Aukalandsfund nýr Varaformður

SjálfstæðisflokkurinnÞað leikur enginn vafi á því að Ólöf Nordal er einn öflugasti stjórnmálamaðurinn á íslandi í dag og hefur staðið sig mjög vel sem varaformaður stærsta stjórnmálaflokks landsins.
Þar sem nú liggur fyrir hennar ákvörðun að hætta afskiptum af stjórnmálaum a.m.k í bili og ekki bjóða sig  fram í næstu kosningum hlítur að verða að hugleiða það mjög alvarlega að halda aukalandsfund þannig flokksmenn geti kosið sér nýjan varaflormann.
Hanna Birna Kristjándóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins hefur hugleitt að bjóða sig fram í næstu kosningum og það myndi styrkja mjög svo stöðu flokksins  ef hún yrði kjörin varaformaður.

Sjálfstæðisflokkurinn
stétt með stétt


mbl.is Kveður þingið í vor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Flott,nú þurfum við að losna við Bjarna Ben...

Vilhjálmur Stefánsson, 8.9.2012 kl. 09:04

2 identicon

Væri ekki tilvalið að kjósa nýja sýnilega manneskju í Formannsembættið í staðinn fyrir BB kafbát?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 8.9.2012 kl. 10:30

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Vilhjálmur - sé ekkert flott við að ÓN hætti afskiptum af stjórnmálum.

Óðinn Þórisson, 8.9.2012 kl. 11:36

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Kristján - ef það verður aukalandsfundur þá hlítur flokkmönnun einnig að vera gefinn kostur á að kjósa nýjan formann - ef þar að segja einhver bíður sig fram gegn honum.

Óðinn Þórisson, 8.9.2012 kl. 11:38

5 Smámynd: Friðrik Friðriksson

Það er í höndum Davíðs Oddssonar að ákveða hver verður næsti varaformaður.

Friðrik Friðriksson, 8.9.2012 kl. 12:07

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Friðrik - DO hefur eitt atkvæði á landsfundi eins og aðrir landsfundarfulltrúar.

Óðinn Þórisson, 8.9.2012 kl. 12:34

7 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Nú er forista Sjálfstæðismanna dauð og hefur reindar verð það lengi,það var skelfileg útkoma á síðasta Landsfundi að kjósa Bjarna Ben sem Formann.Sjáfstæðiflokkurinn hefur verið í reind lamaður síðan Davíð Oddson fór frá og Flokknum vantar mann eins og hann til foristu.70% af því Fólki sem situr á þingi fyrir Flokkinn eru gagnslausir og ættu að finna sér eithvað annað að gera en að sitja á þingi...

Vilhjálmur Stefánsson, 8.9.2012 kl. 13:02

8 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

"Sjálfstæðiskonan" Ólöf Nordal hefur hagað sér sem tryggur ESB-sinni í atkvæðagreiðslum á alþingi. Nú skil ég hvers vegna.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.9.2012 kl. 13:07

9 Smámynd: Óðinn Þórisson

Vilhjálmur - ég hef gagnrýnt þögn forystu Sjálfstæðisflokksins, bæði í sumar og síðasta sumar.
Það var lýðræðisleg niðurstaða síðasta landsfundar að BB yrði áfram formaður og þannig að það komi hér enn einu sinni fram þá studdi ég HBK.

Hvern vilt þú sem formann ? 

Óðinn Þórisson, 8.9.2012 kl. 14:20

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Anna Sigríður - hún er að flytjast til Sviss - og Sviss er ekki í esb.
ÓN sagði NEI við því að ísland legði inn umsókn til esb - vildi að þjóðn fengi að segja til um það hvort farið yrði i þetta esb - ferli.

Óðinn Þórisson, 8.9.2012 kl. 14:22

11 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Óðinn. Hún er á leið frá Íslandi. Hvað gerði "sjálfstæðis-þingkonan" Ólöf Norðdal, þegar greidd voru atkvæði á síðasta þingi, um hvort þjóðin fengi að greiða atkvæði, um hvort haldið yrði áfram aðlögunarviðræðum? Það er nauðsynlegt að setja atburðarrásina í samhengi, til að fá raunhæfa útkomu.

Bjarni Ben. er of samtvinnaður elítunni siðblindu, til að eiga nokkurt erindi á þing, eða í  ríkisstjórn landsmanna allra.  Elítu-siðblinduliðið í píramída-topp-embættunum  "faglegu"  er ekki fært um að stjórna þessu landi, nema til glötunar.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.9.2012 kl. 15:33

12 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Vel að orði komist Anna Sigríður...

Vilhjálmur Stefánsson, 8.9.2012 kl. 16:26

13 Smámynd: Óðinn Þórisson

Anna Sigríður - hún er einfaldlega að taka fjölskylduna sína framyfir flokkinn.
Það er rétt hjá þetta eru aðlögunarviðræður og það er margir innan x-d sem eru hallir undir esb - RR og ÞKG eru yfirlýstir esb - sinnar og framkvæmdastjóri já - stekara ísland er varabæjarfulltrí x-d í hfn.

Þú hefur sterka skoðun á BB og hefur fullan rétt á því en hvar að þínu mati ætti að leiða flokkinn ?

Óðinn Þórisson, 8.9.2012 kl. 19:02

14 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Óðinn. Ég hef ekki ástæðu til að hafa neitt á móti persónunni Ólöfu Nordal, en hún lætur stjórna sér of mikið. Stundum er sagt að konur fórni frama fyrir maka og börn. Það hefur mér alltaf fundist undarlegt mat, því það er hverri konu/manni það dýrmætasta af öllu að eignast börn, og annast þau eftir bestu getu og heilsu. Sumir geta því miður ekki átt börn, og þeir eru að mínu mati afskaplega fátækir.

Bjarni Ben er eflaust ágætis persóna, en ferilinn og tengslin eru vandamálið. Það er ekki hægt að horfa fram hjá slíkum staðreyndum. Það er í mannlegu eðli að freistast til að misnota aðstöðu sína á þingi, og ekki rétt að láta á það reyna.

Því miður hefur Illugi líka verið orðaður við eitthvað misjafnt, og fór af þingi vegna þess. Ekki veit ég til að búið sé að útkljá það mál, og þó er hann aftur kominn á þing, og verið að bæta við hans vald. Fólk verður að gera þær kröfur að alþingismenn og ráðherrar séu með hreint siðferðis/sakavottorð, til að vera færir um að setja lög fyrir réttlætið í samfélaginu.

Ekki þekki ég svo vel hverjir eru í Sjálfstæðisflokknum, til að geta komið með einhver nöfn. Það þarf að vera persóna með þokkalegan siðferðislegan feril og ótengdur spillingar-braski. Það er spillingarbraskiðog klíkuskapurinn sem hefur leitt bæði flokka og stjórnsýslu þessa lands á þann hæpna stað sem raun ber vitni. Það vantar allt aðhald og réttláta gagnrýni af hálfu stóru fjölmiðlanna og almennings.

Til að koma á einhverju raunhæfu og sanngjörnu siðferðis-samfélagi hér, þá verður fólk að skilja hversu mikilvægt það er, að allir sitji við sama réttlætis-borð, og lögin/reglurnar virki rétt og jafnt fyrir alla.

Allir vita að þannig virkar stjórnsýslan/embættiskerfið ekki í dag.

Slíkt siðleysi og spilling er dæmt til að leiða heildina í enn verri stöðu en orðið er. Spilling leiðir til meiri spillingar, og ekki verður þá auðveldara að ráða við þetta stjórnsýslu/embættismanna/kvenna-batterí.

Það er allra hagur að lög og siðferði virki réttlátt. Það er á ábyrgð almennings og allra flokka, að gera sitt besta til að afstýra stjórnsýslu-slysum og spillingu. Fólk á ekki að þegja yfir spillingu sem það veit um, og ekki sætta sig við að spilling þrífist í samfélaginu.

Einhversstaðar verður að byrja á erfiðu stórhreingerningunni. ESB mun ekki taka til í stjórnsýslunni á Íslandi, eins og sumir virðast halda.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 9.9.2012 kl. 09:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 866899

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband