Kristin trú og stjórnmál

Þannig að það sé sagt þá er Kristin trú þjóðtrú okkar íslendinga, börn eru skýrð inn í kristna trú og staðfesta svo skýrn sína með því að fermast.

Hin seinni ár hafur verið ákveðin breyting á þessu, vantrú, siðmennt, Píratar ( anarkistar ) eru ekkert að fela það að þeir eru á móti íslensku þjóðkrikjinni og þar með þeim hefðum og gildum sem ísland er byggt á, það er þeirra ákvörðun og virði ég hana þó svo að ég sé þeim ekki sammála.

Þingmenn vinstri - flokkana sniðganga Dómkirkjuna við setningu alþingsis , Bhr/Hry. bera ábyrð á því að hafið þann vonda sið.

Kirkjan þarf að fara að bretta upp ermarnar og tala skýrt fyrir þeim góðu kristilugu gildum og kærleikanum sem er kristin trú.

Jól , Páskar, 17.júní, látum ekki eyðileggja þetta fyrir okkur.



mbl.is Enn á eftir að endurheimta traust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sæll Óðinn.

Það er misskilningur að Píratar (sem stjórnmálahreyfing) hafi eitthvað á móti þjóðkirkjunni, hvergi í samþykktum stefnumálum Pírata er að finna fót fyrir neinu slíku.

Þvert á móti aðhyllast Píratar trúfrelsi líkt og önnur borgaraleg réttindi, en í því felst m.a. að trúarbrögð og trúfélög eigi að njóta frelsis frá afskiptum ríkisvaldsins.

Trúarbrögð eru einkamál borgaranna og það er því algjörlega ástæðulaust að ríkisvaldið sé þar í stöðu milliliðs, hvað þá að það haldi skrár yfir trúarskoðanir einstaklinga.

Við hljótum (flest)öll að vilja njóta skoðanafrelsis og friðhelgis einkalífs, þar á meðal til trúarskoðana og annarra einstaklingsbundinna lífsviðhorfa, án ríkisafskipta.

Gleðilega páska.

Guðmundur Ásgeirsson, 16.4.2017 kl. 15:29

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Óðinn minn, það er ekki sjónarmið hjá vinstri mönnum að vera eitthvað á móti kristinni trú eða að vera á móti nokkrum trúarbrögðum. Þeir aðhyllast trúfrelsi. Sjónarmið vinstri manna eiga sér rætur í boðskap Jesú. 

En það er nokkuð til í því að vinstri menn hafa margir hverjir ekki verið hrifnir af t.d. Þjóðkirkjunni sem stofnun. Svo því sé haldið til haga, enda var sú stofnun áður fyrr valdastofnun og mjög pólitísk. 

Þá hefur margt yngra fólk og breytir þá engu hvaða pólitísku lífsvið það hefur, átt í erfiðleikum með að samþykkja þjóðkirkjuna eftir skandalinn með biskupinn Ólaf Skúlason. Þjóðkirkjan er ekki enn búin að gera upp þau mál. En sennilega getur ný kynslóð presta gert það og síðan verður kirkjan að endurskoða boðun sína. Það er ljóst.

Kristbjörn Árnason, 16.4.2017 kl. 15:40

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Guðmundur - það er erfitt að setja ekki samsemmerki milli vantrúar/siðmenntar&pírata, hef hlustað á nógu mörg viðtöl við þetta fólk til að setja þessa hópa undir sama hatt.

Hef heyrt þetta fólk tala um að afhelga kirkjur þjóðkrikjunnar og svo þarf ef/þegar á að gera þessa breytingu að aðskilja ríki og kirkju þá verður að gera það dæmi upp með hagsmuni beggja aðila að leiðarljósi.

Ég hef og mun aldrei reyna að hafa einhverja skoðun á því hvort þessi eða hinn trúi á þetta eða hitt, fyrir mér má fólk trúa á ljósastaura, gæti ekki staðið meira á sama.

Það sem fólk á að gera ef það vill ekki vera í þjóðkirkjunni þá á það bara að segja sig úr henni en ekki berjast gegn henni. 

Gleðilega páska.

Óðinn Þórisson, 16.4.2017 kl. 16:11

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Kristbjörn - " Sjónarmið vinstri manna eiga sér rætur í boðskap Jesú. " get ekki séð fyrir mér að Jesú myndi styðja pólitísk réttarhöld.

Að krikjan hafi ekki gert upp gömul mál, þá var það gert með nýjum biskupi.

Krirkjan þarf að gera betur , um það getum við verið sammála, við eigum að halda í þau gömlu og góðu gildi sem ísland er byggt á,  t.d virðing fyrir 17.júní.

Óðinn Þórisson, 16.4.2017 kl. 16:17

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Nei, þvert á móti er mjög erfitt að setja samasemmerki á milli lífsskoðunarfélaga annars vegar og stjórnmálahreyfingar hins vegar.

Sérstaklega þegar sú stjórnmálahreyfing hefur afskiptaleysi stjórnmála af lífsskoðunum og trúarbrögðum fólks á stefnuskrá sinni.

Þó svo að einstaklingar tjái persónulegar skoðanir sínar í viðtölum eru sömu viðhorf ekki endilega á stefnuskrá neins stjórnmálaflokks.

Það að "setja þessa hópa undir sama hatt" er fordómafull og illa upplýst afstaða, eða heldur einhver að ekki séu til trúaðir Píratar?

Vissulega má segja sig úr þjóðkirkjunni hugnist hún manni ekki, en að þurfa að tilkynna þá afstöðu til ríkisins er afskaplega brenglað.

Guðmundur Ásgeirsson, 16.4.2017 kl. 16:50

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Guðmundur - til að svara því fyrst til þá er sú skoðun mín að setja þessa hópa undir sama hatt hvorki fordómafull eða illa upplýst en ef þú telur að svo sé ætla ég að leyfa þér að hafa þina skoðun þó svo að ég sé henni ósammála.

Þessir einstaklingar mæta reglulega í viðtöl til trúleysingjanna á X - inu og fá að gjamma þar gagnrýnislaust.

Staðan í dag er sú að við erum með þjóðkirkju og meðan svo er eiga þeir sem ekki vilja vera í henni að tilkynna það til ríkisins.

Óðinn Þórisson, 16.4.2017 kl. 20:23

7 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Hvað mig varðar þá snýst þetta alls ekkert um traust á þjóðkirkjunni. Þetta snýst um peningamál- um það að henni sé ekki stætt á því að nota peninga allrar þjóðarinnar í að halda uppi kirkju sem einungis tæplega 70% þjóðarinnar eru í. Það gagnast ekkert þjóðkirkjunni að bretta upp ermar o.s.frv. Það heldur áfram að fjara undan henni þangað til hún líður undir lok, mjög sennilega á þessari öld. Og það kemur trú og siðferði nákvæmlega ekkert við.

Jósef Smári Ásmundsson, 17.4.2017 kl. 08:37

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jósef Smári - það að það verði samþykkt tillaga á alþingi um aðskilnað ríkis og kirkju á næstu árum er mjög hæpið og það væri fáránlegt að stór meirihluti þjóðarinnar sem styður þjóðkirkjuna myndu gefa það eftir fyrir einhverjum litlum öfgahópum væri fáránlegt.

Það er í góðu lagi að siðmennt/vantrú/píratar ( anarkistar ) haldi áfram að gagnrýna kristna trú og þjóðkirkun. VG hefur einnig sýnt að þeir eru ekki kristinn flokkur.

Óðinn Þórisson, 17.4.2017 kl. 09:19

9 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Oðinn, þú hlýtur að horfa á tölulegar staðreyndir. Í fyrra sýndu þær 73% sem voru skráðir í þjóðkirkjuna. Í ár eru það 69,9%. Ef spá ætti í fjölda eftir 10 ár samkvæmt þessum tölum væri það undir 50%. Það er þýðingarlaust að vona bara að "stór meirihluti þjóðarinnar sem styður þjóðkirkjuna myndu gefa það eftir fyrir einhverjum litlum öfgahópum " . Á sama hátt og fáránlegt er að telja 30% þjóðarinnar sem stendur utan þjóðkirkjunnar í dag lítinn öfgahóp þá hlýtur að vera fáránlegt að segja bara að meirihluti þjóðarinnar verði öfgahópur eftir 10 ár við það eitt að standa utan þjóðkirkjunnar. 

Jósef Smári Ásmundsson, 17.4.2017 kl. 10:39

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jósef Smári - hver þróun mála verður á næstu árum varðandi þjóðkirkjuna er ómuglegt að spá, kannski mun þessi spá ganga eftir.

Við höfðum séð tölur varðandi Trump , Brexit en þegar almenningur var búinn að segja sína skoðun var staðan bara langt frá því sem menn spáðu.

Hvort það verði aðskinaður ríkis og kirkju einhvertíma í framtíðinni skal ég ekkert segja til um en meðan svo er ekki þá er staðan eins og hún er, það er þjóðkrikja og ef fólk vill ekki vera í henni þá segja menn sig bara úr henni.

Frekjan hjá siðmennt/vantrú&pírötum ( anarkistum ) er ótrúleg, vilt þú að við bara setjum okkar íslensku siði og hefðir til hliðar fyrir þetta þetta fólk.

Svo vill þetta lið fá að nota kirkjur t.d við útfarir, þetta lið á bara að byggja sítt hús trúleysinga og þar verði þeirra trúleysingjaathafnir haldnar.

Óðinn Þórisson, 17.4.2017 kl. 11:31

11 Smámynd: Steindór Sigursteinsson

Þarna hittirðu naglann á höfuðuð, Óðinn. Vantrú, Siðmennt og Píratar hafa sýnt sig að vera á móti Þjóðkirkjunni, tengingu ríkis og kirkju og heimsóknum presta og Gídeonfólks í grunnskóla og kristilegri innrætingu í skólum.

Ég ætlaði að tengja blogg við þessa frétt en hver sem ástæðan er, er bloggið mitt ekki tengt við þessa frétt. Ég ætlaði að breyta textanum yfir í "book antique" en eftir það varð færslan óvirk og eftir að ég hafði birt færsluna upp á nýtt þá var færslan án tengingar við frétt þótt ég hafi klikkað á "Blogga við frétt". Hérna er tengill á bloggið:

Steindór Sigursteinsson - stendors.blog.is

http://stendors.blog.is/blog/stendors/#entry-2194401

Steindór Sigursteinsson, 17.4.2017 kl. 12:33

12 Smámynd: Óðinn Þórisson

Steindór - þetta fólk vill banna börnum, íslenskum kristinum börnum að kynnast kristinni trú og kirkjunni í skólanum og lagst gegn heimsóknum þeirra í kirkjur.

Þetta er eitthvað sem verður að fara að ræða því þetta fólk má ekki fá það gegn að útmá íslenskum kristlegum gildum og hefðum.

Óðinn Þórisson, 17.4.2017 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 866899

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband