Hversvegna x - D

Öflugt velferðarkerfi verður ekki án öflugs atvinnulífs.

Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn sem ætlar að lækka skatta á fólk og fyrirtæki.

setjum x - við D.


mbl.is Farin fram af bjargbrúninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Svo fara atvinnurekendur fram á gjaldeyrisfellingu og (S) hefur aldrei neitað svoleiðis pöntunum, sem eykur verðbólguna og verðtryggingin fer á fullt, höfuðstólar húsnæislána fara upp úr öllu valdi og fleirri heimili fara í rúst.

Það verður að byrja rétt, bjarga því sem bjarðað verður áður en öll heimilin fara í rúst.

Það eru 3 málefni sem kæmi fyrir frekar fylgishrun (S) og jafnvel aukningu fylgis:

1. Afnema verðtryggingun fyrir næstu áramót

2. Loka Evrópustofu daginn eftir að Ríkisstjórn er mynduð.

3. Setja ESB í bindandi þjóaratkvæði ekki seinna en október 2013.

Svo einfallt er þetta.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 3.4.2013 kl. 21:35

2 Smámynd: Hvumpinn

Það er akkúrat svona málflutningur Jóhann sem er að fæla kjósendur frá Sjálfstæðisflokknum. Gangi ykkur áfram vel að minnka fylgið!

Hvumpinn, 3.4.2013 kl. 21:39

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Hæ Hvumpinn,

"Gangi ykkur...." segir þú. Mér er nú nákvæmlega sama hvert fylgi (S) fer hef þau geta ekki séð hvað það þarf að gera til að bjarga heimilunum frá að fara í rúst.

Ég vona að allir þeir flokkar sem hafa ekki málstað heimilana númer eitt, tvö og þrjú fari undir þröskuldinn í atkvæðum efitr rúmmar 3 vikur, enda er ég ekki bundinn neinum flokki.

Eini flokkurinn sem hefur möguleika á kjörnum þingmönnum nota einmitt þetta sem ég nefndi í athugasemd #1 og fylgið fer upp úr öllu valdi.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 3.4.2013 kl. 21:55

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jóhann - aðalmálið fyrir þessar kosningar eru málefni heimila&fyritækja - örva verður hagvöxt - fá framkvæmdir í gang eins og Helguvík og gefa fólkinu aftur tækifæri.

Vg og SF hafa sýnt það að þeim er ekki treystandi til að gæta hagsmuna heimila&fyrirækja.

ESB - ferlinu verður ekki haldið áfram á vilja þjóðarinnar - sf - hefur 3 sagt NEI við að þjóðin komi að málinu.

Óðinn Þórisson, 3.4.2013 kl. 22:05

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Hvumpinn - það er verkefni allara sjálfstæðismanna að tryggja x-d trausta kosningu.

 Fyrir hagsmuni þjóðarinnar verður sjálfstæðisflokkurinn að vera sterkur.

Sjálfstæðisfólk á ekki að kjósa Framsókn - það tryggir enginn eftirá - setjum x - við D.

Óðinn Þórisson, 3.4.2013 kl. 22:09

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sá sem er farinn fram af bjargbrún, byrjar ekki á að byggja rándýran og lífeyrissjóðs-fjármagnaðan hátækni-vísinda-skurðlækninga-spítala, til að bjarga sjúku fólki á Íslandi!

Og til að bíta höfuðið af skömminni, þá virðist vera planið, að ræna lífeyrissjóðs-framlagi frá stritandi og heilbrigðis-sviknum verkamanna-þrælunum bankarændu/lífeyrissjóðsrændu, til heims-skurðlækna-vísinda-sjúkrahúss-byggingarinnar!

Ég var á þessum fundi í dag, og þar komu ýmis umhugsunarverð sjónarmið fram. Og ótal spurningar sitja eftir í mínum huga, sem er of langt mál að útskýra í einni blogg-athugasemd.

Ég er enn að melta það sem ég heyrði á þessum mjög svo þarfa og upplýsandi fundi.

Hvers virði er nýtt "hátæknisjúkrahús", ef það kostar lífeyriseignir og heilsu yfirvinnu-þrælandi almennings, að byggja þennan spítala yfir lækna og hjúkrunarfræðinga-þræla, sem eru fluttir, eða eru að undirbúa flutning frá mafíu-þrælaeyjunni banka/lífeyrissjóðs-rændu?

Það er of mörgum spurningum ósvarað eftir þennan fund, og þörf á framhaldsfundi fyrir kosningar. Og það væri nú ekki verra ef Birgitta blessunin fengi að sitja við sama borð og aðrir lýðræðislega þjóðkjörnir flokks-talsmenn, á framhaldsfundinum! Spillt flækju-pólitík og baktjalda-hrossakaup valdstjórnarinnar leysir ekki heilbrigðis-vanda framtíðarinnar.

Það ætti valdsstjórnin á Íslandi að hafa lært af hruninu (ráninu)!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.4.2013 kl. 22:21

7 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Eins og ég sagði Óðinn fari (S) ekki eftir ábendingum á þessum þremur atriðum sem eru ósköp einföld, þá fer (S) í lægsta fylgi í mínu minni í kosningunum í vor.

Og ég segi bara: "Þau um Það, geta sjálum sér um kennt."

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 3.4.2013 kl. 22:45

8 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Reynslan af nær 18 ára stjórn Sjálfstæðisflokksins þá lækkuðu skattar á hátekjufólki meðan rátöfunartekjur þeirra sem minna máttu sín drógust saman. Öryrkjar þurftu tvívegis að leita réttar síns vegna fólskulegrar túlkunar á réttindamálum þeirra.

Hver getur treyst Sjálfstæðisflokknum? Ekki venjulegt fólk. Sama má segja um Framsóknarflokkinn sem miðar áróður sinn við þá sem ekki sjá gegnum blekkinguna.

Guðjón Sigþór Jensson, 3.4.2013 kl. 23:10

9 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Góð athugasemd Guðjón, en ekkert mark takandi á henni.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 3.4.2013 kl. 23:16

10 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hver getur treyst valds-stjórninni ó-lýðræðiskjörnu, sem situr í bakherbergjunum, og kemur allri ábyrgð á sínum gjörðum, og allri sök sinna svikaverka á saklaust og svikið verkafólk, og heiðarlega rekin fyrirtæki?

Sá sem þegir yfir glæp er meðsekur. Almenningur verður að segja frá!

Sannleikurinn og réttlætið er sterkara en lygin og óréttlætið. Það er óvefengjanleg staðreynd.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.4.2013 kl. 23:45

11 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Nú talar þú nokkuð óljóst Anna, rétt eins og Véfréttin í Delfí. Hvað áttu við með fullyrðingum þínum?

Guðjón Sigþór Jensson, 4.4.2013 kl. 00:13

12 Smámynd: Óðinn Þórisson

Anna Sigríður - varðandi nýjan LSH þá styð ég þá byggingu og byggi ég þá ákvörðun mína á því fagfólki sem þar vinnur og telur að tími sé kominn á að byggja nýjan - tæki komast ekki lengur fyrir - vantar einbýli o.s.frv.

Því miður hefur vinstri - stjórnin ekki sýnt velferðarmálum mikinn áhuga - pólísk réttarhöld og hækka skatt verið aðalmáli og slá skjalborg um völdin.

Óðinn Þórisson, 4.4.2013 kl. 15:29

13 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jóhann - ef flokkurinn getur ekki komið sínum skýru stefnuálum og gildum á framfæri þá fer illa fyrir flokknum og þá um leið þjóðinni.

Óðinn Þórisson, 4.4.2013 kl. 15:32

14 Smámynd: Óðinn Þórisson

Guðjón - þetta hefur ekki verið að ganga hjá Jóhönnustjórninn - stjórnarflokkarnir mælast sameignlegt með um 20 %.

Öryrkjar hafa ekki beint verið sáttir með Jóhönnustjórnina - eða finnst þér það ?

Viljum við önnur 4 ár með vinstri - stjórn - held ekki.

Óðinn Þórisson, 4.4.2013 kl. 15:34

15 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Þar getum við verið sammála að hálfu.

Ef (S) frambjóðendur geta ekki útskýrt fyrir þjóðini hver stefna (S) er, þá auðvitað kýs þá enginn nema heitrammir (S) menn, sem nægir ekki að komast í Ríkisstjórn.

En hvort það fer illa fyrir þjóðini þó (S) verði ekki í Ríkisstjórn, þá er ég kanski ekki alveg sammála þér um það.

En (S) fer ekki langt nema að vera með afnám verðtryggingu, lokun Evrópustofu og bindandi þjóðaratkvæði um ESB á sinni stefnuskrá, það er alveg á hreinu. Því þetta eru aðal málin í kosningunum eftir rúmar 3 vikur.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 4.4.2013 kl. 16:10

16 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jóhann - að loka evrópustofu tel ég ekki skipta miklu máli - esb mun loka henni sjálfir þegar þjóðin hafnar að halda viðræðunum áfram.

20 % mun ekki duga x- d til að komast í ríkissjtórn.

Óðinn Þórisson, 4.4.2013 kl. 16:41

17 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Kanski Óðinn kanski eru 20% nóg.

En það er á hreinu hvaða málaflokka er verið að kjósa um eftir 23 daga, og ef (S) frambjóðendur eru ekki með skyrar afstöður í þessum málaflokkum þá fer sem fer og (S) frambjóðendur geta sjálfum sér um kennt.

Hanna Birna var að setja Evrópustofu í eitthvað vafamál í það minsta hjá henni og kanski öllum (S) flokknum í fjölmiðlum núna um daginn.

Skýrleiki verður það að vera og sérstaklega frá henni, hún er varaformaður (S) flokksins.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 4.4.2013 kl. 17:06

18 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jóhann - sjálfstæðisflokkurinn verður að vera í þeirri stöðu eftir kosningar að leiða ríkisstjón - vera stærsti flokkur landsins - 30 % verður að vera takmarkið - lágmark og sérstaklega í ljósi þess að versta ríkisstjórn lýðveldissögunnar hefur verið hér við völd.

Hanna Birna sagði að ályktunin um evrópustofu hefði verið óþörf - ég er henni þar sammála.

Kjósa um framhald - það er aðalmálið - þjóðin komi að málinu.

Óðinn Þórisson, 4.4.2013 kl. 17:13

19 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ok Óðinn, vonandi fyrir þig að þá gangur þetta upp hjá (S), en ef ekki þá veistu af hverju það er.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 4.4.2013 kl. 17:22

20 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hvers vegna er fólk meira upptekið af fylgi og velferð flokka, heldur en raunverulegu mikilvægu velferðar-samfélags-málunum?

Hvort er það fylgi flokkanna, eða velferð samfélagsins í heild, sem skiptir máli?

Enginn er eyland. Enginn keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn. Þetta vita allir, en þrátt fyrir það lifir enginn í raun eftir þessum staðreyndum? Þess vegna er útkoman múgæsings-sundrung, og öllum að gagnlausu, og veikir grunnstoðir velferðar og samfélags!

Hvað er eiginlega kennt í skólum landsins frá byrjun skólaskyldunnar og upp í hæðstu þrepin? Hvar kemur siðfræðin inn í skólabókardæmi samfélagsins og verðleika-matsins? Er allt falt fyrir illa fengin völd og illa fengna og innistæðulausa bréfpeninga?

Hver skilur svona rugl-samfélag, sem kann ekki einu sinni lágmarks-siðfræði og mikilvægi raunverulegs kærleika? Hverju á nýja hátækni-sjúkrahúsið að bjarga?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.4.2013 kl. 01:00

21 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jóhann - flokkur sem kemur ekki sínum stefnumálum til skila til kjósenda getur ekki búist við að ná árangri.

Óðinn Þórisson, 5.4.2013 kl. 14:57

22 Smámynd: Óðinn Þórisson

Anna Sigríður - fólk hefur gaman að velta fyrir sér skoðanakönnunum og þá sérstaklega þegar svo stutt er til kosninga.

Siðferði er fólkið í landinu og hvernig það kemur fram hvort við annað - alþingi hefur engan trúverðugleika eða traust.

Nýji LSH mun breyta miklu - fyrir bæði starfsfólkið og aðra þá sem koma þangað.

Óðinn Þórisson, 5.4.2013 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 866903

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband