Veggjöld besti kosturinn, það sanna Hvalfjarðargöng.

Það voru margir sem töldu að ekki margir myndu nýta sér Hvalfjðargöngin, annað hefur komið á daginn, yfir 90 % þeirra sem fara þessa leið fara um Hvalfjaðargöng og borga veggjaldið enda gríðarlegur tímasparnaður.

Sundabraut er eitthvað sem verður að fara að byggja og veggjöld eru þar besta leiðin til að fjármagna þá framkvæmd.

Borgin hefur dregið lappirnar í byggja mislæg gatanamót í Reykjavík og það verður að fara í það verkefni strax og rauði meirihlutinn fellur vorið 2018.


mbl.is 56% á móti veggjöldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það koma þá að því að ég væri sammála þér um eitthvað. Það sem þarf að gera til að spurningar um veggjöld verði rauhæfar er spurningin um það hvort menn vilji greiða veggjöld eða hærri skatta tl að fjármagna þær framkvæmdir sem þarna eru til skoðunar. Ég er ekki viss um að sama niðurstaða yrði ef spurt væri með þeim hætti. Þegar men tala um veggjöld og hafa allt á hornum sér hvað þau varðar en telja bílastæðagjöld í lagi þá eru menn orðnir að ákveðnu leyti ósammála sjálfum sér því í raun er engin munur á veggjöldum og bílastæðagjöldum. Í báðum tilfellum er verið að rukka þá sem nota mannvirki fyrir bíla og er tilgangurinn sá sami en hann getur verið tvíþættur. Annars vegar getur marmiðið með bílastæðagjaldinu/veggjaldinu verið að ná inn fyrir kostnaði við að byggja mannvirkið en einnig getur markmiðið verið það að minnka ásóknina í að nota mannvirkið. Seinni tilgangurinn er oft aðaltilgangurinn með bílæstæðagjöld í miðborgum en það á einnig við í sumum borgum varðandi veggjöld sem þarf að greiða fyrir að fara inn í borgina og eru dæmi um það í London, Ósló og Stokkhólmi.

Hvað varðar þörfina á því sem þarf að gerast í Reykjavík þá er ég ósammála þér. Við þurfum ekki fleiri mislæg gatnamót heldur þurfum við bættar almenningssamgöngur og bætt aðstaða til hjólreiða til að draga úr bílaumferð. Það mætti einnig beita veggjöldum til að gera það og þá jafnvel nota hluta þeirra gil að greiða fyrir almenningsamgöngurnar. Ef við aukum hlut almenningssamgangna eða hjólreiða þá minnkum við mengun og umferðahávaða, fækkum slysum og bætum lýðheilsu.

Sigurður M Grétarsson, 8.5.2017 kl. 13:35

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigurður M - Sundabaut myndi breyta miklu varðandi öryggi að komst inn og út úr borginni og held að fáir myndu hafna því að borga gjald fyrir þá samgöngubót og það aukna öryggi sem Sundabraut yrði klárlega.

Ef veggjaldinu hefði verið haldið á Reykjanesbraut þá hefði mátt byggja hana mun fyrr upp og halda henni almennlega við og það væri löngu búið að tvíbreikka hana alla leið frá Hafn að flugstöðinni í Kef.

Ríkið hefur sett í forgang að byggja mislæg gatnamót við Álverið enda þau gatnamót mjög hættuleg.

Varðandi almenningsamgöngur þá er erfitt að bæta þær eitthvað sökum hve fá við erum, við getum aldrei náð þeim ferðafjölda sem til þarf og eins og staðan er í dag er stræti a.m.k ekki valkostur fyrir mig.

Held við þufum ekki að fjölga tómum hjólreiðatígum.

Borgarína, engir peningar eru lagðir til hennar á fjármálaáætlun ríkisins næstu 5 árin, hún mun kosta um 100 milljarða sem á að hirða úr vösum almenning , nei takk.

Óðinn Þórisson, 8.5.2017 kl. 14:46

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það eru góðar almenningssamgöngur víða í borgarsamfélögum á stærð við höfuðborgarsvæðið. Það er ekki fámennið sem er vandamálið hér heldur hversu dreifð byggðin er. Það er ástæða þess að allar sveitastjórnir á höfuðborgarsvæðinu hafa komið sér saman um að hætta að þenja byggðina út og byggja aðeins á þéttingarreitum. Það mun gera almenningssamgöngur auðveldari og reyndar er það forsendan fyrir því að hægt sé að þétta byggðina að hlutur einkabílsins í umferðinni minki. Þetta gerist ekki strax en það er vel hægt að bæta hluta almennignssamgangna.

Hvað hjólastígar varðar þá er það ekki rétt að þeir séu tómir og það er reynslan bæði hér og erlendis að þegar aðstæður til hjólreiða eru bættar þá fjölgar hjólreiðamönnum. Rafmagnsreiðhjólin sem sífellt eru að batna eru líka að auka þann fjölda sem nýtir sér hjólreiðastígana. En aðal ástæða þess að það er verið að byggja sérstaka hjólreiðastíga er krafa gangandi vegfarenda um að vilja losna við hjólreiðamennina af göngustígunum en á sama tíma vilja ökumenn ekki fá þá út á göturnar. En hvað varðar fjöldan sem hjólar í dag þá er það svo að það væru ekki margir sem synda í dag ef við hefðum ekki sundlaugar. Fyrst þurfa mannvirkin að koma og á eftir því koma notendurnir.

Sigurður M Grétarsson, 8.5.2017 kl. 16:18

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigurður M - byggð er dreifð, lóðskortur hefur verið í Reykjavík allt frá tíð R - listans og því hefur fólk flutt út fyrir borgina, Garðabæ, Kópavog, Hafnarfjörð og Mosfellsbæ þannig að lóðaskortsstefna borgarinnar hefur í raun gert það að verkum að byggð er dreifðari.

Verðurfar á íslandi er eins og það er , nokkra mán á ári er mjög erfitt að nota reiðhjól, reiðhjól eru í lagi sem valkostur en fólk sem er veikt, þarf að koma börnum sínum í leikskóla o.s.frv, einkabílinn verður áfram aðalsamgöngumáti okkar íslendinga hvað sem stjórnmálamenn reyna að kúga annað í gegn.

Óðinn Þórisson, 8.5.2017 kl. 16:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 866899

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband