Birgitta segi af sér

Birgitta eins og allir vita er ekki kristannar trúar og mætir ekki í Dómkirkjuna ásamt öðrum þingmönnum þegar þing kemur saman -  en hinir 2 þingmenn Hrey. gerðu það reyndar líka- en nóg um það.

Rétt þetta eru alvarlegar ásakanir sem Steinunn Valdís leggur fram á Birgittu, Birgitta hlítur að draga sig í hlé og hugleiða mjög alvarlega að segja af sér.

mbl.is Alvarlegar ásakanir Steinunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Austmann,félagasamtök

Það var engin eftirsjá að Steinunni Valdísi, þegar hún hætti þingmennsku. Ég er heldur ekkert mjög hrifinn af Birgittu vegna stuðnings hennar við fyrri ríkisstjórn, en af tvennu illu ...

Austmann,félagasamtök, 10.9.2013 kl. 22:49

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hvort sem það er eftirsjá að Steinunni eða ekki, þá tel ég mi þekkja Birgittu það vel að þessi ásökun á ekki við rök að styðjast.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.9.2013 kl. 23:15

3 identicon

Jú, ég er alveg viss um það að Birgitta segi af sér og gangi að auki inn í Þjóðkirkjuna.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 10.9.2013 kl. 23:56

4 Smámynd: rhansen

Þegar Birgitta er annars vegar trúi eg öllu ..enda hefur hún synt sig að ýmsu misgáfulegu og ekki henni allt  til framdráttar  !! .... Steinunn ??

rhansen, 10.9.2013 kl. 23:57

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Birgitta segi af sér

En ekki Steinunn... eða ? Hvernig á maður að leggja skilning í þetta hjá þér???

Please explain please. :)

Guðmundur Ásgeirsson, 11.9.2013 kl. 01:42

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það var engin eftirsjá að Steinunni Valdísi, þegar hún hætti þingmennsku.

Steinunn lifir ennþá góðu lífi og vinnur núna í innanríkisráðuneytinu við opinbera stefnumótun á fínum launum.

Eigum við einhvernveginn að vorkenna henni, eða hvað? Please explain please...

Guðmundur Ásgeirsson, 11.9.2013 kl. 01:43

7 Smámynd: Óðinn Þórisson

Austman félagasamtök - það vita það allir sem vilja vita það að flokkurinn fórnaði Steinunn.
Þegar Jóhönnustjórin var komin í öndurvél, átti skemmt eftri ólifað þá kom þessir 3 þingmenn Hrey og björgðu henni - ótrúlegt en satt - það vita allir hversvega

Óðinn Þórisson, 11.9.2013 kl. 07:16

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ásthildur - ég hef enga trú á því að Steinunn Valdís sé að búa þetta til.

Óðinn Þórisson, 11.9.2013 kl. 07:17

9 Smámynd: Óðinn Þórisson

rhansen - Birgitta er ein af þeim þingmönnum sem ég treysti einhfaldlega ekki.- wikileks, manning, snowden  - ef það kemur í ljós að þetta sé rétt hjá Steinunni hefur Birgitta ekkert val - hún verður að segja af sér - sá litli trúverðugleiki sem hún hefur myndi þá allur hverfa.

Óðinn Þórisson, 11.9.2013 kl. 07:22

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Guðmundur - Steinunn er búin að segja af sér þingmennsku - ef Birgitta hefur staðað að þessari aðför á sínum tima blasir við hvað Birgitta verður að gera - segja af sér - en eflaust gerir hún það ekki - en ef einhver annar þingmaður væri skaður um það sama þá myndi hún vera fyrsta manneskja upp á palli og hrópa segðu af þér.

Óðinn Þórisson, 11.9.2013 kl. 07:24

11 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Steinunn Valdís kemur hér fram með mjög alvarlegar ásakanir sem enginn fótur er fyrir, ég hef aldrei hvatt fólk til að fara heim til fólks til að mótmæla, né tekið þátt í slíkum mótmælum. Ég hvatti hana ásamt fleirum sem nefndir eru sérstaklega í skýrslu rannsóknarnefndar alþingis í tengslum við mjög háa styrki frá bönkunum í prófkjörum aftur á móti til að segja af sér og myndi gera það aftur.

Ég hef nánast aldrei farið í viðtal á útvarpi Sögu.

Í þræði á facebook síðu minni kemur síðan eftirfarandi fram: Páll Halldór Halldórsson Get glaður staðfest það hér, að Birgitta kom hvergi nærri þessu þarfa verkefni. Ég var einn af þeim sem sendi SMS á nokkra aðila og þeir áframsendu. Enginn pólitýskur með í því... Fórum heim til margra, en oftast til Steinunnar. Þessi hópur (ef hægt er að kalla hóp) þekktumst ekki mikið, en skilyrði var að enginn væri með læti eða annað sem hægt væri að skammast sín fyrir. Þögul mótmæli af bestu gerð.

Ef ég ætti að segja af mér út af því að ég er ekki í þjóðkirkjunni þá eru ansi margir þingmenn sem ættu að segja af sér enda fjölmargir sem mættu ekki í kirkjuna þegar þing kom saman.

Ég man að Steinunn Valdís kom inn í þingflokksherbergi Hreyfingarinnar og hélt því fram að við stæðum fyrir þessu, þá sagði ég henni nákvæmlega það sama og ég segi núna, ég kom hvergi nærri þessu og man að ég átti í samræðum við félaga mína um að mér fyndist heimili fólks ekki réttur vettvangur fyrir mótmæli, vegna þess að fjölskyldur þeirra ættu ekki að þurfa að gjalda fyrir gjörðir þess sem mótmælt var.

Birgitta Jónsdóttir, 11.9.2013 kl. 08:28

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Óðinn minn ég trúi Birgittu miklu betur en Steinunni Valdísi, enda hafa a.m.k. tveir aðilar auk hennar staðfest að hún var alltaf á móti því að fara heim til fólks, hvað þá að hún færi að beina fólki þangað.  Þið ættuð að biðja hana afsökunnar á því að hafa borið þessa viltleysu áfram.  Það er sárt að vera ásakaður um hluti sem maður er saklaus af.  Þá á vel við sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.9.2013 kl. 10:46

13 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Það eitt að styðja ríkisstjórn Jóhönnu verður Birgittu til ævarandi minnkunnar.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.9.2013 kl. 10:48

14 Smámynd: Baldinn

Heimir.  Þú með þínar hnit miðuðu gáfulegu athugasemdir.  Þú ert athugasemdarkóngurinn.

Baldinn, 11.9.2013 kl. 11:17

15 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Nokkuð ertu Baldinn.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.9.2013 kl. 11:59

16 Smámynd: Baldvin Björgvinsson

Þetta er einfaldlega ósatt hjá Steinunni, það get ég staðfest. Þú ættir að huga að sannleikanum Óðinn.

Baldvin Björgvinsson, 11.9.2013 kl. 15:54

17 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Birgitta Jónsdóttir er ein af þeim þingmönnum sem eru á þingi án athafna og vegna Launa..

Vilhjálmur Stefánsson, 11.9.2013 kl. 16:41

18 Smámynd: Óðinn Þórisson

Birgitta - þú verður að eiga það við sjálfa þig og skiptir það mig engu máli hvort þú sért kristinn eða ekki en taldi rétt að það kæmi fram.

Veit ekki betur en Steinunn sé kristin kona.

Páll Halldór Halldórsson hver er það ?

Er ekki fésbókarvinur þinn og hef því ekki aðgang að commntakerfinu hjá þér til að sjá hvaða umræða er þar.


Hef fylgst með Bhr./hrefy og nú pírötum og er ansi margt þar sem ég get gagnrýnt eins og wikileks ruglið hjá ykkur.

Eftir stenda orð Steinunnar.

Óðinn Þórisson, 11.9.2013 kl. 17:59

19 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ásthildur - í hvaða veruleika býrð þú, ég er hér að fjalla um frétt þar sem fyrrv. þingmaður samfylkingarinnar ber Birgittu mjög alvarlegum ásökunum - hvað á ég að biðja Birgittu afsökunar á ? að hafa bloggað um fréttinga ertu að grínast.

Óðinn Þórisson, 11.9.2013 kl. 18:00

20 Smámynd: Óðinn Þórisson

Heimir - hreyf. hafði tækifæri til að fella ríkisstjórnna haustið 2012 en gerði það ekki - langaði þeim ekki í þingsætin&launaumslagið ?

Óðinn Þórisson, 11.9.2013 kl. 18:03

21 Smámynd: Óðinn Þórisson

Baldvin - ert þú boðberi sannleikans ?

Óðinn Þórisson, 11.9.2013 kl. 18:04

22 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú þarft að biðja hana afsökunar fá því að hafa farið með upphrópanir og lygar konu sem hefur EKKERT til síns máls nema orðin tóm.  Ég er svo sannarlega ekki að grínast. Það getur vel verið að þér hugnist betur það sem Steinunn segir, en það breytir bara ekki því að Það hefur verið staðfest ekki bara af einum heldur tveimur aðilum sem ég hef séð, sem staðfesta orð Birgittu um að hún hafi þarna hvergi komið nálægt. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.9.2013 kl. 18:14

23 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það fyrsta sem ég hugsaði þegar ég sá þetta baktjalda-leiklistar-útspil: Steinunn Valdís í hlutverki þess einstaklings, sem ætlað er að hengja út fólk og útvarpsstöðvar (t.d. Útvarp Sögu), sem ekki er í náðinni hjá einhverri/einhverjum stjórnmálaklíkum/valdhöfum. Birgitta lá líklega vel við höggi í þetta skiptið, hjá þeim sem sjá um mannorðs-aftökurnar. Hverjir sem það eru, sem sjá um þær? Það á eftir að koma í ljós.

Heimilin eiga að vera friðhelg, sama hverra þau eru.

Ekki hef ég hugmynd um hvort Birgitta kom nálægt þessum mótmælum þarna, enda kemur mér það ekki við. Ég á erfitt með að mæta fyrir utan heimili fólks, nema til að styðja og verja þau fyrir lögbrotaútburðar-böðlum fjármálafyrirtækja/banka/sýslumanna.

Öll heimili eru friðhelg!

Bankaræningjar og aðrir svikarar eru réttlausir samkvæmt: Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands, til að ráðast inná heimili fólks, henda þeim út á götu, og stela eigum þeirra, án réttláts dóms og laga samkvæmt vel þekktum reglum siðmenntaða ríkja.

Löngu tímabært að virkja gildandi stjórnarskrá.

Hún er góð, ef farið er eftir henni. Sumir virðast ekki skilja þann sterka og lýðræðislega möguleika? Hvers vegna?

Það þarf að rök-ræða staðreyndir af heiðarleika og réttlæti, ef eitthvað á að skána.

Birgitta hefur hagað sér undarlega síðastliðin ár, og einhver grunur læðist smátt og smátt að manni, að einhverjir óvandaðir hafi hótað/keypt hana til verka bak við tjöldin. Eða hvað? Hún virðist hafa gengist inná einhverjar hótanir/kaupsamning "samvinnu-hreyfingarinnar" óskráðu og baksviðs. Stelpan hefur talað í gátum opinberlega, um samvinnu-samningaviðræður við Sigmund Davíð Gunnlaugsson fyrir kosningar.

Svo eftir úrslit kosninganna, var engu líkara en jafnvel hún, og sumir fyrri stjórnar þingmenn og ráðherrar gengju út frá því sem vísu að kosningaloforðin kæmu daginn eftir kosningar? Og að þeir væru undrandi á að ekki væri búið að standa við öll kosningaloforðin daginn eftir kosningar? Uppreisn fyrri stjórnar var greinilega fyrirfram plönuð, og tæplega tími til að bíða eftir þingsetningu? Hvers vegna?

Það er ólíðandi að almenningur, sjálfskipaðir valdhafar og pólitíkusar, með aðstoð sumra fjölmiðla, geti dregið einhverja einstaklinga og fjölmiðla fyrir dómstól götunnar, án málsmeðferðar samkvæmt reglum siðmenntaðra. Minnir helst á ákafa sumra æðstu valdhafa Evrópu undanfarið, til að sprengja eigur almennings í Sýrlandi, án rannsóknar, sannana, laga og réttlátra dóma samkvæmt siðmenntaðra þjóða reglum.

Ég er þakklát fyrir að tilheyra ekki nokkurri stjórnmálaklíku. Því það myndi kosta skoðana og tjáningarfrelsið. Og hvað væri þá eftir? Mannréttinda-ófrelsi.

Almættið forði mér frá því hræðilega ófrelsishlutverki. Og almættið hjálpi þeim sem nú tilheyra slíku ófrelsis-kúgunar-skoðunarstýringar-veldi, jafnvel gegn sínum eigin vilja.

Það er auðvelt að flækjast í neti valdhafanna, og flókið að komast út úr því. Það er staðreynd árið 2013. Við erum ekki komin lengra á siðmennta-brautinni.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.9.2013 kl. 18:52

24 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ásthildur -  "ef það kemur í ljós að þetta sé rétt hjá Steinunni hefur Birgitta ekkert val " segi ég

"Það hefur verið staðfest ekki bara af einum heldur tveimur aðilum"
Vá 2 einstaklingar - þá þurfum við bara ekki ræða þetta frekar

Birgitta getur argast út í mig en það sem hún þarf að gera er að afsanna orð Steinunnar.

Ef/þegar það kemrur í ljós að Steinunn er að ljuga skal ég vera fyrsti maður til að skrfa fallega bloggfærslu um Birgittu og óska henni til hamingju.

Óðinn Þórisson, 11.9.2013 kl. 19:25

25 Smámynd: Óðinn Þórisson

Anna Sigríður - " Heimilin eiga að vera friðhelg, sama hverra þau eru "

Alveg sammála þessu.

"Ég er þakklát fyrir að tilheyra ekki nokkurri stjórnmálaklíku. Því það myndi kosta skoðana og tjáningarfrelsið"
´
Ég er flokksbundinn Sjálfstæðisflokknum.

Er Sjálfstæðisflokkurinn klíka ?

Hef ég ekki skoðana og tjáningarfrelsi ?

Óðinn Þórisson, 11.9.2013 kl. 19:29

26 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm minn ágæti, heilir tveir aðilar hafa komið fram opinberlega og sagt að Birgitta hafi ekki komið nálægt þessu.  En hvaða aðilar hafa staðfest sögu Steinunnar? Ég hef ekki séð neinn, svo vil ég bara segja þetta: Sá hlær best sem síðast hlær

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.9.2013 kl. 22:21

27 Smámynd: Baldvin Björgvinsson

Óðinn, það er ágætis fólk í heilbrigðiskerfinu sem getur hjálpað fólki eins og þér.

Baldvin Björgvinsson, 11.9.2013 kl. 22:54

28 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Óðinn. Þessari spurningu frá þér um hvort þú hafir skoðanafrelsi, getur einungis einn maður svarað. Og það ert þú sjálfur.

Ég get einungis svarað fyrir sjálfa mig.

Ég hef fylgst með ýmsu síðustu 4-5 árin, og á þeim tíma hefði ég ekki getað með góðri samvisku, stutt einhverja stjórnmálaklíku/flokk samfellt, vegna þess að orð og verk þeirra, sem tala fyrir þeim, fara ekki saman yfir lengra tímabil.

Það segir mér, að einhverjir aðrir en stjórnmála-klíkuflokkar ráða öllu sem skiptir höfuðmáli fyrir almennings-réttindi.

Þetta er mitt svar í dag, og verður að duga í bili.

Ef reynslan í framtíðinni kennir mér eitthvað nýtt sem breytir minni skoðun, þá er ég óheft af stjórnmála-öflum. Stjórnmála-öflum með  fyrirfram mótaða skoðun.

Hér er smá dæmisaga um hvernig áróðursafla-múgæsingur getur birst:

Kringum hrunadansinn mátti maður ekki taka bók í bókabúð, um Davíð Oddson, og fletta henni, án þess að verða fyrir hneykslunar-aðfinnslum og gagnrýni af ókunnugu fólki í búðinni. Svo galinn gat múgæsings-rétttrúnaður fyrirhyggju-skoðanaharðstjóra orðið fyrir nokkrum árum síðan á Íslandi. Ég mun aldrei gleyma þessu atviki, og hefur þessi dýrmæta reynsla kennt mér að gefa Davíð Oddsyni tækifæri á við aðra, í gagnrýni minni. Og velta fyrir mér hver skapar aðstæður og áróður. Og að maður sér bara toppinn á ísjakanum.

Þróunin stoppar aldrei, og daginn sem ég get ekki lært neitt nýtt af reynslunni, þá er ég búin með stuttu hótelvistina á jörðinni.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.9.2013 kl. 22:57

29 Smámynd: Austmann,félagasamtök

Anna, það er rétt hjá þér, að það er alls ekki veikleikamerki að skipta um skoðun, ef ný reynsla eða endurvakin samvizka býður manni það. Þá er það það líka satt, að það skiptir máli hvaða ástæða er fyrir viðhorfsbreytingu. Óháðar manneskjur móta skoðanir sínar í sífellu, en fólk sem er öðrum háð (s.s. hagsmunaklíkum eða stjórnmálaöflum) festist í kreddum og getur sig hvergi hreyft. Það neyðist til að útbreiða rangan boðskap, sem það sjálft trúir kannski ekki lengur á.

Austmann,félagasamtök, 11.9.2013 kl. 23:27

30 Smámynd: Austmann,félagasamtök

Á móti kemur, að menn ættu alltaf að fylgja sannfæringu sinni hvað sem það kostar og fara á móti straumnum, á móti múgæsingunni, því að almenningsálitið og dómstóll götunnar hefur yfirleitt rangt fyrir sér. Að vísu er stjórnmálamaður sem fylgir sannfæringu sinni trúverðugri en sá sem blaktir í vindinum, hvort sem hann hefur á réttu að standa eða ekki. En jafnframt er ráðherra sem neitar að hlusta á fólk sem er annars sinnis, lélegur leiðtogi. Þetta var svo átakanlegt í tíð vinstri stjórnarinnar, sem hafði ekki einu einasta leiðtogaefni fram að tefla, einungis pólítískum viðrinum.

Hins vegar er það ekki alltaf auðvelt að gefa skoðanir sínar til kynna, því að maður á það alltaf á hættu hér á landi, þar sem allir eiga helzt að vera steyptir í sama form (conformists) frá fæðingu, að vera ofsóttur vegna skoðana sinna, ef þær ganga í berhögg við það sem er í tízku hverju sinni. Ég vona að þannig forræðishyggja og skoðanafasismi sem hefur ríkt hér á landi undanfarin fjögur ár fari bráðum að líða undir lok.

Austmann,félagasamtök, 11.9.2013 kl. 23:41

31 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ásthildur - það er alltaf að vera að tala um virðingu alþings, í lok síðasta kjörtímabils þá voru um 10 % sem bárust traust til alþingis.

Hvernig á að breyta því, er ekki rétt að Birgitta hugsi aðeins um það og setji virðignu alþings á undan sjálfri sér. ( stíga til hliðar þar til þetta verður útkláð )

Hugmyndafræði hennar er talsvert langt frá minni - ég t.d vill ekki pólitísk réttarhöld og snowden, manning þar sem ég tek afstöðu með BNA.

Óðinn Þórisson, 12.9.2013 kl. 17:42

32 Smámynd: Óðinn Þórisson

Baldvin - þú lendir hér í því nákvmlega sem fólk sem er rökþrota lendir í - skítkasti en þar sem ég er lýðræðissini þá leyfi ég öllum ath.semdum að standa.

Óðinn Þórisson, 12.9.2013 kl. 17:45

33 Smámynd: Óðinn Þórisson

Anna Sigríður - innlegg þín hér eru alltaf málefnaleg og eitthvað sem margir aðrir mættu/ættu að taka þér sér til eftirbreytni.

Það á ekki að tala um stjórnmálaflokka sem klíkur - fólk gengur í stjórnmálaflokk þar sem það finnur annað fólk sem aðyllist svipaðar hugsjónir og gildi.

Umræðan um Davíð Oddsson hefur farið út úr öllu korti hjá vinstri - mönnum - það þarf ekki annað en að hafa fylgst með commentakerfi dv.is og eyjan.is

Ég vona að eitthvað breytist og þá verða þingmenn sem verða fyrir svo alvarlegum ásökunum eins og Birgitta hefur orðið fyrir að hugleiða sína stöðu sem alþingsmaður - það er bara þannig.

Óðinn Þórisson, 12.9.2013 kl. 17:52

34 Smámynd: Óðinn Þórisson

Austamann félagasamtök -

"Ég vona að þannig forræðishyggja og skoðanafasismi sem hefur ríkt hér á landi undanfarin fjögur ár fari bráðum að líða undir lok."

Ef þú gefur flokki eins og vg sem er flokkur sísíalista völd þá mun sá flokkur ekki gera mikið til að efla lýðræði þvert á móti auka á forræðishyggju og miðstýringu.

Óðinn Þórisson, 12.9.2013 kl. 17:55

35 identicon

Óðinn, þú talar mikið um að trúa á vestræn gildi og lýðræði en kemur síðan með þessa bombu, "Birgitta getur argast út í mig en það sem hún þarf að gera er að afsanna orð Steinunnar"

Síðan hvenar hefur það verið siður á Íslandi að sá sem er sakaður um eithvað þurfi að afsanna eitt eða neitt, sönnunarbyrðin er öll hjá þeim sem ásakar enda sé ég fyrir mér meiðyrðamál í framtíð Steinunar.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 12.9.2013 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 6
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 866903

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband