Þorir stjórnarandstaðan í vantraust ?

"Ákvörðun ut­an­rík­is­ráðherra um að lýsa því við ESB að Ísland telj­ist ekki leng­ur um­sókn­ar­land er besta hugs­an­lega niðurstaðan í erfiðu máli. "

Stjórnarandstaðan fór í fýlu á föstudagskvöldið, mætti ekki í boð forseta alþingsis og spöruðu ekki stóru orðin í þessu litla máli að utanríkisráðherri léti ESB vita með bréfi að þeir ættu ekki að líta á okkur sem umsóknarríki.

Núna kemur í ljós hvort vinstri - minnihlutinn á alþingi þori að standa við stóru orðin og leggja fram vantraust á annaðhvort Gunnar Braga eða ríkisstjórinina.

Það vita reyndar allir hvernig það fer en gott fyrir ríkisstjórinina að staðfesta yfirburða stöðu sína á alþingi.


mbl.is Besta hugsanlega niðurstaðan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Hver skoðanakönnunin af annarri síðustu ár hefur sýnt að mikill meirihluti þjkóðarinnar vill klára umsóknarferlið og kjósa um niðurstjðuna. Það má vel vera að ríkisstjórnin hafi þingmeirihluta fyrir þessu máli og því muni tillara um vantraust á utanríkisráðherra eða ríkisstjórnina vera felld á þingi en það er alveg klárta að ef slík tillaga væri borin undir þjóðina þá yrði hún samþykkt.

Þarna er gengið í berhögg við vilja yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar og á sama tíma lokað að óþörfu á besta möguleikann til að skapa hér stöðugleka í efnahagslífinu og bæta hér lífskjör. Það er því ekki bara veirð að hundsa þjóðarvilja í þessu máli heldru líka valda alvarlegum skemmdarverkum efnahag þjóðarinar til lengri tíma. 

Núverandi ríksstjórn hefur ollið miklum skaða.Vonandi fer því að linan. Vondndi hröklast þessi versta ríkisstórn Íslandssögunnar sem fyrst frá völdum. 

Sigurður M Grétarsson, 15.3.2015 kl. 08:05

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigurður M - það hefði verið best í upphafi að láta þjóðina ákveða hvort farið yrði af stað í þetta esb - ferli.

Hafðu í huga að VG setti ákveðna fyrirvara við þetta og hótaði að stoppa ferlð.

Það var hluti af því að vinstri - stjórnin kláraði kjörtímabilið að esb - umsóknarferlið yrði ekki klárað.

2009 hefði meirihluti þjóðarinnar asmþykkt að hefa aðildarviðræður íslands við ESB.

Lestu nýu færsluna mína, Sjálfstæðisflokkurinn.

Óðinn Þórisson, 15.3.2015 kl. 12:46

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ég er sammála því að það hefði verið betri kostur a fara þá leið í upphafi. Að mínu áliti voru það einnig mistök seinustu ríkisstjórnar að láta ekki greiða um það atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort halda ætti viðræðunum áfram á seinni hluta kjörtímbilsins. Reyndar er munur á því að halda áfram eða hefja viðræður án þjóðaratkvæðagreiðslu og því að slíta þeim án þjóðaratkvæðagreiðslu því áframhald endar alltaf í þjóðaratkvæðagtreiðslu um aðildarsamning þannig að það er á endanum þjóðin sem ræður niðurstöðunni en ef viðræðum er slitið án þjóðaratkvæðagreiðslu fær þjóðin ekki að ákveða niðurstöðuna.

En það sem núna er í gangi er alvarlegt tilræði við lýðræðið og þingræðið. Það er ekki bara það að vilji þjoðarinar er hundsaður heldur er Alþingi hundsað þar með talið utanríkismálanefnd Alþingis sem lögum samkvæmt á að fjalla um allar meiri háttar ákvarðanir í utanríkismálum og slit á aðildarviðræðum við ESB fellur klárlega undir meiriháttar ákvörðun í utanríkismálum.

Og til að bíta hausinn af skömminni þá var þetta mál tekð fyrir í ríkisstjórn með leynd á fundi þar sem málið var ekki einu sinni í boðaðri fundardagskrá. Þetta stærsta utanríkis- og efnahagsmál þjóðarinnar í langan tíma var sem sagt ákvarðað undir liðnum "önnur mál" á fundi í ríkisstjór og var haldið leyndu fyrir utanríkismálanefnd, Alþing og þingflokkum stjórnarflokkanna þangað til utanríkismáðherra var búinn að fara með bréf um þetta mál út til ESB.

Þetta eru vinnubrögð sem ekki eru boðleg í vestrænu lýðræðisríki og með þessu er ríkisstórnin að taka sér vald sem hún hefur ekki samkvæmt íslenskri stjórnskipan og hefðu í vestrænum lýðræðisríkjum. Það verður því hættulegt frdæmi ef ríkisstjórnin kemst upp með þetta. Það er þess vegna sem ég var á Austurvelli í dag og mun mæta eftir því sem ég get við komið á næstunni. Ekki bara til að verja ESB umsókninga heldur fyrst og fremst til að verja lýðræðið.

Sigurður M Grétarsson, 15.3.2015 kl. 21:50

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigurður M - Gunnar Bragi stundar hreina tuddapólitít, það er alveg ljóst að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hafði ekki hugmynd um að verið að skrifa þetta bréf.
Sammmála þetta er mjög alvarlegt, það var samþykkt tillaga á alþingi sama hvernig það var knúið í gegn þá stendur hún þar til alþingi hefur samþykkt aðra tillögu um að draga umsóknina til baka.
Hvað næst, ef Katrín Jak. verður utanríkisráðherra sendir hún bréf til Nató um að við séum ekki lengur aðilarríki að þvi.
Ég fór á mótmælin í gær, þetta ver mjög breiður hópur fólks og þar staðfesti Jórunn að Viðreisn mun bjóða fram fyrir næstu alþingsikosnngar.
Við erum lýðræðisríki með þjóðþing, ekki ráðherraræði.

Sammála það þarf að verja lýðræið.

Óðinn Þórisson, 16.3.2015 kl. 07:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 866895

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband