Er fólk orðið þreytt á þvi hvað gengur hér vel ?

Það er stórfurðlulegt að flokkur sósíalista á íslandi VG sé að mælast með um 20 % fylgi,

Ég verð að vona fyrir hönd hagsmuna íslensku þjóðarinnar að þetta verði ekki niðurstaðan þegar talið verður upp úr kjörkössunum 28 okt.


mbl.is Fylgi Samfylkingarinnar dalar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbeinn Pálsson

Minni á að VG/Samfylkingin Skatta Kata byrjuðu Ellilífeyrisþjófnaðinn.

Þau þorðu ekki að stela neðar en 109.000 í Skatta Kata lækkar og eykur Ellistyrksþjófnaðinn um kr. 9.000,- 

Við ættum að setja Frítekjumarkið / Ellistyrksþjófnaðinn í heil 100.000,- þetta fólk kann svo sannarlega ekki að skammast sín! 

Kolbeinn Pálsson, 23.10.2017 kl. 20:45

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Kolbeinn - " VG vildi breyta fjármálaáætlun til næstu fimm ára og auka skattheimtu um alls 334 milljarða eða nær eina milljón á hvert mannsbarn."
Óli Björn Kárason.

Því mður hefur Katrín Jak. ekki svarað því hvar hún ætlar að sækja þessi útgjöld. Það vita það hinsvegar allir sem vilja vita það að hún ætlar í millistéttina, rétt eins og 2009 - 2013 ríkisstjornin gerði.

Óðinn Þórisson, 23.10.2017 kl. 21:16

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þið sjálfstæðismenn eruð iðnir við að gleyma því að ríkisstórn Jóhönnu Sigurðardóttur tók við nær gjaldþrota ríkissjóði og seðlabanka sem var afleiðing af stjórnarstefnu  Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og vann þriekvirki við að reysa við efnahag landsins aftur við þannig að eftir er tekið á alþjóðavettvangi og meira að segja kennti í sumum háskólum erlendis sem einstaklega vel heppnuð rústabjörgun. Þessari ríkisstjórn tókst að breyta 2016 milljarða ríkissjóðshalla í hallalaus fjárlög ásamt þvi að nánast eyða atvinnuleysi og lækka stýrivexti seðlabankans um tvo þriðju. Þeirri ríkisstjórn tókst meira að segja svo vel að reysa við efnahag þjóðarinnr að það tókst ekki að klúðra því þó hrunflokkarnir hafi illu heilli tekið við stjóprnartaumunum árið 2013 og ríkt í 3 ár þó þeir hafi klúðrað mörgu og látið bættan hag fyrst og fremst ganga til þeirra bvest settu með breytingum á skattkerfinu sem lækkaði álðgur þeirra en hækkaði álögur á þá tekjulægstu.

Sú góða staða sem íslenskur efnahagur býr við í dag er fyrst og fremst að þakka ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og við búum enn við gott gengi þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn hefi verið í ríkisstjórn í 4 ár en vonandi hafa kjósendur vit á að taka þá áhættu ekki 4 ár í viðbót. Það gæti farið illa. 

Sigurður M Grétarsson, 24.10.2017 kl. 09:41

4 Smámynd: Baldinn

Auðvitað vita þeir þetta Sigurður, þeir kjósa bara að gleyma því reglulega.

Baldinn, 24.10.2017 kl. 10:42

5 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Stundum held ég að tímatal Óðins hafi byrjað eftir kostningar 2013, fram að því var myrkur yfir Íslandi, meira að segja meðan hans flokkur var í stjórn öll árin fram að 2009.En fólk hefur misjafnt minni og vilja til að skilja.

Jónas Ómar Snorrason, 24.10.2017 kl. 10:55

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigurður M - einkabankarnir voru á ábyrð eigenda og stjórnenda þeirra, hafði ekkkert mð Sjálfstæðisflokkinnn að gera.

Því miður var það þannig að vinstri - stjórnin 2009 - 2013 gerði því miður ekki það sem hefði átt að vera hennar aðalmál, að slá skjaldborg um heimilin. Fjöldi fjölskyldna tapaði öllu sínu vegna aðgerðarleysi þeirra.

Ríkisstjórn BB og SDG fór hinsvegar í það verkefni, skuldaleiðréttingin.

Óðinn Þórisson, 24.10.2017 kl. 13:06

7 Smámynd: Óðinn Þórisson

Baldinn - er þá hægt að segja það sama að vinstri menn kjósi vg þrátt fyrir ESB - svikin ?

Óðinn Þórisson, 24.10.2017 kl. 13:09

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jónas Ómar - vinstri - menn tala mikið um bankahrunið okt 2008 hafi verið Sjálfstæðisflokknum að kenna, vita betur , það má segja að viðsnúningurinn eftir alþjóðlega fjármálahrunið hafi í raun ekki byrjað hér á landi fyrr en vorið 2013.

Óðinn Þórisson, 24.10.2017 kl. 13:12

9 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Út af fyrir sig er mér svo sem slétt sama Óðinn, hver kom okkur út úr kreppuni, en mér er ekki sama hver kom okkur í svaðið. Það voru framsókn og sjálfstæðisflokkar, það er kristaltært og óþarfi að vera með málalengingar þar um. Báðir eru þessir flokkar bíræfnusu hagsmunaflokkar amk innan þeirra landa sem við viljum bera okkur saman við, svo ekki sé talað um forystumenn þeirra BB og SDG reyndar fyrverandi núna. Sem væru, ef allra sanngirni er gætt, væru löngu farnir frá í akkúrat þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. Ég vona, að þegar verði talið upp úr kjörkössunum, að þessum mönnum og flokkum þeirra verði refsað, en á endanum er kannski svo fjarlægur draumur að bera sig saman við siðuð lönd.

Jónas Ómar Snorrason, 24.10.2017 kl. 13:32

10 Smámynd: Baldinn

Óðinn.  Láttu ekki svona.  Skuldaleiðréttingin var eitthvað það heimskasta sem nokkur stjórn hefur gert. Skattpeningar notaðir til að greiða sumum en öðrum ekki.  Það er stór munur á því að taka við hálf gjaldþrota búi eða því búi sem sjálfstæðisflokkur/ framsókn tók við.  Þú veist þetta en kýst að gleyma því reglulega þegar það hentar.

Baldinn, 24.10.2017 kl. 13:35

11 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

það er sem ég segji Óðinn, tímatalið hjá þér hefst ekki fyrr en eftir kostningar 2013:)

Jónas Ómar Snorrason, 24.10.2017 kl. 13:36

12 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jónas Ómar - það varð alþjóðlegt fjármálahrun 2008, íslandi lenti því miður líka í því.

Ætlar fólk að refsa , x-d fyrir hvað , hvað gengur vel :)

Óðinn Þórisson, 24.10.2017 kl. 15:29

13 Smámynd: Óðinn Þórisson

Baldinn - skuldaleiðréttingin var almenn aðgerð, fyrir fólk sem átti sína eigin eign og hafði tapað,

Óðinn Þórisson, 24.10.2017 kl. 15:34

14 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jónas Ómar - miðað við þá forsendu eins og vinstri - menn leggja dæmið upp, að Jóhönnustjórin hafi hafið endurreisnina eftir hrunið sem hún gerði því miður ekki.

Óðinn Þórisson, 24.10.2017 kl. 15:36

15 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það er rétt hjá þér Óðinn að það varð alþjóðlegt fjármálahrun en hin ýmsu lönd fóru misilla út úr því að það var heimatilbúinn vandi sem þar skar á milli. Það hefur líka komið fram að það var þegar orðið of seint að komast hjá bankahruni hér árið 2006 og því var það aðeins alþjóðlega bankarhrunið sem ýtti okkur endanlega út af brúninni. Þessi djúpa kreppa var heimatilbúinn vandi sem skrifast á þá sem voru við stjórnvölinn árin á undan 2006. 

Þær fjölskyldur sem töpuðu öllu gerðu það vegna bankahrunsins en ekki aðgerða eða aðgerðaleysis stjórnvalda eftir hrun. Það var farið í fjölda aðgarða sem hjálpuðu tugþúsundum heimila við að standa í skilum og komu í veg fyrir að þúsundir heimila misstu íbúðir sínar. Það voru takmörk fyrir því hvað var hægt að gara bæði út frá eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar og slæmrar fjárhagsstöðu ríkissjóðs. En byrðunum var dreift þannig að þeim sem voru með lægstu tekjurnar var hlíft að mestu leyti og aðgerðum í þágu skuldugra heimila var beint sérstaklega að heimilum í vanda og stóð ríkisstjórnin því svo sannarlega við loforð sitt um að slá skjalfbort um heimilin og breytist sú staðreynd ekki sama hversu oft andstæðingar hennar reyna að ljúga því að það hafi ekki verið gert. 

Ekki kom ríkisstjórnin Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem tók við völdum árið 2013 með neinar aðgerðir sem hjálpuðu heimilum í skuldavanda. Þvert á móti kom sú ríkisstjórn með rándýra aðgerð á kostnað skattgreiðenda þar sem mest af peningunum fór til best stæðu heimilanna en mest af byðunum lendti á verr stæðum heimilum og þannig var vandinn aukinn en ekki minnkaður með þeim aðgerðum.

Staðan núna er því góð þrátt fyrir þær ríkisstjórnir sem hafa verið við völd frá árinu 2013 en væri mun betri ef ríkisstjórn Samfylkingar og VG hefði fengið að halda áfram því góða verki sem hún hafði verið að vinna kjörtímabilið á undan. Og staðan mun verða betri í lok næsta kjörtímabails ef þessir flokkar fá að leiða næstu ríkisstjórn og hrunflokkunum gefið frí frá stjórnarráðinu og þá sérstaklega Sjálfstæðisflokknum.

Sigurður M Grétarsson, 24.10.2017 kl. 16:39

16 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigurður M - heimatilbúinn vandi , rétt , einkabönkunum var leyft að stækkka allt of mikið, þar geta allir flokkar tekið ábygð.


Var ljóst 2006, það er skoðun sem hefur komið fram, hvað með Samfylkinguna og bankamálaráðherra flokksins þegar einkabankarinrir féllu, hvar voru hans viðvörunarorð ?

Hvað með Jóhönnu sem sat í ráðherranefnd ríkisstjórnarinnar um ríkisfjármál, hvar voru hennar viðvörunarorð ? Hversvegna ræddi Samfylkingin þetta ekki í ríkisstjórn ?


Þú telur að vinstri - stjórninni sem var sparkað frá völdum vorið 2013 , hefði getað gert betur, hversvegna skítféll ríkisstjórnin þá ef hún hafði staðið sig svona vel ?

Nú er það þannig að hægri - menn allstaðar eru eins, vilja lækka skatta, verja tjáningarfrelsið, frelsi einstaklingsins o.frv. og að sama skapi eru sósíalistar eins, vilja meiri ríkisafskipti, forræðishygggja, , há skatta til að minnka ráðstöfunartekkur Millistéttarinnar. hvað hefur gerst í Venuzuela ? fólik kaus þetta til valda og sitja nú uppi með einræðisherra, getur það ekki gerst hér lika ?

Óðinn Þórisson, 24.10.2017 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 334
  • Frá upphafi: 870014

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 237
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband