NEI - 27.871 í ráðgefandi skoðanakönnun

Það verður vissulega að taka tillit til þeirra 27.871 sem sögðu NEI - svo ekki sé minnst á þá sem EKKI mættu á kjörstað og sýndu þar klárlega sína afstöðu og þar má spyrja sig hversvegna var það vegna þess að spurningarnar voru ekki nógu góðar ?

Það var vitað fyrir þessa ráðgefandi skoðanakönnun að Sjálfsæðisflokkurin studdi ekki vinnu umboðslaus stjórnlagaráð enda varla hægt að gera það eftir að hæstiréttur dæmi stjórnlagaþingskosningarnar ógildar og því aðeins nefnd á vegur meirihluta alþingis og ekki með umboð frá þjóðinni.

Var þessi tíma og peningaeyðsla ekki bara gjaldið sem Hreyf. krafist til að verja ríkisstjórnina falli og líka að Hreyf. þorir einfaldlega ekki í kosingar enda engin eftirspurn eftir þessu fólki.

Held að Jóhönnu hafi í sjálfu sér ekkert líkað illa við þessa ráðgefandi skoðanakönnun sem hún leiti eflaust á sem hluti af því að afvegaleiða fólk frá getuleysi ríkisstjórnarinnar.

mbl.is 66,2% sagt já á landsvísu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þetta er nú fáránleg samsæriskenning hjá þér varðandi þetta með Hreyfinguna. Þeta var hluti af þeim loforðum sem stjórnaflokarnir gáfu Framsóknarflokknum fyrir að verja minnihlutstjórn þerra falli árið 2009. Þetta var hluti af loforðum þeirra fyrir síðustu kosningar. Þetta ferli hófst með kosningum til stjórlagaráðs löngu áður en nokkrr þingmenn VG stukku frá borði og veiktu þennig þingmeirihluta Ríkisstjórnarflokkanna.

Stjórnlagaráð hafði fullt, formlegt og löglegt umboð Alþingis til sinna starfa. Það var því engan vegin um boðslaust.

Það er á engan hátt hægt að gefa sér hver er afstaða þeirra sem ekki mættu á kjörstað.  Hluti þeira hefur einfaldlega ekki skoðun á málinu. Huti þeirra nennti einfaldlega ekki að mæta og hluti þeirra komst ekki á kjörstað af einhverjum ástæðum. Gleymum því ekkik að það eru vetrarfrí í stórum hluta grunnskóla landsins akkúrat núna og þann tíma nota margir foreldrar grunnskólabarna til ferðalaga enda öll orlofshús stéttarfélaga bókuð þessa helgi. Vissulega hefði fólk geta osið utankjörstaða en það er alltaf þannig að stór hluti þeirra sem ekki kemst á kjörstað gerir það ekki.

Svo má einnig benda á að í þeim tilfellum sem gerðar voru skoðanakannanir á afstöðu fólks til tillagna stjórnlagaráðs þá var niðurstaðan svipuð og í kosningunni. Það re því klár vilji mikils meirihlta þjóðarinnar að svo sé.

Sigurður M Grétarsson, 21.10.2012 kl. 10:02

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigurður - nánast eina mál Hreyf. hefur verið breyting á stjórnarskránni - rétt að benda á það að stjórnarskráin var ekki það sem orsakaði það alþjóðlega efnahagshrun sem Ísland lenti í okt 2008.
Það voru fundir sem Hreyf. átti með oddvitum stjórnarflokkana og gera má ráð fyrir því að þetta hafi verið hluti af samkomulaginu um að Hreyf. felldi ekki ríkisstjórnina sem hefur það helsta markmið að halda völdum.
Spurningarnar buðu upp á það að margir ákváðu eflaust að sitja heima til að sýna m.a ónægju sína með spurningarnar - enda ekki skýrar spurningar sem gefa afgerandi niðustöðu eins og t.d þegar 98 % þjóðarinnar sögðu NEI við vinnubrögðum Jóhönnustjórnarinnar varðandi Svavarsamginn - margir telja að SJS hefði átt að segja af sér eftir það en það er önnur umræða.
Er það ekki þá umhugsunarefni að þessi dagsetning var valin með tilliti til að skólafrí er í grunnskólum landsins og vitað eins og þú bendir réttilega á margir ekki í heima.

Óðinn Þórisson, 21.10.2012 kl. 10:38

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það er einfaldlega rangt hjá þér að nánast eina mál Hreyfingarinnar hafi verið breyting á stjórnarskránni. Þeir hafa líka verið mikið að vinna í skuldamálum heimilanna og mörgum öðrum málum.

Það sýnir sig best á landsdómsmálinu að það eru ekki skýrar reglur um það hvernig ríksstjórnin á að starfa og má leiða líkum af því að viðbrögð stjórnvalda við vandanum hafi verið máttlausari en annars hefði verið af þeim sökum. Það vantar til dæmis alveg ákvæði um það hvernig aðrir ráðherrar í ríksstjórn geti brugðist við ef forsætistráðherra er ekki að standa sig í að boða til funda um málið eins og Geir var dæmdur fyrir.

Hvað varðar fyrri Icesave þjóðaratkvæðagreiðsluna þá lá þegar fyrir þegar hún var haldinn að Bretar og Hollendingar voru búnir að ljá máls á betri samningi. Því voru ekki 98% þjóðarinnar að hafna samningi í þeirri atkvæðagreiðslu heldur vildu fá hinn samninginn. Það var allavega það sem réði úrslitum um það að ég sagði nei í þeirri þjóðaratkvæðagreiðslu og innig hjá flestum sem ég þekki.

Ég held að valið á dagsetningunni hafi einfaldlega verið klúður en ekki vísvitandi leið til að draga úr kosningaþátttöku. Ég held að menn hafi veirð að huga að því að margir stjórnmálaflokkar ætluðu að vera með prófkjör í nóvember og hafi því viljað klára málið fyrir þann tíma en ekki áttað sig á þessu með skólafríin.

Ég hugsa að stærstur hluti þeirra sem sátu heima hafi gert það vegna þess að kosningin var ráðgefandi en ekki bindandi og að menn hafi einfaldlega ekki trú á því að neitt verði gert við niðurstööðuna frekar en að menn hafi verið óánægðir með spurningarna.

Sigurður M Grétarsson, 21.10.2012 kl. 18:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 41
  • Sl. sólarhring: 112
  • Sl. viku: 424
  • Frá upphafi: 869994

Annað

  • Innlit í dag: 28
  • Innlit sl. viku: 296
  • Gestir í dag: 28
  • IP-tölur í dag: 28

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband