Svartur Dagur ef Útvarp Saga Lokar.

Útvarp Saga er mjög hressandi stöð, þarna fær fólk að hringja inn og segja sínar skoðanir.

Ef það verður sem ég held að stefnu í  þá muni Útvarp Saga er þá ljóst hoggið verður stórt skarð í frjálsa fjölmiðun á meðan heldur Rúv - risaeðlan áfram með botlausa peninga og skylduskatt.

Pétur og Arnþrúður hafa staðið sig mjög vel en nú lítur úti fyrir að þetta sé búið hjá þeim og það er klárlega áfall fyrir frjálsa fjölmiðla á íslandi.

Svartur Dagur. í frjálsri fjölmiðlun ef þetta gerist að Útvarp Saga lokar.


mbl.is Velji aðra hvora tíðnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Mjög sammála þér Óðinn að þessu sinni, ég hlusta á "línan er laus" á hverjum morgni.

Ef þetta verður gert, þá er tjáningarfrelsið á Íslandi höggvið í herðar niður, en það sem mig furðar mest er að aðrir fjölmiðlar láta eins og þeir viti ekki af því sem er að gerast.

Lítið til Svíþjóðar, lögreglumaður sem er búinn að fá nóg af hræsnini og lígini og lætur þjóðina vita hvað er að gerast í raun og veru, er hundeltur af stjórnvöldum. Þetta er þegar byrjað á Íslandi.

Vonandi getur Saga haldið áfram á netinu og Arnrþrúður og Pétur geta sagt póst og síma stjórninni að troða þessum FM rásum þangað sem sólin skín aldrei.

Baráttu kveðjur til Útvarp Sögu frá Houston

Jóhann Kristinsson, 3.3.2017 kl. 04:18

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Valdimar hefur kynnt sér Islam mjög vel og óttast aðkomu þeirra hér. Af hverju ætti ekki Ríkisútvarpið/sjónvarp og stjórnendur  að vera settir af eftir að hafa tekið þátt í að ráðast að forsætisráðherra okkar opinberlega með fádæma fólsku og upplognum ávirðingum.Allir vita að peningaöflin kaupa menn til óheiðarlegra athafna eins og þar var gert. Þorsteinn,það skal enginn af andstæðingum SÖGU vanmeta eigandann,þið hafið ekki séð allt ennþá.

Helga Kristjánsdóttir, 3.3.2017 kl. 04:26

3 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Þetta er nú málað svolítið svart hjá þér óðinn. Ef aðrar útvarpsstöðvar geta notast við einungis eina rás þá get ég ekki séð að Saga geti það ekki líka. En smá athugasemd um tillegg Helgu varðandi Valdimar. Hann hefur byggt skoðun sína á múslimum á ósönnum fréttum af internetinu sem er að mestu í skjön við fréttir viðurkennda fjölmiðla og skoðun háskólasérfræðinga sem hafa rannsakað þessi trúarbrögð. Og þó að ég sé nú ekki par hrifinn af RÚV þá finnst mér þessi árás á stofnunina fyrir að upplýsa þjóðina um mál sem átti að þegja um vera ómakleg.

Jósef Smári Ásmundsson, 3.3.2017 kl. 06:32

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þorsteinn Sch - ég er ekkert hrifinn af öllum þeim skoðunum sem koma fram á Útvarpi Sögu en þetta er eina útvarpsstöðin sem leyfir almenningi að tala.

Ég sé enga ástæðu til að skoða drottingarviðtöl hvort sem það eru við Semu eða Gúsaf, þau hafa fullan rétt á að tjá sínar skoðanir.

Óðinn Þórisson, 3.3.2017 kl. 07:11

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jóhann - það er mjög sérstakt að t.d Bylgjan , X- ið o.s.frv taki ekki upp hanskann fyrir Útvarp Sögu og verji frjálsa fjölmiðlun.

Óðinn Þórisson, 3.3.2017 kl. 07:13

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Helga - ég hef hlustað á Valdimar og rétt hann veit mjög mikið um ISLAM , hvort það trúarbragð sé hættulegt fyrir okkur íselendinga skal ég ekkert segja til um en það þarf að fylgjast með þeim vel, ég t.d er ekki sáttur við framkomu ISLAM við konur.

Óðinn Þórisson, 3.3.2017 kl. 07:15

7 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jósef Smári - það getur vart verið árás á Rúv að ég lýsi skoðun minni á stofnunni.

Almenningur hefur nær engan aðgang að Rúv, ekki er t.d opið fyrir ath.semdir við fréttir á Rúv.is.

Ég hef verið harður talsmaður þess að Rúv verði lítil stonun og að skylduskatturinn verði tekin af. ég mun fylgjast með flokksbróður mínum KÞJ. IG gerði því miður ekki neitt til að minnka Rúv eins og hann hefði átti að gera sem hægri menntamálaráðherra.

Óðinn Þórisson, 3.3.2017 kl. 07:21

8 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Óðinn. Þú hefur óvart tekið til þín sendinguna sem ég ætlaði Helgu.

Jósef Smári Ásmundsson, 3.3.2017 kl. 08:50

9 Smámynd: Hörður Þormar

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, þú ásakar Útvarp Sögu um niðrandi umræður um Islam, rasisma og "drottningarviðtöl" við Valdimar Jóhannesson.

Ég þekki miklu harðari gagnrýnanda á Islam heldur en Valdimar, þessi maður heldur því m.a. fram að Múhameð spámaður hafi verið fjöldamorðingi, barnaníðingur og þrælasali.

Hann hefur skrifað nokkrar bækur um þetta efni, m.a. bók sem heitir Islamic Fascism og The Case against the Prophet.

Hann hefur komið fram í "drottningarviðtölum" og umræðuþáttum á mörgum erlendum sjónvarpsstöðum, enda er ekki hægt að væna hann um vanþekkingu á efninu.

Þessi maður er Egypti að uppruna, sonur imams, og var meðlimur í Bræðralagi Múslima. Hann kann Kóraninn utanbókar, fór að læra hann sex ára gamall.

Hann er stjórnmálafræðingur að mennt og býr í Þýskalandi, þar sem hann er undir vernd vopnaðra lífvarða, nótt sem nýtan dag.

Þessi maður heitir Hamed Abdel-Samad. Hér er eitt af fjölmörgum viðtölum við hann:   The case against the Prophet | DW News

Hörður Þormar, 3.3.2017 kl. 12:09

10 Smámynd: Hörður Þormar

Sæll Þorsteinn

Satt er það, ákveðinn hópur hefur verið allt of frekur á viðtalstímann á Útvarpi Sögu. Kannski er það fólk sem leggur einhverjar krónur til stöðvarinnar og finnst það eiga sérstakan rétt á að láta ljós sitt skína, en þetta er bara getgáta mín.

Þarna er þó ekki við þáttastjórnanda að sakast því að það er yfirlýst stefna hans að loka ekki á neinn, hvaða skoðun sem hann hefur.

Segja má að þetta sé rödd alþýðunnar, öryrkja, gamalmenna og geðsjúklinga, með réttar og rangar, jafnvel klikkaðar skoðanir. Vettvangur fyrir alla sem vilja láta í sér heyra, jafnt háa sem lága. 

Ekki er hægt að ásaka stjórnendur stöðvarinnar fyrir hað hafa sínar skoðanir og láta þær í ljós ef viðmælendur þeirra hafa fullt frelsi til þess að vera með sínar. 

Varðandi Valdimar Jóhannesson og ásakanir hans á hendur Islam þá staðfestir Hamed Abdel-Samad flest það sem hann heldur fram, því miður, það getur þú kynnt þér með því að sjá viðtöl við hann.

Benda má á fleiri hugrakka menn úr Arabaheiminum sem leggja líf sitt í hættu til þess að láta skoðun sína í ljós.

Islam og Arabaheimurinn er eitt heitasta deilumál heimsins í dag. Ég er nokkuð kunnugur þýskum fjölmiðlum, þar er mikið um það fjallað og yfirleitt á málefnalegan hátt.

Það ætti að vera hlutverk ríkisútvarpsins að halda uppi ummræðu um þessi mál, en þar hefur það gjörsamlega brugðist. 

Hörður Þormar, 3.3.2017 kl. 16:37

11 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þorsteinn Sch - ef við setjum Semu í það sama og Valdimar er hún ekki þá með einhliða áróður ? t.d gegn Ísrel , nei er mín skoðun þar sem Sema hefur fullan rétt áð að segja sína skoðun aftur og aftur þó svo að ég sé henni fullkomlega ósammála.

Óðinn Þórisson, 3.3.2017 kl. 17:29

12 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jósef Smári - það sem Helga er að tala um varðandi Rúv - arna og SDG er eitthvað sem ég hef sagt hér áður og er henni sammála.

Óðinn Þórisson, 3.3.2017 kl. 17:32

13 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Sæll Óðinn , þú átt þakkir skildar fyrir að taka upp þessa umræðu. Ljóst má vera að miðill eins og ÚS er kominn til að vera. Hvort að ÚS lifir þetta þjósku eigenda sinna af verður að koma í ljós en munum að þessi miðill er búinn að fara í eitt gjaldþrot áður. Kannski er þessu fyrirtæki ekki vel stýrt, hver veit en ljóst er að margt er vel gert á stöðinni. Gott morgunútvarp, oft fínir rabbþættir og tónlistarþættir á mánudögum og föstudögum til fyrirmyndar. Þátturinn "línan er laus" er ágætt efni , stundum gott grínefni þegar eigendur stöðvarinnar leggja fram ákveðið málefni og kynda hana svo upp trekk í trekk. Dæmi, "leyniboxið", "skýrsla" fyrrverandi formanns Fjárlaganefnar, baráttan gegn Guðna, núna fóstureyðingar og svo framvegis. Kannski ekki þá á meðan staður sem auglýsendur kjósa að setja pening inn í fyrir auglýsingar enda ekki til markverðar tölum um hlustun, sem er verra, því þá kæmi í ljós hversu útbreidd stöðin sé. Er svo sammála að það að leyfa innhringendum að tjá sig er vel gert og mættu fleiri miðlar taka það sér til fyrirmyndar. 

En stöðin er of pólískt fyrir minn smekk og hefur verið að þróast þannig síðustu misseri. Mikil og góð Framsóknarstöð [það er fyrir ákveðinn arm flokksins]. 

En maður kemur í manns stað. Ef ÚS rúllar, þá kemur önnur í staðinn. Það er klárlega markaður fyrir slíkt útvarp. Að þvi sögðu, þá með því að sleppa ákveðnum guðfræðingi og hans fyrirlestrum.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 3.3.2017 kl. 18:56

14 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þorsteinn Sch. - ég held að það sé flestir sammála um að það er ákveðin þöggun í gangi varðandi ISLAM, það eru ekki margir sem eru reiðubúnir að mæta í útvarpsþátt og gagnrýna ISLAM og kannski er það ástæðan að Valdimar kemur þarna öðru hvoru að erftit er að fá einhvern til að ræða ISLAM.

Ef við tökum til Rúvarana í aðdraganda forsetakosninganna í BNA þá voru flest viðtöl við sama stjórnmálfærðinginn úr HÍ sem er yfirlýstur andstæðingur Reb. 

Ekki voru Rúvaranir reiðubúnir til að ræða Ísrelsmál borgarstjórnar sem vakti heimsathygli og eyðlaggði mikið í samskitum okkar við þá, t.d Actavis sem er að loka.

Óðinn Þórisson, 3.3.2017 kl. 19:43

15 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigfús Ómar - það er nauðsynlegt að við getum tekið umræðuna um ÚS og sambærlega miðla

Það er mjög sérstakt að þáttuirinn Harmageddon á X - inu er í raun hin hliðin á Útvarpi Sögu, það er t.d hvergi meira talað gegn Kristinn trú en í Harmageddon meðan Útsvarp Saga þar er mikið talað gegn Mosku í Reykjavík.

Kannski er stóri munurinn á ÚS og öðrum milðum að þar fær almenningur að tjá sig, línan er laus, þetta er í raun hvergi annarsstaðar í boði og ef við t.d tökum Rúv sem við erum skylduð til að borga fyrir er commentakerfið við fréttir á Rúv..is lokað, þeir vilja ekki hleypa almenningi að.

Við skulum vona að ÚS haldi áfram annað yrði mjög slæmt fyrir tjáningarfrelsið að það væri hægt að loka fyrir frjálsan fjölmiðil nánast með valdi.

Óðinn Þórisson, 3.3.2017 kl. 19:58

16 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þorsteinn Sch - ég held að þæð væri ekki gott fyrir tjáningarfrelsið ef það yrði þannig að ef það væru einhverjar skoðanir sem ekki mættu heyrast, þöggun er ekki valkostur á íslandi frekar en í öðrum vestrænum löndum.

Harmageddon á X - inu er þáttur sem flytur mjög neikvæðan fréttafluning um þjóðkirkjuna og kristina trú en þó svo að ég sé mjög ósammála þeim Harmageddonbræðum þá held ég að það sé mikilvægt fyrir tjáningarfrelsið að þeirra rödd fái áfram að heyrast.

Þeir hafa leyft ritjóra Sandkassans sem bjó til mjög vafasaman lista að tjá sig og oftar en einu sinni rétt eins og ÚS hefur leyft Valdimari að tjá sig þar.

Sema hefur oft komið á ÚS og alltaf hressandi að heyra hennar skoðanir sem ég er nær undantekingalaus ósammála.

Óðinn Þórisson, 3.3.2017 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 19
  • Sl. sólarhring: 26
  • Sl. viku: 845
  • Frá upphafi: 869676

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 591
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband