Sigmundur Davíð "hvorki borið lagaleg né siðferðisleg skylda "

images[4]"Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, for­sæt­is­ráðherra, seg­ir að sér hafi hvorki borið laga­leg né siðferðis­leg skylda til þess að greina frá eign­um eig­in­konu sinn­arSig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, for­sæt­is­ráðherra, seg­ir að sér hafi hvorki borið laga­leg né siðferðis­leg skylda til þess að greina frá eign­um eig­in­konu sinn­ar"


.

En ég vil endilega fá fram vantraust frá stjórnarandstöðuflokkinum til að styrkja stöðu SDG.



 


mbl.is Bar ekki skylda að segja frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Ingólfsson

En ber almenningi lagaleg eða siðferðisleg skylda til að segja skattmann frá einhverjum reikningum en ég á 25 gömul þýsk mörk á reikningi í Þýskalandi sem er 25 ára gamall en flott þá kemur skattmann til mín til að rukka en fékk nýlega upplýsingar um þennan reikning og þetta voru restar af 10 Phenningum sem ég átti þannig að ávöxtunin hefur verið góð í gegnum árin í Deautze Bank!!

Örn Ingólfsson, 24.3.2016 kl. 09:54

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

" Það er rétt sem hv. þingmaður sagði, að siðareglur sem samþykktar voru 2011 og birtust í Stjórnartíðindum það ár hafa verið hafðar til viðmiðunar fyrir þá ríkisstjórn sem nú situr". þetta sagði hann sjálfur á alþingi. Sættu þig við það að maðurinn fór ekki eftir þessum siðareglum frá 2011.

Jósef Smári Ásmundsson, 24.3.2016 kl. 11:02

3 Smámynd: Reputo

Maðurinn er í valdamesta embætti landsins og er að semja við kröfuhafa föllnu bankanna. Það breytir engu hvort hann geti hengt sig í einhvern lagabókstaf, eða skort á honum. Þetta ber vott um algert siðleysi, og það er alveg á kristaltæru að ef þessi nákvæmlega sama staða hefði komið upp í ríkisstjórn SJS og JS hefðir þú Óðinn, og skoðanabræður þínir, verið á yfirsnúningi af hneikslun og bræði gagnvart siðleysinu. Siðlaus maður eins og SDS sér auðvitað ekkert rangt við það sem hann gerði og því mun hann ekki segja af sér, en það er einmitt vandamálið sem við glímum við í Íslenskri pólitík. Sjálfhverfa og siðleysi og í hans tilfelli ríkidæmi líka. Þetta er ekki góð blanda í stjórnmálamann.

Reputo, 24.3.2016 kl. 11:22

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Örn - þú tekur dæmii um þín persónulegu fjármál, hef hvorki skoðun né áhuga að ræða þau.

Óðinn Þórisson, 24.3.2016 kl. 12:30

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jósef - ég hef sagt það hér að mín skoðun sé að þetta mál sé eitthvað hálmstrá sem pólitískr andstæðingar hans ætla að reyna að nýta sér í botn, Stundin, Kjarninn og Rúv hafa valdið mér vonbriðgum með sinni umfjóllun en kannski ekki þetta eru jú 3 lélegustu fjölmiðlarnir.

Ég þarf ekki að sætta mig við néitt sem við erum ósammála um.

Óðinn Þórisson, 24.3.2016 kl. 12:34

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Reputo - " Ég fór ekki í stjórnmál til þess að hafa af því atvinnu og gera það alla ævi, heldur vegna þess að ég hafði sterkar skoðanir á því til hvaða aðgerða ætti að grípa til að koma Íslandi á réttan kjöl. "
SDG.

Við skulum ekkki ræða um eitthvað ef og hefði verið ráðherrra, það er fullkomið aukaatriði.

Aðalstefnumál þessarar ríkisstjónar var að endurreisa ísland eftir rúmlega 4 ára vinstri - óstjórnina, hjálpa skuldsettum heimilum og leysa gjaldeyrishöftin.

Staða íslands hefur aldrei í raun verið betri, það var tekið á ríkisfjármálum með aga, skuldaleiðréttingin er komin og gjaldeyrishöftin vera leyst á árinu, hvað meira vill fólk ? , hvað ráðst að konu SDG - þetta er ekki boðlegt.

Óðinn Þórisson, 24.3.2016 kl. 12:40

7 identicon

"Löglegt en siðlaust"

Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 24.3.2016 kl. 12:45

8 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ég er ekki að biðja þig um að sætta þig við það sem við erum ósammála um Óðinn. Ég er að fara fram á að þú sættir þig við staðreyndir. Sigmundur sagði þessi orð á Alþingi. Þetta er skjalfest en ekki minn uppspuni eða skoðun.

Jósef Smári Ásmundsson, 24.3.2016 kl. 12:57

9 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Ég segji það aftur við þig Óðinn, kjósir þú að kóa með ósómanum þá gerir þú það. En um leið þá ertu að setja æru þína að veði. Eins munu þeir þingmenn sem koma til með að kóa með SDG vegna vantrausttillögu á hendur honum setja sína æru að veði. Þetta er ekkert grín Óðinn, sem SDG er uppvís að. Vona að þú sért ekki þannig sinnaður. Þessi ríkisstjórn á allt fyrri ríkisstjórn að þakka, sættu þig við það!

Jónas Ómar Snorrason, 24.3.2016 kl. 14:03

10 Smámynd: Gunnar Sigfússon

Varðandi lagalegu og siðferðilegu hliðina á hagsmunatnegslum maka ríkisstarfsmanna þá vil ég bara minna aftur á Stjórnsýslulögin sem Guðmundur Ásgeirsson hefur áður bent á http://www.althingi.is/lagas/nuna/1993037.html#G3. Hef ekki séð neinn afslátt hjá ráðherrum þar frekar en örðum starfsmönnum ráðuneytana.

Hitt er svo  skrítin umræða um hvort kona Sigmundar Davíðs eða þau hjónin megi eiga erlendar eignir og innistæður auðvitað mega þau það (svo framarlega sem eignir eru taldar fram).tskýringu

Það vantar samt útskýringu á þeim hluta eignanna sem eru kröfur á gömlu þrotabúin, þ.e. hvers konar kröfur þetta eru (skuldabréf gömlu bankana eða eignir/skuldir þeirra?). Og lykilatriði hvenær urðu þær kröfur til þ.e. fyrir eða eftir hrun...

Ekki eru þessar kröfur hefðbundnar innistæður, það eru forgangskröfur sem búið er að greiða upp a.m.k. 90%. Miðað við innheimtuhlutfall eru þetta að öllum líkindum skuldabref gömlu bankana.

Gunnar Sigfússon, 24.3.2016 kl. 15:21

11 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigurður Helgi - það er þín skoðun og hefur flullt leyfi til að hafa hana.

Óðinn Þórisson, 24.3.2016 kl. 17:35

12 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jósef - hvað ætli ég hafi oft heyrt menn segja, staðreynd málsins er..... 

Óðinn Þórisson, 24.3.2016 kl. 17:37

13 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jónas - varðandi vantraut á SDG og hvað Sjálfstæðisflokkurinn gerir, þá kæmi það mér mjög á óvart ef hann myndi kóa með vinstri flökkunum og styða vantraust á forsætisráðherra.

Því miður verð ég að vera ósammála þér varaðandi að núverandi ríkisstjórn eigi allt fyrrv. ríkisstjórn að þakka, t.d hafði engin vinna farið fram um að losa gjaldeyrishöftin þegar BB mætti þar til starfa og annað 2010 sagði JS að ekkert meira yrði gert fyrir skuldsett heimili, þessi ríkisstjórn hefur afsannað það

Óðinn Þórisson, 24.3.2016 kl. 17:41

14 Smámynd: Óðinn Þórisson

Gunnar - takk fyrir gott og málefnalegt innlegg.

Það sem ég hef áhyggur af í þessu er þetta, til þessa hefur það verið óskruð regla að fara aldrei í maka stjórnmálamanns.

Óðinn Þórisson, 24.3.2016 kl. 17:45

15 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta snýst ekki makann, heldur fullframið brot forsætisráðherra gegn hæfisreglum stjórnsýslulaga, sem enginn hefur andmælt því að hafi verið framið, ekki einu sinni hann sjálfur.

http://www.althingi.is/lagas/nuna/1993037.html#G3

3. gr. Vanhæfisástæður.
Starfsmaður eða nefndarmaður er vanhæfur til meðferðar máls:
   1. Ef hann er aðili máls, fyrirsvarsmaður eða umboðsmaður aðila.
   2. Ef hann er eða hefur verið maki aðila, skyldur eða mægður aðila í beinan legg eða að öðrum lið til hliðar eða tengdur aðila með sama hætti vegna ættleiðingar.
   3. Ef hann tengist fyrirsvarsmanni eða umboðsmanni aðila með þeim hætti sem segir í 2. tölul.
   ...

Að láta eins og þetta snúist um makann (sem það gerir ekki) eða siðareglur (sem það gerir ekki heldur) er einfaldlega útúrsnúningur sem er til þess fallinn að drepa málinu á dreif.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.3.2016 kl. 18:09

16 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Nei, hættu nú alveg. Ef þú tekur ekki mark á staðreyndum þá ertu illa haldinn af afneitun. Ég er einungis að benda þér á það sem Sigmundur Davíð sagði sjálfur a þingi og þú segir bara:hvað ætli ég hafi oft heyrt menn segja, staðreynd málsins er. Þér er ekki við bjargandi. 

Jósef Smári Ásmundsson, 24.3.2016 kl. 19:58

17 Smámynd: Óðinn Þórisson

Guðmundur - að vissu leyti hef ég mjög gaman af Pírötum, alltaf að reyna að vera talsmenn sannleikans, gensæis og lýðræðis, en praktisera þeir það ? t.d hversvegna studdu Pírtar ekki tillögu Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn um opna fundi eða hversvegna styðja þeir ekki ósk yfir 60 þús einstaklinga varðandi Reykjavíkurflugvöll ?

Óðinn Þórisson, 24.3.2016 kl. 20:35

18 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jósef - " Það er rétt sem hv. þingmaður sagði, að siðareglur sem samþykktar voru 2011 og birtust í Stjórnartíðindum það ár hafa verið hafðar til viðmiðunar fyrir þá ríkisstjórn sem nú situr".

Rétt hann sagði þetta en það breytir ekki neinu um hvað þetta mál í raun og veru snýst sem ég hef útksýrt.

Óðinn Þórisson, 24.3.2016 kl. 20:36

19 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Óðinn, þingmenn eru einungis bundnir af eigin sannfæringu, það er þeirra æra sem er að veði. Ég og fleiri vilja sjá hver styður ósóman!

Jónas Ómar Snorrason, 25.3.2016 kl. 05:58

20 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jónas Ómar - það er illa komið fyrir Sjálfstæðisflokknum ef hann styður vantrauststillögu vinstri - flokkana.

Óðinn Þórisson, 25.3.2016 kl. 08:49

21 Smámynd: Óðinn Þórisson

Guð blessi ykkur alla og eigið góða páska.

Óðinn Þórisson, 25.3.2016 kl. 08:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 866895

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband