Hversvegna er EKKI hægt að vinna með Vinstri - flokkunum ?

Að lækka skatta á fólk og fyrirtæki er eitt af þeim grundvallarmálum sem aðskilur stefnu hægri-miðju flokka frá vinstri - flokkunum.

Þetta er forsenda þess að koma hjólum atvinnulífsins aftur af stað, auka hagvöxt, auka framleiðslu og fara í framkvæmdir.

„Til er hópur sem má ekki heyra minnst á að hér séu tækifæri"
 Sigmudnur Davíð Gunnlagusson.

Vinstri - menn vilja að allir hafi það jafn skítt en miðju og hægri flokkar vilja gefa fólki tækifæri til að bjarga sér sjáflt.


mbl.is Bjarni Ben: „Skattar munu lækka frekar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sandy

lækkuðu skattarnir mínir, ég hef ekki tekið eftir því, svo ég fór og gáði vegna þess að ég sem er  með örorkubætur var að vísu í neðsta skattþrepi en þegar maður reiknar saman þær skerðingar sem vinstristjórnin sá til að gera og þessi ríkisstjórn ætlaði að laga,en hefur ekki gert var ég að vona að skattprósentan í lægsta þrepinu mundi lækka en það hefur heldur ekki gerst, svo ég auglýsi hér með eftir þeirri lækkun skatta sem mundi gagnast mér og því fólki sem er í minni stöðu.

Sandy, 5.4.2014 kl. 12:26

2 Smámynd: Teitur Haraldsson

Sögðust þeir ætla að laga það strax?

Eru allir lygarar og svikarar vegna þess að þeir fylgja ekki okkar tímaáætlunum?

Teitur Haraldsson, 5.4.2014 kl. 12:33

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sandy - það eru aðeins rúmir 10 mán frá því að ríkisstjórnin tók við - það tekur tíma breyta frá skattastefnu vinstri - manna " you aint seen nothing " sem virist byggjat fyrst og síðast á millistéttinna - hún var skotmarkið.
Þú þarft a.m.k ekki að hafa áhyggjur að þínar ráðstöfunartekjur verði skerktar enn meira eins og raunin hefði orðið ef vinstri - óstjórnin væri hér enn við völd.

Óðinn Þórisson, 5.4.2014 kl. 13:20

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Teitur - aðgerðir eru hafnar - hallalaus fjárlög er skerf í rétta átt og hætta að keyra á millistéttina - hafði þolinmæði - það tekur tíma að gera hlutina vel - ekki einhver vinstri - vinnubrögð sem byggjast á því að skatta allt í drasl.

Óðinn Þórisson, 5.4.2014 kl. 13:22

5 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Óðinn reyndu nú að fara að vakna, og eyða stjörnunum úr augunum yfir þessari ríkisstjórn. Það er bara staðreynd, og þýðir ekkert fyrir þig að mótmæla því, að þessi ríkisstjórn gerir allt til þess að þeir sem höfðu og hafa það sem best, njóti þess áfram. En við lágtekjufólkið sem minst mega sín borgum brúsann, eins og kemur t.d. fram hjá Sandy, að lægsta skattþrepið stendur í stað, en þau hærri lækka, jú af því að það verður að sjá til þess að þeir ríku verði enn ríkari.

Hjörtur Herbertsson, 5.4.2014 kl. 13:34

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Hjörtur -
"The problem with socialism is that you eventually run out of other people's money.”


"Would Rather The Poor Were Poorer"
Margaret Thatcher

Hún er alveg með þetta - þessvegna er betra að vinstri - menn séu aldrei við völd - þeir einfaldlega gera hlutiina verrri.

Óðinn Þórisson, 5.4.2014 kl. 13:57

7 Smámynd: Teitur Haraldsson

Þetta er einföld pólitísk taktík.

Þú byrjar á að gera óvinsælu hlutina eins og að lækka skatta á fyrirtæki og þá hæðst launuðu.

Síðan þegar nær dregur kosningum þá ferðu í vinsælu hlutina.

Þetta þarf að vera svona vegna þess að við erum heimsk.

Við erum búin að gleyma þessu óvinsæla og sjáum bara það vinsæla sem er verið að „gera núna“.

Ekkert óeðlilegt, þetta verður að vera svona.

Teitur Haraldsson, 5.4.2014 kl. 14:18

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Teitur - þetta snýst um leiðir út úr þeim vanda sem við erum og það gerum við ekki með því að halda áfram að hækka skatta á fólk og fyrirtæki.

Fyrrv. ríkisstjórn hélt að hægt væri að skatta þjóðina út úr kreppu - slík stefna getur aðeins leitt til meiri fátæktar.

Svo var það gúmmítékkinn sem fyrrv. ríksstjórn lagði fram fyrir síðustu kosningar - það var bara til að kaupa atkvæði. 

Óðinn Þórisson, 5.4.2014 kl. 15:27

9 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Óðinn

Bara til að hafa það 100% á hreinu.

Talar þú máli "gamla" Sjálfstæðisflokksins, eða ert þú erindreki Nýja Sjálfstæðisflokksins?

Jónatan Karlsson, 5.4.2014 kl. 17:54

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jóntan - ég er, hef verið og verð alltaf talsmaður lýðæðis - öflugt atvinnulífs og stétt með stétt.

Gamli / nýi Sjálfstæðisflokkur - hvernig skilgreynir þú þetta ?

Óðinn Þórisson, 5.4.2014 kl. 18:20

11 Smámynd: Jón Kristján Þorvarðarson

Í rauninni ertu ekkert annað en tækifærissinni fram í fingurgóma þegar flokkurinn þinn er annars vegar. Á sama tíma og þú hampar lýðræðishefð flokksins og að prófkjör eigi að gilda þá viltu að Halldór Halldórsson, oddviti xD í Reykjavík, axli ábyrgð og víki til hliðar. Hann verði að axla ábyrgð! Ábyrgð á hverju? Hann hefur enga aðkomu haft að borgarstjórn Reykjavíkur. Þetta er maðurinn sem hlaut lýðræðislega kosningu til að leiða listann að þínu áliti. En þar sem skoðanakannanir í Reykjavík birta óásættanlegar tölur að þínu áliti þá skal lýðræðishefðinni vikið til hliðar og handvelja nýjan mann í oddvitasæti flokksins! Er nema von að menn velti því fyrir sér hversu ómarktækur þú ert í pólitískri umræðu.

Jón Kristján Þorvarðarson, 5.4.2014 kl. 18:44

12 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jón Kristján - ekki ætla ég að reyna að breyta þinni skoðun á mér.
Viljandi eða ekki þá ert þú að missklja það sem ég er að segja - en gott og vel - tökum málið eins og það er.
Það sem skiptir mál er Reykjavík og framtíð Reykjavíkur - einkabílinn 36 stæði eru eru eftir af þeim 88 stæðum sem voru í Borgartúni - búið er að taka 2/3 bílastæða á Hverfisgötu - það stefnir í að ef vinstri - menn halda völum að fyrsta skerfið í að loka flugvellinum verði tekið - það er beinlíns skelfilegt - of há gjöld á Reykvíkinga - borgin er óhrein t.d gras er ekki slegið nógu vel.
Halldór vill varla hafa þá sínu ferlskrá að bera ábyrð á afhroði flokksins í Reykjavík.

Óðinn Þórisson, 5.4.2014 kl. 19:17

13 Smámynd: Jón Kristján Þorvarðarson

En þú átt aftir að svara því hver ábyrgð Halldórs er! Hann var lýðræðislega kosinn til að leiða flokkinn og hefur enga aðkomu haft að borgarmálum. Og ú vilt velta honum af stalli. Hvers vegna viltu velta honum af stalli?

Jón Kristján Þorvarðarson, 5.4.2014 kl. 19:32

14 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jón Kristján - þú ert kominn svo langt út fyrir umræðuefnið að ég velti þvi á hvað ferðalagi þú ert.

Óðinn Þórisson, 5.4.2014 kl. 20:13

15 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Heilkenni og meðvirkni er böl Íslendinga!

Sigurður Haraldsson, 6.4.2014 kl. 08:01

16 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigurður - það er þín skoðun - deili henni ekki.

Óðinn Þórisson, 6.4.2014 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 866899

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband