Framsókn að hruni kominn

Frosti, Vigdís og Sigrún hafa núþegar tilkynnt að þau ætli ekki að gefa kost á sér áfram og nú Haraldur.

Eftir situr flokkurinn með umboðalausan formann, Gunnar Braga sem hefur enn ekki gert neitt rétt sem ráðherra og Eyló sem er á fullri ferð frá eigin getuleysi og bendir þar á slagsmál við samstarfsflokkinn og ekki má gleyma Vilum sem farinn að þjálfa Kr.

Lilja gæti bjargað einhverju ef flokksmenn kjósa hana formann en hún vill ekki fara fram gegn SDG þar sem hann gaf henni ráðherrajobbið. 


mbl.is Haraldur af þingi og í búskap
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Eru þessar vangaveltur þínar Óðinn algjörlega fordómalausar? Ég mundi telja þetta einhverja óskhyggju.

En auðvitað ættla ég að vona að Framsókn, Sjallarnir, Samfó, Vinstri Grænir, Björt Framtíð og Sjóræningjarnir hrynji svo gjörsamlega að allir þessir flokkar komi ekki manni á þing.

En hjarðhegðun kjósenda er svo gífurleg mu, mu, mu að kjósendur kjósa flokka kosningasvikara, mu, mu, mu.

Kveðja frá Seltjarnarnesi.

Jóhann Kristinsson, 20.7.2016 kl. 13:05

2 Smámynd: Már Elíson

Þú verður, ágæti Jóhann, að læra að lesa í hlutlæg og blálituð skrif Óðins. Hann reynir að koma höggi á og taka undir allt mögulegt sem er sagt eða skrifað í neikvæðum dúr um samstjórnaraðila "síns" flokks, algera án tillits. - Engan vegin marktæk skrif, bara blind hollusta við eitthvað sem var.

Már Elíson, 20.7.2016 kl. 14:06

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jóhann - það er flótti úr þingflokki Framsóknar, um það verður vart deilt.

Þar sem þú minnist á aðra flokka, þá mun Bf ekki ná inn manni og þetta verða erfiðar kosningar fyrir bæði Framsókn og Samfó.

Óðinn Þórisson, 20.7.2016 kl. 14:52

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Már – tvennt annarsvegar þá hef ég greynilega hitt á veikan punkt hjá þér og hinsvegar þá skiptir mig´nákvæmlega engu máli hvort þú telji rmín skrif ómarktæk, þú hefur rétt á þinni skoðun.

Óðinn Þórisson, 20.7.2016 kl. 15:00

5 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Við getum þó huggað okkur við það að VG forystan ætlar öll að bjóða sig fram.

Svandís Svavarsdóttir þáverandi umhverfisráðherra lét eftirfarandi ummæli falla í ræðustól þingsins þegar hún samþykkt ESB-umsóknina

Frú forseti. Ég hef þá sannfæringu að Íslandi sé betur borgið utan Evrópusambandsins en innan þess. Ég hef þá sannfæringu að bandalagið sé á krossgötum eins og heimurinn allur og þurfi á endurmati að halda. Þar þurfi að efast um mælikvarða, grundvöll og forsendur þess samfélags sem við höfum byggt á Vesturlöndum undanfarinna áratuga. Ég hef þá sannfæringu að lýðræðið sé fyrir borð borið í Evrópusambandinu vegna þess að valdið er of langt frá fólkinu. Ég hef þá sannfæringu að markmið Evrópusambandsins sé að verða stórt og sterkt og hugsanlega sjálfstæður gerandi í stríði á forsendum valdbeitingar og yfirgangs eins og um hernaðarbandalag væri að ræða.

Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra þá og núna formaður Vinstri grænna sagði frammi fyrir alþjóð þegar hún studdi tillögu Össurar um að sækja um aðild að ESB

Ég hef mótað mér mína afstöðu. Sem alþjóðasinni er ég krítísk á Evrópusambandið og ég tel hagsmunum Íslands betur borgið utan Evrópusambandsins en innan þess.

Báðar sögðu síðan JÁ við umsókninni.

Gleymum svo ekki flokkseiganda VG, SJS, sem sór af sér að VG myndi styðja þessa umsókn, kvöldið fyrir kosningar.

Fleiri þingmanndruslur úr öðrum flokkum má nefna, en það er mitt ískalda mat og vafnigalaust að treysta má

á hjarðhegðun kjósenda vegna gullfiska mynnis, þannig að lítið sem ekkert mun breytast.

Jóhann Kristinsson er með þetta alveg á tæru.

M.b.kv.

 

Sigurður Kristján Hjaltested, 20.7.2016 kl. 15:53

6 Smámynd: Friðrik Friðriksson

Allt rétt hjá þér Óðinn en hvar sérðu Már Elíson fordóma í þessari færslu?

Framsókn er búið að vera og þjóðin sýnir þessum flokki rauða spjaldið, Samfó er alls ekki í góðum málum en það verður síðan fróðlegt að sjá hvernig þetta fer í kosningum.

Verður tveggja flokka stjórn eða þriggja manna stjórn.

Friðrik Friðriksson, 20.7.2016 kl. 16:41

7 Smámynd: Friðrik Friðriksson

Þriggja flokka stjórn átti að vera.

Friðrik Friðriksson, 20.7.2016 kl. 16:42

8 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Már Elíson ég er farinn að hallast á þá skoðun að Óðinn sé einn af þeim sem segir mu, mu, mu í hljóði þegar hann gengur inn í kjörklefa, setur Xið sitt við einn af kosningasvikaraflokkunum sem ég tel að verði Sjallarnir eins og hann hefur gert í yfir 40 ár mu, mu, mu.

Kveðja frá Seltjarnarnesi.

Jóhann Kristinsson, 20.7.2016 kl. 18:08

9 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigurður Kristján - forysta Vg sveik stefnu flokksins varðandi esb fyrir völd. Sú ákvörðun var yfir vg allt kjörtímabilið, þingmenn sögu sig úr flokknum og niðurstaðan 2013 var afhroð fyrir báða stjórnarflokkana.

"hjarðhegðun kjósenda vegna gullfiska mynnis," ekki tala niður til fólksins í landinu.

Óðinn Þórisson, 20.7.2016 kl. 19:51

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Friðirk - VH mætti í viðtal á Hringbraut og sagðist hafa gefist upp á forystu flokksins og nú eru fleiri þingmenn að kveðja hann enda blasir ekkert annað við í haust en fylgishraun.

Líklega verður 3 flokka stjórn, x - d verður ekki næstu ríkisstjórn.

Óðinn Þórisson, 20.7.2016 kl. 19:53

11 Smámynd: Óðinn Þórisson

Már&Jóhann - þið eigið ágætlega saman, verðið ekki sakaðir um kurteisi.

Óðinn Þórisson, 20.7.2016 kl. 19:54

12 Smámynd: Friðrik Friðriksson

Sjálfstæðisflokkurinn áttu að taka í taumana þegar Simmi fór frá...neinei Sigurður Ingi varð forsætisráðherra! það bað enginn um þennan mann.

Síðan þá hefur Framsókn verið í ruglinu og ekki sér fyrir endann á þessu hjá þeim...þetta er búið á þeim bæ.

Sjallar eiga eftir að styrkjast þegar Ragnheiði Elín verður hent út og Elliði kemur inn.

En fyrir minn flokk Samfó...sorglegt.

Friðrik Friðriksson, 20.7.2016 kl. 21:03

13 Smámynd: Óðinn Þórisson

Friðrik - Sigurður Ingi er ágætis-maður en hann er með aftursætisbílstjora sem stjórnar ferðinni. Ef horft er til baka var það röng ákvörðun að halda áfram, fall forstætisráðherra var fall ríkisstjórnarinnar.

Ef Elliði tekur slaginn fellur Ragnheður Elín, það er alveg kristaltært.

Oddný er ekki líkleg til stórafreka þegar kemur að auka fylgi við Sf. -, Viðreins er að höggva í fylgi flokksins líkt og hjá x - d. 

VG - Píratar - Viðrein.

Óðinn Þórisson, 20.7.2016 kl. 21:58

14 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Sannleikanum verður hver sárreiðastur.

Kveðja frá Seltjarnarnesi.

Jóhann Kristinsson, 20.7.2016 kl. 22:28

15 Smámynd: Friðrik Friðriksson

Sigurður Ingi er fínn efa það ekki en Framsókn með Simma er búið spil.

Alveg ómögulegt að tjá sig um framhaldið í þessu en Framsókn verður ekki í næstu ríkisstjórn...það er öllum ljóst.

Friðrik Friðriksson, 20.7.2016 kl. 22:36

16 Smámynd: Óðinn Þórisson

Friðrik - lykilinn að því að Framsókn lifi af næstu kosningar er að SDG hætti sem formaður og í stjórnmálum.

Óðinn Þórisson, 21.7.2016 kl. 07:18

17 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

því miður mun framsókn ekki þurrkast út fyrr en jöfnun vægi atkvæða verður. Sama er með sjálfstæðisflokkinn, sem mun missa stóran part. þess vegna er jöfnun atkvæða lífs nauðsýnlegt.

Jónas Ómar Snorrason, 21.7.2016 kl. 08:00

18 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jónsa - jafnt vægi atkvæða hefur ekket með flokka að gera , þetta er réttlætismál, einn maður eitt atkvæði.

Óðinn Þórisson, 21.7.2016 kl. 11:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 866899

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband