Sigmundur Davíð á Útvarpi Sögu, áfall fyrir Rúv

vinstra rúv"Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráðherra seg­ir það sér­kenni­legt að sjá hverj­ir hafi séð sér færi á að nota fregn­ir um af­l­ands­fé­lag í eigu konu hans í póli­tísk­um til­gangi. Þetta kom fram í viðtali hans á Útvarpi Sögu við Arnþrúði Karls­dótt­ur í dag."

Sigmudur Davíð hefur nú talað við bæði Stöð 2 og Útvarp Sögu en hversvvegna ekki Rúv ?

Sigmumfit Davíð svarði spurningu Arnþrúðar um vantraust á þann veg að hann fagnaði henni og þá væri líka hægt að fara yfir muninn á þessri ríkisstjórn og fyrrv. ríkisstjórn.


mbl.is „Hvað hefðu andstæðingar mínir sagt þá?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Áfall fyrir Rúv..frekar niðurlægjandi fyrir forsætisráðherra að þora ekki að nota annað en undirmálsstöð framsóknarmannsins sem þeirri stöð stýrir.

Á Rúv er hann spurður spurninga og kemst ekki upp með neitt kjaftæði.. það er máli...

Ætla Sjálfstæðísmenn að bakka upp Tortóla Simma ?

Jón Ingi Cæsarsson, 24.3.2016 kl. 16:38

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Jón Ingi, flestir sem ekki eru LANDRÁÐAFYLKINGARMENN eða tilheyra "Vinstri Hjörðinni", eru orðnir ansi þreyttir á þessari svokölluðu "rannsóknarblaðmennsku", sem er stunduð á RÚV.  Þessi "rannsóknarblaðamennska" gengur út á það að viðmælandinn er spurður og svo þegar hann svarar, grípur spyrillinn frammí fyrir honum með aðra spurningu.  En það fer eftir því hvar viðmælandinn er staddur í pólitík, hversu hart spyrillin gengur fram.  Það er ekki skrýtið að hægri menn sniðgangi RÚV...

Jóhann Elíasson, 24.3.2016 kl. 17:23

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Af hverju ætti þetta að vera áfall fyrir RUV. Sigmundur hefur nú varla talað við þá þetta kjörtímabil. Ef að útvarp Saga eru bestu vinir hans þá segi ég bara: Líkir sækja líka heim

Magnús Helgi Björgvinsson, 24.3.2016 kl. 17:32

4 Smámynd: Friðrik Friðriksson

Áfall fyrir RÚV...LOL

Friðrik Friðriksson, 24.3.2016 kl. 18:07

5 Smámynd: hilmar  jónsson

Þetta er auðvitað svakalegt áfall fyrir RUV og spurning hvernig og hvort þau nái að vinna sig út úr því. En hin uppbyggjandi, frjálslynda og fordómalausa útvarpsstöð Útvarp Saga á alveg inni þetta traust Sigmundar. Það bara einhvern vegin smellpassar svo saman.

hilmar jónsson, 24.3.2016 kl. 19:40

6 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Flott logo hjá þér Óðinn.

Sindri Karl Sigurðsson, 24.3.2016 kl. 19:59

7 Smámynd: hilmar  jónsson

Þ.e. Sigmundur og Útvarp Saga smellpassa saman. Merkilegt að það ástarsamband skuli ekki fyrir löngu hafa verið komið á.

hilmar jónsson, 24.3.2016 kl. 20:01

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jón Ingi - það kæmi mér verulega á óvart ef Sjálfstæðisflokkurinn myndi styða vantraustillögu vinstri flokkana.

Óðinn Þórisson, 24.3.2016 kl. 20:38

9 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jóhann - fátt við þetta innlegg þitt að bæta, sammála :)

Óðinn Þórisson, 24.3.2016 kl. 20:39

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Magnús Helgi - þessi frétt Rúv í kvöld um SDG var sorgleg fyrir þá. Össur flokksbróðir þinn er fastagestur á Úvarpi Sögu.

Óðinn Þórisson, 24.3.2016 kl. 20:41

11 Smámynd: Óðinn Þórisson

Friðrik - er það ekki áhyggjuefni fyrir fréttastofu Rúv að forstætisráðherra landsins nenni ekki að tala við þá ?

Óðinn Þórisson, 24.3.2016 kl. 20:43

12 Smámynd: Óðinn Þórisson

Hilmar - ég er bjartsýnismaður að eðlisfari og trúði því fyrir páska að eitthvað gott myndi gerast, það hefur gerst ath.semd frá þér, þetta er góð byrjun á Páskum :)

Óðinn Þórisson, 24.3.2016 kl. 20:44

13 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sindri Karl - sammála það er flott :)

Óðinn Þórisson, 24.3.2016 kl. 20:47

14 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Jæja Óðinn minn, þá ertu búinn að færa þig á neðsta þrep ærustigans, í vörn þinni fyrir ósómanum. Kominn á stall með Karli Garðarssyni, þar þið teljið RÚV óvin #1. Viljið sem sagt ekkert heyra annað en handstýrðar sérhagsmuna fréttir, frábært!

Jónas Ómar Snorrason, 25.3.2016 kl. 06:37

15 Smámynd: Óskar

Það er fínt að hafa fíflið með fasistaskrílnum á útvarpi sögu.  Þar á hann nákvæmlega heima innan um hina klikkhausana.

Óskar, 25.3.2016 kl. 08:11

16 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jónas Ómar - hefur fréttastofa Rúv ekki komið sér í þessa stöðu með sinni fréttamennsku ?

Óðinn Þórisson, 25.3.2016 kl. 09:25

17 Smámynd: Óðinn Þórisson

Óskar - Davíð Þór prestur var í viðtali á Úvarpi Sögu, fór langt yfir strikið, kallaði Arnþrúði og Pétur " IDIODS " og sleit samtalinu, held að felstir sem hlustuðu á þetta viðtal hafi undrast framkomu prestsins.

Óðinn Þórisson, 25.3.2016 kl. 09:27

18 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Ef sökin er sú að segja allar fréttir, ekki bara handvaldar sérhagsmuna fréttir, þá er sökin vissulega hjá RÚV Óðinn. Þú veist það best sjálfur, að svona afstaða forsætisráðherra er með öllu ólíðanleg, og segjir kannski meira um þankagang hans, að neita RÚV um viðtal, sennilega vegna hræðslu um óæskilegar spurningar að hans mati. Hann vill þegja þetta mál í hel. En vonandi eftir hið langa páskafrí þingmanna, þá kemur að því að þingið komi saman, vonandi verður sett fram vantraust á SDG, þá kemur í ljós hverjir styðja ósómann, og hverjir ekki. Enn er ég samt hugsi yfir því, hvernig þú færð þig til að verja SDG, hvar þú sérð ástæðuna til að verja hann, hver er ástæðan Óðinn?

Jónas Ómar Snorrason, 25.3.2016 kl. 13:47

19 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jónas Ómar - ég hef aldrei hitt eða átt nein samskipti við SDG, hef engra hagsmuna að gæta að verja hann.

Hversvegna ver ég hann, í dag er föstudagurinn langi og sem kristinn maður lýg ég ekki þegar ég segi þetta, way not.

Óðinn Þórisson, 25.3.2016 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 713
  • Frá upphafi: 869703

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 490
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband