Allir þingmenn VG sögðu JÁ við pólitískum réttarhöldum

íselnskir kommúniestÞingmenn VG sem sögðu JÁ við póliískum réttarhöldum yfir Geir Haarde munu þurfa að eiga það við sjálfan sig alla sína lifstíð.

VG er stærsti flokkurinn í dag samkvæmt skoðanakönnunum, þetta er flokkur sem styður pólitísk rettarhöld yfir póiískum andstæðingum sínum. 

Er þetta það sem þjóðin vill ?


mbl.is VG langstærsti flokkurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Enda alveg nauðsynlegt að rétta yfir Geir, því annars hefði ekki verið hægt að náða hann. Mistök þingmanna fólust í því, að hann einn var dreginn fyrir réttinn. Draga hefði átt alla fyrrverandi ráðherra sem Rannsóknarskýsla Alþingi ásakaði um lögbrot. Án tillits til þess hvort brot þeirra væru fyrd eða ekki. 

Þetta er flokkur sem heldur niðri sköttum á venjulegu launafólki og bætir félagslega stöðu almennings.

Kristbjörn Árnason, 4.10.2017 kl. 09:31

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Kristbjörn - þarna kristallast munurinn á annarsvegar borgarlegum flokkum og hinsvegar vinstri - flokkum.

Það er beinlíns brenglað að alþingsmenn geti greitt atkvæði um það að annar þingmaður fari fyrir dóm.

Á íslandi eru dómstólar, ef það er eitthvað saknæmt við störf þingmanna þá á það að fara rétta leið.

VG er flokkur sem mun hækka skatta á fólk og fyrirtæki þannig að fólk hafi almennt minni ráðstöfunartekjur. Allir hafi það jafnskítt.


Langar að vitna í grein Óla Björns þingmanns Sjáfstæðisflokksins í Morgunblaðinu í dag.

" Í samkeppni um auknar álögur hefur VG ótvírætt vinninginn, ígildi 987 þús kr á hvert mannsbarn eða 8.9 milljóna á fjölskyldu á fimm árum "

Óðinn Þórisson, 4.10.2017 kl. 09:47

3 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Téður Óli Björn er í ruglinu. Sú sem leiðir VG er búin að lýsa því yfir að skattar verði ekki hækkaðir á almenning, ólíkt þeirri stjórn sem er nú að ljúka keppni. Hækkun á bensín, hækkun á vín og nýjir skattar, nú vegatollar, ofan á þá skatta sem við nú þegar greiðum í gegnum bifreiðargjöld og bensín. 

Báknið er heldur betur ekki að minnka hjá Sjöllum, þeir láta bara láglaunafólkið bera kostnaðinn. 

Sigfús Ómar Höskuldsson, 4.10.2017 kl. 14:59

4 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Óðinn, vinstri flokkar eru auðvitað borgaraflokkar ekki síður en hægri- og miðflokkar.
 
En það er rétt hjá þér að það er algjörlega óeðlilegt að það skuli vera verkefni alþingismanna að kæra hvorn annan til Landsdóm. En þannig eru lögin því miður, þetta er bara eitt dæmið um að það þarf að laga til stjórnarskránna. 

Ég hef birt skýrslur um skattaálögur Sjálfstæðisflokksins á launafólk og nægir að nefna nýjustu skýrslu ASÍ sem núverandi forsætisráðherra hefur ekki mótmælt. Einnig má benda á línurit sem birtist í VR- blaðinu síðast um þróun persónuafsláttarins sem snarlækkaði eftir að fjármagnstekjuskatturinn var tekinn upp. 

Ég ætla ekki að væna Óla Björn um að vera lygara. En það er svo sannarlega skiptar skoðanir um hvað telst til skatta atvinnurekenda. Skattar sem atvinnulífið greiðir eru sjaldnast skattar atvinnurekenda heldur skattar þeirra sem vinna fyrir launum í fyrirtækjunum. Það segir þér að fjárfestar greiða greiða enga slíka skatta.

Síðan er gott að hafa í huga Óðinn, að það eru þeir sem koma þjóðinni í skuldir bæði peningalegum skuldum og þeim sem kallast má skuldir við almenning þegar búið er að skera niður alla félagslega þjónustu við fjölskyldur í landinu. 

Takk fyrir umræðuna Óðinn.

Kristbjörn Árnason, 4.10.2017 kl. 15:01

5 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Leiðrétting:

Óðinn, vinstri flokkar eru auðvitað borgaraflokkar ekki síður en hægri- og miðflokkar.
 
En það er rétt hjá þér að það er algjörlega óeðlilegt að það skuli vera verkefni alþingismanna að kæra hvorn annan til Landsdóm. En þannig eru lögin því miður, þetta er bara eitt dæmið um að það þarf að laga til stjórnarskránna. 

Ég hef birt skýrslur um skattaálögur Sjálfstæðisflokksins á launafólk og nægir að nefna nýjustu skýrslu ASÍ sem núverandi forsætisráðherra hefur ekki mótmælt. Einnig má benda á línurit sem birtist í VR- blaðinu síðast um þróun persónuafsláttarins sem snarlækkaði eftir að fjármagnstekjuskatturinn var tekinn upp. 

Ég ætla ekki að væna Óla Björn um að vera lygara. En það er svo sannarlega skiptar skoðanir um hvað telst til skatta atvinnurekenda. Skattar sem atvinnulífið greiðir eru sjaldnast skattar atvinnurekenda heldur skattar þeirra sem vinna fyrir launum í fyrirtækjunum. Það segir þér að fjárfestar greiða greiða enga slíka skatta.

Síðan er gott að hafa í huga Óðinn, að það eru þeir sem koma þjóðinni í skuldir bæði peningalegum skuldum og þeim sem kallast má skuldir við almenning þegar búið er að skera niður alla félagslega þjónustu við fjölskyldur í landinu. 

Það eru þeir sem leggja skatta á þjóðina, það eru skattakóngarnir. Ekki þeir sem þurfa að taka að sér að leiðrétta skandalinn eftirá. Þeir sem taka að sér það óvinsæla hlutverk að greiða niður skuldirnar og spara. T.d. með því að fækka ráðherrum og ráðuneytum.

Takk fyrir umræðuna Óðinn.

Kristbjörn Árnason, 4.10.2017 kl. 15:05

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigfús Ómar - Óli Björn hefur verið traustar talsmaður hægri - stefinnunnar og nýtur virðingar sem slíkur af öllum enda bæði málefnalegur og sanngjarn.

Katrín Jak. hefur vissulega verið að reyna að telja fólki trú uam að VG ætli ekki að hækka skatta á almenning en um leið og sósíalistar setjast í ríkisstjórn munu skattar hækka, skoðaðu þessi mál hjá rauða meirihlutanum í Reykjavík.

Enn einu sinni, Páll Magnússon sagði á rúmlega 800 manna fundi x- d um daginn að það var aldrei að fara að gerast að Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði að fara að samþykkja skattahækkanir Viðreisnar.

Óðinn Þórisson, 4.10.2017 kl. 18:58

7 Smámynd: Óðinn Þórisson

Kristbjörn - þegar talað er um borgaralega flokka þá eru það flokkar þar sem borgaleg gildi eru í fyrsta sæti, frelsi einstaklingsins er virt , það er ekki samþykkt hjá sósíalistum, þar er forræðishyggjan í fyrsta sæti.


Það er ánæglulegt að þú ert sammála borgarlegum öflum sem telja pólitísk réttarhöld ekki boðleg hér í landi lýðræðis og landi sem er réttarríki.

Þrátt fyrir að í Reykjavík þar sem félagshyggja á að vera í fyrsta sæti þá er þjónustan við borgarana það léleg að borgaryfirvöld þora ekki að taka þátt í mati á þjónustustigi borgarinnar.

Því miður skilaði Jóhönnustjórnin engu fyrir ísland, gerði vont ástand í raun verra, þessavegna var ríkisstjórn X-d og X-b oft kölluð endurreisnarstjórnin.

Óðinn Þórisson, 4.10.2017 kl. 19:11

8 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Sæll Óðinn, þetta með "svokölluðu" borgaraleguflokka þína sem þér er svo tíðrætt um, sem ég held að þú sért að misskilja hugakið all svakalega. Ef t.d. sjálfstæðisflokkurinn þinn er svona svakalega borgaralegur, því hefur hann barist fyrir höftum einstaklinga til þess að hastla sér völl í sjávarútvegi og landbúnaði. Nei Óðinn minn, þinn flokkur er flokkur hafta og á ekkert skylt við lýsingu þína á borgaralegum flokki. Sannast sagna er í mínum huga, það sem kallast borgaralegur flokkur, flokkur sem er opinn fyrir öllum möguleikum einstalingsins, vinstri-hægri hefur engin áhrif þar á. Enda hefur sýnt sig að t.d. XD er mesti afturhaldsflokkur Íslands ever. 

Jónas Ómar Snorrason, 4.10.2017 kl. 22:06

9 Smámynd: Kristbjörn Árnason

 

Hér yfirlit um breytingar á sköttum frá árinu 2013. Er sýn mjög skýrt hvernig Sjálfstæðisflokkurinn hefur lækkað skatta á hálaunafólki.

En myndin sýnir einnig hvernig þessi gamli yfirstéttarflokkur hefur hækkað skatta á láglaunafólki. Myndin sýnir einnig launaþróun þessara tveggja hópa þessi síðustu 3 ár.

Mynd frá Kristbjörn Árnason.

Kristbjörn Árnason, 4.10.2017 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 36
  • Sl. sólarhring: 219
  • Sl. viku: 419
  • Frá upphafi: 869989

Annað

  • Innlit í dag: 25
  • Innlit sl. viku: 293
  • Gestir í dag: 25
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband