Neyðarlög Geirsstjórnarinnar og AGS

Það að ríkisstjórn GHH kom með neyðarlögin og fékk AGS til að koma okkur til aðstoðar var aðalatriðið þegar kom að því að bjarga íslandi frá því að landið myndi í raun stoppa.

VG sá sér ekki fært að styðja hvorugt, reyndi síðar að koma Geir í fangelsi og SJS reyndi að skreyta sig með stolnum fjöðrum vegna AGS sem hann studdi ekki en hann var ábyrgðamaður Svavarsamningsins sem 98 % þjóðarinnar höfnuðu.


mbl.is Sýnidæmi um land sem átti ekki að bjarga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Óðinn, þetta eru heldur barnalegt. Þú ert m.ö.o. á þeirri skoðun að þjóðin eigi að loka augunum fyrir afbrotum sumra en stinga smá krimmum í svartholið. Auðvitað átti að leiða alla þessa fjóra sem rannsóknarnefndin nafngreindi að hefðu að líkindum farið á svig við ákvæði Stjórnarskrárinnar. 

En að vera enn bálreiður yfir því að svo nefndir Svavarsamningar hafi bjargað þjóðinni frá samningum Geirs samningunum er alveg galið. Samningar sem Baldur Guðlaugsson hafði umsjón með. Menn gleyma því auðvitað ekki að Bjarni Benediktsson lagði fram frumvarpið um að Alþingi samþykkti þá samninga. 

En Geirs stjórnin hrökklaðist frá völdum áður enn kom til þess að þeir samningar voru samþykktir.


Kristbjörn Árnason, 4.3.2017 kl. 14:55

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Kristbjörn - heiðursmaðurinn GHH var sá fyrsti sem samþingmenn hans sögðu JÁ við, svo kom að Ingibjörgu Sólrúnu þá bjóst Samfylkinign við því að Sjálfstæðisflokkurinn myndi hefna fyrir GHH en niðurstaðan var eins og þú veist að Sjálfstæðisflokkurinn neitaði að taka þátt í þessum pólitísku réttarhöldum Jóhönnustjórnarinnar.

Það hefði verið mjög eðlilegt þegar ljóst var að 98 % þjóðarinnar höfnuðu vinnubrögðum SJS í Icesave málinu að a.m.k SJS sjálfur hefði átt að segja af sér.

Geirsstjórnin féll þegar Samfylkingin sprakk í tætlur á frægum fundi í Þjóðleikhúskjallaranum og nú er Samfylkinign 3 manna þingflokkur.

Óðinn Þórisson, 4.3.2017 kl. 16:09

3 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Óðinn það er í lagi að fara rétt með. Alþingi samþykkti samninginn sem kenndur var við Svavar Gestsson. Hann var ekkert til að hrópa húrra fyrir en samt miklu betri en sá fyrri. Þingið hafði hafnað fyrsta samningnum í raun. En breska ríkisstjórnin hafnaði þessum Svavarssamningi. Samningsstaða Íslands var mjög erfið í fyrstu en batnaði síðan.

Samt sem áður var skuld þrotabúsins gerð upp samkvæmt þeim samningi, en hann gerði ráð fyrir að þrotabúið greiddi skuldina eftir því sem eignir þess dygðu.

Síðan eru gerðir nýir samningar af allt öðrum aðilum eins og þú veist eflaust og þeim hafnaði þjóðin og forsetinn. 

Neyðarlög Geirs sem þú minntist reyndust þjóðinni mjög vel. Menn eiga það sem þeir hafa vel gert. 

Icesave var vörumerki innlánsreikninga á netinu sem Landsbanki Íslands bauð í Bretlandi og í Hollandi. Þessi þjónusta stóð viðskiptavinum í þessum löndum til boða þar til í október 2008, þegar íslenska bankakerfið hrundi í kjölfar efnahagslegrar lægðar sem staðið hafði frá byrjun árs. Alls voru viðskiptavinir þessarar þjónustu um 350 þúsund talsins, nokkru fleiri en íslenska þjóðin. Við fall Landsbankans urðu reikningarnir óaðgengilegir en stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi tóku þá ákvörðun að greiða innstæðueigendum upp að þeim mörkum sem þau höfðu áður ábyrgst vegna þarlendra banka.

Í kjölfarið þróaðist milliríkjadeila á milli Íslands annars vegar og Bretlands og Hollands hins vegar um það hvort og þá að hvaða marki Ísland bæri ábyrgð á reikningunum og því einnig ábyrgð á endurgreiðslu til Bretlands og Hollands. Þrjár tilraunir voru gerðar til þess að semja um málið. Í fyrsta skiptið samþykkti Alþingi endurgreiðslusamning með fyrirvörum sem Bretar og Hollendingar felldu sig ekki við. Í annað skiptið samþykkti þingið endurgreiðslusamning sem forseti ÍslandsÓlafur Ragnar Grímsson, neitaði staðfestingar og vísaði til þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem samningurinn var felldur með miklum meirihluta. Þriðji samningurinn um Icesave fór áþekka leið og var felldur i þjóðaratkvæðagreiðslu 9. apríl 2011.

Þegar ljóst var að samningaleiðin var fullreynd hóf eftirlitsstofnun EFTA undirbúning málssóknar fyrir EFTA-dómstólnum vegna meintra brota Íslands á skyldum sínum samkvæmt samningi um evrópska efnahagssvæðið. Dómur féll 28. janúar 2013 með því að Ísland var sýknað af öllum liðum málsins.

Út frá niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslan var stofnuð samninganefnd skipuð með Lee Buchheit í fararbroddi. Nefndin var skipuð af öllum flokkum alþingis. Aðrir nefndarmenn en Bucheit eru: Guðmundur Árnason, Einar Gunnarsson og Jóhannes Karl Sveinsson ráðuneytistjórar, Lárus Blöndal lögmaður og Don Johnston til ráðgjafar.

Í kjölfarið sendu Íslendingar frá sér tilboð um samning, með kúluláni á breytilegum vöxtum frá 2012 til 2016. Samningsnefndin tók fram í tilboðinu, að þeir myndu ekki fallast á samning þar sem Bretar og Hollendingar myndu hagnast á samningunum.[9] Bretar og Hollendingar svöruðu með móttilboði, þar sem væru 2 vaxtalaus ár, 2009-2010, á fljótandi vöxtum. Löndin tvö sögðu að þessi samningur væri þeirra besta boð.[10]

Eftir nokkra upplýsingafundi á milli ríkjanna kom álit EFTA. EFTA var gagnrýnið á viðbrögð Íslands. Í álitinu segir að íslenska ríkið ætti að sjá til þess að lögum um TIF væri framfylgt, vegna þess að Icesave málið væri óleyst. Ekki stendur þó beint í áliti EFTA að íslenska ríkið ætti að borga Icesave. Alþingi svaraði ekki áliti EFTA og fór málið því til EFTA dómstólsinns.[11]

Allar samningsumleitanir um Icesave gætu þó haft enga meiningu. Landsbankinn er að höfða mál gegn þeirri kröfu að heildsölu- og peningamarkaðslán njóti forgangs í útgreiðslu úr þrotabúi gamla Landsbankans. Málið er fyrir dómstólum og vilji svo til að málið verði dæmt Landsbankanum í hag, þá fellur ekkert á íslenska ríkið af skuldbindingum Icesave miðað við núverandi mati á endurheimtuhlutfalli eignasafns bankans.[12]

9. desember 2010 komst samninganefnd Íslands, Hollands og Bretlands að niðurstöðu. Núverandi samningur er endurgreiðslusamningur. Samningurinn er í breskum pundum og evrum. Samningurinn er til ársins 2024 en er framlengjanlegur til ársins 2042. Framlengingin virkar þannig að ef heildargreiðslur fara yfir 40 milljarða, hækkar lánstíminn um eitt ár við hverja 10 milljarða aukalega. Vextir af láninu frá október 2009 til 2016 eru 3,3% til Bretlands og 3% til Hollands. Eftir þann tíma er miðað við CIRR vexti, sem eru reiknaðir mánaðarlega. Núverandi CIRR vextir eru 2,27% til Bretlands og 2,32% til Hollands.[13] Í samningnum er jafnframt að finna 5% þak, miðað við tekjur ríkisins, gjaldfellingarákvæði, vanefndarúrræði, fjárhæðaviðmið og greiðslufresti. Komi upp ágreiningur um samninginn fer ágreiningurinn fyrir Alþjóðagerðardómstólinn í Haag.[14]

 

Lög um heimild til handa fjármálaráðherra til að staðfesta samninginn voru samþykkt á Alþingi 16. febrúar 2011Ólafur Ragnar Grímssonforseti Íslands neitaði að staðfesta lögin með undirskrift sinni 20. febrúar og vísaði þeim til þjóðaratkvæðis.

Kristbjörn Árnason, 5.3.2017 kl. 01:34

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Kristbjörn - þakka ágæta samantekt um Icesave - málið.

Það er rétt að taka það var mjög alvarlegt hjá Jóhönnustjórninni að gera Icesave - málið pólitísk, að skipa mann sem hafði enga þekkingu á að ganga að samningaborði í svona alverlegu máli.

3.jún 2009 sagði SJS á alþingi að aðeins könnunarviðræður væru í gangi og 5.jún 2009 var skriað undir Svavarsaminginn. SJS sagði að það væri glæsilegur samingur en 98 % þjóðarinnar sögðu NEI við hans vinnubrögðum. Hann átti að segja af sér.

Ekki má gleyma því að Jóhanna gekk svo langt fyrir Svavarsaminginn að hún bað fólk um mæta ekki á kjörstað, sem er fáheyrt í lýðræðisríki.

Bjarni kom inn í þetta þegar Lee B. tók við málinu og við það var gerður góður samingur sem margir þingmenn x- d samþykktu og rétt ÓRG sagði svo NEI við þeim lögum og aftur sagði þjóðin NEI.

Ef það var einhver pólitískur sigurvegari í þessu þá er það Framsókn

Óðinn Þórisson, 5.3.2017 kl. 09:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 866899

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband