Greinilega margt óuppgert með Jóhönnustjórnina

"Vig­dís seg­ir jafn­framt að ljóst sé af gögn­un­um að það hafi verið tek­in stefnu­mark­andi ákvörðun um að rukka heim­ili og fyr­ir­tæki upp í topp og keyra ein­hver fyr­ir­tækj­anna í gjaldþrot og færa öðrum eign­ar­hald þeirra."

„Líf­væn­leg fyr­ir­tæki voru kné­sett og þau rif­in af eig­end­um sín­um, skulda­hreinsuð og færð í hend­ur annarra""

Það er alveg rosalegt að lesa þetta og ef rétt er þá eru hendur vinstri - stjórnarinnar verulega óhreinar

Bréf Árna Páls um mistök og klúður vinstrti - stjórnarinnar staðfestir einnig að það var margt rangt gert hjá vinstri - stjórninni og vinnubrögð Samfylkingarinnar vart boðleg.


mbl.is Þarf að gera þennan tíma upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Þetta var vissulega erfitt tímabil síðustu stjórnar Óðinn, ekki skafið af því. En það sem stingur í augun, er hversu mikið þú telur þig geta hvítþvegið núverandi stj.flokka vegna aðdraganda þeirra vandamála sem fyrrverandi stj.flokkar tókust á við, landið nánast GJALDÞROTA. Það er eins og það skipti þig engu máli. En nú hefur ÁPÁ gert upp þeirra misstök, sem nánast eðlilega var ekki umflúið. En hefur sjálfstæðisflokkurinn gert upp hrunið og tímana þar á undan, NEI, og mun aldrei gera. Væri ekki nær fyrir þig að beina sjónum þínum að þeirri staðreynd Óðinn. Vera ekki einn af þeim, sem talar um flísina í auga bróður þíns, en sérð ekki bjálkann í þínu eigin auga. 

Jónas Ómar Snorrason, 14.2.2016 kl. 10:36

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

ÁPÁ hefur ekki gert upp nein mistök.  Hann hefur bent á að mistök hafi verið gerrð og flokkurinn þurfi að VIÐURKENNA þau mistök en flokksfélagar hans eru víst ekkert par ánægðir með þetta "framtak" hans.

Jóhann Elíasson, 14.2.2016 kl. 11:13

3 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Vilhjálmur Egilsson gerði tilraun á landsfundi sjálfstæðisflokksins, í nafni uppgjörsnefndar, að gera upp misstök þeirra. Hann var talaður niður í svaðið af hálfu fyrrverandi formanni DO. Flestir flokksmenn tóku undir. Kannski lestu þetta kolrangt Jóhann, staðreyndin er samt sú, að ÁPÁ er að lýsa yfir þeim misstökum sem SF gerði í síðustu ríkisstjórn. Hvað hver þingmaður SF hefur um þetta að segja, er ekki málið, þetta er hans sýn. Þú ert of hjarðhneigður Jóhann, ekkertt sjálfstæði, eins og með síðuhöfundi, sem einatt virðist sjá flísina í auga bróður síns, en ekki bjálkann í eigin auga   

Jónas Ómar Snorrason, 14.2.2016 kl. 11:37

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Talandi um flísina og bjálkann, ekki leggur ÞÚ minna á þig við að verja gjörðir síðustu ríkisstjórnar, Jónas Ómar.  Menn ættu að fara gætilega ef þeir ætla að kasta steinum úr glerhúsi.  Það að VIÐURKENNA mistök er EKKI það sama og að GERA UPP mistök, ég las þetta ekkert kolrangt, en ÞÚ reynir að fara með málið út um víðan völl.   Hvort viltu meina að ég sé hjarðhneigður, eins og flestir er nú, eða það að ég tilheyri bara ekki "réttri" hjörð, að þínu mati?

Jóhann Elíasson, 14.2.2016 kl. 12:06

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jónas Ómar - rétt að hafa það í huga að Samfylkingin fór í tætlur á frægum fundi í þjóðleikhúskjallarnum. Samfylkingin fór síðan í viðræður við VG um myndum minnihlutastjórar sem Framsókn gerði þau mistök að verja vantrausti. SDS hefur margítrekar að minnihlutastjórnin hafi ekki staðið við neitt sem var samið um við Framsókn.

Það var alltaf vitað að það yrði erfitt verkefni framundan eftir að alþjóðlega fjármálahrunið skall á íslandi okt 2008 en það sem kemur hér fram hjá heiðurskonunni Vigdísi Hauksdóttir eru það alvarlegar ath.semdir að þjóðin verður að fá svör.

Sem betur fer þá er Samfylkinign ekki pólitískur bróðir minn eða vinur.Ég er pólitískur andstæðingur sósíalista.

Óðinn Þórisson, 14.2.2016 kl. 12:17

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jóhann - Oddný og Sigíður Ingibjörg eru brjálæðar út í ÁPÁ út af þessu bréfi formannsins og má segja að flokkurinn sé enn einu einni í tætlum. 

Og nú vill Samfylkingin fá þjóðaratkvæðagreiðslu um veru okkar í Nato , það er ekki hægt að bjarga þessum flokki og best að leggja hann niður og hann sameinist VG.

Óðinn Þórisson, 14.2.2016 kl. 12:21

7 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Varðandi innheimtur skulda þá voru það þrotabú gömlu bankanna og þar með kröfuhafar þeirra sem áttu lánasöfnin. Þær eignir voru verndaðar af eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Stjórnvöld höfðu því ekki völd til þess að knýja kröfuhafana til að gefa eftir af innheimtanlegum skuldum þannig að þau gátu ekki komið í veg fyrir að innheimtanlegar skuldir væru innheimtar í topp. 110% reglan þar sem skuldir voru afskrifaðar á kostnað kröfuhafa en ekki skattgreiðenda eins og skuldaniðurgreiðala núverandi ríkissjórnar náðist eftir samningaviðræður við kröfuhafa sem samþykktu þær afskriftir vegna þess að þeim var ljóst að þar væri hvort eð er að mestu um tapað fé að ræða.

Það er vissulega forkastanlegt ef ekki hafa verið haldnar fundargerðir eða gefin út skipunarbréf gefin út þar sem lög kveða á um að slíkt sé gert. En það hefur ekkiert komið fram sem bendir til að þarna hafi verið teknar ákvaðanir gegn þjóðarhagsmunum. Endurreisn bankanna var mjög áhættusöm og var alltaf hætta á að þeir hátt í 500 milljarðar sem þurfti að leggja þeim til í eigin fé var áhættufjárfesting sem hefði getað tapast ef illa færi í rekstri bankanna sem hefði getað gerst ef kreppan hefði orðið verri eða meira langvarandi en hún varð. Það að láta kröfuhafa leggja til stærstan hluta þessrar upphæðar og þar með að láta þá taka meiri hluta áhættunnar ver því gert til að minnka áhættu skattgreiðenda. Að koma svo eftirá þegar ljóst er að endureisn bankanna tókst svo vel að eignarhlutirnir í þeim skiluðu miklum arði og segja að við það hafi skattgreiðendur orðið af miklu fé er í anda þess að það er auðvelt að vera vitur eftirá.

Vilji menn finna spillingu við einkavæðingu bankanna þá er mun líklegra að hún finnist þegar fyrri einkavæðing bankanna verður skoðuð.

Sigurður M Grétarsson, 14.2.2016 kl. 14:21

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigurður M - þögn SJS í öllu þessu er mjög hávær enda kannski gerir hann sér grein fyrir og veit upp á sig skömmina.

Hef heldur ekki heyrt orð frá fyrrv. Samfylkingarfjármálaráðherrum , ef þetta er rétt að lífvnæleg fyrirtæki hafa verið knésett, vissu þær ekki af því eða tóku þær þátt í því ?


Það á líka eftir að fara yfir SP - kef Byr mál SJS.

Óðinn Þórisson, 14.2.2016 kl. 15:04

9 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það er rétt að það hljómar ekki vel þegar leynd hvílir yfir mikilvægum verkum í uppgjöri hruns. En niðurstaðan varð með þeim hætti sem flestir fagmenn töldu skynsamlegusur leiðina miðað við þá stöðu sem var uppi og þær upplýsingar sem lágu fyrir þegar ákvarðanirnar voru teknar. 

Það var fljótlega ákveðið að stjórnálamenn ættu ekki að skipta sér af skuldauppgjöri bankanna heldur láta bankastjórnirnar um þau verk. Ef það hefur verið maðkur í mysunni hvað það varðar þá þarf að fara yfir það. En það er ekki sök stjórnmálamannanna að öðru leyti en því að hugsanlega hefðu þeir átt að skipa öflugri eftirlistsstofnanir með bönkunum.

Hvað varðar Sparisjóð Keflavíkur þá var hann einfaldlega keyrður í þrot af stjórnarmönnum með vægast sagt vafasömum viðskiptaháttum. Það að eignarstaða hans hafi minnkað verulega í bókhaldi meðan hann ver í vörslu ríkissjóðs kom ekki til vegna þess að hann hafi tapað á þeim tíma heldur kom síðar í ljós að eignasafn hans hafi verið ofmetið þegar hann var færður undir ríkið. Það er því þvæla sem sumir hafa haldið fram að SJS hafi valdið skattgreiðendum tjóni með því að setja SPKef ekki strax í þrot. Þvert á móti er margt sem bendir til þess að með því hafi verið forðast mun stærri skell en annars hefði orðið enda var mjög erfitt að fá viðunandi verð fyrir verðbréf fyrst eftir hrun. Ég held að sviðað hefi verið upp á teningnum varðandi Byr nema hvað þar eru ekki uppi grunsemir um jafn vafasöm viðskipti eins og í tilfelli SPKef.

Sigurður M Grétarsson, 14.2.2016 kl. 15:51

10 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Jóhann, ég er þvert á móti að verja misstök síðustu stjórnar, dytti það ekki í hug. Ég einungis benti á tímaröðina varðandi söluna á bönkunum, bæði hina fyrri og síðan seinni. Þú villt einungis horfa á þá seinni. En ég get þó af mínum litla viskubrunni, sagt þér það, mér vitandi voru bankarnir ekki seldir til vildarvina í seinni bankasöluni. Það er alger óþarfi af þér að feitletra eithvað sem er staðreynd,túlka það sem vitleisu. Óðinn, sala bankana til vildarvina, hrunið sem kom í kjölfar þess, hefur ekkert með að gera alþjóðlegt bankahrun. Bankarnir voru löngu fallnir, þú veist þetta, en lokar augum. Hafir þú áhuga á því að lifa í blekkingum, þá er það þitt mál, trúa því að svart sé hvítt etc. einungis þitt mál, en staðreyndirnar segja annað, sama hvað þú lemur hausnum við steininn oft.

Jónas Ómar Snorrason, 14.2.2016 kl. 18:46

11 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

En hvern andsk. hefur XD gert, puffað á nefndina sem vildi gera upp hrunið. Hver er þín afstaða til þess máls Óðinn???? Endilega svaraðu!!!

Jónas Ómar Snorrason, 14.2.2016 kl. 18:49

12 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigurður M - leyndarhyggja vinstri- manna er mjög skaðleg og nauðsynlegt að allar upplýsingar um öll mál vinstri - stjórnarinnar komi fram og þjóðin fái svör við öllum þessum brínu spurningum.

"SpKef sparisjóður var stofnaður af fjármálaráðuneytinu í apríl 2010, en eignir og innlán gamla SPK fluttar til hans af FME.  Stofnefnahagsreikningur félagsins hefur ekki verið birtur né ársreikningur fyrir 2010.  Þetta gengur gegn eigendastefnu ríkisins um eignarhald á fjármálafyrirtækjum."

"Þannig er ljóst að Byr hf. og SpKef (nýju) uppfylltu aldrei kröfur laga um lágmarks eiginfjárhlutfall þrátt fyrir að þau væru stofnuð af fjármálaráðuneytinu.  Samt starfaði fyrra félagið í 19 mánuði og það síðara í 11 mánuði, þrátt fyrir að FME vissi stöðuna.  Áður hafði FME leyft gamla Byr og Sparisjóði Keflavíkur að starfa í um ár án þess að uppfylla lágmarks eiginfjárhlutfall.  Samtals gera þetta 30 mánuði hjá (gamla/nýja) Byr og 23 mánuði hjá (gamla/nýja) Sparisjóði Keflavíkur án þess að uppfylla reglur.  Á meðan rýrnuðu eignir verulega, bæði vegna stjórnunar þeirra og rekstrarkostnaðar.  Þessu til viðbótar skaðaðist samkeppni því félögin voru í fullri samkeppni við önnur fyrirtæki sem þurftu að uppfylla kröfur um laga.  Að síðustu er ljóst að innlán í Sparisjóði Keflavíkur jukust um 7 milljarða á milli ársloka 2008 og 2010 á ábyrgð ríkisins.  Þannig er ljóst að allir hafa tapað á ákvörðunum fjármálaráðuneytisins og FME vegna þessara fyrirtækja. Ætlar einhver að axla ábyrgð?"

Guðlaugur Þór Þórðarsson.

Óðinn Þórisson, 14.2.2016 kl. 20:14

13 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jónas Ómar - ég reyni að svara öllum hér og skal svara þessari spurningu þinni með bros á vör

Það er aldrei gott að eyða pappír í ekki neitt.

Óðinn Þórisson, 14.2.2016 kl. 20:17

14 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Sem betur fer, er ekki um að ræða neina eyðslu á pappír Óðinn:) Hitt er samt athyglisvert, þú eyðir ekki nokkru orði á spillingu þíns flokks. þess í stað hamast þú við að benda á aðra, beitir jafnvel lygji fyrir þig, til að réttlæa þvæluna. Þess vegna sagði ég, þú endalaust bendir á flísina í auga bróður þíns, en sérð ekki bjálkann í þínu eigin auga. Farðu nú að vakna Óðinn, þú ert vel skynsamur maður, sennilega bráðgáfaður, en flokkshollustan er að drepa þig andlega:)

Jónas Ómar Snorrason, 14.2.2016 kl. 20:36

15 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Óðinn. Ég skil ekki ennþá hvers vegna Halldór Kristjánsson bankastjóri komst upp með að vitna í gegnum Skype í Landsdómi, og það skildist tæplega nokkurt orð af því sem hann sagði. En ríkissaksóknari lét það gott heita, og gerði ekki athugasemd við óskiljanlega vitnisburðinn hjá Halldóri Kristjánssyni bankastjóra?

Það var óverjandi tregt vitna samband milli Magma-skúffufyrirtækis Kanada og Þjóðmenningarhússins á Íslandi í þessum réttarhöldum.

Ég er með óútfyllt pláss í púsluspilinu, þar sem vantar alveg púslið frá Canada-Halldóri bankastjóra í heildar-leikmyndina ó-Borgunarlegu. Ótrúlegt hvað er tekið létt á alvarlegum banka/stjórnsýslu-glæpum á Íslandi? Og þó tekst messadrengja-hrl-stressvaldandi laganna vörðum alltaf að fylla fangelsin af sveltandi útigangsfólki sem kerfið hefur svikið um mat og húsaskjól?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.2.2016 kl. 02:03

16 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jónas Ómar - ég hef ítreað gagnrýnt t.d borgarstjórnarflokk Sjálfstæðisflokksins, hef gagnrýnt Illuga vegna Rúv - daðurs og Hönnu Birnu fyrir lekamálið.

Óðinn Þórisson, 16.2.2016 kl. 07:10

17 Smámynd: Óðinn Þórisson

Amma Sigríður - tek undir með þér varðandi fyrrv. bankastjóra Landsbankas Halldór Kristjánsson. Því miður hefur verið frið silkihönskum um þessa bankaglæpamenn.

Svo er eitthvað mikið skrítið að gerast með Landsbankann og Borgun í dag.

Óðinn Þórisson, 16.2.2016 kl. 07:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 707
  • Frá upphafi: 869697

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 484
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband