Jón Gunnarsson ætlar að taka slaginn við Dag B. Eggertsson

551283_394060587387120_735076052_n[1]Vegatollar eru fullkomlega réttlætanlegir og í raun nauðsyn til þess að fara í stórar framkvæmdir eins og Hvalfjarðgöngin.

Við höfum horft upp á einkabílahatrið hjá núverandi og fyrrverandi borgarsstjórnarmeirihluta ásamt því að vinna gegn Reykjavíkurflugvelli sem er stór hluti af samgöngukerfi landsins og það sem er sérstakt er að Dagur B. sem er læknir lét loka neyðarbrautinni.

Jón Gunnarsson hefur sagt það skýrt að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram í Vatnsmýrinni og hann vijli eiga smatal við borgarstjóra um uppbyggingu vegakerfsins m.a byggingu mislægra gatnamóta.

Það var enginn að biðja um að Reykjavíkurborg myndi eða 170 milljónum í þrengingu Grensásvegar.

Það verður að fara í að klára tvöföldun Reykjanesbrautarinnar til Kef.


mbl.is Brýtur ekki gegn jafnræði íbúa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Hvernig væri nú, að fara að nota markaða tekjustofna í vegaframkvæmdir Óðinn. 

Jónas Ómar Snorrason, 12.2.2017 kl. 14:57

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jónas Ómar - ég vil sjá alla þar á meðal borgarstjórnarmeirihlutann taka þátt i vegauppbyggingu en ekki vinna gegn henni, sammála því sem þú segir auk vegatolla.

Óðinn Þórisson, 12.2.2017 kl. 15:36

3 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Óðinn, erum við ekki nú þegar að borga "vegatolla" í hvert skipti sem við kaupum bensín?

Ég er þér algerlega ósammaál því að vegatollar séu réttlætanlegir á meðan við erum að borga öll þessi gjöld sem kemur nálægt bifreiðum, s.s bifreiðagjöld, auka skattur á bensín og mjög háir tollar á innflutning bifreiða. Sérstaklega eftir að hafa lesið samantekt fíb þar sem kom í ljós að einungis eru notuð 20% af þeim gjöldum sem koma af bensín skattinum í viðhald og uppbyggingu vegakerfisins, á þá eftir að taka inn í allt hitt.

Eina sem vegatollar gera er að tefja umferð, hvalfjarðargöngin eru besta sönnunin fyrir því.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 12.2.2017 kl. 16:43

4 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Óðinn, þegar markaðir tekjustofnar eru ekki nýttir nema að litlum hluta í vegaframkvæmdir, og önnur gjaldheimta bætist við, þá heitir það á mannamáli aukin skattheimta. Ég hélt að það væri eitur í þínum beinum, að auka skattheimtu, nema þú sért að blekkja sjálfan þig með orðanotkun yfir sama mál, sem er tekjuöflun hins opinbera til vissra framkvæmda, eins og í þessu tilviki vegagerðar.  

Jónas Ómar Snorrason, 12.2.2017 kl. 17:27

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Halldór Björgvin - ekki spyrja spurningar sem við vitum báðir svarið við.

Reykjavík er höfuðborg Íslands og það verður að snúa við viðhorfi borgarstjórnarmeirihlutana til vegaframkvæmda frá niðurrifi til uppbyggingar.

Ef ekki hefði verið fyrir vegatolla hefðu Hvalfjarðargöng ekki verið byggð hvað þá náð því á metríma að borga sig upp og talað er uma byggja önnur.

Vegatollar eru viðsvegar um BNA ollum þykir það sjálfsagt mál.

Óðinn Þórisson, 12.2.2017 kl. 18:45

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jónas Ómar - vegatollur er leið til að byggja upp og halda við, ef menn hefðu haldið áfram með vegatolla t.d á Reykjanesbrautinni værum við í dag ekki með það bráðavandamál sem þar er.

Óðinn Þórisson, 12.2.2017 kl. 18:47

7 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Göngin kostuðu á sínum tíma 5 milljarða, ef að allt saman sem ætti að vera notað í vegakerfið væri notað þar þá hefði verið hægt að borga þau upp á u.þ.b mánuði eða 2 samkvæmt þeim tölum sem fíb gaf út þannig að ég verð að vera þér ósammála með að ekki hefði verið hægt að byggja þessi göng.

Því er ég ennþá algerlega á móti svona gjaldtöku.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 12.2.2017 kl. 22:46

8 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Segðu bara hlutina sínu rétta nafni Óðinn, þú villt aukna skattheimtu. 

Jónas Ómar Snorrason, 13.2.2017 kl. 00:34

9 Smámynd: Óðinn Þórisson

Halldór Björgvin - áhugaverð rök og FÍB eru flott félagasamök en vandinn við þínar ath.semdir að þú ert ekki reiðubúinn að ræða nema afmarkað hluta af færslunni.

Óðinn Þórisson, 13.2.2017 kl. 07:09

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jónas Ómar - hefur ekkert með aukna skattheimtu að gera, hefur með uppbyggingu og viðhald vega. 

Nú hefur borgarstjórnarmeirihlutinn ekki farið í neina uppþbyggingu á vegakerfinu, bara rifið niður og skemmt ertu sammmála þeirri stefnu ?

Óðinn Þórisson, 13.2.2017 kl. 07:13

11 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Hefur ekkert með aukna skattheimtu að gera, hefur með uppbyggingu og viðhald vega, það er nákvæmlega það sem stór hluti af núverandi skattheimtu á að sinna en einungis lítill hluti notaður, að ofan er sagt 20%, skv. FÍB. Mismunurinn 80% fer þ.a.l. í eithvað allt annað, sem á að bæta upp með aukini skattheimtu, sem er eiturorð hjá frjálshyggjuni, og kjósa því að kalla það vegtolla= skattheimta. Hvað síðan gerist hjá borgini, þá að hluta til kemur vandamálið einnig niður á hjá þeim, þ.e. ríkið á að sjá um stofnbrautir ef ég skil rétt, síðan er stóraukin umferð vegna ferðamanna ofl. en mér vitanlega þá er borgini ekki markaðir neinir tekjustofnar til vegaframkvæmda.

Jónas Ómar Snorrason, 13.2.2017 kl. 08:53

12 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jónas Ómar - það hjá Reykjavíkurborg að eyða 170 milljónum í tilgangslausa framkvæmd sem enginn var að biðja um og hvað þá Hofsvalagötukúðrið hefur ekket með ríkið að gera bara ranga forgangsröðun hjá borgarstjórnarmeirihlutanum.

Óðinn Þórisson, 13.2.2017 kl. 11:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 866896

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband