Sjóræningar ekki kristilegur flokkur

Sjóræningar vilja aðskilað ríkis og kirkju sem ég tel ekki valkost.

Vissulega er það umhugsunarefni fyrir hina hefðbundnu stjórnmálaflokka og þar með talinn Bjarta Framtíð að Sjóræningar mælist með 30 % fylgi.


mbl.is Óánægjufylgi til Pírata, ekki öfgaflokka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Þeir flokkar. s.b. Kvennaflokkinn sem aðeins setja út á störf annara en gera ekkert sjálfir fá altaf kjósendur sem eru orðnir leiðir á bullinu- og að hagsmunir almennings eru einskis virtir.

Erla Magna Alexandersdóttir, 1.5.2015 kl. 15:05

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Erla - eins og komið hefur fram taka Sjóræningar í langt flestum málum ekki afstöðu til mála en sitja hjá. Hvort þeir vilja ekki skilja eftir sig sló skal ég ekki segja en það virðist svínvirka.

Óðinn Þórisson, 1.5.2015 kl. 16:02

3 Smámynd: Tómas

Óðinn: Þú hefur s.s. tekið eftir því þegar hjáseta Pírata var mikið í fréttum. Tjah.. Eða öllu heldur virðistu bara hafa lesið ákveðna fréttamiðla, og ekki hlustað á útskýringar þingmanna á hjásetunni. Þú vilt kannski frekar að þingmenn taki óupplýstar ákvarðanir?

En annars væri það alveg stórfínt að fá nokkra Pírata til viðbótar inn á þing. Þá kannski myndi þeir hafa burði til að kynna sér öll þingmál og kjósa um þau aöll.

Hvers vegna er aðskilnaður ríkis og kirkju ekki valkostur? Heldurðu að það sé óleysanlegt að rekja til baka þessa samninga um jarðirnar o.s.frv.? Ég held að ef viljinn væri fyrir hendi, þá væri það alveg gerlegt. 

Tómas, 2.5.2015 kl. 00:26

4 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Þó ég vissulega sé sammála aðskilnaði ríkis og kirkju, þá myndi ég una því að svo væri ekki, ef staðið væri við kostningu um nýja stjórnarskrá, sbr. kostninguna í október 2012. Í þeirri kostningu vildi meirihluti  kjósenda ekki aðskilja. Ég efast ekki um það eitt augnablik, að Píratar myndu una niðurstöðu þeirrar kostningar. En það vilja framsóknar og sjálfstæðisfólk ekki. Þannig spurningin er, hverjir eru þá kristilegir eftir allt saman? Eða vógu þau þyngra þau mál, sem þjóðin vildi breyta í sömu kostningum?

Jónas Ómar Snorrason, 2.5.2015 kl. 07:35

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Tómas - Birgitta er ekki i öðrum spurum ot t.d Brynjar til að taka afstöðu til mála. Skoðanakannair og alþingskosingar eru tveir gjörólíkir hlutir en ef það verður nðurstaða kosninga að Sjóræningar fái fleiri þingmenn þá mun ég una þeirri niðurstöðu.
Ég geri mér fulla grein fyrir því að það er ákveðin vinna fólgin í þvi að leggja fram frumvarp um aðskilað ríkis og kirkju hversvegna gera Sjóræningar það ekki og þingið tekur svo afstöðu og málið dautt.

Óðinn Þórisson, 2.5.2015 kl. 09:38

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jónas Ómar - ég hef ekki falið það hér að ég svaraði aðeins einni spurningu JÁ þar það var spurning nr.3. Það verður reyndar að hafa í huga að þessar stjórnlagaþingskosnngar voru dæmdar ógildar og það sá skrópaleikur sem þar kom á aftir var beinlíns móðgun við stjórnarskránna.
Hvaða flokkar eru kristilegir, a.m.k er hafa Sjóræningar gert það öllum ljóst að þeir eru það ekki.

Óðinn Þórisson, 2.5.2015 kl. 09:43

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég geri ráð fyrir að þú þurfir að taka úrslitum kosninga eins og annað fólk Óðinn Þórisson.
Því fylgir engin skírskotun í umburðalyndi þitt að lýsa því yfir. 

Árni Gunnarsson, 2.5.2015 kl. 12:34

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Árni - það má kannski segja að ég hafi sýnt mínum pólitísku andstæðingum of mikið umburðarlyndi.

Óðinn Þórisson, 2.5.2015 kl. 14:30

9 Smámynd: Árni Gunnarsson

Heldurðu ekki að þú sýnir þínum pólitísku trúarskoðunum of mikið umburðarlyndi?
Hvernig væri nú að þú færir að sýna þinni eigin dómgreind meira umburðarlyndi á kosnað Sjálfstæðisflokksins og hans afstöðu?

Ég er sannfærður um að þú ert ágætlaga fær um að mynda þér skoðun.
Þú segist telja að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðarkerfis.
Hefurðu haft hátt þegar stjórnvöld eru að misnota stjórnsýsluheimildir til úthlutunar aflaheimilda og lama atvinnulíf á stórm hluta landsins?
Þetta hafa stjórnvöld gert síðan 1984 og skulda eigin þjóð líklega örfáar þúsundir milljarða í töpuðum afla - og útflutnings og atvinnutekjum fyrir vikið. 

Sem velferðarkerfið hafði engin efni á.

Árni Gunnarsson, 2.5.2015 kl. 19:13

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Árni - pólitísku trúarskoðunum umburðarlyndi segir þú en nú er það þannig að mínar pólitísku skoðanir eru ekki trúarlegs eðlis.
Það sem fór verst með velfeðarkerfið var sameining Borgarspítala og Landsspítla á sínum tíma því miður á vakt Sjálfstæðisflokksins. Eina von okkar nú um endurreisn heilbrigðiskerfisns er fjölbreyttara rekstarform.

Óðinn Þórisson, 2.5.2015 kl. 19:54

11 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Árni ekki hef ég hugmynd um hvar þú ert í pólitískum hugsunarhætti, en það væri óskandi að vinstraliðið og þerra áhangendur sem var sparkað ut ur Rikissjorn i síðustu kosningum væru eins umburðalyndir og Óðinn.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 3.5.2015 kl. 03:13

12 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jóhann - takk fyrir hlí orð í mann garð.

Óðinn Þórisson, 3.5.2015 kl. 09:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 866899

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband