Óvinsældir Jóhönnu tryggir Ólafi Ragnari endurkjör

Ef eitthvað er að marka þessa skoðanakönnun er nokkuð ljóst að ÞóruFramboðið er sneipuför.

Þessar kosngar eru hluti af uppgjörinu við Jóhönnustjórna - Jóhanna mun eiga sinn stóra þátt í því að ÓRG verði endurkjörnn og samkvæmt þessu með hreinan meirihlua atkvæða.

Er það EKKI eitthvað sem Jóhanna þarf að hugleiða ?

Mörg orð um EKKI neitt hefur verið kosningabaráttu ÞóruFramboðsins.

Forsetaframbjóðandi sem þorir EKKI að hafa skýrar skoðanir á máum er EKKI valkostur.

Sá möguleki er vissulega til staðar að Þóra verði kjörin - ætlar þú að taka þátt í því ?


mbl.is Afgerandi forysta Ólafs Ragnars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei ekki ég.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.6.2012 kl. 22:49

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það eru sem betur fer fleiri í framboði en Ólafur og Þóra. Er fólk ekki búið að frétta af því, að í framboði eru 6 einstaklingar?

Þarf kannski að telja þá alla 6 upp með nafni og bakgrunni á blogginu, til að fólk átti sig á því?

Hvers konar pólitísk áróðurs-steypa er þetta eiginlega hjá fullorðnu og, að talið er, viti bornu fólki á Íslandi? Eru allir hreinlega að ganga af síðustu göflunum og hjörunum í þessum forsetakosningum?

Það verður að segjast eins og er, að fjölmiðlum hefur síður en svo farið fram eftir hrun, og það er umhugsunarverð framhalds-þjóðartortímingar-brenglun.

Vilja bara allir fá 0któber 2008 aftur?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 28.6.2012 kl. 23:22

3 Smámynd: Skúli Víkingsson

Það væri óskandi að einhver kynnti sér það hvað það er sem getur hafa valdið þessari fylgisþróun. Í kosningunum 1952 tókst Ásgeiri og hans fólki að koma því svo fyrir að hann væri maður fólksins gegn þeim sem valdið höfðu. Kosningasigur Kristjáns 1968 var með svipuðum formerkjum. Frammámönnum vinstri flokkanna sem stóðu á bak við það framboð tókst að halda sér nægilega ti hlés. Núna hafa vinstri menn hamast gegn ÓRG og fyrir Þóru með þeim afleiðingum að framboð Þóru fær á sig þann blæ að þar sé á ferðinni framboð valdsins.  Ekki bætti úr fyrir framboð hennar þegar stórlaxar í Sjálfstæðisflokknum lögðust á sömu sveif.

Skúli Víkingsson, 28.6.2012 kl. 23:23

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta Þóruframboð hefur frá upphafi haft á sér samfylkingarblæ og framboðsræður hennar bera vitni um það. Kjaftavaðall án þess að segja nokkurn skapaðan hlut með skýrum hætti. 

Talandi hennar fer í taugarnar á mér en hann breyttist eftir að hún fór í framboð. Undarlegur tónn eða syngjandi sem á að vera einhverskonar áhersla hjá henni. Fáránlegt.

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.6.2012 kl. 00:06

5 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já Óðinn hann Hr.Ólafur Ragnar er með mikið forskot og mun hann fá mitt atkvæði einfaldlega vegna þess að hann er búinn að sína mér og Þjóðinni minni það að með vilja meirihlutans stendur hann og mun gera.

Þetta eru ekki nema 4 ár sem um er að ræða. Þjóðin veit hvar hún hefur sitjandi Forseta í dag sem er gífurlega mikilvægt og hefur það allt að segja núna vegna þess að sitjandi Ríkisstjórn er ekkert annað búin að gera en að svíkja Þjóðina sína íllilega í bakið og virðist ekkert vera á leiðinni með að hætta því, fólk er meir meir farið að óttast næstu gjörðir Ríkisstjórnar vegna þess að allar hennar aðgerðir kippa stöðugleika í burtu...

 Þessi mikli stuðningur sem er á bakvið hann Hr. Ólaf Ragnar segi ég að sé vegna aðferðarfræði Ríkisstjórnarinnar sem hefur byggst upp á því að grafa undan stöðugleika...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 29.6.2012 kl. 00:14

6 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Allt betra en verkfæri Samfylkingarinnar.

Ragnar Gunnlaugsson, 29.6.2012 kl. 08:26

7 Smámynd: Óðinn Þórisson

Það er ekki valkostur Ásthildur að kjósa Þóru.

Óðinn Þórisson, 29.6.2012 kl. 13:22

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Anna Sigríður - það er alltaf gott þegar fólk er reiðubúið að gefa kost á sér til þings&sveitarstjórna eða forseta.

Það er svo hlutverk frambjóðandanna að koma sjálfum sér á framfæri og nýta þau tækifæri sem þeim gefst til að koma sínum skoðunum á framfæri.

Það er hæpið að kalla kosngabaráttu áróðurssteypu - en vissulega hefur pólitíkn komið meira inn í þessar kosnigar en fólk hefði viljað en það er eðlilegt miðað við hvaða ríkisstjórn er í landinu.

Óðinn Þórisson, 29.6.2012 kl. 13:30

9 Smámynd: Óðinn Þórisson

Skúli - ath.verð pæling hjá þér og vissulega hofir fólk á þetta þannig að ÓRG sé frambjóðandi fólksins meðan ÞA sé frambjóðandi Jóhönnustjórinnar og hefur hún vissulega tapað á því.

Óðinn Þórisson, 29.6.2012 kl. 13:32

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Gunnar Th - fylgið sem ÞA mældist með í byrjun var vegna Útsvars&Kastljós konunnar sem öllum líkað bara nokkuð vel við.
En svo fór hún að koma fram og það var EKKERT innihald bara tóm mörg orð.

Óðinn Þórisson, 29.6.2012 kl. 13:36

11 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ingibjörg Guðrún - þjóðin veit hvar hún hefur ÓRG og fyrri hvað hann stendur og treystir honum.
Þegar fólk kemur inn í kjörklefann þá mun það kjósa gegn Jóhönnustjórninni og setur x - við ÓRG
Dæmin sýna það að það er EKKI hægt að treysa eða trúa nokkru sem kemur frá Jóhönnustjórninni enda er hún dag bara hagsmunasamtök um völd.

Óðinn Þórisson, 29.6.2012 kl. 13:39

12 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ragnar - sammála NEI við ÞA.

Óðinn Þórisson, 29.6.2012 kl. 13:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 866897

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband