Ætlar Jóhanna Sigurðardóttir ekki að axla ábyrgð ?

JóhannaJóhanna Sigurðardóttir formaður Samfylkingarinnar og forsætisráðherra hefur ekki enn axlað pólitíska ábyrgð á sínum hluta í hruninu. Hún var kosin á þing ´78, var í ríkisstjórn Geirs og var þar einn af 4 ráðherrum í nefnd um fjármál ríkisins - og því lykilráðherra þegar hrunið varð.
Hún getur sýnt fólki það að Samfylkingin raunverulega axli ábyrgð og biðjist aðsökunar á þeirra hlut í hruninu með því að Frú Jóhanna stigi til hliðar - ef ekki þá hefur Samfylkingin ekki klárað sinn hlut í hruninu gangnvart þjóðinni.


mbl.is Samfylkingin biðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Heill og sæll...

Tek undir með þér....

Þessar merkingslausu afsakanir eru afskaplega þreytandi....

Kveðja..

Halldór Jóhannsson, 4.12.2010 kl. 18:15

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þetta er nú meira en feyskin forysta $jálfstæðisflokksins hefur treyst sér.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 4.12.2010 kl. 18:17

3 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

.Oðinn..... ég er þer svo innlega SAMMÁLA.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 4.12.2010 kl. 19:26

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Sumir eru á því að nú sé komið að því að gefa stjórnmálaflokkunum endurhæfingarfrí frá ráðherrastólunum. Þetta er leiðin til þess: http://utanthingsstjorn.is/

Rakel Sigurgeirsdóttir, 5.12.2010 kl. 05:18

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Allt tal um utanþingsstjórn er mjög óraunhæft meðan ríkisstjórn sem styðst við þingmeirihluta er við völd.

Þegar atvik voru þannig að erfitt var að mynda ríkisstjórn sem studdist við meirihluta Alþingis eins og gerðist 1944, þá kann þetta að vera raunhæf leið en hún er ekki skynsamleg með hliðsjón af sjónarmiðunum um þingræði.

Utanþingsstjórn er mun veikari ríkisstjórn enda þarf hún að víkja fyrir vantrausti rétt eins og aðrar ríkisstjórnir sem ná ekki að verjast því.

Árið 1979 kom síðast til tals að mynda utanþingsstjórn eftir mjög langa stjórnarkreppu sem leystist þegar Gunnar Thoroddsen myndaði meirihlutastjórn. Það var þá talinn vera skárri kostur enda utanþingsstjórn þrautalending þegar annað stjórnarmynstur kæmi ekki til greina.

Vinstri stjórn Jóhönnu og Steingríms á mikinn heiður skilinn enda hefur árangurinn orðið meiri en vænst var til þrátt fyrir úrtöluraddir sem hafa verið bæði harðvítugar og oft mjög ósanngjarnar.

Skyldi fólk kasta grjóti á slökkvilið að störfum? Vinstri stjórnin hefur áorkað mjög miklu þrátt fyrir heiftúðglega gagnrýni.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 5.12.2010 kl. 12:57

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Takk fyrir commentin
Halldór - sammála þetta er innantómt og merkingarlaust plagg
Sóldís - takk fyrir innlitið
Rakel - þetta er eitthvað sem verður að skoða mjög vel
Guðjón - ég er ekki sáttur við ákveðna hluti sem eru en óuppgerðir hjá Sjálfstæðisflokknum. Það breytir því ekki að þessi umbótarskýrlsa er innantóm hjá SF ef ekki verður breytt um forystu í flokknum og svo dásamar þú ríkiisstjórn sem hefur ekkert gert nema vera fyrir atvinnuuppingu og hefur bara það eina að skattpína almenning - eins og þú veist þá verður engin endurreisn fyrr en þessi vinstri " velferðarstjórn " fer frá

Óðinn Þórisson, 5.12.2010 kl. 13:18

7 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ríkisstjórnin hefur gert meira en margir vilja viðurkenna. Af ávöxtunum skuluð þið þekkja þá!

Kv.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 5.12.2010 kl. 14:27

8 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Hverju skiptir þingmeirhluti í ljósi þess að traust almennings til Alþingis er í sögulegu lágmarki!?

Það var athyglisvert í stóru mótmælunum 4. okt. sl. að þegar fólk var spurt um það hverju það væri að mótmæla þá svaraði meiri hluti þeirra sem varð fyrir svörum að það treysti ekki núverandi stjórnvöldum né þingmönnum hinna flokkanna. Þetta fólk væri allt að vinna gegn almannahagsmunum. Margir viku að því sem heitir utanþingsstjórn þó þeir væru ekki klárir á því hvað þetta fyrirbæri heitir.

Viðbrögð stjórnvalda við því þegar þessi undirskriftarlisti kom fram vekur líka athygli. Sömu helgi og þessi undirskriftarlisti fór í loftið risu áróðurspennarnir upp og kölluðu þá sem standa að baki þessari kröfu tunnuterrorista og fasista. Guðni Th. Jóhannesson rak síðan smiðshöggið í Kastljósinu að kvöldi þingsetningardagsins 4. nóv. sl.

Það er ljóst að óraunhæfar hugmyndir eru ekki svaraverðar þannig að það er ljóst að krafan um utanþingsstjórn í þeirri stjórnmála- og samfélagskreppu sem við búum við núna er raunhæf hugmynd sem stjórnvöldum stendur stuggur af!

Meinbugurinn á þeirri stjórnskipunarhefði sem Sveinn Björnsson skapaði skipun utanþingsstjórnar árið 1942 er lýðræðislegur. Ég hef nú þegar skrifað þingmönnum tvö opin bréf þar sem ég legg það til að þeir skapi skipan utanþingsstjórnar lýðræðislegri umgjörð. Einn þingmaður tók vel í hugmyndina og setti það fram í bréfi sem hann sendi á mig og samstarfsfólk sitt á þinginu.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 5.12.2010 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 5
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 866902

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband