Vill Oddný ekki gera upp öll mistök Samfylkingarinnar ?

Ég hefði haldið að Oddný Harðardóttir þingkona Samfylkingarinnar myndi fagna opnu bréfi Árna Páls þar sem hann fer yfir öll mistök Samfylkingarinnar.

Ef Samfylkingin ætlar að reyna að öðlast aftur traust þá verður flokkurinn í heild sinni að gera upp og viðurkenna öll þau mistök sem formaðurinn fer yfir í sínu bréfi.


mbl.is Bréf Árna Páls kom á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Er hægt að öðlast traust með því einu að viðurkenna mistök sín? Ef svo er þá viðurkenni ég hér með öll mistök mín í fortíðinni og krefst þess að allar afleiðingar þeirra mistaka verði felldar niður og dregnar til baka nú þegar!

Guðmundur Ásgeirsson, 11.2.2016 kl. 22:11

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Það er mikilvægt að játa misgjörðir okkar, hvort heldur ég, Árni Páll, Guðmundur Ásgeirsson eða hver annar eiga í hlut, en því miður eru þeir fáir sem hafa lært þann leyndardóm. Í Heilagri Ritningu, Biblíunni, nánar tiltekið í 1.Jóhannesar bréfi 1.kafla versi 9 stendur: "Ef vér játum syndir vorar, þá er hann trúar og réttlátur, svo að hann fyrirgefur oss syndirnar og hreinsar oss af öllu ranglæti." Við eigum ekki að lítilsvirða einlæga játningu, en okkur öllum er það heilbrigt að auðmýkja okkur frekar en að halda í stoltið og hrokann, því hrokinn leiðir aðeins til ills.

Við verðum síðan að bíða og sjá viðbrögð annarra í Samfylkingunni við bréfi formannsins. Viðbrögð þeirra mun ráða framtíð flokksins.

Tómas Ibsen Halldórsson, 11.2.2016 kl. 22:24

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Þetta er nú meira bullið í Árna Pál, Samfó hefur aldrei gert nein mistök og þess vegna ætti Samfó halda áfram eins og allt hafi verið gert rétt eins og allt vel gefið fólk hlýtur að sjá.

Svo á Árni Páll að vera formaður Samfó áfram, enda er hann og hefur verið góður formaður.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 11.2.2016 kl. 22:34

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Heyrði restina af viðtali Bylgjunnar í Reykjavík síðdegis, við Guðmund Árna Stefánsson.

Þar var þáttastjórnandi greinilega mjög vel meðvitaður um að enginn sem einu sinni hefði verið á vígvellinum, vildi fara aftur þangað. Skiljanlega!

Það vill svo til að mig rámar í sumar hörmungar fortíðarinnar, sem vert værir að rannsaka betur en nokkur mun líklega þora að krefjast. Svo alvarlegar yrðu afleiðingarnar fyrir viðkomandi einstakling sem af slíkri réttlátri og löglegri rannsóknarkröfu hlytust!

Það er ekki allt sem sýnist, svo mikið er víst. Satt og logið sitt á hvað, sönnu er verst að trúa.

Þess vegna veljum við alltaf að trúa lygafjölmiðlaspili valdaspillingarinnar. Og afleiðingarnar af lygaspillingunni óbreyttri verða endalausar hörmungar og áframhaldandi aukning á spillingu og tilheyrandi ofbeldi. Óverjandi spilling sem einhverra undarlegra hluta vegna, hrl. af ýmsum mannskepnu-styrkleika-tegundum stjórnsýslukerfisins og valdamafíunnar, verja án þess að hika?

Árni Páll Árnason hvað?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.2.2016 kl. 23:27

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Tómas Ibsen Halldórsson. Þú tókst kannski eftir því að ég var búinn að játa misgjörðir mínar. En hvað svo?

Guðmundur Ásgeirsson, 11.2.2016 kl. 23:35

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Guðmundur - það er flott hjá ÁPÁ að viðurkenna öll þessu mistök Samfylkingarinnar en á að fyrirgefa afleik aldarinnar , nei eða ESB - kúgunina - nei.

Óðinn Þórisson, 12.2.2016 kl. 19:32

7 Smámynd: Óðinn Þórisson

Tómas Ibsen - viðbrögð nokkurra Samfylkingarþingmanna eins og Oddnýjar hér og Sigríður Ingibjargar hafa komið fram og er klárt mál að kalt stríð er hafið innan Samfylkingarinnar.

Aðförin að formannininum er komin á fullt.

Óðinn Þórisson, 12.2.2016 kl. 19:34

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jóhann - vandi ÁPÁ hefur verið annarsvegar að hann er kristinnar trúar og hinsvegar að hann er frjálslyndur stjórnmálamaður og það fer illa í sósíalistana í flokknum.

Óðinn Þórisson, 12.2.2016 kl. 19:35

9 Smámynd: Óðinn Þórisson

Anna Sigríður - Guðmundur Árni er eðalkrati og var bæjarstjóri í HFN í mörg ár.

Samfylkingin er langt því frá að vera Alþyðuflokkurinn og er í raun Gamala Alþýðubandalgið.

Óðinn Þórisson, 12.2.2016 kl. 19:38

10 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Óðinn. Ég skil í raun ekki muninn á Alþýðuflokkunum og Gamla Alþýðubandlaginu. Það er þetta Alþýðu-hitt og Alþýðu-þetta, sem ekki er neinn munur á í mínum huga.

Alþýðufólk er virðingarvert alþýðufólk. Ekkert hægt að flokkaföndra út og suður með þá staðreynd.

Guðmundur Árni Stefánsson er fyrst og fremst persóna, og á það líklega vel skilið að vera meðhöndlaður  sem mannréttindanna réttaríkisins manneskja, eftir erfiðleika lífsins á svikula embættismannastýrða vígvellinum.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.2.2016 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 866897

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband