Mjög athyglisvert viðtal við Davíð Oddsson

Ég ætla svo sem ekki að fjalla um eintök atriði í þessu viðtali en HVET alla til að lesa greinina i SunnudagsMorgunblaðinu EN ætla þó að taka alveg sérstaklega undir þetta hjá Davíð

" Davíð telur að yfirlýsingar ráðherra núverandi ríkisstjórnar, bæði Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra, um að Íslendingar séu skuldbundnir Bretum og Hollendingum hvað varðar Icesave, hafi stórskaðað málstað Íslendinga "

Nú kemur það til kasta blaðamanna/fréttamanna að hjóla í ríkissstjónina OG fá SVÖR -


mbl.is Ekki setja þjóðina á hausinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hvað með stærstu eignarhaldsamsteypuna [1500 milljara skuld í dag við innlend og erlend útibú?] , Glitnir ehf, Hverfisgötu 1 [verskmiðju skammtíma lausna], einróma hjörð Samfó?    

Júlíus Björnsson, 4.7.2009 kl. 19:02

2 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Það er nú eingan veginn athyglisvert lengur að heyra vitleysisblaður í Davíð Oddssyni.

Og þetta sem þú tekur sérstaklega undir; nú er komið í ljós að bæði Davíð Oddsson og Geir Haarde skrifuðu skjálfandi og skíthræddir undir ábyrgð Íslands þegar á síðasta ári.

Að þið sjálfstæðismenn skulið hreinlega ekki hafa vit á því að þ...a!

Jón Bragi Sigurðsson, 4.7.2009 kl. 19:28

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

"Nokkrum dögum áður en skrifað var undir samning um lán Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til Íslands var gerð breyting á viljayfirlýsingu íslenskra stjórnvalda til sjóðsins og sérstaklega hnykkt á því að Íslendingar hétu að standa við allar skuldbindingar sínar á grundvelli innistæðutryggingasjóðsins.

Davíð Oddsson og Árni M. Mathiesen undirrituðu uppfærðu viljayfirlýsinguna 19. nóvember, sama dag og lánið var samþykkt, eins og þá fyrri 3. nóvember.

Eftirfarandi setningu var bætt inn í 9. lið uppfærðu yfirlýsingarinnar: „Ísland hefur heitið því að virða skuldbindingar á grundvelli innstæðutrygginga­kerfisins gagnvart öllum tryggðum innlánshöfum."

Jón Ingi Cæsarsson, 4.7.2009 kl. 20:11

4 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Óðinn, þú veist að blaða og fréttamenn hjóla ekki í þetta lið..þau eru með liðið í vasanum..

Halldór Jóhannsson, 4.7.2009 kl. 20:12

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

Vill SamFo þá fylgja fordæmi skíthræddra?

Það sem gildir í dag þarf ekki að gilda á morgun. Mistök má leiðrétta. Á almenningur á Íslandi ekki rétt á bestu kjörum á hverjum tíma?

Heldur SamFo að EU kunni ekki að fara í mál, sætti sig ekki við málamiðlanir? Hver vill þrífa upp annarra skít í sjálfboðavinnu?

Allir 100 milljarðar sem gætu sparast ef allar smugur og úrræði eru reynd til hlýtar, er það ekki þess virði. USA kann að virða sjálfbjargviðleitni. EU elítunni býður örugglega við skíthræddum aumingjum. Það þarf harðdrægni sagði einn vinur Samfo á Íslandi.

Það þarf ofurharðdrægni gegn Bretum og Hollendingum segjum gegn 8% heimsins EU.     

Vilji í dag er annar enn í gær. Íslendingar voru illa undirbúnir þegar EU seðlabankakerfið útskúfaðu krimmabönkunum, Eu elíturnar útskúfuðu þeirri Íslensku.  Samningur gengur út á að hlífa alþjóðlegum fjármálaglæpamönnum og aðgerðalausum ríkisstarfsmönnum á þeirra bandi: eftirlits aðila sem áttu að vera á bandi EU.    USA er búið að dæma í hliðstæðum málum. Forsendurnar eru úreltar og vilji þjóðarinnar hefur aldrei verið til staðar. Þjóðarskammir eru allstaðar útskúfaðar.

Júlíus Björnsson, 4.7.2009 kl. 22:11

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Takk fyrir kommentin

Fyrstu viðbrögð SJS við greininni " enga ástæðu til þess að svara ellilífeyrisþeganum Davíð. " ég ætla ekki að minnast á aldur Jóhönnu Sigurðardóttur.

Ég ætla að koma með nokkra puntka

Helgi Áss Grétarsson lögfræðingur fór yfir þetta mál í þætti hjá Ingva Hrafni á INN að við gætum ekki borgað þetta -

Það kom fram í þættinum Vikulokin á rás 1 í gær hjá Lilju Mósesdóttur þingkonu VG að það hefi komið henni á óvart að þrátt fyrir andstöðu við að  hann fengi umboð frá þingflokknum  um IceSave hafi samt  verið farið út og skrifað undir.

Hvernig mun Ögmundur Jónasson heilbriðgisráðherra og þingmaður VG greiða sitt atkvæði með sannfæringu sinn eða verður hún pólitísk þ.e ráðherrastólinn

Þingflokkur SF virkar á mig eins og " HJÖRÐ " tvennt sem virðist stjórna þeim flokki Capacent Gallup og ESB -

Ég er sammála Guðlaugi þingmanni Sjálfstæðisflokksins þegar hann spurði viðskiparáðerra á alþingi í vikunni í hvaða liði hann væri ? en þá hafði viðskiparáðherra sagt að þetta væri allt á ábyrgð okkar OG vegna Íslendinga -

Ég er sammála Birgittu þingkonu Bhr þegar hún skorar á Svandísi Svavarsdóttur umherfisráðherra og þingkonu VG að sitja hjá við atkvæðagreiðsluna um IceSave en hún dóttir Svavars Gestssonar sem fór fyrir nefndinni og er því Svandís vanhæf - það er klárt mál.

Niðurstaðan er þessi, EKKERT samráð var haft við stjórnarandstöðuna um þetta mál, fenginn var gamall alþýðubandalagsmaður til leiða nefndina OG því er þessi vondi samningur alfarið á ábyrgð SF og VG - það er klárt mál

Ég læt þetta duga í bili.

Óðinn Þórisson, 5.7.2009 kl. 10:42

7 Smámynd: Lárus Vilhjálmsson

Til hamingju með comeback ykkar ástsæla foringja, sem auðvitað kom ekki nálægt  bankakreppunni. Hann getur nú leitt baráttu IceSlave hreyfingarinnar (sem er líklega núna að skipuleggja sig í nýtt stjórnmálaafl D, B og O lista) í stríðinu við alþjóðasamfélagið, einangrun og áframhaldandi kreppu.

Lárus Vilhjálmsson, 5.7.2009 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 14
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 790
  • Frá upphafi: 869694

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 553
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband