Sjálfstæðisflokkurinn og LSH

Það var Sjálfstæðisflokkurinn sem sameinaði Landsspítalann og Borgarspítalann sem eflaust er ein versta ákvörðun sem tekin hefur verið í heilbrigðiskerfinu.

Það þekkja allir afleita stöðu LSH, spítalnn bókaður 100 %, vantar lækna t.d á Krabbameinsdeild o.s.frv.

Því miður er það svoleiðis að þessi skelfilega staða LSH er í boði Sjálfstæðisflokksins, því miður.

Ég hef skrifað undir þetta hjá Kára og hvet alla  til að gera það sama.

Ef Sjálstæðisflokkurinn fær slæma kosningu vorið 2017 þá er það vegna LSH en það er enn tími fyrir Sjálfstæðisflokkinn að sýna að hann hafi raunvörulega áhuga að gera það sem þarf fyrir LSH.


mbl.is „Ekkert að marka ríkisstjórnina“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Filippus Jóhannsson

Það eina sem Sjálstæðisflokkurinn vill gera og berst fyrir er að einkavæða allt þar á meðal heilbrigðiskerfið. Þeir vita að þar eru peningar sem gagnast auðmannaklíku sjálfstæðismanna. Horfum á hvernig Formaður Sjálfstæðisflokksins kemur fram og segir í viðtölum. Eins og frekur illa uppalinn götustrákur.

Filippus Jóhannsson, 2.2.2016 kl. 07:41

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála þér Óðinn, og líka Kára.  Í þessu máli er ekkert að marka ríkisstjórnina, og því miður held ég að Filippus hafi líka rétt fyrir sér.  Þessu þarf að forða.  Ég þekki Kristján Þór og hans vinnubrögð, þau eru flest eins og í kafbáti.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.2.2016 kl. 08:44

3 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Allr er það rétt sem þú segir um þetta mál. Það er nauðsynlegt að skrifa undir hjá Kára

Kristbjörn Árnason, 2.2.2016 kl. 10:18

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Filippus - það eru margir sem segja að Sjálfstæðisflokkurinn sé hagsmunaflokkur sérhagsmuna, ég hef ekki viljað trúa því.

Óðinn Þórisson, 2.2.2016 kl. 17:44

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ásthildur - ég hef hlustað mikið á það sem Tómas Guðbjartsson læknir hefur verið að segja og ég treysti honum og miðað við hans orð þá er LSH í verulega slæmum málum.

Óðinn Þórisson, 2.2.2016 kl. 17:46

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Kristbjörn - Kári hefur rétt fyrir sér, því fleiri sem skrifa undir því betra og erfiðara fyrir ríkisstórnina til að hunda hana.

Óðinn Þórisson, 2.2.2016 kl. 17:47

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Óðinn minn og við þurfum að taka mark á því. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.2.2016 kl. 17:55

8 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Hvar ætlar Kári að taka peningana til að standa undir greiðslu á auknum fjármunum til heilbrigðismála?

En mér finnst að Íslendingar ættu ekki að vera minni menn en Bandaríkjamenn sem eyða 17% af GDP USA í heilbrigðiskostnað, eða hvað finnst ykkur? 11% er ekki upp í nös á ketti.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 2.2.2016 kl. 23:37

9 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jóhann - ég hef talað fyrir því að hætt verði með listamannalausn og Rúv verði selt.

Ég held að þessi undirskriftarsöfnun sé skref í rétta átt og fá stjórnmálamenn til að skylja þann mikla vanda sem er á LSH.

Óðinn Þórisson, 3.2.2016 kl. 07:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 866896

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband