Að vera hundeltur stjórnmálamaður

Pólitískir andstæðingar Hönnu Birnu munu eflaust reyna að túlka þetta á sinn hátt en það breytir ekki staðreynd málsins og fullkominn fáránleiki allrar umræðu um að þessi heiðurskona víki a.m.k ætti að vera lokið.


mbl.is „Hafði ekki áhrif á rannsóknina“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Fengið að láni....

"Hef á tilfinningunni að það sé sama fólkið sem telur að:

- Ísraelar hafi fullan rétt til að murka lífið úr fólki á Gasa og meðal annars depa börn í skjóli flóttamannabúða Sameinuðu þjóðanna (af því Hamas byrjaði!)

- Evrópusambandið ætli sér að gleypa Ísland, senda hingað ógeðslegan útlenskan mat og stela fisknum frá útgerðarmönnum (sem geta þá ekki lengur skutlað hagnaðinum í elend dótturfélög, m.a. í ESB)

- Ekki eigi að leyfa mosku á Íslandi því þá komi hingað kúltur hryðjuverka auk þess sem karlmenn byrji að umskera stúlkubörn áður en þeir giftast þeim barnungum (og grýta síðar til bana fyrir að tala í farsíma).

- Hanna Birna sé fórnarlamb samsæris sem sameinar fáfarandi lögreglustjóra, Egil Helga, ríkissaksóknara, Bjarna Ben, Samfylkinguna, Illuga Jökuls og umboðsmann Alþingis (já og rannsóknarblaðamenn ársins á DV).

Er þetta ekki eitthvert rannsóknarefni fyrir Landlæknisembættið eða Lýðheilsustofnun?"

Guðmundur Pétursson, 1.8.2014 kl. 18:55

2 Smámynd: Friðrik Friðriksson

Heiðurskona?

Friðrik Friðriksson, 1.8.2014 kl. 19:00

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er alfarið hennar klúður Óðinn minn, ef hún hefði strax vikið sæti og sýnt það með að hún hefði ekkert að fela væri málið ekki á dagskrá í dag.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.8.2014 kl. 19:20

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Guðmundur - "(já og rannsóknarblaðamenn ársins á DV) " :)

En öllu gríni sleppt þá stenst þessi samlíking þessa einstaklings enga skoðun.

Og hvað er það að stilla Bjarna upp sem andstæðing Hönnu Binru ?

Óðinn Þórisson, 1.8.2014 kl. 19:23

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Friðrik - hversvegna gerir þú ath.semd við þetta orð ?

Óðinn Þórisson, 1.8.2014 kl. 19:24

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Asthildur - ekki er það henni að kenna að þessari rannsókn er ekki lokið, það er best fyrir alla að henni ljúki sem fyrst þannig að Hanna Birna fái frið frá þessum pólitísku árásum.

Óðinn Þórisson, 1.8.2014 kl. 19:27

7 Smámynd: rhansen

Eg er algjörlega sammála Ásthildi Cesil og með þessu brefi sem Hanna Birna svarað umboðsanni Alþingis staðfestir hun aðeins þann grun sem margir hafa !  Hún átti að sjálfsögðu að standa strax upp og biðja um leyfi frá störfum meðan málið væri skoðað ,en þenja sig ekki úti það endalausa eins og krakka flón og skaða bæði sjálfa sig og sinn flokk ...   Satt að segja vonaðii eg að hun bæri gáfur til að biðja um lausn frá embætti til að afsanna söguburðin og syna hvað ser væri miðsboðið en ekki halda áfam að munnhöggvast við allt og alla !!

rhansen, 1.8.2014 kl. 19:42

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Já Óðinn það er eflaust allt annað en gaman fyrir stjórnmálamann að vera hundeltur, vitandi að það er hans eigin skítalykt sem hundarnir renna á.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.8.2014 kl. 20:00

9 Smámynd: Óðinn Þórisson

rhansen - þetta er bara fyndið afsanna hvað glæp :)

Óðinn Þórisson, 1.8.2014 kl. 20:16

10 Smámynd: rhansen

Eg hef ekki talað um neinn glæp Óðinn ...bara allsherjar skammarlegt klúður ...sem konan viðheldur sjálf vel og dyggilega ,i staðin fyrir að haga ser sem þroskaður einstaklingur i ábyrðgarstöðu !!

rhansen, 1.8.2014 kl. 20:20

11 Smámynd: Óðinn Þórisson

Axel - við búum viíst enn í réttarríki þar sem fólk er saklaust þangað til sekt þess er sönnuð.
Telur þú að það séu öfl í okkar samfélagi sem vilji drepa Sjálfstæðisflokkinn ?

Óðinn Þórisson, 1.8.2014 kl. 20:21

12 Smámynd: Óðinn Þórisson

rhansen - rétt það er skammarlegt klúður að hún geti ekki stjórnað fréttaflutningi t.d DV.
Ef það er verið að tala um þroska þá ætti þeirri spurningu að vera beint að einhverjum öðrum en Hönnu Birnu, hvað með ábyrgan fréttaflutning ?

Óðinn Þórisson, 1.8.2014 kl. 20:25

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Óðinn minn ágæti, ef hún hefði bara haft vit á að víkja strax þegar þetta kom upp og látið lögreglunni um að rannsaka málið, þá væri staða hennar öðruvísi núna. Konan bara þekkti ekki sinn vitjunartíma hélt að hún kæmist upp með þetta á frekjunni. Þið sem viljið verja hana út í hið óendanlega sýnið ákveðið kæruleysi gagnvart réttar ríkinu og því að við erum jú öll hluti af því, það er bara ekki þannig að sumir séu rétthærri en aðrir, við verðum öll að standa skil á því sem við gerum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.8.2014 kl. 21:07

14 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ásthildur - til þess að ráðherrar segi af sér þá verður að vera einhver ástæða til þess önnur en að ákveðnir fjölmiðlar&pólitískir andsæðingar séu í einhverri ófrægingarherferð.
Ég skil vel að pólitískir andsæðingar Sjálfstæðisflokksins séu í einhverjum tækifærisleik í þessu máli, segjast vera að undirbúa vantraust, sama fólki og færði okkur Svavarsamnginn og esb - aðildarumsókn án umboðs frá þjóðinni.
Rétt við búin í réttarríki þar sem fólk er saklaust þangið til sekt er sönnuð það er eitthvað sem HBK virðist ekki ætla að fá.
Eigum við kannski að byrja að handtaka saklaust fólk og færa það niðra lögreglustöð þar sem það þarf að sanna sakleysii sitt ?

Óðinn Þórisson, 1.8.2014 kl. 22:11

15 Smámynd: rhansen

En er eg sammála Ásthildi Cesil ...og þar sem eg er  ekki hja DV og ekki i flokkum til vinstri þá væri sama hja hverjum flokknum i Rikisstjórn hefði svona komið upp ...þá hefði eg sömu skoðun Óðinn sæll    , Og þetta er óverjandi !!

rhansen, 1.8.2014 kl. 22:13

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er að tala um að hún hefði átt að víkja, meðan rannsóknin fór fram. Ég harðneita því að ég sé í einhverju vinstra stríði við þessa ágætu konu. Mér er hins vegar algjörlega ofboðið hvernig stjórnsýslan er orðin, sama hver er við völd. Spillingin er algjör og þetta fólk telur sig geta komið fram hvernig sem er og þrjóskast við, talandi um einelt og hvað og hvað.

Ef hún einfaldlega hefði vikið og treyst því að um hennar mál væri fjallað af fagmennsku og réttlæti, en nei hún treysti því ekki, og því fór sem fór. Hún mun segja af sér, annað er ekki í myndinni, þó ekki væri til annars en að skapa meira traust á stjórnsýslunni, sem er nákvæmlega í lágmarki í dag, og það má ekki gerast, því hvað er réttarríkið þá statt?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.8.2014 kl. 22:44

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála þér RHansen.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.8.2014 kl. 22:44

18 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

Búið að skjóta DV í kaf ! Ekkert hæft í þessu.

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/08/01/gerir_ekki_athugasemdir_vid_brefid/

Þvílítk sóðarit !

Birgir Örn Guðjónsson, 1.8.2014 kl. 22:55

19 Smámynd: rhansen

Eg get alveg tekið undir með ymsan sóðaskap hja DV,  en NOTA BENE ....I stjórnsyslunni lika ! ..til skammar !!..

rhansen, 1.8.2014 kl. 23:19

20 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ásthildur - það fór lítið fyrir réttarríkinu þegar landsdómur var kallaður saman af pólitískum andstæðingum Sjálfstæðisflokksins.
Það yrði frétt í hinum vestræna heimi ef menn næðu að fella ráðherra í lýðræðisríki með pólitískri aðför.

Óðinn Þórisson, 1.8.2014 kl. 23:34

21 Smámynd: Óðinn Þórisson

Birgir - sammála þetta er búið aðeins eftir að biðja hana afsökunar.

Óðinn Þórisson, 1.8.2014 kl. 23:35

22 Smámynd: Óðinn Þórisson

rhansen - fréttafluningur á íslandi er mjög hlutdægur og einhæfur og það kemur mér ekki á óvart að einhvejir láti það hafa áhrif á skoðanir sínar.

Óðinn Þórisson, 1.8.2014 kl. 23:36

23 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Það þarf nú mikið til þess að íslenskir stjórnmálamenn segi af sér og ef þeir neyðast til þess, þá eru þeir gerðir að sendiherrum eða eitthvað þ.h. Það er víst búið að taka frá þeim Seðlabankann.

Þetta lekamál er óttalegt klúður en sýnir kannski enn og aftur að það þarf virkilega að veita íslenskum stjórnmálamönnum aðhald til þess að þeir fari ekki of langt yfir línuna.

Hanna Birna er eflaust ágætiskona en þetta snýst ekki um hana. Á erfitt með að ímynda mér að margir hafi horn í síðu hennar.

Guðmundur Pétursson, 2.8.2014 kl. 06:45

24 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Þetta mál hefur ratað fyrir dómsstóla. Það hlýtur að vera ástæða fyrir því. Ekki nema þú sért að segja Óðinn að eitthvað sé að dómstólakerfinu. Þessvegna á að reka þetta mál fyrir dómstólunum en ekki í í fjölmiðlum og bloggsíðum. Hvort manneskjan er heiðurskona eða ekki skiptir þarna nákvæmlega engu. Það er aldrei spurt að því í öðrum málum hvernig sakborningur er innréttaður.Það er heldur ekki verið að blanda pólitíkinni inn í mál einstaklinga sem lenda fyrir dómstólunum. Hvort Hanna Birna er saklaus eða ekki kemur einfaldlega í ljós og betra fyrir alla aðila að segja sem minnst á meðan. En kannski er bara lausnin af því að pólitíkin að farin að hafa svona mikið vægi að ráðamenn ( ráðherrar ríkis og bæjar- og borgarstjórar) verði ráðnir til starfans eins og allir aðrir starfsmenn sveita og ríkis en komi ekki úr flokksmaskínunum.

Jósef Smári Ásmundsson, 2.8.2014 kl. 10:00

25 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ætla að bæta því við að mér finnst óeðlilegt að sakborningur hafi samskipti við rannsóknaraðila máls ( Lögreglustjórann). Þessvegna verð ég að taka undir orð Áshildar um að Hanna Birna eigi að stíga til hliðar meðan málið er rannsakað og rekið fyrir dómstólunum. Annar ráðherra gæti þessvegna tekið við á meðan. En þrátt fyrir það er ekki hægt að útiloka að vara ráðherrann geti haft áhrif á gang mála þar sem embættið er pólitískt.

Jósef Smári Ásmundsson, 2.8.2014 kl. 10:23

26 Smámynd: Tóti Sigfriðs

Ef að mig mynnir rétt þá voru 2 ráðherrar af vinstri kantinum dæmdir af dómstólum fyrir að brjóta lög (jóhanna og svandís) ekki stóðuð þið þá upp og heimtuðuð afsögn.
Nú er ráðherra ásakaður fyrir brot í starfi ekki af dómstólum heldur af "blaðamönnum" sorprits og sjá lýðurinn ærist og heimtar afsögn og opinbera hýðingu.
Hver er svo munurinn, jú þessi ráðherra er hægrisinnaður.

Tóti Sigfriðs, 2.8.2014 kl. 11:44

27 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ef að ég man rétt Tóti þá fór ég fram á það á sínum tíma að Svandis Svavarsdóttir segði af sér þegar hennar mál kom upp.Það er ekkert Hægri- Vinstri í mínum málflutningi.

Jósef Smári Ásmundsson, 2.8.2014 kl. 12:20

28 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er hvorki í Samfylkingunni né Vinstri grænum. Og ég skammaðist á sínum tíma út í ráðslag ráðherra vinstri stjórnarinnar. Þetta mál hefur einfaldlega ekkert með flokka að gera, heldur að ráðherrar sýni af sér vítaverða háttsemi, sem við bara getum ekki liðið.

Þar að auki má segja að þó einhverjum öðrum verði á, þá er ekki þar með sagt að annar megi gera það líka. Þetta kallast afskaplega barnaleg sandkassarök Tóti.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.8.2014 kl. 12:52

29 Smámynd: Tóti Sigfriðs

Enda var ég ekki að segja að þar sem einn gerði þá megi annar, það sem að ég er að tala um er að það virðist vera nóg að einhver maður úti í bæ ("blaðamenn" á DV) ásaki ráðherra um eitthvað brot án þess að nokkur rökstuðningur eða sannanir séu fyrir ásökununum þá er  hrópað upp að viðkomandi ráðherra segi af sér.
Að sjálfsögðu á ráðherra að segja af sér ef að viðkomandi brýtur lög og þá skiptir engu hvort að viðkomandi sé hægri eða vinstri, en þegar jóhanna var dæmd fyrir brot á lögum og sagði síðan að hún þyrfti nú ekkert að segja af sér þessvegna, þá voru þeir nú ekki með háværar kröfur um afsögn þeir hinir sömu og nú væla og grenja um afsögn Hönnu Birnu.
Það er það sem að ég vill meina að sé flokkatengt.
Nú er ég ekki að ásaka ykkur Jósef og Ásthildur um ósanngirni og flokkadrátt í þessu máli en allt þetta mál lyktar af flokkadrætti svo ekki sé minnst á þann þátt að 2 eða 3 "blaðamenn" skuli geta haft svo mikla stjórn á fjölda manna að þeir dansi eftir pípu þeirra.
Það verður fjör í framtíðinni þegar hver sem er getur komið með órökstuddar ásakanir á hendur einhverjum og viðkomandi mun þar af leiðandi segja af sér um leið ..... verði ykkur að góðu með þá óstjórn sem þá mun ríkja!

Tóti Sigfriðs, 2.8.2014 kl. 13:08

30 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Rétt Tóti og þessvegna var ég að ota fram þessari skoðun minni að Allir starfsmenn ríkis og bæja eigi að vera faglega ráðnir( Ekki fulltrúarnir). Þetta er eitt mjög skýrt dæmi um hversu gallað núverandi kerfi er( Eitt af mörgum). Mál Geirs H. Haarde er skýrasta dæmi þar sem þingið ákvað rannsóknarnefnd sem komst að ákveðinni niðurstöðu og síðan fór það eftir þingstyrk flokka á þeim tíma að hann var einn ákærður en ekki aðrir. Þetta er einfaldlega "Dómstóll" götunnar. Varðandi " Sorprit" sem hafa kallað sig 3. valdið og kennt sig við "Rannsóknarblaðamennsku" Þá segi ég: Þetta vald á ekki að vera til í Réttarríki. Ef blöð koma með fréttir sem bera með sér ásakanir á hendum ákveðnum einstaklingum verða þau að tilgreina heimildir og heimildarmenn ef þess er krafist. Ef þú ert þess áskynja að lög séu brotin er þér skylt að fara með þá vitneskju til lögreglu.Ef blaðamenn fá ábendingar frá nafnlausum aðilum um alvarlegt athæfi er þeim skylt að láta lögreglu vita. En ef þau eru að búa til frétt úr málinu eru þau orðin sek um meinsæri

Jósef Smári Ásmundsson, 2.8.2014 kl. 13:52

31 Smámynd: rhansen

Enn sem fyrr er eg Ásthildi Cesil algjörlega samála og frettaflutningur einshvers Óðin truflar mig ekki neitt ...Eg hef aldei látið annara skoðanir afvegaleiða mig ....Þetta er heldur alls ekki pólitisk mál ,  Heldur snyst um Hönnu Birnu sjálfa og hennar afglöp ... Kanski ekki þau fyrstu ,en algjörlega ósæmandi Ráðherra i Rikisstjórn .....flóknara er þetta ekki .....Enn sem fyrr ætlar hun i sinni frekju engu að láta það sig   skipta og mer finnst alvarlegt að fólk se svo siðblint ,að það sætti sig bara við það  og finnist það  i lagi .??....Og það sama gildir að sjálfsögðu um alla aðra sem notað hafa frekjuleiðina af þeim Ráðherrum sem hafa vissulega misst traust og hefðu átt að segja af ser .....það er komin timi til á Islandi að her se starfað eins og öðrum lyðræðisrikjum ....en fólki virðist ekki endilega lika það  ...allavega ekki öllum !!

rhansen, 2.8.2014 kl. 20:07

32 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek algjörlega undir þessi orð RHansen og hef raunar ekkert meira um þetta að segja, nema að þeir sem reyna að gera þetta að pólitísku einelti eru á algjörlega röngu róli og lýsa sínum eigin heimóttaskap, því miður. Hvar er skynsemin og réttlætið í ykkar augum? Eruð þið algjörlega skyni skroppin á heilbrigða skynsemi?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.8.2014 kl. 22:38

33 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Hvað eiga þeir sem eru mjög virkir í athugasemdum eins og Óðinn, sameiginlegt?

Kók & Prins í boði fyrir rétt svör og þar að auki muni einn heppinn fá áritað eintak af bókinni "Brainwashed" sem kom út fyrir ekki all löngu.

Guðmundur Pétursson, 3.8.2014 kl. 04:18

34 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jósef - það skipitir einfaldlega öllu máli að Hanna Birna er heiðarleg kona, hún hefur ekkert gert af sér og þó svo að ráðuneytið sé rannsakað þá getur það ekki verið svoleiðis að í hvert skipti sem ráðuneyti er rannsakað þá eigi ráðherra að víkja.
Að segja sem minnst, það kallast þöggun og ég tek ekki þátt í því.

Óðinn Þórisson, 3.8.2014 kl. 08:40

35 Smámynd: Óðinn Þórisson

rhansen - hvaða afglöp, hún hefur ekkert gert af sér, þetta er pólitískt mál og í raun mjög ljótur pólitískur leikur og ömurlegt að þú skulir taka þátt í því að krefa hana um afsögn þó hún hafi ekkert gert af sér.

Óðinn Þórisson, 3.8.2014 kl. 08:44

36 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ásthildur - að það réttæti í í þínum huga að saklaus kona sé hundelt og krafin afsagnar.
Það er skríð réttlæti en ef ég man rétt varst þú stuðingsmaður pólitískra rétthalda.
Ég beini spurningunni til þín ert þú algjörlega skyni skroppin á heilbrigða skynsemi?

Óðinn Þórisson, 3.8.2014 kl. 08:46

37 Smámynd: Óðinn Þórisson

Guðmundur - málefnafækt þín er algjör en ef þú vilt vera dónlegur í minn garð þá verður þú að gera miklu betur til að ná til hálfs það sem ég hef fengið framan í mig.

Óðinn Þórisson, 3.8.2014 kl. 08:50

38 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hvernig geturðu fullyrt að hún sé alsaklaus? Það lítur nú svo sannarlega ekki út fyrir það að mínum dómi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.8.2014 kl. 10:24

39 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Ég ætlaði alls ekki að vera dónalegur Óðinn og ég mundi ekki flokka smá stríðni á léttu nótunum, undir dónaskap.

Mér finnst þetta lekamál vera eins og engilsaxneskir mundu orða það "Blown out of proportion", það er, búið að gera allt of mikið úr því heldur en efni kannski stóðu til. Hinsvegar vekur þetta upp spurningar um hvað eru eðlileg afskipti/vinnubrögð framkvæmdavalds í álíka málum. Það er eitthvað sem þarf kannski að skoða betur. HBK er algjör aukaleikari ef ekki statisti í því máli.

Guðmundur Pétursson, 3.8.2014 kl. 11:31

40 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ásthildur - mín skoðun er og hefur alltaf verið að einstaklingur er saklaus þangað til að hann er fundinn sekur.

Óðinn Þórisson, 3.8.2014 kl. 12:20

41 Smámynd: Óðinn Þórisson

Guðmudur - afs0kunarbeiðni þín tekin til greyna.
Sammála þér varðandi HBK enda tel ég þetta vera ljótan pólitskan leik.

Óðinn Þórisson, 3.8.2014 kl. 12:21

42 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Í þessu máli er það nú þannig að það verður alltaf rifist um það. Ef Hanna Birna hefði strax sagt sig frá málinnu og vikið sæti, hefði málið litið öðru vísi út. Ég vil taka það fram að ég hef nákvæmlega ekkert á móti manneskjunni Hönnu Birnu, hún er sjálfsagt hin mætasta kona. En þetta mál mun þvælast fyrir henni alla hennar pólitísku tíð, einmitt af þessum sökum.

Það er rétt að fólk er álitið saklaust uns sekt er sönnuð, en undirmenn hennar hafa réttarstöðu grunaðra um afglöp í starfi, og meðan verið er að rannsaka þau mál, er afskaplega óviðeigandi að hún sitji sem fastast. Þeir sem ekki skilja munin á þessu eru eitthvað ryðgaðir í réttlætinu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.8.2014 kl. 13:11

43 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ásthildur - þú virðist missilja þetta mál, viljandi eða ekki. Þetta mál er þannig vaxið að Hanna Birna hefur ekkert gert af sér þannig að það er fullkomnlega fáránlegt að leggja það til að hún segi af sér.
Ef þú skilur þetta ekki eða vilt ekki skylja þetta þá get ég ekki hjálpað þér.

Óðinn Þórisson, 3.8.2014 kl. 17:02

44 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei þú getur það ekki Óðinn minn, málið er að þó hún hafi sjálf ekki gert neitt, þá liggja undirmenn hennar, sem hún ber ábyrgð á undir grun um slíkt. Hún hefði þá strax átt að bregðast við með því að víkja til hliðar. Það er því enginn misskilningur hjá mér. Ráðamenn þjóðarinnar bera stjórnsýslulega ábyrgð á sínu fólki og þarf að fara af hreinskilni og heiðarleika fram gagnvart þjóðinni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.8.2014 kl. 17:42

45 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ásthildur -

"Ég harðneita því að ég sé í einhverju vinstra stríði við þessa ágætu konu"

Ég hef áður minnst á landsdómsmálið við þig við þessa færslu við þig og þú neitar a.m.k  ekki að hafa stutt þau pólitísku réttarhöld.
Þannig að ég ætla að leyfa mér að efast um þessi orð þín.

Ef í hvert skipti sem innanríkisráðuneytið ( dómsmál ) væri kært þá myndi enginn ráðherra endast í starfi út daginn.

Það er lýðræðislegur réttur okkar borgarna að geta lagt fram ákærur á ráðuneyti ef við teljum að það hafi verið brotið á okkur.

Hanna Birna sagði í þætti SME í morgun að Reynir Traustason sagði að blaðið ætlaði í hana ?

Helgi Hrafn í 3 manna þingflokknum styður ekki Hönnu Birnu eins og það skipti einhverju máli.

Blasir ekki við að þetta er pólitík ?

Þú a.m.k hefur tekið skýra afstöðu gegn HBK.

Það liggur fyrir og kemur mér mjög á óvart og veldur mér verulegum vonbrygðum

Með fullri vinsemd og virðngu.

Óðinn Þórisson, 3.8.2014 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 708
  • Frá upphafi: 869698

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 485
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband