Þjóðaratkvæðagreiðsla um Reykjavíkurflugvöll - sjá mynd

551283_394060587387120_735076052_n[1]Það liggur fyrir tillaga á alþingi íslendinga um þjóðaratkvæðargreiðslu um Reykjavíkurflugvöll.

Eftir að Dagur B. gaf yfir 60 þús einstaklingum puttann í undirskiftarsöfnuninni um Reykjavíkurflugvöll er rétt að alþingi íslendinga samþykkti að þetta sé það stórt mál að það er þjóðarinnar að ákveða.

Reykjavíkurflugvöllur er samgöngumál, atvinnumál og öryggismál.


mbl.is Skoða að skipta um nafn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

 Það er búið að kjósa um þetta Óðinn, var gert 2001. Síðan þá hefur verið unnið skv. þeirri niðurstöðu af öllum borgarstjórnar meirihlutum. Innanlandsflug á að vera á Keflavíkurflugvelli. Skil ekki hvað þetta er flókið fyrir suma:)

Jónas Ómar Snorrason, 15.4.2017 kl. 13:08

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jónas Ómar ansi margt hefur breyst frá 2001, m.a  annarsvegar þessi undirskriftarsöfnun og hinsvegar alþjóða fjármálahrunið sem ísland lenti í okt. 2008.

Það koast 80 - 100 milljarða að byggja nýjan flugvöll, hvaðan eiga þeir peningar að koma , við getum varla haldið úti alvöru heilbrigðiskerfi og hafðu í huga og ofan á þetta allt er bygging nýs LSH, sem allir eru sammála um sé mjög brýnt verkefni.

Óðinn Þórisson, 15.4.2017 kl. 14:09

3 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Það er satt Óðinn, margt hefur breyst síðan 2001. Til að mynda hefur veruleg aukning orðið á búsetu fólks utan höfuðborgarinar, eins og t.d. Kópavogi Garðabæ, Hafnarfirði og Suðurnesjum. Hver er að tala um nýjan flugvöll, hann er til staðar á Keflavíkurflugvelli, einungis þarf að lagfæra þá braut þar, sem liggur í sömu stefnu og neyðarbrautin á R.flugvelli, talið að kosti undir 1 miljarð sú framkvæmd. Á teikniborðinu er að kaupa 3 nýjar þyrlur, nota þær m.a.í sjúkraflug, geta lent á punktinum við LSH. Byrja á að efla bráðamóttöku á HSS, sem vel getur þjónað fyrrnefndum bæjarfélögum, sem og neyðartilvikum frá K.flugvelli. Þetta er ekki flókið, í raun sára einfallt, en það er hægt að flækja allan andskotan ef því er að skipta.

Jónas Ómar Snorrason, 15.4.2017 kl. 15:46

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jónas Ómar - það gleymist oft í umræðunni að Reykjavíkurflugvöllur er alþjóðaflugvöllur og að loka honum myndi breyta ansi miklu þegar kemur að varaflugvöllum fyrir n-atlantshafsflugið.

Það sem skiptir máli er að þar til að einhver ákvörðun liggur fyrir um hvar innanlands&sjúkraflugið verður i´framtíðinni er ekki valkostur að loka Reykjavíkurflugvelli.

Það er verið að vinna öryggismat varðandi Ísland, það að loka Reykjvíkurflugvelli út frá öryggissjónarmiði ef eitthvað gerist á höfuðborgarstæði er ekki valkostur. 

Reykjavíkurflugvöllur gegnir lykilhlutverki í samgöngu og öryggismálum fyrir stórreykjavíkursvææðið og alla landsmenn.

Óðinn Þórisson, 15.4.2017 kl. 16:12

5 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Hérna Óðinn, vissulega mátt þú hafa skoðanir, þar með á Flugvallamálinu. En er ekki rétt að halda hlutunum réttum og fara með rétt mál ? Þegar þú setur fram þessa skoðun þína ; "Eftir að Dagur B. gaf yfir 60 þús einstaklingum puttann í undirskiftarsöfnuninni ", sem hlýtur að vera þín skoðun og þá þín túlkun með myndinni, þá er þetta ekki rétt.

Þeir sem stýra núna borginni lofuðu aldrei að fara eftir eða bregðast við téðri undirskrifasöfnun. Það er munurinn á þeim sem þar stýra og þeir sem stýrðu síðustu ríkisstjórn. Þar var gefið loforð (heimild; MBL 22 maí) um að kosið yrði um ákveðið mál við á fyrrihluta síðasta kjörtímabils. Við það var ekki staðið. Þess vegna varð til undirskriftasöfnun um 53.000 manna. Það er áfellisdómur yfir þeim sem þá stjórnuðu.

Mér finnst þú ósanngjarn í framsetningu þinni og dregur úr trúverðugleika á þinum margt ágætum skrifum. En svo gæti þér ekki verið meira sama. Þú um það.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 15.4.2017 kl. 21:44

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

 Sigfús Ómar - þetta snýst ekki um að hafa aldrei lofað að bregðast við heldur þegar svona stór krafa kemur frá þeta mörgum einstaklingum varðandi eins stórt mál og Reykjavíkurflugvöllur er þá ber borgaryfirvöldum skilda til að bregðast við.

 

Reykjavíkurflugvöllur er ekki bara mál Reykvíninga og borgarstjórnarmeirihlutans sem er 9 fulltrúa en minnihlutinn 6 sem allir styðja þá grundvarllarkröfu að flugvellinum verði ekki lokað meðan engin ákvörðun liggur fyrir um framhaldið.

Það er ekki hægt og má ekki rugla saman ESB - málinu og Reykjavíkurflugvallarmálinu, ESB - málið er ekkert sem skiptir okkur máli í dag og hefur ekkert með líf okkar að gera í dag, það hefur Reykjavíkurflugvöllur.

Einnig varðand ESB - málið þá skiptir öllu máli að það sé pólitísk forysta fyrir málinu, það var ekki í síðustu ríkisstjórn og hefur málið verið sett á ís næstu 3.árin.

Mér hefur fundist DBE verið mjög ósanngjarn varðandi Reykjavíkurflugvöll. Sáttin verður aldrei um hans hugmynd að loka flugvellinum.

Óðinn Þórisson, 15.4.2017 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 334
  • Frá upphafi: 870014

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 237
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband