - takk fyrir að minna á þetta mál.
Það á enn eftir að gera upp vinnubrögð ríkisstórnarinnar varðandi Spron, Byr og sp-kef  og það er spuring hversvegna fjölmiðlar hamra ekki meira á þessum málum.

Óðinn Þórisson, 18.1.2012 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 36
  • Sl. sólarhring: 211
  • Sl. viku: 419
  • Frá upphafi: 869989

Annað

  • Innlit í dag: 25
  • Innlit sl. viku: 293
  • Gestir í dag: 25
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband