Ætlar að Dagur B að taka flugskýli einkaflugmanna eignarnámi ?

Hef heyrt að borgin sé búin að senda einkaflugmönnum bréf um að allt einkaflug eigi að ver farið 2015 - því spyr ég spurningarinnar sem er fyrirsögn færslunnar - verða flugskýli einkaflugmanna teknar eignarnámi  ?


mbl.is Flugvél var fyrir á flugbrautinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef samningar nást ekki um sölu þá gerist það líklegast.

Ekki eins og það yrði einsdæmi fyrir sveitarfélögin.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 4.1.2014 kl. 14:53

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Elfar - ef DBE gerir þetta verður það einhver svartasti dagur í sögu flugs á íslandi.

Ég geri ekki ráð fyrir þvi að eigendur flugskýlanna láti DBG komast upp með þetta.

Það hljóta að verða málaferli.

Óðinn Þórisson, 4.1.2014 kl. 15:42

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það eru til lög um eignarnám og allt eignarnám fer eftir því ferli sem þau kveða á um. Það þarf sérstakt samþykki Alþingis fyrir hverju eignarnámi. Og til að það standist þurfa að vera ríkir almannahagsmunir sem réttlæta það. Eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar kveður á um það. Vissulega geta þeir sem ekki vilja láta slíka eign af hendi farið í mál og hefur Hæstiréttur einu sinni að því er ég best veit hafnað eignarnámi og var það til þess að vegur þvert yfir Melrakkasléttu sem ver kominn langt á leið getur ekki farið þá leið sem hann átti að fara og sá hluti vegarins sem þegar er búið að leggja er engum til gagns og fólk þarf að fara talsvert lengri leið en annars.

Hitt er annað mál að ef einkaflug verður bannað á flugvellinum þá er ekki víst að eigendur flugskýlanna hafi áhuga á því að eiga þau á þeim stað sem þau eru. Ein lausnin gæti falist í því að rífa þau og byggja upp aftur á þeim flugvelli sem einkaflugið er flutt til.

Sigurður M Grétarsson, 4.1.2014 kl. 21:30

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigurður M - það eru a.m.k ekki ríkir almannahagsmunir að flugvöllurinn i Vatnsmýrinni verði lokað eins og DBG vill - þvert á móti.

Reykjavíkurflugvöllur er uppeldisstöð íslenskra flugmanna og sem slíkur þá er það út af fyrir sig næg rök fyrir því að hætta við það niðurrifsferli sem DBE vill fara í á flugvallarsvæðinu í Vatnsmýrinni.

Er DBE tilbúinn að borga eigendum skýlanna réttlátt verð fyrir þau - og þá væntanlega munn hann sækja þá peninga í vasa reykvíinga.

Yfir 60 þús skrifuðu undir stuðning við að flugvöllurinn yrði áfram í Vatnsmýrinni - lítill þröngsýnn 101 hópur getur ekki valtað yfir hagsmuni landsbyggðarfólks sem treystir á það öryggi sem flugvöllurinn er t.d varðandi LSH - vill DBE - svifta þá því öryggi ?

Það á ekki að þurfa að koma til málaferla um þetta mál ef kjósendur í reykjavík kjósa vinstri - menn út úr meirihluta í reykjavík. 

Óðinn Þórisson, 4.1.2014 kl. 21:55

5 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Jú Óðinn það eru ríkir almannahgsmunir fólgnir í því að geta þétt byggð nálægt miðborg Reykjavíkur og þannig staðið að eðlilegri og byggðarþróun í Reykjavík í stað úthverfavæðingar sem eykur mjög akstur í borginni með tilheyrandi neikvæðum umhverfisáhrifum auk annarra ókosta úthverfavæðingar. Þeir hagsmunir eru mun ríkari en hagsmunir flugsuns.

Þessar 60 þúsund undirskriftir voru afrakstur herferðar þar sem mjög einhliða var fjallað um málið og beitt miklu tilfinningarklámi svo vægt sé til orða tekið. Ef farið væri í kosningar þar sem fjallað væri á kerfisbundin hátt um kosti og galla þess að hafa flugvöllin áfram eða íbúðahverfi í Vatnsmýri þá er ég ekki viss um að það fengist meirihlutasamþykki fyrir því að hafa flugvöllin áfram.

Gleymum því ekki að borgarfulltrúar sem fengu að skoða þetta með öllum röksemdum fyrir báðum sjónarmiðum samþykktu flutning flugvallarins 13:2. Og stuðningur við flutning flugvallarins var þvert á flokkslínur utna þess að þeir tveir sem voru á móti voru borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins en það var ekki eining innan hans um málið. En eins og allir vita aðrir en blindir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins þá er Sjálftæðislfokkurinn flokkur sérhagsmuna þeirra sem hafa ítök í flokknum og tekur þá alltaf fram yfir almannahgsmuni.

Sigurður M Grétarsson, 5.1.2014 kl. 12:15

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigurður M - þessi umræða um þéttingu byggðar er hreinn brandari og tek ég hæfilega mark á henni - hvar ætlar þetta fólk sem mun hafa peninga til kaupa þessar dýru íbúðir að vinna ? ekki í miðborginni það er nokkuð ljóst.

Ég sat fund með GMB í Valhöll um flugvallarmálið og þar kom þessi einkabílsIsma umræða fram í hans máli og ef einhver var í vafa um að hann væri í röngum flokki þá fengu þeir það þá staðfst og nokkum dögum síðar var hann hættur.

Kjartan M, Júlíus Vífill og Marta studdu ekki aðalsikipulagið - Áslaug Friðriks og Hildur stórskemmdu flokkinn með þvi að styðja þetta enda var DBE ekki smá ánægður með að sjá 2 b.fulltrúa x-d slátra flokknum.

Það eru ekki almannahagsmunir að loka flugvellinum í Vatnsmýrinni og taka það öryggis sem flugvöllurinn er af landsbyggðarfólki - það eru sérhagsmir DBE að vilja slátra flugvellinum.

Það var ömurlegt hvað leikarinn í borgarstjórnarhlutverkinu gerði lítið úr undirskriftarsöfnunnni um flugvöllinn.

Ég hef sagt það hér að ég vil að Áslaug og Hidlur stígi til hliðar með hagsmuni borgarinnar og flokksins að leiðarljósi - það mun ekki ganga vel næstu 4 ár í borginni ef x-d verður ekki þar í meirihluta.

Vil bara minna á að Halldór oddviti flokksins er stuðningsmaður flugvallarins.

En valið er endanlega hjá Reykvíngum sjálfum - eiga þeir vini, ættinga úti á landi þá geta þeir vart kosið DBE - er það ?

Óðinn Þórisson, 5.1.2014 kl. 13:21

7 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Nei Óðinn. Þeir borgarfulltrúar sem greiddu atkævði með aðalskipulaginu tóku einfaldlega meiri hagsmuni fyrir minni og ef það skaðar Sjáfstæðisflokkinn þá segir það meira um Sjálfstæðisflokkinn en þessa tilteknu borgarfulltrúa.

 Hagsmunir þéttingu byggðar eru einfaldlega gríðarlega miklir enda dreifir höfuðborgarsvæðið sér yfir allt of mikið landsvæði miðað við íbúafjölda með miklum tilkostnaði og unhverfisspjöllum. Og fullyrðingar um það hversu mikið öryggi minnkar við að að færa flugvöllinn eitthvað til eru mjög svo orðum auknar svo vægt sé til orða tekið. Það að þétta byggð fækkar umtalvert slysum enda minnar akstur mikið við það auki þess sem það fjölgar þeim sem fara gangndi og hjólandi leiðar sinnar með þeim mikla ávinningi sem það hefur fyrir heilbrigðiskerfið.

Og það segir meira um þig og þína skoðanabræður að vilja að fólk stigi til hliðar í flokknum fyrir að hafa aðrar skoðanir á tilteknum málum en þú eða flokkslínan. Það er þá allavega ljóst að það eru mýtur að Sjálfstæðiflokkurinn sé hinn breiði flokkur sem rúmi margar mismunandi skoiðanir. 

Sigurður M Grétarsson, 5.1.2014 kl. 16:52

8 Smámynd: Þorkell Guðnason

Ég býst ekki við að það þurfi að minna ykkur á, að þjóðfélagið okkar - er á EYJU

og að nútímasamfélagið okkar er það sem það er, vegna greiðra flugsamgangna.

Það er órofa tengt flugi, flugstarfsemi og flugsamgöngum og er óhugsandi án þeirra.

Eftir að pólitísku áróðursryki hefur linnulaust verið slegið í augu Reykvíkinga í áratugi,

virðast fæstir gera sér grein fyrir því að millilandaflug er aðeins einn þáttur flugstarfsemi

Ég minni á að íslenskt einkaflug er nánast eingöngu til skylduviðhalds flugréttinda.

Þeim sem ekki hafa borið kostnað af eigin flugnámi (og með því borgað líka úr tómum

vösum, framhaldsnám og tímasöfnun flugkennara sinna og verðandi þotustjóra)

hættir til að sjást yfir, að íslenskt millilandaflug varð ekki til án fórna, óvart eða af sjálfu sér.

Jafnframt virðast ýmsir, þótt menntaðir séu, ekki átta sig á því, að ekki er sjálfgefið að

millilandaflug þrífist á Íslandi til frambúðar.

Flugstarfsemin er samofin af fjölda þátta og þótt framverðir á velli flugsins telji sig etv.

mikilvægasta, þá komast þeir ekkert af til frambúðar, án markmanns, varnarmanna eða

áhorfenda svo tekin sé líking frá öðrum og landrýmisfrekari völlum.

Borgaryfirvöld nýttu sitt skipulagsvald til frambúðar á þessum stað í mars 1940

http://timarit.is/files/12228054.pdf

Flugvöllinn ber að friða um ókomna tíð gegn lóðabraski og dægurþrasi.

Við búum nefnilega öll á EYJU og því breytum við seint

Þorkell Guðnason, 5.1.2014 kl. 17:31

9 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigurður M - við verðum einfaldlega að vera sammála um að vera ósammála um almannahagsmuni að slátra Reykjavíkurflugvelli.

Reykjavík er bílaborg og öll umræða um reiðhjól og að ganga er fullkomlega fáránleg og stenst enga skoðun.

Reykjavík er höfuðborg Íslands þó svo að núverandi meirihluti vilji/skylji það ekki og hefur þar af leiðandi ákveðnar skyldur.

Hvar ætlið þið Flugvallar"Vinir" að finna pening fyrir nýjum flugvelli ?


Landsfunarályktun Sjálfstæðisflokksins varðandi flugvöllinn er mjög skýr - þessir einstaklingar fóru gegn þeirri ályktun - og um leið gerðu DBE mjög ánægðan mann að hafa stórskaðað aðalóvin Samfylkingarinnar.

Óðinn Þórisson, 5.1.2014 kl. 19:36

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þorkell - mjög málefnleg og góð ath.semd.

Flugvöllinn er ÖRYGGISMÁL, SAMGÖNGUMÁL OG ATVINNUMÁL.

Sumir virðast einfaldlega ekki skylja það.

Óðinn Þórisson, 5.1.2014 kl. 19:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 866903

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband