Besti flokkurinn

Þegar Best flokkurinn var stofnaður var hugmyndin að innleiða ný vinnubrögð og 34% Reykvínga kusu flokkinn.
Það verður ekki hægt að taka það af Besta flokkinum að hann hafi staðið við það. Og hver eru svo þessu nýju vinnubrög.
Ekkert samráð og samvinna hefur verið haft við foreldra og stjórnendur grunn&leikslóla vegna breytinga og hagræðinga. Þeirra skoðanir og hugmyndir hafðar að engu og fagleg vinnubrögð sett til hliðar fyrir tilviljunarkenndar lausnir án þess að skoða hvaða afleiðingar verða af þeim.
15.metra gjald til að sækja sorptunnur borgarbúa og nú verða þeir sem minna mega sín og ekki geta fært tunnurnar sjálfir að borga borginni aukagjald.
Og auðvitað finnst borgarfulltrúum Besta flokksins þetta allt alveg rosalega fyndið en ælti margir borgarbúum finnst Besti flokkurinn enn vera findinn - nú er leikarinn búinn að setja á sig tattú, fara í bleik jakkaföt, setja á sig varalit, hvað næst -
mbl.is Fékk aðeins eitt atkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Besta flokknum tókst ætlunarverkið, að sparka í rassgatið á flokksgæðingum sem gengu og ganga út á að fá atkvæðin á silfurfati og eru aldir upp við það síðan þeir voru á brjósti að það sé bara einn flokkur og þú kýst það sem mamma, pabbi, afi og amma kjósa. Sjálfstæðisflokknum tókst með snilld að krækja í meirihluta með Ólafi F. Magnússyni að skuldsetja borgina um 2 milljarða fyrir ljóðarskrípin á Laugavegi 4 - 6, það væri nú ekki leiðinlegt að þessi peningur væri til í dag, svo "The joke is all on X-D"

Sævar Einarsson, 19.3.2011 kl. 14:32

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sæll Sævarinn og takk fyrir commentið
Og nú hafa reykvíkingar boðað til táknræns fundar á þaki æsufells þar sem þessi skelfilegi meirihluti hóf sín störf.
Ólafi var boðið að verða borgarstjóri, það var hans að segja já eða nei.
Ætli honum hafi bara nokkuð huggnast að vinna með fólki eins og Degi og Svandisi - held ekki 
Enginn meirihluti hefur hækkað eins mikið álögur og skatta á almenning og þessi meirihluti.
EN þetta var meirihluti sem Dagur vildi og hefur leikarinn hótað að flytja til grænhöfðaeyja ef sjálfræðisflokkurinn kemst aftur til vald og eigum við ekki að vona að hann komst aftur til valda og Jón flytji til grænhöfðaeyja.
SF mun gefst upp á trúðunum á endan - það er klárt má.

Óðinn Þórisson, 19.3.2011 kl. 17:16

3 Smámynd: Sævar Einarsson

Sæll Óðinn.

Þú segir "Reykvíkingar boðað til táknræns fundar" hverjir skyldu standa á bak við þetta Óðinn? nóbódís úr engum flokki?, bara Jón og Gunna? nahhhh flokksþefurinn af þessu lyktar langar leiðir. Stólahrókeringar kosta alltaf peninga til að halda hinum sauðunum góðum, bentu mér á dæmi Besta flokksins sem hann hefur verið dreginn á sanaeyrum hins aðilans og það kostað Reykvíkinga hundruði milljóna. Fréttinn ef frétt skyldi kalla, meira svona PR stunt hjá flokksmellum hljómar svona "Boða til fundar á þaki Æsufells" "Samstarfshópur íbúa Reykjavíkurborgar ætlar að opna undirskriftarvef þar sem Reykvíkingar geta mótmælt tillögum um sameiningu og hagræðingu í skólakerfi borgarinnar. Hópurinn hefur boðað til blaðamannafundar á morgun á þaki Æsufells fjögur í Reykjavík, en það var einmitt á þeim stað sem meirihlutasamstarf Besta flokksins og Samfylkingarinnar var kynnt í maí í fyrra. Á fundinn verða sérstaklega boðaðir allir borgarfulltrúar, varaborgarfulltrúar og borgarstjóri. frettir@ruv.is" p.s. Ólafur F var í meirihlutastjórn með Degi og Svandísi í svokallaða Tjarnarkvartett en fékk ekki nógu góða bitlinga eða þau ekki fundist þau fá nógu góða bitlinga og það splundraðist, sennilega vegna þess að honum var boðinn betri díll með Sjálfstæðisflokknum? Vonandi mun Besti flokkurinn gefast upp á SF og X-D og Besti taki upp samstarf.

Sævar Einarsson, 19.3.2011 kl. 17:53

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sæll Sævarinn
Það er mjög líklegt að eitthvað af þessu fólki tengist einhverjum stjórnmálasamtökum ég útiloka það ekki.
Ef það er svo að Besti sem er stærsti flokkurinn í ráðhúsinu standi ekki í lappirnar gagnvart SF þá er það miður en  besti aftenti SF 70% af fjármagni borgarinnar.
Ætli það hafi ekki verið erfitt að segja nei við því að segja já við að verða borgarstjóri en munu tjarnarkvartettinn var þegar upp úr slitnaði ekki enn búinn að búa til stefnusrká þannig að það segir heilmargt um þennan fjalska kvartett.
Það verður að koma í ljós hvor gefst upp á hvorum á undan EN þetta er dauðdæmt dæmi EN við sjáum hvað gertis Hanna Birna hættir sem forseti borgarstjórnar 1.júni ef ekki verða gerðar breytingar á samstarfinu milli allra flokka í borgarstjórn -

Óðinn Þórisson, 20.3.2011 kl. 08:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 6
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 866903

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband