Bjarni blæs á bullumræðuna um traustsyfirlýsingu

Bjarni opinberar hér fáránleikann við það að hann þurfi að gefa út einhverja sérsaka traustsyfirlýsingu við Hönnu Birnu enda nýtur hún fulls trausts eins og aðrir ráðherrar.

Við búum í réttarríki og það er þannig að einstaklingur er saklaus þar til sekt hans er sönnuð.

Ég lýsi enn og aftur yfir 100 % stuðningi við Hönnu Birnu.

mbl.is Bjarni: Hanna Birna nýtur trausts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já Óðinn ég lýsi yfir 100% stuðningi mínum við hana Hönnu Birnu okkar líka.

Það er miklu frekar orðið stór spurning hvort það sé ekki hægt að fara fram á það að sett verði bann á fréttaflutning DV varðandi  þetta mál.

Það er DV sem gengur endarlaust fram í þessu máli með hverja bull-tilraunina sína á fætur annari í von um Ráðherra víkji bara...

Það er eins og DV hafi hag af því núna að rannsókn þessa mál klúðrist bara...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 5.8.2014 kl. 12:42

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

„Það er allt annað álita­mál hvort ráðherra eigi að sitja í ráðherra­stól á meðan rann­sókn fer fram og það er ekki spurn­ing um traust, held­ur spurn­ing um það hvernig best sé tryggt að rann­sókn máls­ins sé haf­in yfir all­an vafa og gangi eðli­lega fram.“

_________

Hvað þýðir þetta Óðinn ? 

Jón Ingi Cæsarsson, 5.8.2014 kl. 13:02

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ingibjörg, þetta mál er ekki milli DV og Hönnu Birnu heldur ráðuneytisins og lögregluyfirvalda / saksóknara. Held að sumir sjálfstæðismenn séu ekki að átta sig á hvað er um að vera.

Jón Ingi Cæsarsson, 5.8.2014 kl. 13:06

4 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Ingibjörg, hefðir þú hagað orðum þínum á þennan veg, ef þetta hefði verið ráðherra e.h. vinstri flokkana? Afhverju setja bann á fréttaflutning DV? Verður ekki bara hver og einn að gera upp við sig hvort hann trúir fréttafluttningi blaðsins eður ei? Þetta er blað sem þorir að upplýsa þjóðina um svik og pretti í þessu þjóðfélagi okkar. Nú verður bara að koma í ljós hvort þetta hafa allt saman verið bull fréttir, eða bull tilraunir til að koma ráðherre frá.

Hjörtur Herbertsson, 5.8.2014 kl. 13:24

5 Smámynd: Jón Kristján Þorvarðarson

HBK segir sjálf hafa boðað lögreglustjóra á sinn fund fjórum sinnum, en segir að enginn fundanna hafi verið boðaður til að ræða rannsókn lekamálsins sérstaklega. Ef leskunnátan bregst mér ekki þá var rannsóknin tekin til umræðu, en væntanlega bara “off the record” og tilheyrði ekki því sérstaka sem þeim fór á milli. Fyrir mér er hvítþvotturinn ennþá í óhreina tauinu.

Jón Kristján Þorvarðarson, 5.8.2014 kl. 13:50

6 Smámynd: rhansen

Nei minn kæri Óðinn ..það gerir Bjarni  ekki  ...og sammála Jóni Inga aldei þessu vant  ...held að fólk átti sig ekki á um hvað málin snúast ..Horfir bara á pólitik ...það er bara rangt !...það snyst um  lyðræði á Islandi til framtiðar ...Að rangt se ekki gert að rettu og öfugt ..og úr þvi þurfum við að fá skorið .....Og Ráðherra með frekju ætlar að koma i veg fyrir það með þvi að neita vikja timabundið meðan það er rannsakað ............Bara óþolandi !!

rhansen, 5.8.2014 kl. 14:08

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Óðinn, áttar þú þig ekki á því að Bjarni er að koma sér hjá því að lýsa yfir persónulegum stuðningi við HB. Hvað veldur því?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.8.2014 kl. 15:42

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er allrar athygli vert þegar talsmenn frjálsrar fjölmiðlunar stinga upp á því að banna fréttaflutning þegar þeirra fólk er í vondum málum. Svona er eplið illa rotið þegar að er gáð.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.8.2014 kl. 15:47

9 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Blæs? Það er varla að það greinist andardráttur þarna. þ.e.a.s. Bjarna.

Þetta er auðvitað ótrúlega veikur ,,stuðningur" hjá Bjarna þarna.

Jafnframt sem kuldatónninn til ráðherra, undirniðri, leynir sér ekkert.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.8.2014 kl. 15:59

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ingibjörg - það má aldrei verða þannig að slúður og rógur ráði för.
Hef sagt það áður og get sagt það aftur Ísland væri betra land án DV.
Held að DV - þurfi að fara í einhverja innri naflaskoðun því eftir að HBK stendur þetta af sér hver verður trúverðugleiki blaðsins ?

Óðinn Þórisson, 5.8.2014 kl. 17:25

11 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jón Ingi - ég ætla að leyfa þér að draga þína eigi ályktun með orð BB, hún verður aldrei sú sama og mín.

"Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra braut gegn ákvæðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla við skipan í embætti skrifstofustjóra "



Óðinn Þórisson, 5.8.2014 kl. 17:33

12 Smámynd: Óðinn Þórisson

Hjörtur - þú verður að eiga það við sjálfan þig að trúa og treyta fréttaflutinigi DV.
Ég geri það ekki.

Óðinn Þórisson, 5.8.2014 kl. 17:36

13 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jón Kristján - hún upplýsti á Sprengisandi á Sunnudaginn að hún hefði fengið morðhótanir og það er alveg ljóst að lögreglan hefur þurft að grípa til einhverra aðgerða til að vermda hana og hennar fjölskyldu og gæti það verið að lekamálið hafi bara spunnist inn í þá umræðu ?
Það er fullkomlega eðlilegt að innanríkisráherra fundi með sínum undirmönnum til að vera sem best upplýst um hvað er að gerast í þeim málaflokki sem viðkomandi hefur með að gera.

Óðinn Þórisson, 5.8.2014 kl. 17:41

14 Smámynd: Óðinn Þórisson

rhansen - að þú sért sammála JIC í þessu máli er áhygguefni fyrir þig.
Eins og ég hef sagt áður þá hefur fréttafluningur af þessu máli verið mjög einhliða og alltaf hætta að fólk fari með straumnum og horfi ekki með gagnrýnum augum á málið.

Það er enginn glæpur og rétt þetta snýst um lýðræði að svona fréttaflunigur geti ekki fellt ráðherra.

Hanna Birna hefur íhugað að hætta í stjórnmálum út af þessu og það er grafalvarlegt mál ef hægt er að fæla fólk út úr stjórnmálum sem er saklaust.

Óðinn Þórisson, 5.8.2014 kl. 17:49

15 Smámynd: Óðinn Þórisson

Axel - Hanna Birna nýtur trauts sem ráðherra og það er fáránlegt að hann þurfi í hvert skipti sem einver umfjöllun er um ráðherra flokksins að hann þurfi að lýsa yfir einhverju sérstöku trausti á viðkomandi ráðherra.
Ef Bjarni hefði strax sent frá sér einhverja sérstaka traustsyfirlýsingu við HBK þá hefði vinstri - menn sagt að hann væri að fara á taugum þannig að þetta er hárrétt viðbrögð hjá BB.
En varðandi 4 valdið þá held ég að það sé kominn tími á smá sjálfskoðun hjá ákveðnum fjölmiðlum.

Óðinn Þórisson, 5.8.2014 kl. 17:54

16 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ómar Bjarki - það er alveg sama hvernig Bjarni hefði brugðist við í þessu máli vinstri - menn hefðuð alltaf túlkað það á ykkar hátt.
En þannig að það komi fram þá er þetta mjög sterk yfirlýsing frá Bjarn um fáránleikan í þessu máli.

Óðinn Þórisson, 5.8.2014 kl. 17:57

17 Smámynd: Jón Kristján Þorvarðarson

"Vinstri menn hefðuð alltaf túlkað það á ykkar hátt". Hvaðan kemur þessi uppdiktaða vinstri slagsíða? Þessi umræða hefur nákvæmlega ekkert með hægri og vinstri að gera.

Jón Kristján Þorvarðarson, 5.8.2014 kl. 21:46

18 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jón Kristján - þetta mál er orðið hápólitískt, sagt er að stjórnarandstaðan sé að rotta sig saman og ætli að leggja fram vantraust á heiðurskonuna Hönnu Birnu þegar þing kemur saman.

Óðinn Þórisson, 6.8.2014 kl. 11:53

19 Smámynd: Baldinn

Óðinn athugasemd 11.   Ert þú þá að bera þessi mál saman.  Var ekki málið að Jóhanna fór eftir hæfnisnefnd um valið á skrifstofustjóra og réð ekki flokkssystir sína heldur þann sem hæfnisnefndin mælti með.  Þú vilt kanski fræða okkur um hvað þú hefðir viljað að Jóhanna greði í þeirri stöðu.

Baldinn, 6.8.2014 kl. 13:25

20 Smámynd: rhansen

Nu hefur umboðsmaður Alþingis skrifað bref ...spyrjum að leikslokum !

rhansen, 6.8.2014 kl. 14:25

21 Smámynd: Óðinn Þórisson

Baldinn - 10.feb 2011
"Hæstiréttur Íslands komst að þeirri niðurstöðu í dag að Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefði brotið lög þegar hún neitaði að staðfesta aðalskipulag vegna Urriðafossvirkjunar."

Jóhanna studdi að að Svandísi að gefa sig ekki.

98 % þjóðarinnar sögðu nei við Svavarsamningnum sem Steingrímur var ábyrgðamaður fyrir.

Svandís, Jóhanna og Steingrímur hefði átt að taka pokann sinn.

Óðinn Þórisson, 6.8.2014 kl. 17:36

22 Smámynd: Óðinn Þórisson

rhansen - þú ert greynilega mjög áhugasöm fyrir að HBK falli.
Hanna Birna hrósaði í dag umboðsmannsi fyrir snögg vinnubrögð og það getur varla verið merki um einstakling sem hefur eitthvað að fela.

Óðinn Þórisson, 6.8.2014 kl. 17:38

23 Smámynd: Jón Kristján Þorvarðarson

Óðinn - Var þá ekki eðlilegt að maðurinn sem þú hefur dásamað mjög, nefnilega Gunnar Birgisson, hefði tekið pokann sinn á sínum tíma? Hann var jú fundinn sekur fyrir embættisafglöp. Einkennilegt að þú skulir ekki minnast á hann í þessari hrossaupptalningu.

Jón Kristján Þorvarðarson, 6.8.2014 kl. 18:02

24 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jón Kristján - ég geri mér fyllilega greyn fyrir því að það er erfitt fyrir vinstri - menn að ég komi fram hér með þessar staðreyndir um fyrrv. ráðherra.
Vinstri - menn reyna oft að snúa umræðunni á hvolf þannig að hún fjalli ekki um málefnið sjálft ef það hentar þeim illa.

Óðinn Þórisson, 6.8.2014 kl. 19:38

25 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jón - ég er sammála Bjarna að ekki sé sérstök þörf á traustsyfirlýsingu við HBK ferkar en aðra ráðherra.
Það sem er alvarlegt í þessu máli er að hún hefur fengið morðhótanir og það gefur vissulega tilefni fyrir hana að hugleiða sína stöðu vegna öryggis síns og fjölskyldu hennar.
En hún er bara það sterk að hún ætlar ekki að gefast upp enda fékk sitt pólitíska uppeldi hjá Davíð Oddssyni.
Ég skil afstöðu Sigmundar Davíðs að tjá sig ekki enda er þetta ráðherra Sjálfstæðisflokksisn og hefur hann ekkert um málið að segja á einn veg eða annan.

Óðinn Þórisson, 6.8.2014 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 40
  • Sl. viku: 349
  • Frá upphafi: 870006

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 250
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband