Aðför sósíalista að okkar grunngildum

VG er hér að silla sér upp gegn kristinni trú og kirkjunni og er það í raun gott að fá fram jafn skýra afstöðu frá kjörnum fulltrúa flokksins.

Sósíalistar eru að reyna að breyta grunngildum okkar, þetta er bara hluti af því og ekki hægt annað en tala gegn svona hugmyndafræði.

Hver er afstaða hennar til Palestinu og Hamas ?


mbl.is Líf gagnrýnir heimsókn í kirkju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skeggi Skaftason

Eru það "grunngildi" okkar að trúa á játningar lútersk-evangelísku kirkjunnar??

Skeggi Skaftason, 10.12.2014 kl. 17:41

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Skeggi - kirkjan og kristin trú eru stór hluti af grunngildum okkar og það er verið að reyna að koma inn að það sé eitthvað vont við að kenna börnum um kærleika Jesú.

Óðinn Þórisson, 10.12.2014 kl. 17:56

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Eitt af aðal grunngildum íslensks þjóðfélags er jafnrétti og trúfrelsi. Er ekki í sumum tlfellum verið að ganga gegn því með þessum kirkjuheimsóknum.

Svo skulum við heldur ekki gleyma því að trúboð í almennum skólum telst mannréttindabrot bæði samkvæmt mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna og mannréttindasáttmála Evrópu.

Sigurður M Grétarsson, 10.12.2014 kl. 18:27

4 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

VG er ekki sósíalískur flokkur og flokksmenn þar eru ekki sósíalistar.

Jóhannes Ragnarsson, 10.12.2014 kl. 18:47

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigurður M - eitt af " afrekum " fyrrv. borgarstjórnarmeirihuta var að hjóla í kristina trú í grunnskólum, hafi þeir enga þökk fyrir það.

Líf sem er v.borgarfulltrúi VG, flokk sem fékk 8 % í síðustu kosningum er hér að koma fram sínum þröngu öfga sjónarmiðum og samkvæmt þessu þá virðist VG vera að stilla sér upp sem skýran valkost gengn kristinni trú og kirkjunni.

Óðinn Þórisson, 10.12.2014 kl. 18:48

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jóhannes - ef þú vilt hafa þá skoðun þá ætla ég ekki að reyna breyta henni en ef þú skoðar stefnu og hugsjónir VG þá verður flokkurinn seint sakaður um að vera frjálslyndur og víðsýnn.

Óðinn Þórisson, 10.12.2014 kl. 18:51

7 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Hvað þá með heimsókn nemenda í kaþólsku kirkjuna?  Væri það í lagi?

 http://www.catholica.is/

Guðmundur Pétursson, 10.12.2014 kl. 20:10

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Guðmundur - myndi ekki gera ath.semd við það.

Óðinn Þórisson, 10.12.2014 kl. 20:28

9 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

VG er svona álíka víðsýnn og frjálslyndur stjórnmálaflokkarnir, sem sæti eiga á Alþingi. Reyndar kannast ég við opinbera stefnu VG, en hugsjónir þeirra, sem þar eru um borð, kannast ég ekki við við, því eftir því sem ég best veit, þá er ekki um neinar hugsjónir að ræða hjá því fólki.

Jóhannes Ragnarsson, 10.12.2014 kl. 21:30

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jóhannes - þeir hafa sjálfir skylgreint sig lengst til vinstri - græna hagkerfð sem virðist byggjast á uppbyggingu torfbæja.

En þetta er vissulega nýtt hjá þeim að tala svona skýrt gegn kristinni trú og kirkjunni og ég velti fyrir afstöðu Dags B. hvort að hann deili þessari skoðun með VG.

Það væri áhugavert ef einhver fjölmiðill myndi spyrja hann út í það og kannski rétt að það sé gert þannig að afstaða Sf komi skýrt fram, ég persínulega myndi aldrei vera í samstarfi við flokkk með þessa skoðun sem VG vriðist vera að staðfesta hér.

Óðinn Þórisson, 10.12.2014 kl. 22:36

11 Smámynd: Hvumpinn

Hvað er Reykjavíkurborg að gera með "mannréttindaráð"?  Og hver setti þessa kommageit þar í forsvar?

Hvumpinn, 10.12.2014 kl. 23:09

12 Smámynd: Óðinn Þórisson

Hvumpinn - þetta kallast frekjupólitík og er ekkert annað en blind forræðishyggja.

Það er ótrúlegt að v.borgarfulltrí í flokki með 8 $ atkvæða á bak við sig telji að hún eigi að geta kúgað gegn þessa breytingu.

Þá spyr ég aftur um afstöðu DBE, er hann sammála þessum viðhorfum ef ekki á hann að slíta þessum samstarfi við VG en ef hann gerir það ekki hlíutur maður að túlka það að hann sé sammála VG.

Óðinn Þórisson, 11.12.2014 kl. 07:30

13 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Á hvaða öld lifir þú Óðinn ?

Jón Ingi Cæsarsson, 11.12.2014 kl. 09:09

14 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jón Ingi - á öld þar sem lítill þröngsýnn öfgahópur nær ekki sínu fram og kærlikurinn sem kristin trú boðer er ekki eitthvað sem á að halda frá börnum en má túlka þina spurniginu svo að þú sért sammmála Líf v.borgarfulltrúa VG í þessu máli ?

Óðinn Þórisson, 11.12.2014 kl. 09:43

15 Smámynd: Jón Ragnarsson

Grunngildi? Það má nú kalla hvað sem er grunngildi án þess að þurfa færa rök fyrir því. Ætli vistarbandið hafi ekki verið kallað grunngildi hér í eina tíð. 

Jón Ragnarsson, 11.12.2014 kl. 16:02

16 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jón - hvervegna að halda kærleika Jesú og boðskapi jólanna frá börnum ?

Það er a.m.k ekki boðlegt að einstaklingur sem náði ekki einu sinni kjöri ætli að kúga í gegn þessa breytingu, og hún mun ekki gera það nema með samþykki DBE og þá vitum við hver staða Sf er til kristinnar trúar og kirkjunnar.

Óðinn Þórisson, 11.12.2014 kl. 17:03

17 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Óðinn. Hvorki síðasti borgarstjórnarmeirihluti né núverandi borgarstjórnarmeirhlhuti hefur "hjólað í kristna trú". Það eina sem þeir hafa gert er að skilgreina betur mörkin milli trúboðs og trúarbragðafræðslu. Trúboð í skólum er ekki bara mannréttindabrot samkvæt tveimur af þeim mikilvægustu mannrettindasáttmálum sem við erum aðilar að heldur er það líka bannað samkvæmt aðalnámskra grunnskóal hér á landi. Hér er því ekki um að ræða "háværan minnilhuta" heldur aðeins fólk sem er að gera kröfu til þess að íslensk lög og mannréttindasáttmálar sem Ísland eru aðilar að séu virt.

Við skulum líka halda því til haga að þessar kirkjuheimsóknir eru tiltölulega nýtt fyrirbrygði. Þær tíðkuðust ekki þegar ég var í grunnskóla sem hétu reyndar barnakóli og gagnrfæðaskóli þegara ég var í skóla. Ég kláraði það nám fyrir 38 árum síðan þannig að þessi siður er yngri en það og að því er ég best veit mun yngri en það.

Ástæða þess að borgaryfirvöld fóru út í þá vinnu að skýra betur mörkin milli trúarfræðslu og trúboðs eru þau að kirkjunnar menn hafa verið að færa sig upp á skaptið með meiri og meiri innrætingu í skólum og þurfti því að spytrna við fótum.

Sigurður M Grétarsson, 11.12.2014 kl. 18:20

18 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

er það ekki líka ákveðin forræðishyggja að þröngva ákveðinni trú uppá börnin.

Það sést ekki betur en að sumir hamri á "grunngildum" sem eru svo ekkert annað en flott stjórntæki sem notast til að hafa stjórn á lýðnum.

Ein elsta hátíð mankyns bendluð við ímyndaðann vin (guð), en hefur í sjálfu sér ekkert með þessa veru að  gera, hvað þá hinn meinta son hennar (verunnar ímynduðu)...

Ólafur Björn Ólafsson, 11.12.2014 kl. 20:02

19 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigurður M - ef fólk segir og trúir því einlæglega að hvítt sé svart þá er erfitt að breyta þeirri skoðun.

Það sem hefur breyst undanfarin ár hér á íslandi er að það er mjög fast sótt að kristinni trú og kirkjunni og fólk sem hefur kærleik Jesú að leiðarljósi reynir klárlega að verja þau gildi sem það trúir á.

T.d má nefna þáttinn Harmageddon á x - inu þar sem ekki er hægt að segja að kristin trú eða kirkjan séu varin.

Svo er líka að anarkistar og trúleysingjar eru að verða mjög hávær hópur og nú höfum við við völd í Reykjavík rauðasta meirihluta í sögu Reykjavíkur og ekki hægt að standa hjá og segja ekki sína skoððun gegn því fólki.

Það sem gerist í lýðræðislegu samfélagi það er tekin umræða um erfið mál og við sáum fyrir síðust borgarstjórnarkosningar miður fallega aðför að framsókn og flugvallarvinum.

Óðinn Þórisson, 11.12.2014 kl. 21:19

20 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ólafur Björn - það getur varla talist forræðishyggja og að þröngva einhverju upp á börn að fara með þau í kirkju og kynna þeim fyrir kærleika Jesú og jólunum.

En hitt er að ef v.borgarfulltrúi VG og aðir flokksmenn flokksins vilja ekkert með kirkjuna og kristna trú að gera þá einhfaldlega þá hafa þau fullan rétt á að segja nei við þessu en ekki láta alla sitja undir þeirra skoðun.

Við skulum vona að við fáum um mörg ókomin ár að fá að upplifa jólin og boðskap þeirra hvað svo sem VG finnst um þau.

Óðinn Þórisson, 11.12.2014 kl. 21:24

21 Smámynd: Baldinn

Óðinn.  Þú vilt bara ekki skilja þetta af því það hentar vel núna að koma með svona frasa eins og  " það er verið að taka jólinn frá börnunum ".   Prestar og aðrir sölumenn hafa ekkert inn í leik- eða grunnskóla að gera enda er það ekki skólanna að stunda trúboð heldur forledranna að uppfræða ungdóminn um trú. 

Núna eru þið sjallar orðnir sérstakir talsmenn trúarinnar og berjist fyrir " bákninu " og viljið ríkis kirkju.  Toppurinn á vitleysunni var svo síðasati landsfundur ykkar þar sem út úr fjölmennri nefnd kom svo fyrir atkvæðagreiðslu tillaga um að öll ný lög sem sett yrðu á Alþingi yrðu að vera hugsuð út frá Krisrinni trú.  Það var svo ungdómurinn í flokknum sem barði í borðið og stoppaði málið og kom í veg fyrir að þessi samkoma yrði að algjöru djóki.

Gleðileg Jól

Baldinn, 12.12.2014 kl. 09:16

22 Smámynd: Óðinn Þórisson

Baldinn - þetta er enginn frasi svo þeirri staðreynd sé haldið til haga, a.m.k lít ekki á það svoleiðis, bara mín skoðun að þetta sé ekki rétt framkoma gagnvart börnunum.

Prestar eru ekki sölumenn fyrir eitt eða neitt þeir eru að boða boðskap kærleika kristinnar trúar og ef það er ekki leyfilegt þá er orðið mikið að í okkar samfélagi.

Engin ríkiskirkja, ég styð bara ekki aðsilnað ríkis og krikju, tel að það myndi hafa slæma hluti í för með sér enda ákveðin umyggja og frelsi sem er í þjóðfélaginu vegna hennar.

Það er a.m.k eitthvað ekki rétt við það að vara-borgarfulltrúi 8 % flokks ætli að reyna að taka frá börnunum heimsókn í kirkju en minni á það að trúleysingjar og anarkistar hafa fullt leifi til að banna sínum börnum að kynnast kærleika Jesú en ekki setja öll börn undir þann hatt.

Jóln verða hátiðleg og með kristilegum blæ eins og við viljum hafa þau.

Óðinn Þórisson, 12.12.2014 kl. 17:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 710
  • Frá upphafi: 869700

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 487
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband