Stórsigur stjórnarflokkana esb - umsóknin dauð

íslandÞetta eru frábærar fréttir að ísland er ekki lengur umsóknarríki um aðild að esb.

Það er rétt að þakka Gunnari Braga fyrir frábært starf í embætti utanríkisráðherra að fá þetta í gegn.

Áfram Ísland


mbl.is Ísland af lista yfir umsóknarríki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Friðriksson

Hvernig var þetta aftur...."Við munum standa við það" Bjarni Benediktsson, formaður Sjáltæðisflokksins, lofar kjósendum þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna

við Evrópusambandið daginn fyrir kosningar.

Forystumenn ríkisstjórnarinnar, og aðrir ráðherrar ríkisstjórnarinnar, gáfu skýr fyrirheit um þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið fyrir kosningar.

Stórsigur stjórnarflokkana segir þú? en hefurðu eitthvað kynnt þér hversu mikill stuðningur er við ríkisstjórnina núna?

Fylgi Sjálfstæðisflokksins er á niðurleið.

Píratar sem fengu rúm 5% í seinustu kosningum mælist núna með tæp 33% fylgi, þetta hefur aldrei gerst í sögu líðveldisins að smáflokkur sé allt í einu orðin langstærsti stjórnmálaflokkur landsins og það tók hann bara 2 ár að ná þessu mikla fylgi og allt þetta gerist á vakt stjórnarflokkana.

Síðan má ekki gleyma höfuðatriðinu, vesalings Framsókn sem fékk rúm 24% í seinustu alþingiskosningum, en mælist núna með 8,6% fylgi og ráðherrar flokksins virðast ekki vita ástæðuna um algjört fylgishrun flokksins á methraða.

91% þjóðarinnar telja Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ekki vera heiðarlegan og 5 prósent álíta hann vera í tengslum við almenning.

Gunnar Bragi var stattur í Lettlandi og sá tækifærið og afhenti Edgars Rinkevics, utanríkisráðherra Lettlands, sem fer með formennsku í Evrópusambandinu og sendi samtímis á Johannes Hahn,framkvæmdastjóra nágrannastefnu og aðildarviðræðna sambandsins til að afturkalla aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu.

Hann gerði það svo "skaðinn" verði sé minnstur eins og hann túlkaði það.

Gunnar Bragi telur enga þörf á að þingsályktunartillaga verði lögð á Alþingi um að hætta viðræðunum.

Meirihluti er á móti því að draga ESB-umsókn til baka en það skiptir Gunnari Braga bara engu máli.

Þetta minnir á vinnubrögð í alræðisríki.

Geturðu útskýrt Óðinn af hverju Píratar hafa svona mikil fylgi í dag?...er það kannski því að fólkið í landinu hefur fengið viðbjóð af svona vinnubrögðum.

Friðrik Friðriksson, 29.5.2015 kl. 20:28

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Friðrik - í upphafi skyldi endan skoða. þetta er eitthvað sem Samfó hefði átt að velta fyrir sér þegar hann barðist gegn því að þjóðin fengið að koma að því hvort sótt yrði um aðild að esb.
Samfó fékk 3 tækifæri á síðasta kjörtímabili að leyfa þjóðinni að koma að málinu, alltaf nei.
Alþingskosningar eru bindandi og er eini mælikvarðinn á stöðu stjórnmálaflokkana, þú kannski fylgstist með kosningunum í Bretlandi þar sem Íhaldið fékk hreinan meirihuta þegar allar skoðanakannair höfðu sýnt allt annað.
Staðan nú er þannig varðandi esb - er að umsóknin er komin á 0 punkt og Samfó t.d getur ekki notað aðildarumsóknina í alþingskosningunum eftir 2 ár því það er engin umsókn inni hjá esb frá íslandi.
Ef vinstri - flokkarnir í stjórnaranstöðu fá umboð kjosenda eftir 2 ár þá verða þeir að sækja umboð til þjóðarinnar.
Ég hef fjallað um Pírta hér og þannig að mín skoðun á þeim liggur fyrir.

Óðinn Þórisson, 29.5.2015 kl. 21:50

3 Smámynd: Friðrik Friðriksson

Samfó fékk 3 tækifæri á síðasta kjörtímabili að leyfa þjóðinni að koma að málinu, alltaf nei...segir þú en þetta er alltaf sami frasinn sem þú skrifar um hvað vinstri flokkarnir gerðu.

Alltaf bendir þú á vinstri gerðu þetta og gerðu hitt.

Ég er einfaldlega ekkert að tala um það heldur um svikin loforð sem núverandi stjórnarflokkar lögðu fram fyrir kjósendur árið 2013.

Alþingskosningar eru jú bindandi en það réttlætir ekkert að stjórnmálamenn geti þá logið að kjósendum og svíkja allt sem hægt er að svíkja þegar í ráðherrastólana er komið.

Alþingi sótti um inngöngu í ESB og þjóðin kýs um ESB aðild þegar samningar liggja fyrir.

Þú svarar ekki af hverju fylgi Framsókn hefur hrunið og heldur ekki um þetta mikla fylgi Pírata.

Friðrik Friðriksson, 29.5.2015 kl. 22:18

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Fririk - flokkar/frambjóðendur segja ýmislegt fyrir kosnignar eins og t.d Steingrímur J. kvöldið fyrir alþingskosningar 2009.
Hingað til hefur það verið svoleiðis að stjórnmálaflokkar ganga óbundnir til kosninga, þjóðin gengur að kjörborðinu og svo er talið upp úr kjörkössunum og í framhaldi af því hefjast viðræður milli flokka um myndun meirihluaríkisstjórnar.
Þeir flokkar sem mynda ríkisstjórn gera stjórnarsáttmála og það aldrei svo að í samstypustjórnun að báðir/allir flokkar fá allt sitt.
Niðurstaðan var sú að ekki skyldi halda áfram varðandi esb án þjóðaratkvæðagreiðslu.

"þjóðin kýs um ESB aðild þegar samningar liggja fyrir"
Það er aðeins aðild í boði að við aðlgum log og reglur okkar að esb.
Hversvegna var ekki farið í það strax 2009 að fara í stóru málin, sjávarútvegs&landbúnaðarmálikn, ef JB var óhæfur hversvegna var honum ekki hent strax úr ríkisstjórn ?
Mér er bara slétt sama skoðanakannakir, þið vinstri - menn eruð allt of uppteknir af skoðanakönnunum, það sem sem skiptir máli eru alþingskosingar, og x-d og x-b hefur umboð fra´þjóðinn til vorsins 2017.

Óðinn Þórisson, 29.5.2015 kl. 22:36

5 Smámynd: Friðrik Friðriksson

Frambjóðendur segja ýmislegt fyrir kosningnar eins og t.d Steingrímur J. kvöldið fyrir alþingskosningar 2009....þarna byrjarðu aftur hvað vinstri gerðu.

Þú svarar aldrei mínum spurningum en ferð í staðinn alltaf í vörn og bendir á vinstri.

Flokksgleraugun eru gjörsamlega pikkföst en þér er eflaust alveg slétt sama.

Friðrik Friðriksson, 29.5.2015 kl. 22:52

6 Smámynd: Friðrik Friðriksson

Þetta er allt svo fyrirséð þessi blogg hjá þér, væntanlega ertu hlynntur matarskattinum því hún sú tillaga kom frá þínum flokki og væntanlega værirðu sammála því ef 747 yrði notuð í innanlandsflugið hér á Íslandi ef sú tillaga kæmi frá þínum mönnum.

Friðrik Friðriksson, 29.5.2015 kl. 23:07

7 Smámynd: Óðinn Þórisson

Friðrik - ég tel mig hafa svarað öllum þínum spurningum, hvort þú tekur þau svör gild eða ekki er eitthvað sem ég get ekki breytt.
Ætli flokksgleraugin eins og þú kallar þau eigi ekki frektar við þig en mig, ég hef ítrekað gagnrýnt Sjálfstæðisflokkin hér og einstaka ráðherra flokksins þannig að þeeirri staðreynd sé haldið til haga.
Samfó leiðir baráttuna gegn Reykjavíkurflugvelli en flugvöllurinn er öryggismál, samgöngumál og atvinnumál en nú er í innanríkisráðuneytinu ráðherra sem mun taka á DBE og rauð meirihlutanum bæði varðandi gagnamál&reykkjavíkurflugvöll. Ég styð tillögu Höskuldar um að um taka skipulagsvaldið af Samfó varðandi Reykjavíkurflugvöll.

En varðandi ESB - þá er því máli lokið og má kannski segja að ólýðræðisleg vinnubrögð Samfó hafi leitt til þeirrar niðurstöðu.

Óðinn Þórisson, 29.5.2015 kl. 23:27

8 Smámynd: Friðrik Friðriksson

Skautar auðvitað framhjá ólýðræðislegum vinnubrögðum Gunnari Braga í þessu en auðvitað fyrirséð hjá þér, en fer Samfylkingin yfir skipulagsvaldið varðandi Reykjavíkurflugvöll?

Friðrik Friðriksson, 29.5.2015 kl. 23:35

9 Smámynd: Dante

Hvað var ólýðræðislegt við það sem Gunnar Bragi gerði? 

Var hann ekki kosinn lýðræðislega á þing? 

Var eitthvað ólýðræðislegra að slitunum staðið heldur að innlimunarbeiðninni? 

Þjóðin fékk einugin að koma að seinni gjörningum sem kom greinilega í ljós í síðustu kosningum.

Dante, 29.5.2015 kl. 23:59

10 Smámynd: Friðrik Friðriksson

Alþingi er lýðræðislega kosin á þing sem sótti um aðild að ESB og þjóðin ákveður rest, alls ekki flókið.

Friðrik Friðriksson, 30.5.2015 kl. 00:04

11 Smámynd: Dante

Það þing sem kosið var 2009 var kostið frá 2013. 

Nýtt þing, nýjir þingmenn, aðrar áherslur. 

Nýtt þing er EKKI bundið af ákvörðunum síðasta þings. 

Dante, 30.5.2015 kl. 00:08

12 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Fréttin var ekki um neitt sem Gunnar Bragi gerði, það voru fréttir fyrir löngu síðan.

Það sem fréttin fjallaði um var að vefstjóri ESB brást loksins við ábendingu um að leiðrétta úreltar upplýsingar á vefsíðu sambandsins.

Að öðru leyti tek ég undir með fögnuðinum. Góðar stundir. Markmiðinu náð!

Guðmundur Ásgeirsson, 30.5.2015 kl. 02:30

13 Smámynd: Óðinn Þórisson

Friðirk - ef vinnubrögð Gunnars Braga hefðu verið ólýðræðisleg þá hefði ég gagnrýnt hann en ekki hrósað honum en ef þú telur að hans vinnubrögð séu ólýðræðisleg þá er það þin skoðun og ekki ætla ég að reyna að breyta henni.

Samfó er í sömu stöðu í Reykjavík á þessu kjörtímabili og því síðasta.

En rétt að hrósa þér fyrir að reyna ekki að verja það að Samfó leiði baráttuna gegn Reykjavíkurflugvelli

Óðinn Þórisson, 30.5.2015 kl. 09:27

14 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sumarið - Samfó sem leiddi aðlögunarviðræðurnar frá júní 2009 galt algert afhroð 27 apríl 2013, tapaði 11 af 20 þingsætum, þannig að rétt hjá þér þjóðin gaf Samfó rauða spjalið m.a í esb - málinu.
Sammála þér varðandi ath.semd nr.11

Óðinn Þórisson, 30.5.2015 kl. 09:30

15 Smámynd: Óðinn Þórisson

Guðmundur - esb - er búið að taka ansi langan tíma til að breyta þessu en aðalariið eins og þú segir er að markmiðinu er náð.
Vilji ríkisstjórnarinnar varðandi esb er hér með staðfesetur. - engin esb - umsókn og rétt að fagna þvi.

Óðinn Þórisson, 30.5.2015 kl. 09:33

16 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Óskaplega getur þú verið stundum barnalegur Óðinn. Þú og þínir líkar hoppið eins og þið hafið unnið í Lúdó, hoppið eins og krakkagemlingar. Það er búið að staðfesta af ESB, að þingið þarf að afturkalla umsóknina, ekki einhver mafíósadindill, til þess að þjónkast rússum svo þeir kaupi lambakjöt frá KS.

Jónas Ómar Snorrason, 30.5.2015 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 23
  • Sl. sólarhring: 23
  • Sl. viku: 849
  • Frá upphafi: 869680

Annað

  • Innlit í dag: 20
  • Innlit sl. viku: 595
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband