Stefnir í Hrun Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík

Það er beinlíns hörmlegt að horfa upp á fylgi við Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík að vera með um 25 % og samkvæmt þessu að tapa einum manni og yrði þá staða flokksins beinlíns það allvarleg að einhver yrði að taka ábyrgð á þessu hruni flokksins.

Sjálfstæðisflokknum hefur algerlega mistekist að koma sínum stefnumálum á framfæri enda kannski ertitt enda borgarstjórnarflokkurinn þræKlofinn með á listanum einstaklinga sem studdu aðalskipulag vinstri - manna.

Flokkur einkabílsins, flugvallarins, vegaframkvæmda, einkaframtaks o.s.frv er við dauðs dyr í Reykjavík - er furða að menn velti fyrir sér stofnun nýs hægri flokks. 


mbl.is Samfylkingin stærst í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

...Enn skemmtilegra er að sjá Framsókn í fylgi á við óáfengan bjór, alveg yndislegt:)

Óskar, 14.4.2014 kl. 18:26

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Óskar - þegar fólk vinnur ekki saman og fer í daður við andstæðinginn þá er þetta uppskeran.

Óðinn Þórisson, 14.4.2014 kl. 18:49

3 identicon

Þetta hefur náttúrulega ekkert með það að gera að 75% Reykvíkinga er bara ósammála stefnum sjálfstæðis flokksins er það?

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 14.4.2014 kl. 19:28

4 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Þeir sem fá ekki niðurfelldar sukkskuldir eru fúlir- þeir sem eru á hungurmörkum eru hálfdauðir- en bíða enn eftir efndum um mannsæmandi lífeyri- útlendingar eru í flestum störfum- á sultarlaunum- svart-   en Íslendingar á atvinnuleysisbótum !!!!

Erla Magna Alexandersdóttir, 14.4.2014 kl. 21:15

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Elfar - þú kannski tókst ekki eftir því að nokkrir borgarfulltrúar sjálfstæðisflokksins voru í endalausu daðri við vinstri - meirihlutan á þessu kjörtímabili - það skaðað flokksinn allsvakalega,.

Óðinn Þórisson, 14.4.2014 kl. 21:16

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Erla - varðandi aðgerir ríkisstjórnarinnar til að aðstoða skuldsett heimili þá hefur hún núþegar gert meira en vinstri - stjóriin gerði á 4 árum.
Það var alveg ljóst að allir myndu ekki verða sáttir - þannig líka verður það aldrei.

Reykviíngar hafa val 31.mai hvort þeir vijli áframhaldandi hnignun reykjavíkurborgar undir stjórn vinstri - manna.

Óðinn Þórisson, 14.4.2014 kl. 21:34

7 Smámynd: Óskar

" - varðandi aðgerir ríkisstjórnarinnar til að aðstoða skuldsett heimili þá hefur hún núþegar gert meira en vinstri - stjóriin gerði á 4 árum."

Þetta er einfaldlega rangt Óðinn.  Síðasta ríkisstjórn setti á annað hundrað milljarða til bjargar heimilum landsins, og það heimilum sem þurftu á því að halda, ekki riku heimilunum eins og þessi er að gera.

Óskar, 14.4.2014 kl. 21:51

8 identicon

Óðinn - Það að kenna 2-3 núverandi borgarfulltrúum um slæmt fylgi flokksins er ekki málefnalegt. Ef sjálfstæðiflokkurinn í RVK væri heilbrigður þá hefðum við séð fleiri mæta í prófkjörið til að kjósa þau út af listanum.

Hluti af vanda flokksins er að ég held að það skynjar afar fáir það að xD sé annt um hag Reykvíkinga heldur að borgarflokkurinn sé bara framlenging af landsflokkinum og hvað er það síðasta sem þeir stungu upp á, Sundabraut en bara sem einkaframkvæmd auðvitað.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 14.4.2014 kl. 22:11

9 Smámynd: Óðinn Þórisson

Óskar - færslan er nú um borgarmál en allt í lagi.

hvað var það svo stjórnarflokkarnir voru kosnir til að gera:

leysa skuldavanda heimilanna
koma hjólum atvinnulífsins aftur af stað
lækka skatta á fólk og fyrirtæki
auka ráðstöfunartekjur fólks

Ef vinstri - stjórnin hefði gert eitthvað á síðasta kjörtímabili hefði hún ekki beðið afhroð 27 aprl.

Óðinn Þórisson, 14.4.2014 kl. 22:21

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Elfar - er það ekki málefnalegt að segja hlutina eins og þeir eru - Gísli Marteinn hrökklaðist úr borgarpóltíkinni, hefði í raun átt að gefa sætið mun fyrr frá sér en það sem tók við var bara ekkert berta - því miður.

Vinstri - meirihlutinn hafði 70 þús undirskriftir um flugvöllinn að engu.

Þeir eru að ganga frá atvinnulífinu í borgartúnu - hafa fækkað bílastæðum í borgartúni úr 88 í 36

10 ára vegaframkvæmdastopp í reykjavík í boði vinstri - manna

En það eins og ég segi er ákvörðun reykvíkinga að halda þeirra vegferð - það mun taka tíma að breyta því eftir þann skaða

Óðinn Þórisson, 14.4.2014 kl. 22:29

11 identicon

Óðinn, það er ómálefnalegt vegna þess að það tekur ekki á undirliggjandi vandanum.

Ef vandin væri bara þessir nokkru einstaklingar þá hefðu þau verið kosin út af lista þegar tækifærið gafst. En það var engin áhugi hjá flokknum að mæta á kjörstað.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 14.4.2014 kl. 23:38

12 Smámynd: Óðinn Þórisson

Elfar - dæmi um vandamálið með borgarfulltrúana:

 "Sjálfstæðisflokkurinn er sósíal-demokratískur flokkur og flestir sjálfstæðismenn eru sósíal-demókratar"
Áslaug Friðriksdóttir á Útvarpi Sögu 19 mars.

Það þekkja allir skoðanir Gísla Marteins á einkabílnum og flugvellinum - þær skoðanir eiga frekar heima í hreinum vinstri - flokki.

Ef þetta fólk er Sjálfstæðifólk þá er alveg ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki lengur hægri - flokkur.

Óðinn Þórisson, 15.4.2014 kl. 07:13

13 Smámynd: Kommentarinn

Óðinn bílastæðum í Borgartúni og nágrenni hefur fjölgað, enga vitleysu:

http://sudurnes.dv.is/blogg/eimreidin/2014/4/7/aras-sjalfstaedisflokksins/

Skoðanir Gísla á einkabílnum eru síðan engar vinstri skoðanir. Þvert á móti. Það er ekki hægri skoðun að niðurgreiða einkabíla með almannafé. Það er heldur ekki hægri skoðun að niðurgreiða flugvöll með almannafé. Þvert á móti. Sjálfstæðismenn skilja margir ekki muninn á hægri og vistri.

Kommentarinn, 15.4.2014 kl. 14:10

14 Smámynd: Kommentarinn

Nú kann einhver að segja að einkabílar séu ekki niðurgreiddir með almannafé. Helmingur borgarlandsins fer undir bílamannvirki. Það borgar enginn fyrir leigu á því og er það því óbein niðurgreiðsla á einkabílnum. Landið er verðmætt en bílarnir fá það ókeypis, þá er ótalinn kostnaður við byggingar og viðhald vega sem fæst með útsvari. Þessi einkabílastefna er of dýr og ef sjálfstæðisflokkurinn þykist hafa eitthvað vit á fjármálum þá hættir hann þessari vitleysu:

http://www.ruv.is/frett/breytt-borgarskipulag-sparar-milljarda

Kommentarinn, 15.4.2014 kl. 14:17

15 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bara svona nokkrar spurningar eftir að hafa lesið þetta blogg og athugasemdir:

  1. Er ríkisstjórnin búin að leysa skuldavanda heimilana? Hef ekki séð eina aðgerð enn komna til framkvæmda.
  2. Eru menn að tala um að lækkun lána um að meðaltali um milljón eða minna dugi til að laga vanda hjá mörgum. Minnir að um 40 éða 50 þúsund heimili fái ekki hærri upphæð en það.
  3. Eru felstir borgarfulltrúar sem studdu aðalskipulagið ekki hættir í stjórnmálum m.a. af því að flokksfélagar þeirra höfnuðu þeim eða þeim varð ekki líft í flokknum.
  4. Er ekki líklegt að fólk sem t.d. hefur farið niður á Austurvöll að sumarlagi og getur varla talað saman fyrir flugvélanið sé bara fegið að hann hugsanlega fari?
  5. Getur ekki verið að fólk í Reykjavík hafi meiri áhuga á hag barna, skólum og velferðamálum en málum sem snúa að bílum og það að reyna að dreifa borginni um allar trissur.  T.d.. vinn ég í Grafarholti og það eru um 10 eða 12 km fyrir mig að fara á fund nður í Borgatún. Og um 15 til 17 km niður í Miðbæ.  Það er stytra fyrir mig að fara úr Kópavogi niður í Miðbæ.

Sjálfstæðisflokkurinn er með kolvitlausar áherslur í Borginni. Heðfi nú haldið að hann hefði nú skv. eðli sínu átt að leggja áherslur á skattalækkanir og annað eins og hann er vanur.

Magnús Helgi Björgvinsson, 15.4.2014 kl. 15:33

16 Smámynd: Óðinn Þórisson

Kommentarinn -
bílastæðum í borgartúni var fækkað úr 88 í 36
bílastæðum við hverfisgötu var fækkað um 2/3 ( gleymist reyndar að gera ráð fyrir fólki í hjólastólum ) - engin hjól á hverfisgötunni - bara skipulagsslys.
Ég hef setið fund með Gísla Marteini þar sem hann fór yfir einkabílinn og flugvöllllinn - ef hann vill hjóla þá er það hans ákvörðun en ekki skikka mig til að hjóla / ég vil hafa vel um samgöngur - varðandi flugvöllinn þar sýndi hann algert skylningsleysi á flugvellinum og hversvegna hann verður að vera þarna - flugvöllurinn er öryggismál, samgönumál og atvinnumál - hann virtist ekkert af þessu skylja.
Reykjavík er bílaborg, forenda þess eru t.d að byggja mislæg gatnamót kringlu/miklubraut sem sf&besti(bjort) mun aldrei gera.
Þú misskilur þetta með einkabílinn allsvakalega og hvernig hægri menn líta á hann . 

Óðinn Þórisson, 15.4.2014 kl. 17:49

17 Smámynd: Óðinn Þórisson

Magnús - eitt af stóru verkefnum nýrrar ríkisstjórnar var að lækka skatta á fólk og fyrirtæki - enda var " you aint seen nothing yet " skattastefnan búin að fara mjög illa með fólk og fyrirtæki - t.d alger stöðnun í sjávarútveginum og ráðstöfunartekur fólks fóru bara minnkandi enda skattstefna ykkr stórhætturleg og getur aðeins leitt til meiri fátækar.
1. ríkisstjórnin skilaði hallalausum fjárlögum - þau fyrstu frá hruni - eitthvað sem vinstri - stjórning gerði aldrei - að leysa skuldavanda heimilanna verður aldrei leyst alveg en það er búið að gera heilmiikiið - það veist þú.
2 ég hef einhfaldlega staðið í skilum
3 NEI því miður þá var það niðurstaða 5000 manna prófkjörs að þeir einstaklinagr sem studdu aðalskipulag vinstri - manna lentu í 4 og 5 sæti - rétt sorglet - GMB hrökklaðist í burtu og ÞHV sóttist eftri 1 lenti í 4 og vildi ekki taka það sæti.
4 dæmin sanna að flugvöllurinn hefur bjargað mannslífum og bjargað því að hjarta var hægt að flytja erlendis sem hefði ekki verið hægt ef flugvöllurinn hefði ekki verið þarna - mér er slétt sama
um kaffihúsliðð í miðborginni - ég forgangsraða að líf fólks sem mikilvægara en en hávvaði yfir 101. 
5 börn þurfa að komast í leikskóla, skóla - hvað eiga foreldrar að setja börin á á bílastól í skafbil og 10 sitga frosti - er það með hagsmuni barnanna að leiðarljósi - NEI.

Það er mikið talað um hvað sf&besti hafa starfað vel saman - aðalástæðan fyrir því að þessi meirihluti hélt var viðhorf t.d DBE til Sjálfstæðisflokksins - svo einfalt er það.

Óðinn Þórisson, 15.4.2014 kl. 18:04

18 Smámynd: Kommentarinn

Óðinn þetta er bara rugl. Bílastæðum er að fjölga þarna um mörg hundruð með tilkomu bílastæðahúss á Höfðatorgi. Það er bara eðlilegt að fólk borgi fyrir þau stæði sem það notar, það er hægri stefna.

Þú virðist hinsvegar misskilja hvað telst hægri og hvað vinstri. Þó íslenskir hægrimenn hafi valið sér einkabílablæti sem sérstakt áhugamál þá er sú stefna að hygla einkabílum umfram aðra samgöngumáta ekkert meira hægri stefna í eðli sínu en að hygla hjólreiðum. Stefnan er óhagkvæmari en allar aðrar stefnur í skipulagi og hún kostar meira almannafé svo þeir sem aðhyllast lítil ríkisafskipti ættu auðvitað að velja ódýrasta kostinn. Það sama á við um flugvöllinn.

Skv íbúakönnunum vill stór hluti fólks í austurhluta borgarinnar búa annarsstaðar, fólk vestar í borginni er ánægðara með búsetu. Eigum við þá að byggja fleiri úthverfi enn austar? Hversu óánægt verður þá fólkið í núverandi úthverfunum þegar þau lokast inni eins og Hlíðarnar. Eini kosturinn við úthverfin er að stutt er í náttúruna en það er leikur einn að taka þann kost burt með því að byggja fleiri úthverfi.

Mönnum með einkabílablætið fer sem betur fer fækkandi eins og sést á 25% fylgi xD en það er bara 20% hjá ungi fólki. Gamlingjarnir sem kusu þennan flokk eru að yfirgefa þennan heim og unga fólkið aðhyllist ekki þessa hugmyndafræði. Finnst þér líklegt að fylgið aukist við að verða meira gamaldags?

Kommentarinn, 15.4.2014 kl. 21:15

19 Smámynd: Óðinn Þórisson

Kommentarinn - það liggur fyrir staðfest að bílastæðum bæði í borgartúni og hverfisögötu hefur verið fækkað - afleyðing - fyrirtæki eru að hugleiða að fara t.d úr borgartúninu og t.d eitt flott og gamalt verslunarhúsnæði við hverfisgötu er til leigu - þar sem alltaf hefur veirð starfsemi.
Ef þú telur að ég misskilji hvað hægri stefna ætla ég ekki að reyna að breyta þinni skoðun - en röng er hún.
Þetta snýst um val, vill fólk taka stræti, vill fólk hjóla, vill fólk nota einkabílinn o.s.frv. Forræðishyggja er, hefur og verður alltaf hluti af stefnu vinstri - manna þannig að hvað vinstri - meirihlutinn er/hefur og mun gera á næsta kjörtímabili kemur mér og ætti að ekkað koma neinum á óvart.
Það á að réttlæta að loka flugvellinum að það sé verið að þétta byggð - þvílíkt bull.
Reykjavík er höfuðborg íslands, ef DBG og þetta vinstra - lið vill ekki skylja það þá er lítið annað að gera en að íslendigar finni sér nýja höfuðborg þar sem er fólk sem sklur hvað það merkir að vera höfuborg.
Var að hlusta á oddvita Bjartrar framtíðar og eina sem kom fram hjá honum var að það væri óumflýgjanlegt að loka flugvellinum og hann vildi helst dansa við DBG næstu 4 árin.
Varðandi fylgi við x-d þá hefur þú greynillega ekkert fylgst með málum í kópavogi.

Það yrði mikið óheyllaspor fyrir reykvínga að kjósa þetta vinstra - lið yfir sig aftur - en þeir hafa val  31 mai.

Óðinn Þórisson, 15.4.2014 kl. 22:35

20 Smámynd: Kommentarinn

Óðinn þó bílastæðum fækki ofanjarðar þá fjölgar heildarfjölda bílastæða mikið með bílastæðahúsi við Höfðatorg. Er erfitt fyrir þig að skilja þetta? Það samsvarar hægri stefnu að hver og einn borgi fyrir sitt stæði eins og gerist í bílastæðahúsi. Það samsvarar vinstri stefnu að hið opinbera gefi fullt af bílastæðum.

Þú misskilur líka forræðishyggjuna, það er ekki verið að banna neinum að nota bíla. Hingað til hefur forræðishyggjan verið þannig að allir eru tilneyddir til að eiga bíl því borgin hefur verið skipulögð eins og stór sveit. Fólk hefur ekki haft val, það á hinsvegar að breyta því þannig að fólk hafi val. Við höfum heilan helling af úthverfum með dreifbílisskipulagi og fólk getur valið um að búa þar. Það sem vantar er alvöru þéttan borgarkjarna. Forræðishyggjan hjá ykkur vinstrimönnum felst í því að gefa fólki ekki kost á því að búa í borg. Þið viljið þvinga alla í sama farið, 1 bíll á mann í úthverfi þar sem maður þarf að keyra minnst 3 km til þess að komast í sjoppu. Ég veit um íslendinga sem búa í útlöndum sem vilja ekki flytja heim fyrr en þessu skipulagi verður breytt. Eina valið sem við höfum er Ísland eða útlönd.

Kommentarinn, 16.4.2014 kl. 10:25

21 Smámynd: Óðinn Þórisson

Kommentarinn - ég ætla að segja þetta í 3 sinn - bílastæðum við borgartún hefur verið fækkað úr 88 í 36 - og fyrirtæki þarna eru að hugleiða hvort þú flytji starfsemi sína - þetta liggur fyrir.
Hvort það er eitthvað bílastæðahús þá breytir það nákvæmlega engu um það skipulagssslys sem vinstri - menn hafa gert í bæði borgartúni og hverfisgötu - þegar x-d tekur við þá er alveg ljóst að ráðast verið í algjörar breytingar á báðum þessum götum.
Ég hef eins og þú hefur tekið eftir sleppt því að tala um HofsvallagötuKlúðrið.
Það vantar engan " alvöru "  þéttan borgarkjarna á kostnað flugsins sem ég hef farið yfir hvað skiptir miklu máli.

Ef þú ætlar að breyta borg eða þjóðfélagi í grundvaratriðum þá tekur það tíma - þú tekur eitt stikki fyrir í einu - þetta er vel þekkt aðferð og margreynd&notuð i sögu heimsins.

Óðinn Þórisson, 16.4.2014 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 14
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 790
  • Frá upphafi: 869694

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 553
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband