Flokksskoðun Kristjáns Möllers

Kristján Möller  þingmaður hefur verið einn af 2 þingmönnum Samfylkingarinnar sem ég hef getið borið einhverja virðingu fyrir.
Hann verður að eiga það við sjálfan sig þá ókurteisi sem hann sýndi Sigmundi Davíð á Sprengisandi í morgun - en það er áhygguefni þegar þingamður sem ég hélt að hefði sjálfstæða skoðun nánast kemur fram með flokksskoðun sem hann hefur fengið senda í fjölpósti frá forystu flokksins.
En Sigmundur Davið kom flottur út úr þessum þætti og var sínum flokki til mikilla sóma en ef Kristján Möller formaður atvinnueganendar meinar eitthvað með þessu um samráð þá er kominn tími til að hann sýni það ekki bara í orði en líka í verki.

Styður Kristján að áratugsvinnu við rammaáætlun sem kostaði um 1.milljarð verði sturtað niður vegna þröngra pólitískra hugsjóna- Svandísar lögbrjóts og flokksystur hans Katrínar Júlíusdóttur.
mbl.is Evran engin lausn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Eftir þetta blogg þitt hlustaði ég á sprengisandsþáttinn, og þvílíkur kjáni sem þessi maður er, fastur í gömlum frösum, orðin skrækur af æsingi og dónalegur fram úr hófi.  Sigmundur Davíð var eiginlega farin að hlæja að karlinum, fékk varla að svara.  Ég held að S ætti ekki að senda þennan mann í að verja gjörðir sínar, hann setti bara spóluna af stað og bullaði. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.4.2012 kl. 16:43

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ásthildur - KM er krati - sú stefna sem nú er framfylgt í SF er í raun ÞJóðavkastefnan - aukin ríkisafskipti - KM hefur enn ekki svarað JS eftir að hún rak hann úr ríkisstjórn líkt og ÁPÁ er að gera í dag - hann er að mínu mati að tala gegn sinni sannfæringu og kemur því illa út.
Miða við það sem ég hef heyrt eru mikil átök innan flokksins og KM hefur því miður enn ekki haft bein í nefinu til að segja hingað og ekki lengra við atvinnustoppstefnu VG.
Hann hefur öll tök á því sem formaður atvinnuveganefndar að koma góðum málum fram - í samstarfi við x-d og x-b EN hann þarf þá að sýna kjart og þor sem ég held að hann hafi ekki.

Óðinn Þórisson, 22.4.2012 kl. 18:09

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Að mínu mati er þessi maður frekar illa gefin og kjarkleysið staðreynd því miður.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.4.2012 kl. 18:12

4 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Ég hlustaði á Sprengisand í morgun og ég hjó eftir að Sigmundur ítrekaði stöðugt um fjöldapóst sem sendur var á flokksmenn SF, þe. póstur sem innihélt frasa sem flokksmenn ættu stöðugt að hamra á í umræðunni. 

Mér fanns Kristján Möller tala í frösum,en ekki skv. manni sem hefur sjálfstæða skoðun. Flokksaginn hlítur að vera afgerandi sterkur í þessum flokki,því bullið sem kemur frá hverjum þingmanni þessa flokks er samabullið og kemur frá Jóhönnu og hennar forystu.  Þessi  flokksagi endurspeglar, og yfirvinnur greindarfar  þessara þingmanna, og setur þá niður.

Einnig er möguleiki á því að þeir geti ekki hugsað neina sjálfstæða hugsun.

Ég hallast að þeim möguleika.

Eggert Guðmundsson, 22.4.2012 kl. 18:22

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Möllerinn virðist hafa haft samskiptasíðu fyrir framan sig og lesið það sem fyrir hann var lagt.  Ég hef aldrei upplifað aðra eins lágkúru.  Að þessi maður hafi verið ráðherra er bara eftir öðru á þessum síðustu og verstu tímum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.4.2012 kl. 18:27

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ásthildur - held að hann sé ágætlega gefinn en sammála kjarkelysið er algert.

Óðinn Þórisson, 22.4.2012 kl. 18:53

7 Smámynd: Óðinn Þórisson

Eggert - alla tíð hefur verið talað um að JS geti ekki unnið með öðru fólki - þar sem er ekki reiðubúin að fara aðra leið en hennar.
Það er alveg klárt að það er búið að gefa út flokksskoðun í flokknum og þvi fylgja flokksmenn skylirðislaust.

Það verður samt forvitninlegt að fylgjast með ÁPÁ hvort hann hafi kjarkinn til að standa gegn JS eða lippast hann niður undir flokksaga JS.

Óðinn Þórisson, 22.4.2012 kl. 19:02

8 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Sæll Óðinn. Það verður aldrei neitt forvitnilegt við ÁPÁ.  Hann er sami sauðurinn hvort sem hann lyppast niður eða ekki.

Eggert Guðmundsson, 22.4.2012 kl. 19:52

9 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Rammaáætlunin á að vera óhreifð. Við þurfum ekki vitlausa stjórnmálamenn að krukka í þessu.

Stjórnin stendur það veik að það er hægt að hóta mönnum illu. VG hefur taumhald á þessari stjórn og kemst upp með hvaða bull sem er

rétt er þetta óðinn  "atvinnustoppstefnu VG."     þetta er rót vandans í dag

Við þurfum að koma VG frá ef Ísland á að eiga möguleika í framtíðinni.

Sleggjan og Hvellurinn, 23.4.2012 kl. 00:33

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Eggert - ef ÁPÁ rífur hausinn úr rassgatinu og segir stopp þá stefnu sem Jóhönnustjórnin er að framfylgja þá á hann tækifæri að reisa við viðringu sjálfs síns

Óðinn Þórisson, 23.4.2012 kl. 17:28

11 Smámynd: Óðinn Þórisson

S&L - rammáætlun verður að fá að standa - hún átti að vera leið til sátta og standa af sér ríkistórnir - bæði Rannveig Rist og Hörður Arnarson hafa sagt að ekki eigi að hrreyfa við henni.
VG er einfaldlega stórhættulegur stjórnmálaflokkur.

Óðinn Þórisson, 23.4.2012 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 353
  • Frá upphafi: 870010

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 253
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband