Hversvegna Steingrímur ?

"Við vissum að þetta yrði erfitt ... og auðvitað hefur það verið það,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG"

Allt þetta kjörtímabil hefur þessi vælu&píslarvottartónn heyrst í Steingrími um að þetta yrði erfitt og þeir yrðiu óvínsælir  - ég græt kókudílatárum fyrir þessu - EN hvað með þjóðina sem hefur þurft að taka á sig auknar álögur og skatta vegna þinnar þröngu hugymndafærði um að skattpína millistéttina.

Er það ekki hugmyndfræði vinstri - sósíalista að útrýma millistéttinni ?

Steinrímur ætti að spyja sjálfan sig hversvegna hefur hann tapað 4 þingmönnum og flokkurinn kominn í útrýmingarhættu undir hans formennsku.


mbl.is Aðstoði skuldug heimili
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Friðriksson

"Við vissum að þetta yrði erfitt ... og auðvitað hefur það verið það,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG"

Ég held þú ættir að sleppa því að setja þig á einhvern háan hest hér því þetta er auðvitað rétt hjá kallinum.

Hefur það farið fram hjá þér að landið varð gjaldþrota? en hvar átti þá ríkissjóður að sækja sínar skatttekjur?...það vildu fáir lána okkur á þessum tíma nema þá með háum vöxtum.

Þessir 4 þingmenn sem hættu í flokknum "hafa það allir sammeiginlegt vera á móti aðild að Evrópusambandinu"...það hefur ekkert með skattaálögur á almenning að gera eins og þú nefnir!

Hélstu virkilega að þjóðin myndi EKKI taka á sig sig auknar álögur og skatta eftir þessar hamfarir?

Áttu einhverjir aðrir að borga skuldir þjóðarinnar?

Friðrik Friðriksson, 25.1.2013 kl. 19:15

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Friðrik - er ekki að setja mig á háan hest er einfaldlega að segja mína skoðun á SJS.
VG var á móti því að fá aðstoð frá AGS - þannig þeirri staðreynd sem haldið til haga.
Lilja sagði sig EKKI úr VG vegna ESB - það var vegna Steingríms og hans vinnubragða og ágreyning um hvernig ætti að taka á málum - þau voru einfaldlega ósammála og því fór Lilja ENDA ekki pláss í flokknum fyrir fólk með aðrar skoðanir EN LEIÐTOGANS.
Erlend fjárfesting er sögulegu lágmarki - yfirlýst stefna VG er að vera á móti virkjunum - komu t.d í veg fyrir að eitthvað gerist á Húsvvík.

Óðinn Þórisson, 25.1.2013 kl. 20:06

3 Smámynd: Friðrik Friðriksson

Ég skal taka það fram að ég er samfylkingarmaður og verð aldrei neitt annað.

Hefur Lilja fengið þann stuðning sem hún ætlaðist eftir að hún yfirgaf flokkinn...Nei!....hún er ekkert á leiðinni að verða þingmaður á nýjan leik, heyrst hefur að það þýðir ekkert að vinna með henni!...kannast þú eitthvað við það?

Vissulega var VG móti því að fá aðstoð frá AGS en var ekki Davíð hinn mikli á móti því líka?

Þú svaraðir ekki spurningunni....hverjir aðrir en þjóðin áttu að borga skuldir þjóðarinnar?

Erlend fjárfesting er sögulegu lágmarki....af hverju heldurðu að það sé?

Friðrik Friðriksson, 25.1.2013 kl. 20:27

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Friðrik - þekki margt gott samfylkingarfólk.
NEI það má segia að Samstaða sé eitt stórt kúður og já hún á eins og Jóhanna erfitt með samstarf við annað fólk sem hefur aðrar skoðanir en hún.
Rétt að minnast einnig á það að VG studdi ekki neyðarlögin - SF gerði það - sannar að flokkurinn hefur jú gert eitthvað rétt.
Það hefði mátt minnka hluta þjóðarinnar með framvæmdum sem hefðu ýtt undir meiri hagvökt.
Erelnd fjárfesting er i sögulegu lágmarki m.a vegna þess að á íslandi er pólitísk óvissa - erlendir fjárfestir treysta ekki t.d skattaumherfingu sem ríkisstjórinin er með.

En lykilspurning fyrir VG er HVERSSVEGNA ?
Hvaða skýring hefur þú á þessari stöðu samstarfsflokks SF í ríkisstjórn.

Óðinn Þórisson, 25.1.2013 kl. 21:07

5 Smámynd: Sandy

Ég má til að blanda mér inn í umræðuna. Friðrik ég má til með að benda þér á að þegar bankarnir hrundu þá var þjóðin meðvituð um að það yrði erfitt ástand í þjóðfélaginu og hefði sætt sig við það ef ekki hefði verið farið svona kolrangt að því að deila birgðunum á milli þjóðfélagshópa. Þú spyrð hvort einhverjir aðrir hafi átt að borga skuldirnar, ég segi að þeir eigi sannarlega að borga skuldir sínar sem taka þær, en finnst þér í alvöru að þeir hafi gert það? Ég segi nei a.m.k. ekki þeir sem hafa margoft fengið afskrifaðar sínar skuldir og þá þarf að hækka skatta svo hægt sé að greiða þær, en engin er launahækkunin á móti, hversu lengi er hægt að hækka skatta þar til launin fara öll í skatta? Ég er með 150.000 nettó laun á mánuði en þú?

Sandy, 26.1.2013 kl. 07:40

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sandy - sammála það var farin kolröng leið - ráðstöfunartekjur millitekjufóks hafa minnkað mikið - ríkiið vill alltaf meira og meira.
Það lá t.d fyrir tillaga á alþingi í des 2011 að lækka gjöld á eldsneyti þó ekki væri nema yfir sumartímann ca.6 mán EN ríkisstjórnin hafnaði þvi.
Þessi leið ríkisstjórnarinnar getur aldrei annað aukið fátækt - skattastefna ríkisstjórnarinnar er einfaldlega fjandsamleg fólki og fyrirtækjum - fyrirtæki ráð  ekki fólk meðan skattaumhverið er svona - það er klárt mál.

Óðinn Þórisson, 26.1.2013 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 866897

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband