Fyrir havað standa Píratar ?

Flag_of_the_United_States.svg[1]Fyrir hvað standa Píratar, þeir hafa ekki falið dálæti sittt á B. Manning. E. Snowden og Wikilekas.

Ég er ekki þeirrar skoðunar og hafa á þessari bloggsíðu talað mjög opinskátt gegn þessum einstaklingum og þessum ssamtökum sem sumur í Bandaríkjunum kalla Hryðjuverkssamtök.

Þannig NEI ég gæti aldrei stutt Pírata -ég er nær skoðunum GWB.
mbl.is Píratar næðu inn manni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Núna er alla vega komin „marktæk" skoðanakönnun.

Wilhelm Emilsson, 22.11.2013 kl. 08:08

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þeir eru samt engan vegin það versta sem er í boði.

Ásgrímur Hartmannsson, 22.11.2013 kl. 08:23

3 Smámynd: Óskar

Fyrir hvað stendur sjálfstæðisflokkurinn?  Nær væri að spurja að því Óðinn!  Uppljóstranir Snowdens hafa hvorki meira né minna gjörbreytt heiminum- til hins betra og afhjúpað viðbjóðslega glæði Bandaríkjastjórnar. 

Óskar, 22.11.2013 kl. 10:13

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Píratar standa fyrir borgararéttindi.

Ekki ósvipað og Sjálfstæðisflokkurinn gerði fyrir löngu, löngu síðan.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.11.2013 kl. 13:03

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Wilhelm - það liggur ekkert fyrir hverjir verða í framboði fyrir vinstri - flokkana.
Framboðslisti Framsóknar var ákveðinn fyrir 2 dögum.

Óðinn Þórisson, 22.11.2013 kl. 15:10

7 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ásgrímur - sammála því - allt er betra en Samfylkingin

Óðinn Þórisson, 22.11.2013 kl. 15:11

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Óskar - Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir frelsi einstaklingsins og raunvörulegt jafnrétti - að einstaklingurinn sé metinn - ekki hvort hann sé kona eða karl svo dæmi sé tekið.

Ég er fullkomlega ósammála þér að þessir eintaklingar og samtök hafi gjörbreytt heiminum til hins betra - öryggi almennra borgara hefur að mínu mati verið stefnt í hættu - þeir létu frá sér TRÚNARÐARUPPLÝSINGUM - svo er magnað að þessi Snowden snúi ekki heim til BNA og svari fyrir sín mál fyrir rétti ?  á ekki bandaríksa þjóðn heimtingu á því ?

Óðinn Þórisson, 22.11.2013 kl. 15:17

9 Smámynd: Óðinn Þórisson

Guðmundur - hversvegna segir þú að Sjálfstæðisflokkurinn standi ekki fyrir borgarleg réttindi ?

Óðinn Þórisson, 22.11.2013 kl. 15:19

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Haraldur Rafn - beint lýærði: við viljum að þú ráðir

Minnst ekki þess að það hafi verið opið prófkjör á Pírötum fyrir síðustu kosningar - hjá Bjartri Framtíð voru það 40 einstaklingar sem ákváðu alla framboðslista hjá flokknum - var það ekki svipað hjá Pírötum ?

Óðinn Þórisson, 22.11.2013 kl. 15:22

11 Smámynd: Baldinn

Óðinn.  Þú ert einn af betri spaugurum á netinu.  Ég þakka þér fyrir það.

Baldinn, 22.11.2013 kl. 15:26

12 Smámynd: Óskar

Það er kanski einmitt svona sorglegum málflutningi eins og að taka GWB sér til fyrirmyndar að sjálfstæðisflokkurinn er endanlega að hrynja í höfuðborginni.  Það eru að koma upp kynslóðir sem krefjast þess að hlutir séu uppi á borðum og að mannréttindi séu virt.  Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir hvorugt.

Óskar, 22.11.2013 kl. 15:42

13 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Man ekki hvernig framboðslisti pírata var ákveðinn, af hverju spyrð þú þá ekki frekar en mig?

Annars er þetta tekið beint af heima síðu þeirra:

"Píratar nota kosningakerfi á netinu til þess að greiða úr ágreiningsmálum og komast að niðurstöðu samhliða reglulegum málefnafundum og framkvæmdafundum í kjötheimum. Það er helsti öryggisventillinn á að allir geti haft aðkomu að Píratamálum. Stefnumál eru meðal þess sem er kosið um í kosningakerfinu og því má sjá þar yfirlit yfir öll samþykkt stefnumál Pírata."

Haraldur Rafn Ingvason, 22.11.2013 kl. 16:21

14 Smámynd: Óðinn Þórisson

Baldinn - ég er mikill húmoristi en þjóðaröryggi BNA er ekket grín.

Óðinn Þórisson, 22.11.2013 kl. 17:24

15 Smámynd: Óðinn Þórisson

Óskar - það er ljóst að þú hefur ekkert kynnt þér hvað GWB gerði fyrir BNA eftir hryðjuverkaárásinar 11.sept 2001 - þá kom í ljós hvað það skiptir miklu máli að hafa öflugan forseta.

Fyrrv. ríkisstjórn hafði engan áhuga á allt upp á borðið - Svavarsamgurinn - held að vinstri - menn ættu sem minnst að tala um mannréttindi.

Óðinn Þórisson, 22.11.2013 kl. 17:27

16 Smámynd: Óðinn Þórisson

Haraldur - Píratar hafa staðið fyrir ákveðin mál sem ég er langt því frá að vera sammála - þessi stenuskrá er mjög almennt orðuð.

Óðinn Þórisson, 22.11.2013 kl. 17:29

17 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Óðinn, takk fyrir svarið.

En skoðunarkönnunin gefur okkur hugmynd um fylgi Sjálfstæðisflokksins eftir prófkjör þeirra. Í ljós kemur að fylgið, samkvæmt könnuninni, er lægra (26,6%) en í könnuninni fyrir prófkjörið (28,7%), könnun sem þú taldir ómarktæka. Ég tek það fram að ég er hvorki að kætast yfir né syrgja þessar fréttir. Ég er bara að benda á staðreyndir.

Varðandi hvað George W. Bush gerði fyrir og eftir hryðjuverkaárásina 11. sept, 2001, þá var hann var staddur í barnaskóla þar sem hann átti að hlusta á börn lesa. Þegar fyrsta vélin flaug á annan Tvíturnanna sagði Bush: „Við höldum samt áfram með þetta lestrardæmi." Þegar önnur vélin flaug á hinn Tvíturninn var sagt við hann: „Það hefur verið gerð árás á Ameríku." Hann sat í margar mínútur og hlustaði á börnin lesa og las sjálfur bók sem heitir Geitin mín.

Wilhelm Emilsson, 22.11.2013 kl. 18:25

18 Smámynd: Óðinn Þórisson

Wilhelm - ég hef miklar áhyggjur af fylgi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Mín skoðun er að Sjálfstæðisflokkurinn á aldrei að vera með minna en 35 % fylgi.
Mikil óeining hefur verið í borgarstjórnarhópi flokksins allt þetta kjörtímabil. Byrjaði illa þegar HBK gerði þau mistök að verða fundarstjóri fyrir JG og DBE - hélt að þeir myndi vilja vinna með flokknum en svo var ekki - DBE mun aldrei vinna með Sjálfstæðisflokknum.
En nú er GMB hættur og ÞHV ákveðið að hætta eftir að hafa verið hafnað í 1.sæti.
Vegferð Halldórs sem oddvita er rétt að hefjast, hann er reynslubolti og á eftir að hrista hópinn saman með hagsmuni reykvíkinga og flokksins að leiðarljósi.

Það gerði sér enginn greyn fyrir því hvað í raun hafði gerst þegar fyrri flugvélinni var flogin á fyrri tvíburaturninn hvað þá að það yrði flogið á hinn líka - slíka illmenssku er vart að hægt að ímynda sér.
Viðbrögð GWD voru rétt - hann gat ekki panikað fyrir framan börnin þarna - hann sýndi þarna nákvæmlega hversvegna hann var forseti BNA.
Fréttir til að byrja með voru mjög óljósar en þegar menn gerðu sér greyn fyrir hvað hafði gerst þá var allt sett á fullt.

Bill Clinton hefur hrósað GWB fyrir framgöngu sína eftir 11.sept 2001 - og ég vona að enginn forseti BNA verði aftur settur í sömu spor og GWB var setur í þennan dimma dag.

Óðinn Þórisson, 22.11.2013 kl. 19:46

19 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir greininguna á Sjálfstæðisflokknum, Óðinn. Það er gagnlegt að fá álit stuðningsmanns flokksins á því hvernig honum finnst að landið liggi.

Það má auðvitað endalaust rökræða um George W. Bush, en að sitja bara og lesa eftir að honum hafði verið tilkynnt að ráðist hafði verið á landið sem hann stjórnaði er ekki dæmi um úrræðagóðan stjórnanda að mínu mati. Það hefði nú ekki verið mikið mál að segja við nemendurna, „Heyriði, krakkar, það var rosalega gaman að koma í heimsókn til ykkar, en það kom svolítið alvarlegt uppá, sem ég þarf því miður að sinna. Þið skiljið það, er það ekki?" Krakkarnir hefðu sennilega svarað: „Jú, jú. Við skiljum það, herra forseti."

Það er nokkuð áhugavert að skoða Gallupskoðanir um álit Bandaríkjamanna á Bush. Rétt eftir 9/11 töldu 90% Bandaríkajamanna að hann ynni starf sitt vel. En stuttu áður en síðara kjörtímabili hans lauk töldu einungis 25% Bandaríkjamanna að hann stæði sig vel.

Vinsældir segja auðvitað ekki allt, en þær segja okkur svolítið. Þess má geta að þegar Richard Nixon var óvinsælastur töldu 24% Bandaríkjamanna að hann leysti starf sitt vel af hendi.

Wilhelm Emilsson, 22.11.2013 kl. 22:40

20 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Stefna Pírata er að vera á móti öllu sem núverandi Ríkisstjórn er að gera.

Stutt stefnuskrá sem allir ættu að skilja.

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 22.11.2013 kl. 22:43

21 Smámynd: Óðinn Þórisson

Wilhelm - ég hef alltaf gagnrýnt Sjálfstæiðsflokkinn þegar það á við, sem dæmi IG varðandi rúv og HBK og samkomulagið við DBE um flugvallarmálið.
Ég hef og mun alltaf vera Sjálfstæðismaður sem er hliðhollur samstarfi til vesturs enda eru BNA kletturinn á milli lýðræðisssinna og vinstri - manna í breiðum skylningi.

Við verðum að vera sammála um að vera ósammála varðandi GWB - þetta er mín skoðun á viðbrögðum GWB og þeirri skoðun mun enginn breyta og að hann hafi verið réttum maður á réttum tíma þegar hryðjuverkaárás var gerð á BNA 11 sept 2001.

Hann ætaði ekki að verða stríðsforseti en varð það - umræðan ganvart GWB hefur verið mjög ósanngjörn þá sérstaklega oft hér á landi þar sem vinstri - bullurnar hafa farið offari.

Mín skoðun GWB stóð sig Vel sem forseti - mér hryllir við þvi hvað hefði gerst ef BNA hefðu steið upp með Obama þá sem forsseta sem hefur í raun veikt BNA.

Óðinn Þórisson, 22.11.2013 kl. 23:57

22 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jóhann - þeir munu a.m.k seint styðja nokkuð sem kemur frá miðju - hægri - stjórn og eru þar með búnir að staðsetja sig kyrfilega á vinstri - væng stjórnmálanna.

Óðinn Þórisson, 22.11.2013 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 39
  • Sl. sólarhring: 200
  • Sl. viku: 422
  • Frá upphafi: 869992

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 294
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband