Er hægt að taka mark á umboðslausu stjórnlagaráði ?

Þetta er sú spurning sem íslenska þjóðin spyr sig að í dag. Vissulega eru margar af þeim tillögum sem þetta umboðslausa stjórnlagaráð hefur komið fram með góðar og gætu leitt til nauðsynlegra breytinga.

En eftir situr að hæstiréttur dæmdi stjórnlagaþingskosningarnar ógildar.

Það verður því að draga verulega í efa umboðs þessa fólks til að leggja tillögur fyrir þjóðina um breytingar á stjórnarskránni.


mbl.is Umræður á Alþingi verði tvær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Er ekki best að horfa á málefnin í staðin fyrir formsatriðin.  Sú staðreynd að það kassinn var ekki læstur með réttum lás og það voru ekki nógu há skilrúm á milli kostningaklefana á ekki að hafa áhrif.

Þetta er svona svipað og ráðast á manninn en ekki málefnið.

Sleggjan og Hvellurinn, 13.7.2011 kl. 17:48

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Umboð þessa fólks er skýlaust og hafið yfir allan vafa annara en sjálfstæðismanna. Alþingi og ríkisstjórn hefur umboð frá þjóðinni og þetta fólk er að starfa samkvæmt skipun frá ríkisstjórn. Það er undarleg árátta að telja dóm Hæstaréttar um gildi kosninganna hafa tekið skipunarvaldið af ríkisstjórninni.

Það hefur ekki farið framhjá þjóðinni að sjálfstæðismönnum hugnast ekki meira lýðræði en við búum við. Þeir bera ennþá í brjósti þá von að komast í ríkisstjórn og vilja ekki láta trufla sig þegar þeir byrja að taka til hendinni.

Það er hellingur eftir af eigum ríkisins sem þarf að koma á réttar hendur.

Árni Gunnarsson, 13.7.2011 kl. 19:31

3 Smámynd: Vendetta

Bjarni Freyr, Það var meira en þetta tvennt, m.a. að frambjóðendur fengu ekki að vera viðstaddir upptalninguna, sem var átalið af Hæstarétti. Engar niðurstöður voru birtar varðandi hversu mörg atkvæði hver frambjóðandi fékk og í hvaða röð, svo að niðurstöðurnar gætu verið tékkaðar. Það bendir allt til þess, að það var stórfellt kosningasvindl í gangi. Enda var tilgangurinn að sölsa landið inn í ESB gegn vilja meirihluta þjóðarinnar.

Árni, ég veit ekki hvað þú et að blanda Sjálfstæðisflokknum inn í þetta. Stjórnlagaþingskosningarnar og stjórnlagaráðið eru vanskapningar, stjórnað af fimmtu herdeildinni á þinginu, Samfylkingunni.

Vendetta, 13.7.2011 kl. 20:00

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Takk fyrir commentin
Sleggjan og Hvellurinn - vissulega er rétt að horfa á málefnin og gef ég umboðslausa fólkinu kredit fyrir að koma farm með góðar tillögur.
Innanríkisráðherra bar ábyrgð á framkvæmt kosniganna og þau geta gagnrýnt hann fyrir að þau eru umboðslaus.
Árni - þetta fólk hefur ekki umboð þjóðarinnar og er þvi algjörleg umboðslaust en hefði haft það sem stjórnlagaþingsmenn.
Það huggnast greynilega ekki öllum að Sjálfstæðisflokkurinn hefur bent á þessa tilgangslaus sýningu rikisstjórnarinnar að afvegaleiðaþjóðina frá getuleysi sínu og þetta mun ekki skila neinu nema útgjöldum fyrir okkur skattborgarna og ég gæti alveg hugsað mér að eyða þeim í eitthvað sem skiptir máli.
Meira lýðræði, er það meira lýðræði þegar tæra vinstri stjónrin vildi ekki leyfa þjóðinni að segja til hvort farið yrði af stað í esb - ferlið eða þegar ríkisstjórnin barðist gegn því að þjóðin mætti á kjörstað þegar greiða átti atkvæði um svikasamning Svavars.
Það er alþingi sem á að fjalla um hugsanlegar breytingar og gera þá þær breytingar sem þarf að gera ef þá einhverjar þá þarf yfir höfðuð að gera.
Ríkisrekstur hvað viltu sovét - ísland nei einkarekskur - lægri skatta á hemili og fyrirtæki og setja framkvæmdir i fullan gang eins og Helguvík

Óðinn Þórisson, 13.7.2011 kl. 20:12

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sæll Vendetta - það er eflaust margt sem á eftir að koma í ljós varðandi þessa stjórnlagaþingskosningu EN þetta var fyrst og fremst esb - trúarbragðaflokkurinn sem vildi þetta og hækjan ( vg ) gerir bara eins og sf vill enda gerir flokkurinn allt til að halda í það sem skiptir flokkinn mestu máli þ.e halda völdum.

Óðinn Þórisson, 13.7.2011 kl. 20:44

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Vendetta

Taktu nú niður ESB gleraugun. Það sníst ekki allt um það.

Djöfull hlítur lífið þitt að vera sorglegt alla daga ef þetta er það eina sem þú hugsar um.

Er ekki mikilvægast af öllu að koma atvinnulífinu af stað? Hvernig væri að beita þér í þeim málum í staðinn fyrir að bölvast í ESB alla daga út og inn.

Sleggjan og Hvellurinn, 13.7.2011 kl. 22:36

7 Smámynd: Óskar Guðmundsson

H & S.

Situr einn eða fleir ykkar fjórmenninganna í stjórnlaganefndinni?

Óskar Guðmundsson, 13.7.2011 kl. 22:36

8 Smámynd: Vendetta

Heyrðu, Sleggja, ég hugsa um ótal marga hluti allan daginn og vinn hörðum höndum. Ég hef mörg áhugamál, og ESB-andstaða er aðeins eitt af því.

En varðandi atvinnulífið, þá hefur það sannazt, að á meðan ríkisstjórn Jóhönnu Sig. er við völd, þá muni hjól atvinnulífsins vera pikkföst. Ríkisstjórnin fékk öll tækifæri upp í hendurnar, þurfti ekki að gera nein kraftaverk, en klúðraði öllu.

Vendetta, 13.7.2011 kl. 23:07

9 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sleggjan og Hvellurinn - esb er stærsa málið í dag og því eðlilegt að menn tengdi alla sem viðkemur sf því
Óskar- ætli flestir hafi ekki kynnt sér störf þessa umboslausa stjórnlagaráðs
Vendetta - sammála meðan ríkisstórn fyrrv. flugfreyju er við völd munu hjól atvinnulífis ekki fara af stað -

Óðinn Þórisson, 14.7.2011 kl. 07:37

10 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Sammála.

Þetta er hræðilieg ríkisstjórn og VG þingmen og vinstri armur XS er að halda atvinnulífinu í gíslingu.

Sleggjan og Hvellurinn, 14.7.2011 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 176
  • Sl. sólarhring: 237
  • Sl. viku: 1123
  • Frá upphafi: 869485

Annað

  • Innlit í dag: 122
  • Innlit sl. viku: 804
  • Gestir í dag: 113
  • IP-tölur í dag: 111

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband