Morðhótanir á Hönnu Birnu

Þegar ég heyrði Hönnu Birnu segja í þættinum Sprengisandi að hún hefði fengið morðhótandir varð mér verulega brugðið.
Innanríkisráðherra er kristinnar trúar líkt og ég og það er orðið eitthvað verulega að í okkar þjóðfélagi þegar kristin kona úr Fossvoginum fær morðhótun.
Við búum í réttarríki þar sem einstaklingur er saklaus þar til sekt viðkomandi er sönnuð og svo er það trúnðarbrot ef gögnin komu frá ráðuneytinu.

 


mbl.is „Vantraust á ráðuneytið moldviðri“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Segi það sama. Þetta vakti líka hjá mér ýmsar spurningar:

Hvernig má það vera að málefni  hælisleitenda gefi tilefni til morðhótana?  Er það á þeim nótum sem flóttafólk frá morðógn hyggst hefja nýtt líf - að flytja með sér óþverrann?  Eða eru einhver öfl þarna sem eiga hagsmuna að gæta?

Hafa fleiri fengið slíkar hótanir í tengslum við þennan málaflokk - og ef svo er, af hverju þykir það ekki fréttnæmt?

Kolbrún Hilmars, 3.8.2014 kl. 15:21

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

"Innanríkisráðherra er kristinnar trúar líkt og ég og það er orðið eitthvað verulega að í okkar þjóðfélagi þegar kristin kona úr Fossvoginum fær morðhótun".

Hvað varstu að hugsa Óðinn þegar þú skrifaðir þetta? Hið augljósa - að þú teljir það alvarlegra að hóta kristnu fólki en öðrum? Ég er ekki kristinn, væri þá í lagi að hóta mér og jafnvel fylgja hótunni eftir? Hvernig er mannvirðingarstiginn hjá þér?

Eina tengingin sem ég sé milli HBK og kristinnar trúar og kæmi þessu máli hugsanlega við er að samkvæmt þeirri trú er það synd að ljúga. 

Kærði HBK morðhótunina eins og skynsamt fólk gerir? Nei var það nokkuð, væri það þá ekki orðin stórfrétt? Líklega hugsaði HBK þetta sem samúðarvaka, en illaígrundaði illa, en þrælvirkar á Óðinn!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.8.2014 kl. 15:50

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Axel, það var einmitt það sem ég var að velta fyrir mér; hvort slíkar morðhótanir væru taldar sjálfsagðar (of algengar?) og því varla fréttnæmar.

HBK er ekki "venjulegt" fólk, hún kærir því ekki sem einstaklingur.  Það gera heldur ekki aðrir í sömu aðstöðu. 

Sem er einmitt ástæða þess að ég spurði; af hverju er það ekki fréttnæmt ef kjörnir fulltrúar okkar og embættismenn sitja undir morðhótunum?  

Kolbrún Hilmars, 3.8.2014 kl. 16:10

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Kolbrún, auðvitað er það fréttnæmt berist fólki morðhótanir, heldur betur. Ef hún hefði kært slíkt væri það stórfrétt. Af hverju hefur hún ekki kært svo alvarlegt mál? Ég hallast helst að því að morðhótunin hafi aldrei átt sér stað en HBK hafi í viðtalinu ætlað í samúðarleit að dramasera sinn vanda örlítið og farið fram úr sjálfri sér í frásögninni. Það er a.m.k ekki fyrir venjulegt fólk að fylgja eftir orðaflaumnum þegar HBK er mikið niðri fyrir.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.8.2014 kl. 17:16

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Axel, ég held einmitt að opinberir fulltrúar "kæri" ekki morðhótanir, heldur sé í slíkum tilvikum aðeins öryggisgæsla þeirra aukin.  Bak við tjöldin.

En eigum við ekki rétt á því samt að  fá að fylgjast með?  Oft hefur maður heyrt orðróm um slíkt en svo ekkert meira.  Ekkert í fréttum!

Kolbrún Hilmars, 3.8.2014 kl. 18:00

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Kolbrún - rúv tókst að fjalla ekki um morðhótanir á Hönnu Birnu.
Þetta eru áhugaverðar spurningar sem þú veltir upp og rétt að lögreglan rannsaki þetta mjög vel því við getum ekki í lýðræðisríki sætt okkur við að ráðherra fái morðhótanir.
Hugur minn er hjá Hönnu Birnu og hennar fjölskyldu á þessum erfiðu tímum og greynlegt að henni er mikið brugðið við þetta.

Óðinn Þórisson, 3.8.2014 kl. 20:50

7 Smámynd: Óðinn Þórisson

Axel - við erum kristin þjóð, ég hef talað gegn aðskilaði ríkis og kirjku og það hefur ekki sem betur fer ekkki tíðkast að ráðherrar íslands fái á sig morðhótanir og það eitt er umhugsunarefni fyrir okkur öll.

Morðhótanir á að taka alvarlega hverrar trúar sem viðkomandi er.

Ég virði það fullkomlega við þig að þú ert ekki kristinnar trúar.

Óðinn Þórisson, 3.8.2014 kl. 20:56

8 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Hvaða vitleysa er þetta, auðvitað á að kæra morðhótanir hvort sem það er ég eða þú Kolbrún, og ég tala nú ekki um opinbera fulltrúa. Mundir þú bara þegja þunnu hljóði Kolbrún ef þú fengir morðhótun?

Hjörtur Herbertsson, 3.8.2014 kl. 21:08

9 Smámynd: Óðinn Þórisson

Hjörtur - þetta er mjög erfitt mál fyrir okkur öll og við treystum lögreglunni fyrir öryggi Hönnu Birnu og hennar fjölskyldu og þeir muni taka allar þær öryggisráðstafanir sem þarf til að vermda og gæta þeirra.

Óðinn Þórisson, 4.8.2014 kl. 09:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 23
  • Sl. sólarhring: 23
  • Sl. viku: 849
  • Frá upphafi: 869680

Annað

  • Innlit í dag: 20
  • Innlit sl. viku: 595
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband