INN og Útvarp Saga

Ef við tökum til hliðar Morgunblaðið blað allra landsmanna þá má segja að sterkustu fjölmiðlarnir að mínu mati eru INN og Útvarp Saga.

Ég vona að þessir fjölmiðlar verði hér um ókomin ár enda ekki vanþörf á fjölmiðlum sem þora.


mbl.is „Myndi slökkva á ÍNN“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eru örfáar hræður sem sjá Moggann sem þú kallar blað allra landsmanna. En annars eru þetta ágætir fjölmiðlar sem þú nefnir.

Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 28.9.2015 kl. 08:36

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigurður Helgi - ef við skoðum Morgunblaðið annarsvegnar og Fréttablaðið hinsvegar þá ber Mogginn af varðandi gæði efnis í blaðinu.

Óðinn Þórisson, 28.9.2015 kl. 17:33

3 Smámynd: Reputo

Það held ég að sé bara skoðun þess fámenna hóps sem les þennan áróðurspésa útgerðarinnar.

Reputo, 28.9.2015 kl. 20:41

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Reputo - er þá Fréttablaðið blað esb - og Samfylkingarinnar ?

Óðinn Þórisson, 28.9.2015 kl. 21:21

5 Smámynd: Reputo

Tja má vera, veit það ekki. Það er allavega ekki eins grímulaust hagsmunapot og mogginn stundar. Ingibjörg Pálmadóttir á, eða átti allavega, um 90% í 365 sem á Fréttablaðið. Ég veit ekki hvaða fjárhagslegu hagsmuna hún hefur að gæta í ESB aðild. Árvakur hinsvegar er í 99% eigu Þórsmerkur ehf. sem er um 95% í eigu útgerðarfólks ss Guðbjargar í Ísfélaginu, Þorsteins Más í Samherja, Óskars Magnússonar dæmdu handbendi Guðbjargar og nokkrum annarra mafíumeðlima LÍÚ. Þetta fólk hefur beina og gríðarlega mikla fjárhagslega hagsmuni af því að umræðunni sé stýrt þeim og útgerðinni í hag. Það er því tvennu ólíku að líkja saman Mogganum og Fréttablaðinu þótt eflaust séu einhverjir hagsmunir þar að baki líka.

Reputo, 28.9.2015 kl. 21:55

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Reputo - að mörgu leiti mjög málefnalegt svar hjá þér en þegar þú ferð að tala um " mafíumeðlima LÍÚ " , eigum við ekki að sleppa svona otðum.

En eru ekki allir fjölmiðlar að gæta einhverra hagsmuna eða tala fyrir einuverri stefnu eða hvað það er.

Kannski er aðalmunruinn á Mogganum og Fréttablaðinu að þeir sem kaupa hann lesa henn en Fréttablaðinu er flett.

Óðinn Þórisson, 28.9.2015 kl. 22:41

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eru náttúrulega ekki fjölmiðlar.  Miklu frekar própagandarör framsjalla.

Fréttablaðið hefur þó örlítið hærri standard þó því hafi dalað verulega uppá síðkastið og sjallar eru þar með allt í heljargreipum.

Skrítið hvað sumir eru tregir til að viðurkenna aðsjallar og framsóknarmenn stjórna flestum svokölluðum fjölmiðlum hér beint og óbeint.  Samt er það frekar augljóst.

Þetta ESB tal er nú orðið svo þreytt.  Soldið svona 2009.

Það merkilega í því máli er, að framsjallar eru á hraðferð inní ESB!  Þeir hafa tekið stór skref í átt að aðild sem hefði verið óhugsandi fyrir nokkrum árum.  Núna bara gerist það si sona og enginn segir neitt!

Staðfestir auðvitað það sem eg margútskýrði fyrir fólki, að aðild að ESB er bara þróun.  Óhjákvæmileg þróun og aðeins spurning um tíma, nokkur ár til eða frá.  ESB málið var aldrei mál til efna til illdeilna um.  Framsjallar spiluðu svoleiðis með innbyggja hérna í tíð Jafnaðarstjórnarinnar, - að það er langt í frá fyndið hvernig þær aðfarir voru gagnvart þjóðinni.  Óheiðarlegir framsjallar.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.9.2015 kl. 00:18

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ómar Bjarki - ef þú telur að Fréttablaðið hafi hærri standard en Morgunblaðið þá ætla ég ekki reyna að breyta þeirri skoðun hjá þér en ósammála er ég henni.

Flestir fjölmiðar á íslandi því miður þora ekki að taka umræðuna nema frá annarri hliðinni , rétttrúnaðurinn er alger , því miður. . tel dæmi þáttur Lóu Pindar um Ísrael, sorglegur fréttaflutningur og henni til skammar.

Bara þannig til að halda þvi til haga þá var fyrrv. ríkisstjórn hrein vinstri - óstjórn og þurfti t.d núverandi ríkisstjórn að byrja á því að skipa hagræðingarhóp.

Þú getur sleppt þessu framsjallar, þetta virkar ekki á mig.

Óðinn Þórisson, 29.9.2015 kl. 09:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 866896

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband