Sjálfstæðisflokkurinn þarf að standa í lappirnar

Það hefur komið fram í máli Áslaugar Örnu að erfitt yrði fyrir Sjálfstæðisflokkinn að samþykkja húsnæðisfrumvörp Eyglóar og undir það tekur Ragnheiður R.

Sjálfstæðisflokkurinn þarf að reyna á þessu þingi á það í alvöru að koma áfengisfrumvarpinu í gegn enda um grundvallarmál að ræða sem snýr að frelsi einstaklingsins.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf verið reiðubúinn til að breyta stjórnarskránni en ekki að kollsteypa henni.

Sjálfstæðisflokkurinn
stétt með stétt


mbl.is Óeining um frumvörp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hvernig stendur "flokkur frelsisins" sig í að verja frelsi einstklingsins til fiskveiða? 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.1.2016 kl. 12:37

2 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Axel, hjá sjálfstæðisflokknum er það allt önnur ella. Frelsi einstaklingsins nær ekki yfir ALLT, Óðinn getur sannað það, ekki satt Óðinn? Þú getur opnað sjoppu Axel, það er skilgreining flokksins á einstaklingsfrelsi! 

Jónas Ómar Snorrason, 18.1.2016 kl. 13:34

3 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Eiginlega er það ekki lengur fyndið, að þú Óðinn hafir ekki ennþá séð þennan tvískinnung í "svo kallaðri" stefnu sjálfstæðisflokksins, að stuðla að frelsi einstaklingsins, sem snír einatt að hörðum pilsfaldarkapitalisma. 

Jónas Ómar Snorrason, 18.1.2016 kl. 13:49

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Í hverju felast athugasemdir Sjálfstæðismanna við húsnæðisfrumvörpin, efnislega?

Það hefur nefnilega hvergi komið fram, en væri samt fróðlegt að fá að vita.

Eru Sjálfstæðismenn ekki annars örugglega hlynntir upplýstri umræðu?

Guðmundur Ásgeirsson, 18.1.2016 kl. 16:28

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Athugasemdin snýr að því aðallega, sýnist mér, að ríkið eigi ekki að styrkja svona lagað, þ.e. heimilin í landinu sem kallað er.

Nú, að öðru leiti með áfengið, að þá hef ég alltaf viljað taka upp danska kerfið.  Eg held að það sé skynsamlegasta nálgunin að meðaltalgi gagnvart slíkum efnum líkt og áfengi eins og danir hafa það.  En jú jú, kannski er menningarmunur svo mikill að það réttlæti að meðferð áfengis þurfi að vera einhvernvegin allt öðruvísi hér uppi í fásinni heldur en hjá þeim dönum.  Það má vel vera.

Þar að auki held ég Sjallaflokkur byggi lítið á fótunum.  Byggir miklu frekar á elíturassi.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.1.2016 kl. 17:01

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ómar Bjarki. Ef þú ert að meina húsnæðisbæturnar, þá er ég sammála því að það eigi ekki að niðurgreiða húsnæðiskostnað, heldur sé leiðin til að gera hann viðráðanlegan, sú að lækka hann að viðráðanlegum mörkum. Niðurgreiðslur úr ríkissjóði koma nefninlega úr sömu vösunum og greiða húsnæðiskostnaðinn.

Þetta er hinsvegar aðeins eitt af fjórum "húsnæðisfrumvörpum". Ég auglýsi enn eftir athugasemdum við hin þrjú.

Guðmundur Ásgeirsson, 18.1.2016 kl. 17:11

7 Smámynd: Óðinn Þórisson

Axel Jóhann - eina sem fyrrv. ríkisstjórn gerði varðandi sjávarútveginn á síðasta kjörtímabili var að kæfa hann í skattpíningu.

Óðinn Þórisson, 18.1.2016 kl. 20:05

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er ekki ég sem er meina það.  Það eru sjallar sem eru að meina það eða virðast vera að meina það, að mínu mati.

Annars eru þeir svo ruglaðir þessir sjallar að fólki almennt hlýtur að fara að ofbjóða vitleysan sem kemur frá þeim.  Hlýtur bara að vera.

En þetta vilja framsóknarmenn og þjóðrembingar.  Vilja sjallaelítuna.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.1.2016 kl. 20:06

9 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jónas Ómar - það má segja að þú hittir hér naglann á höfuðið, Sjálfstæðisflokkurinn styður að fólk fái að opna sína eigin verslun en vinstri - menn vilja að ríkið sé allt í öllu.

Óðinn Þórisson, 18.1.2016 kl. 20:07

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Guðmundur - húsnæðisstefna Sjálfstæðisflokksins er mjög skýr, það er séreignatefnan. 

Eygló veit að hún fær þessi frumvörp ekki gegn nema mjög breytt, of mikil félagshyggja í þeim.

Óðinn Þórisson, 18.1.2016 kl. 20:12

11 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ómar Bjarki - heimilin í landinu, 2010 sagði Jóhanna Sigurðardóttir að ekki yrði gert meira fyrir skuldsett heimili og því var hin glæisilega skuldleiðrétting núverandi ríkisstjórnar áfall fyrir hana en góð fyrir skuldsett heimili.

Varðandi áfengið þá snýst það bara um frelsi í kaup og sölu á áfengi. Ríssretknar áfengisverslanir eru tímaskekkja í dag.

Óðinn Þórisson, 18.1.2016 kl. 20:18

12 Smámynd: Óðinn Þórisson

Guðmudnur - eitt sem er rétt að halda til haga varðandi séreignastefnuna, þegar kemur að efri árum í lífi fólks þá hefur það fólk það betur sem hefur valið séreignastefnuleiðina en það fólk sem hefur valið leiguleiðina.

Það er ekki hlutverk ríkisins að skaffa fólki íbúðir en þar kemur að muninum á hægri stefnu og vinstri, vinstri - menn vilja að ríkið sé allt í öllu en hægri menn vilja bjarga sér sjálfir og grilla á kvöldin eins og einn góður maður sagði :)

Óðinn Þórisson, 18.1.2016 kl. 20:42

13 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Þar með er það upp talið, því miður Óðinn. Lengra nær ekki frelsi einstaklingsins hjá sjálfstæðisflokknum.

Jónas Ómar Snorrason, 19.1.2016 kl. 07:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 5
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 866902

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband