Jóhanna Sigurðardóttir hættir - Takk fyrir

JóhannaYfirlýsing Jóhönnu um það að hún hyggst hætta afskiptum af stjórnmálum eftir þetta kjörtímabil kemur mér vissulega töluvert á óvart.
Jóihanna hefur setið á alþingi íslendinga síðan 1978 og veður 70 ára þann 4.okt.
Það er alveg ljóst að hvaða skoðun sem menn hafa á henni þá verður sjónarsviptir af henni enda hefur hún átt langan stjórnmálaferil og hefur unnið margt gott fyrir hag íslensku þjóðarinnar.
Það er á þessum tímamótum rétt að þakka Jóhönnu fyrir sín störf og óska henni og fjölskyldu hennar gæfu og verlfarnaður í framtíðinni.

Nú tekur við formannsslagur í Samfylkingunni og það er tveir einstaklingar sem ég tel að eigi mesta möguleika annasvegar Katrín Júlíusdóttir og hinsvegar Sigríður Ingibjörg.

Spennandi tímar eru framundan hjá Samfylkunni og það mun klárlega gera flokknum mjög gott að það fari fram endurnýjun að forystu flokksins.


mbl.is Jóhanna ætlar að hætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Nú kemur í ljós hveru Samfylkt þau eru þessi flokkabrot.

Hverjir fara í framboð og hverjar verða afleiðingarnar?

Árni Páll á eftir að bjóða sig fram - Þjóðvaki brotnar frá og jafnvel eitthvað meira. Hann er þó frambærilegastur þeirra sem eftir eru enda ekki með BA í einhverju laxfiskakynlífi eða masterspróf í siðblindu.

Össur býður sig fram - allt fer í rúst. Traust á hann er lítið. Enginn veit hvenær hann lýgur eða segir satt.

Helgi Hjörvar býður sig fram - ? Það er einna helst að hann geti sameinað brotin. Hann er jú einu sinni tvíblindur (bæði löglega og sið).

Kristján, Björgvin og Guðbjartur geta illa boðið sig fram þar sem þeim hefur orðið fóta- og greindarskortur á Evrópumálikvarða.

Aðrir eru í raun hjáróma peð og vegna eilífra hrókeringa undanfarin ár, ekki með neina reynslu af neinu nema yfirborðsþvaðri.

Óskar Guðmundsson, 27.9.2012 kl. 16:24

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Óskar - Samfylkingin er búin til úr Kvennalistanum, Þjóðvaka, Alþýðuflokknum og Alþýðubandalaginu og sumir vilja meina að Þjóðvaki ráði flokknum í dag.

Það mun vissulega skipa máli hver verður formaður flokksins, Árni Páll mun bjóða sig fram en að mínu mati ekki líklegur - t.d hvort nýr formaður muni gera hið sama og Jóhanna að útiloka Sjálfstæðisflokkinn.

Samfylkingin er jafnaðarmannaflokkur en hefur að mínu mati farið of mikið til vinstri undir foystu Jóhönnu þannig að eflaust væri Katrín líklegust til að vera sáttasemjari og sætta ólíkar skoðanir innan flokksins.

Óðinn Þórisson, 27.9.2012 kl. 17:10

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Hið besta mál að losna við hana úr pólitík segi ég og þó að fyrr hefði verið...

Ég held að það geti fáir þakkað henni fyrir vel unninn störf  þar sem gjörðir hennar hafa byggst á því að beyta lygum til að ná sínu fram...

En það er vissulega hægt að þakka henni þessa ákvörðun vegna þess að hún ein og sér gefur Samfylkingunni von um að lifa áfram sem flokkur...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 27.9.2012 kl. 17:14

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ingibjörg Guðrún - Jóhanna varð formaður vegna veikinda Ingibjargar Sólrúnar - þetta er mjög skynsamleg ákvörðun hjá Jóhönnu, vissulega búin með sinn tíma í stjórnmálum og líka það að gera sér grein fyrir því að flokkurinn verður sterkari með brotthvafi hennar.
Jóhanna hefur farið sínar leiðir og ekki hef ég alltaf verið sammála henni - fjarri því en hún mun nú fá tíma í lok síns stjórnmálaferlis hvað hún hefði getið gert betur og öðruvísi eins og t.d þegar hún hvatti þjóðina til að mæta ekki á kjörstað vegna Svavarssamingsis og að hafa í tvígang hafnað því að þjóin fái að koma að hvort aðidarviðræðum við esb verði haldið áfram.

En rétt að þakka henni fyrir sín störf fyrir land og þjóð - hún hefur eins og allir mannlegir hefur get mistök en þetta er góð ákvörðun hjá Jóhönnu - tekur flokkinn fram fyrir sig.

Óðinn Þórisson, 27.9.2012 kl. 17:26

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Gott mál laus við þennan gamla pólitíkus.

Sigurður Haraldsson, 27.9.2012 kl. 17:45

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigurður - það hefur verið talað um nýja ísland og þetta því rökrétt ákvörðun hjá Jóhönnu sem svo sannarlega er hluti af gamla íslandi.

Óðinn Þórisson, 27.9.2012 kl. 17:57

7 Smámynd: Ívar Pálsson

Óðinn, ég vitna í sjálfslýsingu þína: "Sjálfstæðismaður og hafna algjörlega aumingjastefnu Jóhönnustjórnarinnar". Samt kemur í færslunni "...þá verður sjónarsviptir af henni enda hefur hún átt langan stjórnmálaferil og hefur unnið margt gott fyrir hag íslensku þjóðarinnar. Það er á þessum tímamótum rétt að þakka Jóhönnu fyrir sín störf".

Annaðhvort næ ég ekki þeirri kímni eða þú kýst að hunsa þau óþarfaverk sem hún lætur rigna yfir þjóðina trekk í trekk. Ekki á hún þakkir slildar amk. fyrir síðasta tímabilið sitt, þar sem kastar tólfunum.

Jóhönnu yrði þó þakkað ef hún hætti strax svo að veturinn gæti bjargast í stað þess að rústa málum fram á vor.

Ívar Pálsson, 27.9.2012 kl. 18:26

8 Smámynd: Ívar Pálsson

Afsakið: "...ekki á hún þakkir skildar". Verður ekki nóg ítrekað!

Ívar Pálsson, 27.9.2012 kl. 18:28

9 Smámynd: Sólbjörg

Jóhanna er sannarlega ekki að taka flokkinn fram fyrir eigin hagsmuni, þvert á móti. Samfylkinging er strand með sitt eina stefnumál sem er að ganga í ESB. Þegar Jóhanna er búin að koma þjóðinni í svaðið og Samfylkingunni líka lætur hún sig hverfa, skil að hún treysti sér ekki í kosningavetur.

Jóhanna hefur ekki starfað fyrir land og þjóð sem forsætisráðherra, en ítrekað hefur hún unnið með öllum ráðum gegn land og þjóð. Geir Haarde var dregin fyrir Landsdóm hvað með Jóhönnu?

Sólbjörg, 27.9.2012 kl. 18:37

10 Smámynd: Ívar Pálsson

Ofangreint varð tilefni vísu:

Þjóð okkar með þunga byrði

Þakkar stjórnarmynstri

Arfleifðin er einskis virði

Enda öll til vinstri

ÍP

Ívar Pálsson, 27.9.2012 kl. 18:52

11 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ívar - ég hef alla tíð þessarar ríkisstjórnar talað gegn henni og mun gera það áfram - ég tel þó svo ég eigi enga hugmyndafræðilega samleið með henni finnst mér rétt að þakka henni fyrir sín störf - hún hefur eflaust gert sitt besta - en það var einfaldlega ekki nógu gott eins og flestir íslendingar geta verið sammála - hvort það sé gott fyrir Sjálfstæðisflokkinn að hún hætti sem formaður Samfylkingarinnar skal ég ekket segja til um - held að þessi ákvörðun sé að hluta til komin vegna þrýstings frá sínu samflokksfólki enda var það samkomulag í sínum tíma að þetta væri bara til þessa kjörtímabils.
Auðvitað væri það réttast fyrir hana að hætta sem fyrst og landsfundur flokksins færður fram þannig að nýr formaður gæti tekið við sem fyrst.

Óðinn Þórisson, 27.9.2012 kl. 19:16

12 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sólbjörg - það er vissulega eitthvað sem hún mun bera á sínu baki í framtíðinni - landsdómsmálið - fyrstu pólitískur réttarhöldin lýðveldissögunni - eins og ég segi hér að ofan í svari mínu við commetnu hjá ívari þá hefur hún eflaust gert sitt besta - esb - máið er komið á endastööð vegna ólýðræðislegra vinnubragða Jóhönnustjórnarinnar þar sem vg setti stefnu sína í evrópumálum til hliðar fyrir völd.

Óðinn Þórisson, 27.9.2012 kl. 19:20

13 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Óðinn vissulega rétt hjá þér að það ber að þakka henni fyrir störf sín hvernig sem þau hafa svo reynst Landi og Þjóð þá fellst ég á að þakka beri henni...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 27.9.2012 kl. 19:47

14 Smámynd: Ívar Pálsson

Óðinn, ég get ekki annað en verið ósammála þér með þakkirnar til Jóhönnu Sigurðardóttur, þar sem stefna og aðgerðir hennar sem forsætisráðherra hafa valdið og munu valda þjóðinni verulegu beinu og óbeinu tjóni. Þar að auki má ekki gleyma beinum ómannúðlegum aðgerðum, eins og að standa fyrir Landsdómsmálinu gegn Geir H. Haarde einum en ekki samflokksfólki hennar. Henni var í lófa lagið að draga það til baka en gerði ekki. Það verður seint fyrirgefið og aldrei þakkað.

Ívar Pálsson, 27.9.2012 kl. 20:02

15 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ingibjörg Guðrún - Jóhanna er lélegasti forsætisráðherra lýðveldissögunnar og stærstu miskök hennar var að efna til ófriðar og sundurlyndis þegar sátt og samstaða var í boði.

Óðinn Þórisson, 27.9.2012 kl. 20:27

16 Smámynd: Óðinn Þórisson

ívar - atvinnustefna Jóhönnustjórnarinnar , skuldavandi heimilanna, Svavarsamigurinn, Rammaáætlun og ESB - málið - allt mál sem hún hefur engan vegin staðið sig í .

Landsdómsmálið var skandall - lítilmenninn í Samfylkingunni - Skúli Helgason, Sigriður Ingibjörg, Helgi Hjörvar og Óína sem hlífðu sínu fólki en vildu Geir í fangelsi. því hefur verið haldið fram að þetta hafi verið ákveið á þingflokksfundi Samfylkinarinnar að fara þessa leið - það er ekki óliklegt.
En Jóihanna er að hætta og hún mun hafa tíma til að fara yfir sinn ferfli - glíma við þá hefit og hatur sem er í hennar bjórsti í garð Sjálfstæðisflokksins - ég óska henni góðs bata í því.

Óðinn Þórisson, 27.9.2012 kl. 20:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 330
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 233
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband