Viðburðarstjórinn Dagur B.

Viðburðarstjórinn Dagur B. er feykilega duglegur við að koma sjálfum sér á framfæri og á hann allt hós skilið fyrir það.

Viðburðarstjórinn er alltaf mættur til að láta taka mynd af sér ef eitthvað er um að vera.

Viðburðarstjórinn virðist í öllu þessu að gleyma því að hann var kosinn af reykvingum til að starfa fyrir þá.

Viðburðarstjórinn ætti snúa sér að því að vera borgarstjóri, lækka útsvarið, endurskoða sorptunnumetragjaldið, bæta þjónustu við borgarana t.d varðandi snjómosktur og slá gras o.s.frv sem bætir lífsgæði reykvíkinga.


mbl.is Jólatré framtíðar skoðuð í Heiðmörk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Már Elíson

Vertu ekki svona beiskur, þó þú hafir ástæðu, Óðinn...Einu sinni áttir þú svona "viðburðarstjóra" en þetta er hinsvegar borgoarstjóri Reykjavíkur..með stóru ERRI.

Már Elíson, 29.11.2015 kl. 18:53

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Dagur B hefur engan áhuga á efnahag borgarinar enda mundi það setja manninn í óvinsælt sviðsljós bæði hins almenna borgara og Góða Gáfaða Fólksins.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 29.11.2015 kl. 18:55

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Már - hversvegna ætti ég að vera beiskur ?

Óðinn Þórisson, 29.11.2015 kl. 19:29

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jóhann - það væri frábært fyrir hagsmuni reykjavíkur&reykvíkinga ef hann myndi eyða jafn miklum tíma í að leysa alvarlegan skuldavanda borgarinnar og hann eyðir i að auglýsa sjálfan sig.

Óðinn Þórisson, 29.11.2015 kl. 19:35

5 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Óðinn, það er sannara en tárum taki, að þið kumpánar, þú og Jóhann, eruð ætíð sammála, sem og í því að níða DBE, sem ekkert hefur sér til saka unnið en að vera borgarstjóri RVK. Er ég viss um, að hvaða framsjalla plebbi sem er, væri ykkur þóknanlegur. Þið verðið að fara að þroskast, þetta er ekkert að snúast um hægri-vinstri, hversu mikið sem þið viljið hafa það svo. Þetta sníst um sanngirni og réttlæti.Í guðana bænum hættið þessu öfga hægri stefnu, hún fer ykkur ekki vel. Enda er pilsfaldurinn ætíð nærri.

Jónas Ómar Snorrason, 29.11.2015 kl. 20:15

6 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ég og Óðinn erum ekkert að níða Dag B, hann sér algjörlega um það sjálfur.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 29.11.2015 kl. 20:25

7 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jónas Ómar - ef ég mætti ráðleggja þér þá myndi ég sleppa gífuryrðunum en setjum það til hliðar.

Skuldastaða reykjavíkurborgar er hræðileg, ísraelsmálið var skömm fyrir borgarstjórnarmeirihlutann, falleinkunn í ferðaþjónustu fatlaðra, götur borgarinnar stórskemmdar vegna aðgerðaleysiis o.sfrv.

Dagur B. hefur fengið silkihanskameðferð i fjölmiðlum en vonandi breytist það.

Óðinn Þórisson, 29.11.2015 kl. 20:55

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jóhann - sammála hann sér alfarið um það sjálfur.

Óðinn Þórisson, 29.11.2015 kl. 20:55

9 identicon

Borgarstjórar Reykjavíkur eru alltaf viðburðastjórar og núverandi ekkert frábrugðinn öðrum með það.

Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 30.11.2015 kl. 00:43

10 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Hvað um mannhatursstimpilinn Siggi minn, þetta er ekki nógu gott hjá þér að nota ekki mannhatursstimpilinn á Óðinn og mig.

Þú verður rekinn úr mannhatara og rasista löggu Góða Gáfaða Fólksins ef þú heldur svona áfram.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 30.11.2015 kl. 00:55

11 identicon

Ég er svo heppinn að þekkja enga mannhatara en þeir eru auðvitað til um víða veröld. 

Kveðja úr Breiðholtinu

Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 30.11.2015 kl. 01:59

12 Smámynd: Jóhann Kristinsson

En þú hefur ásakað menn um að vera rasista og útlendingahatarar einhvern tíman Siggi er það ekki?

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 30.11.2015 kl. 02:36

13 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigurður Helgi - held að margir telji að það hafi breyst þegar Jón Gnarr tók við að borgarstjóraembættið breyttist í viðburðarstjóra.

Óðinn Þórisson, 30.11.2015 kl. 07:06

14 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jóhann - hatrið hjá núverandi og fyrrverandi borgarstjórnarmeirihluta birtist t.d gagnvart einkabílnum og reykjavíkurflugvelli og allmennu viðhorfi þeirra til hægri manna sem vilja að fólk fái að ákveða sjálft t.d hvernig það ferðast. Núverandi borgarstjórnarmeirihluti er sá rauðasti sem við höfum séð og Pírtar talsmenn " frelsins " taka fullan þátt í öllu og eru ekkert annað en skósveinar DBE.

Óðinn Þórisson, 30.11.2015 kl. 07:11

15 identicon

Nei Jói minn, ég fer oftast fögrum orðum um fólk og leitast við að vera sanngjarn. En þú ert duglegur að setja stimpil á fólk og það máttu mín vegna.

Og Óðinn þúr ert því miður ekki vel að þér ef þú heldur að það sé nýtilkomið að borgarsyjórar séu viðburðarstjórar.

Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 30.11.2015 kl. 08:43

16 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigurður Helgi - borgarstjóri er æðsti maður reykjavíkurborgar, ber ábyrð á fjármálum og öllu öðru.

Ef þú lítur á borgarstjóra sem viðburðarstjóra hversvegna er hann þá að skipta sér af utanríkismálum ( ísralesmálið ), reykjvíkurflugvelli, og götum borgarinnar o.s.frv ?

Óðinn Þórisson, 30.11.2015 kl. 17:58

17 identicon

Borgarstjóri þarf að vera allt í öllu, m.a. viðburðarstjóri.

Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 1.12.2015 kl. 00:08

18 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigurður Helgi - við erum a.m.k sammála um að Dagur B. viðburðarstjóri er líka borgarstjóri og þar með ber akla ábyrð á skelfilegri fjárhagsstöðu borgarinnar.

Óðinn Þórisson, 1.12.2015 kl. 12:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 333
  • Frá upphafi: 870013

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 236
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband