Treysti Hönnu Birnu 100 % meira en Steingrími J.

"hann hefur aflað mikilla gagna um tilurð nýju bankanna og um hvernig stjórnvöld hafa unnið eftir hrun og hafa kannski í grófum dráttum aðallega unnið gegn íslenskum hagsmunum, það er að segja sú ríkisstjórn sem tók við 1. febrúar árið 2009,“
Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður


Hanna Birna hefur axlað pólitíska ábyrð og sagt af sér sem ráðherra og hefur beðið Stefán afsökunar.

Ekki ætla ég hér að rifja upp hvað SJS sagði kvöldið fyrir alþingskosningar 2009 um esb, ekki ætla ég heldur að ritja upp sp-kef - byr málið.

Vinstra - liðið hefur vælt endalaust um póliíska ábyrð HBK en hvar er þetta fólk núna þegar kemur að SJS ?


mbl.is „Ég treysti henni fullkomlega“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þessar makalausu ásakanir og skítkast á Jóhönnu og Steingrím eru svo fáránlegar að það tekur engu tali og sýna að þeir sem tala svona eru annað hvort að tala gegn betri vitund eða að þeir skilji ekki eðli málsins og þar með talið eðli niðurfærslna kröfusafna við sölu þeirra.

Svo við byrjum á eðli niðurfærslan kröfusafna við sölu þá er það svo að verðmæti þeirra er reiknað út frá því sem reikna má með að náist inn og þá miðað við að allar skuldir séu innheimtar upp í topp. Það hlutfall af samanlögðu nafnveði krafnanna miðast við það sem reikna má með að náist inn að meðaltali að viðbættri ákveðinni afstrift sem þóknun til kaupanda fyrir að taka áhættuna. Það vita það allir sem þekkja eitthvað til meðaltalsútreikninga að það eru alltaf einhverjir bæði fyrir ofan og neðan meðaltalið. Til að ná meðaltalinu þarf því að ná hærra hlutfalli hjá sumum til að bæta upp fyrir tapið af því að innheimta annarra krafna verður fyrir neðan meðaltalið. Það að gefa afslátt yfir línuna á móti afstirkfunum leiðir því til taps sem nemur samanlögðum upphæðum undir meðaltali sem nást inn hjá þeim skuldurum sem hafa greðslugetu undir meðaltalinu. Það er því eina leiðin til að ná þvi´inn sem kröfusafnið var keypt fyrir að innheimta allt upp í topp. Síðan getur reyndar komið hagnaður eða tap eftir því hvort það mat sem gert var á mjögulegri innheimtu sem bar grunvjöllur kaupverðsins reyndist vera ofmat eða vanmat. 

Fullyrðingin um að það hafi verið að gefa kröfuhöfum einhverja peninga með því að heimila þeim að innheimta kröfurnar í topp eru því svo mikið bull að það hálfa væri nóg. Til að gera sér grein fyrir því þarf ekki einu sinni að þekkja til eðlis á verðmati kröfusafna heldur aðeins að hafa þekkingu á meðaltalsútreikningi og prósenduteikningi.

Hvað varðar þá fullyrðingu að krjöfuhöfum hafi veirð gefnir peningar með því að "gefa þeim Íslandsbanka og Arion banka á sulfurfati" þá stenst hún ekki heldur nánari skoðn. Staðreyndin er sú að þegar allt fjármálakerfið var hrunið þá þurfti að endurreisa það til að hægt væri að koma atvinnulífinu aftur á lappir og einnig til að útvega heimilunum það lánsfjármagn til að geta lifað af og fjárfest þar með talið í íbúðarhúsnæði og þannig skapa störf í landinu. Gallin var hins vegar sá að til þess þurfti að útvega nýju bönkunum um 300 milljarða eigin fé. Það var engin sem hafði áhuga á því að útvega það fé enda óvissan í íslensku efnahagslifi það mikið að í því fólst gríðerleg áhætta. Ef ille gengi að reisa íslenskt atvinnulíf aftur við þá var hætta á að nýju bankarnir færi líka á hausinn og þar með myndi þetta 300 milljarða eiginfjárframlag tapast. Staða ríkissjóðs var þannig að hann mátti ekki við að taka mikla áhætti í þá veru því skuldastaða hans var gríðarleg og lánshæfimats hans í samræmi við það. Enn meiri fjárhagsáhætta hefð gert það lánshæfismat enn erra og þar með hefði skuldatryggingarálagið sem var nógu slæmt fyrir ogðið enn verra og lánskjör ríkissjóðs því enn verri fyrir vikið. Það er jafnvel möguleiki á því að ef lánshæfismat ríkissjóðs færi of langt niður að eiginfjárframlag i böknunum í formi íslenskra fíksiskuldabréfa væri traustvekjandi vegna þess hversu ótrausvekjandi skuldari íslenska ríkið væri.

Þess vegna var farin sú leið að þvinga kröfuhafa í þrotabú Íslandsbankd og Kauplings til að breyta kröfum sínum í hlutafé í nýja Íslandsbanka og nýja Kaupþing bankd sem síðoar varð Arion banki. Þeir fildu þetta ekki en voru þvingaðir til þess til að minnak áhættu ríkissjóðs. Þeir voru því þvingaðir til að taka að sér meirihluta þeirrar áhættu sem fólst í því að endurreisa bankakerfið hér á landi. En það eru órjúfanleg tengsl í viðskiptum að sá aðili sem tekur þá áhættu að taka skellinn ef illa fer fær ávinningin ef vel gengur. Það er þess vegna sem kröfuhafarnir njóta nú hagnaðarins af því hversu góð fjárfesting hlutabréfakaup í íslensku bönkunum hefur reynst vera vegna þess hversu vel ríkisstórn Jóhönnu og Steingríms tókst til við að endurreisa íslenakan efnahag. Þeir hefðu hins vegar tekið á sig tapið ef ekki hefði tekist svo vel til. Það var aldrei möguleiki að koma hlutunum þannig fyrir að kröfuhafarnri hefðu tekið á sig tapið ef illa gengi en ríkisjóður hagnaðinn ef vel gengi. 

Það er alltaf hægt að vera vitur eftirá en það var engan vegin ljóst þegar ákvörðun var tekin um að láta kröfuhafana taka meiginhluta áhættunar að það yrði hagnaður af hlutabréfaeign í nýju bönkunum. Það er því út í hött að tala um það eftirá að kröfuhöfum hafi verði fært fé frá almenningi þegar ákveðið var að láta þá taka áhættuna sem fólst í fjármögnun á endurreisn bankakerfisins í stað ríkissjóð.

Ef menn vilja skoða dæmi um stjórnvaldaðgerðir í tengslum við bankakerfið þar sem fjármalamönnum voru færð á silfurfati verðmæti á kostnað almennings þá væri meiri ástæða til að skoða einkavæðingu Búnaðargankans og Landsbankans árið 2003 heldur en stofnun nýju bankanna eftir htun. En á það vilja hvorki Sjálfstæðisflokkur né Framsóknarflokkur heyra á minnst.

Sigurður M Grétarsson, 23.1.2015 kl. 23:16

2 Smámynd: Rafn Guðmundsson

jájá - haltu bara áfram að styðja hb 100% meira en sjs

Rafn Guðmundsson, 23.1.2015 kl. 23:22

3 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Geri ráð fyrir að þú treystir SJS 0%, ekki satt...?! Þar með berð þú líka verðskuldað 0% traust til HBK ;)

Haraldur Rafn Ingvason, 24.1.2015 kl. 00:01

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Stundum ber pólitíska blinda menn ofurliði.

Jón Ingi Cæsarsson, 24.1.2015 kl. 08:03

5 Smámynd: Jón Kristján Þorvarðarson

Af hverju bendir þú á aðra þegar það liggur fyrir að Hanna Birna er með allt niður um sig? Svo mikið raunar að nú er uppi krafa um að hún segi af sér þingmennsku. Er henni sætt í varaformannsstóli Sjálfstæðisflokksins?

Jón Kristján Þorvarðarson, 24.1.2015 kl. 09:39

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigurður M - fyrrv. ríkisstjórn stóð fyrir pólitískum réttarhöldum gegn fyrrv. formanni Sjálfstæðisflokksins sem er óþekkt í lýðræðislandi og var því fólki sem að því stóð til mikillar minnkunnar.
Ég hlustaði á SJS í gærkvöldi og var hann langt því frá að vera sannærandi spurning hvort hann sér veruleikafyrrtur ? það verður hver og einn að dæma fyrir sig.
Það er rétt sem kom fram hjá SDG í gærkvödldi að það þyrfti að skoða þetta mjög vel og væri ekki óeðliegt að ríkisstjórnin myndi skipa nefnd til að fara yfir allt það sem kemur fram hjá Víglundi.

Óðinn Þórisson, 24.1.2015 kl. 12:26

7 Smámynd: Óðinn Þórisson

Rafn - SJS hefur aldrei beðist afsökunar á einu eða neinu.

Hann laug á alþingi varðandni Svavarsamnginginn og hann laug á rúv kvöldið fyrir alþingsiskosingarar 2009.

Óðinn Þórisson, 24.1.2015 kl. 12:28

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Haraldur - rétt ég treysti SJS 0 % og nú þarf HBK að mæta á fund í Valhöll með sínu fólki og tala hreint út.

Óðinn Þórisson, 24.1.2015 kl. 12:29

9 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jón Ingi - þú talar mikið um pólitíska blindi - velti fyrri mér hvort þú sért ekki sem þjáðist hvað mest af henni ?

Óðinn Þórisson, 24.1.2015 kl. 12:30

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jón Kristján -  Lekamálið í raun smámál miðað vð það sem kemur fram hjá Víglundi varðandi Steingrím J. Sigfússon og þá spyr maður hvað vissu og vita KJ og OH um máið og eru þær að taka þátt í að hylma yfir eitthvað ?

HBK er hætt sem ráðherra og hefur axlað sína pólitísku ábyrð en rétt vinstra liðið hefur verið að væla um að hún segi af sér þingmennsku.

Óðinn Þórisson, 24.1.2015 kl. 12:34

11 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þú treystir Steingrími ekki neitt, hafi ég ekki misskilið þig því meir Óðinn.

100% af engu er líka ekki neitt.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.1.2015 kl. 19:28

12 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Mér finnst nú þetta vera skryting viðlíking; HBK og SJS, það er nú eins og að líkja kúk og skít saman.

samkvæmt þinni rökræðu Óðinn bara af því að SJS gerði afglöp i starfi þá sé það í lagi að HBK geri það líka, stórfurðuleg niðurstaða.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 24.1.2015 kl. 19:51

13 Smámynd: Óðinn Þórisson

Axel Jóhann - hvar er krafan um að SJS axli ábyrgð sem HBK hefur gert. Það sem hér er í gangi er sama og oft áður, annað siðgæði virðist gilda um vinstri menn.

Óðinn Þórisson, 24.1.2015 kl. 21:14

14 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jóhann - færslan snýst um að ef satt reynist sem Víglundur er að halda fram þá er Lekamálið smámmál.

Ég skrifaði á sínum tíma færlsu um að HBK myndi segja af sér sem ráðherra.

Óðinn Þórisson, 24.1.2015 kl. 21:16

15 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Fyrirsögn er "Treysti Hönnu Birnu 100% meira en Steingrím J."

hvernig í ósköpunum getur þú sagt þetta þegar við vitum öll að þau voru bæði að ljúga að þjóðinni.

Er ekki lígi, lígi, hvernig i ósköpunum getur þú treyst ligara? Er líginn eitthvað betri ef hún kemur frá hægri manneskju (Sjálfstæðismanni/konu?)

Ég hef alltaf haft ímugust af HBK og hef aldrei treyst henni, enda sýndi hún það þegar hún var borgarfulltrúi að hún er enginn manneskja í pólitík nema það hún hefur bara eitt sem það þarf til að vera pólitíkus, það er að geta logið að kjósendum.

Burtu með HBK úr pólitík!!!!

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 24.1.2015 kl. 21:44

16 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jóhann - ég hef gagnrýnt HBK harðlega fyrir afstöðu hennar gegn Reykjavíkurflugvelli,

Það er alfarið ákvörðun HBK hvort hún mæti aftur á þing en ef hún hefur hagsmuni þjóðarinnar og Sjálfstæðisflokksins að leiðarljósi þá segir hún af sér bæði þingmennstku og sem v.formaður og landsfundur verði í vor.

Um leið og menn krefjast þess að HBK taki pokinn sinn þá er enginn að krefjast þess að SJS gegði það þrátt fyrir að það blasir við hans störf sem fjármálaráðherra eru mjög vafasöm en þarna kemur ég aftur á þessum mun á því siðgærði sem krafist er af Sjálfstæðisflokknum en ekki frá vinstri - mönnum í garð síns fólks.

Óðinn Þórisson, 24.1.2015 kl. 23:32

17 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Auðvitað þarf að rannsaka það sem SJS gerði og ef það er rett sem að er að koma fram í dagsljósið að SJS hafi framið stór afglöp í starfi sem Ráðherra þá hlýtur hann að segja af sér þingmennsku og ég er viss um að flokkurinn fer fram á að hann segi sig úr flokknum.

Við vitum það báðir að vinstra liðið dýrkar hræsnina og þess vegna heyrum við ekkert um ákall frá þeirri hlið að rannsaka SJS. Það er bara fastur liður eins og venjulega.

En lígi er lígi, hvort sem lígin kemur frá hægri eða vinstri.

Goða helgi Óðinn minn og hafðu það sem bezt.

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 24.1.2015 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 14
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 790
  • Frá upphafi: 869694

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 553
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband