Sjálfstæðisflokkurinn greiði atkvæði gegn búvörusamningi Framsóknar

Ég er mjög ánægður með viðbrögð Ragnheiðar R. og Vilhjálms Bjarnasonar þingmanna Sjálfstæðosflokksins að þau ætla ekki styðja nýjan búvörusamning Framsóknarflokksins sem setur MS í yfirburðastöðu á íslenskum mjólurmarkaði.

Búvörusamingur Framsóknarflokksins er ekki fyrir hagsmuni neytena, það er bara þannig.


mbl.is Mjólkursamsölunni ekki treystandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það er nú ekki oft sem við erum sammála en svo er í þessu tilfelli. Ég ætla rétt að vona að þingmenn Samfylkingarinnar greiði atkvæði gegn þessum samningi og er nokkuð bjartsýnn á að þeir geri það.

Sigurður M Grétarsson, 21.2.2016 kl. 14:18

2 Smámynd: Friðrik Friðriksson

Mikil skömm af þessu.

Friðrik Friðriksson, 21.2.2016 kl. 14:20

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Óðinn seint ætlar þú að kveikja á perunni. Svo elskar forysta Sjálfstæðisflokksins völdin, að stefnunni (um frelsið og allt það) verður fórnað enn einu sinni til að hanga á valdastólunum. Forystan fórnar ekki stjórnarsamstarfinu fyrir slíka "smámuni".

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.2.2016 kl. 14:47

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigurður M - allir þingmenn sem setja neytendur í 1.sæti segja nei við þessum samning.

Óðinn Þórisson, 21.2.2016 kl. 17:23

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Frðrik - sammála.

Óðinn Þórisson, 21.2.2016 kl. 17:24

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Axel Jóhann- þetta stjórnarsamstarf hefur verið allt of mikið á forsendum Framsóknar og það er kominn tími til að Sjálfstæðisflokkurinn ef hann ætlar ekki að verða útibúi í Framsókn að standa í lappirnar í þessu máli fyrir samkeppni gegn einokun MS.

Óðinn Þórisson, 21.2.2016 kl. 17:25

7 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Sammála. Afturför að auka styrkina. Það ætti frekar að minnka stuðning ár frá ári. Það myndi hvetja til hagræðingar í greininni enn frekar en er tilfellið í dag. Bændur eru að hagræða í dag en það gerist bara afskaplega hægt. Að sjálfsögðu á þá að koma á móti endurgreiðsla á kvóta( fullvirðisrétti) sem bændur hafa fjárfest í.

Jósef Smári Ásmundsson, 21.2.2016 kl. 17:35

8 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ég er mjög hræddur um að Sjálfstæðisflokkurinn styðji Framsókn í þessu með kaup kaups í einhverju öðru...það er háttur þeirra.

Jón Ingi Cæsarsson, 21.2.2016 kl. 17:59

9 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Er ekki rétt að spyrja að leikslokum Óðinn. Helmingaskiptin hafa aldrei þverfótast fyir þessum flokkum, þegar sérhagsmunir eru annars vegar, staðreynd.

Jónas Ómar Snorrason, 21.2.2016 kl. 19:05

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jósef - vissulega er það afturför að auka ríkisstyrki til landbúnaðar og ekki gert með hagsmuni neytenda að leiðarljósi. Það þarf að gæta hagsmuna bænda og verja að einhverju leiti þeirra fjárfestingu en þetta bull.

Óðinn Þórisson, 21.2.2016 kl. 19:15

11 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jón Ingi - stuðningur við einokun er ekki hluti af stefnu Sjálfstæðisflokksins.

Óðinn Þórisson, 21.2.2016 kl. 19:16

12 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jónas Ómar - það er staðreynd að þú ert ekki mjög hliðhollur Sjálfstæðisflokknum.

Óðinn Þórisson, 21.2.2016 kl. 19:18

13 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Óðinn hvað er lokað sjávarútvegskerfið annað en einokun?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.2.2016 kl. 19:23

14 Smámynd: Óðinn Þórisson

Axel Jóhann - einokun er andstaðan við frelsi í viðskiptum þessvegna hefur ég talað t.f gegn ríkisverslun með áfengi.

Óðinn Þórisson, 21.2.2016 kl. 20:22

15 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Óðinn, ætli sjálfstæðisflokkurinn sé ekki eini flokkurinn sem ég hef verið skráður félagi, reyndar um 1986 ef mig mynnir rétt. Hitt er rétt hjá þér, að ég er ekki mjög hliðhollur honum, sérstaklega síðustu 20 ár eða svo, svo ekki sé mynnst á síðustu 10-12 ár. því miður hefur hann fjarlægst sjálfan sig all ískyggilega mikið, er orðinn að einskonar sérhagsmunasamtökum eins og framsókn, og grein þín fjallar um, standa vörð um sérhagsmuni í þessu tilfelli, ekki bænda, heldur MS, afurðastöðva, yfirbyggingu ofl. Ég er fullkomlega sammála þér sem þú skrifar. Það er í það minnsta siðleysi, að binda hendur næstu 2ja ríkisstjórna, þegar hefðin hefur verið 1 ár í senn. þess vegna segji ég, spyrjum að leikslokum. 

Jónas Ómar Snorrason, 22.2.2016 kl. 10:23

16 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jónas Ómar - það er langur vegur að ég sé sáttur við allt sem Sjáflstæðisflokkurinn hefur verið að gera í þessari ríkisstjórn en hér hefur flokkurinn möguleika á að standa gegn sérhagsmunum Framsóknar og taka afstöðu með neytendurm.

Það yrði ekki gott fyrir Sjálfstæðisflokkinn að styðja búvörusamning Framsóknar en sammmál það á eftir að koma í ljós og kemur ljós hvort þingmenn ýta á JÁ ( NEI hnappinn.

Að hafa þetta til 10 ára og binda næstu ríkisstjórnir er ekki hægt að samþykkja.

Óðinn Þórisson, 22.2.2016 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 333
  • Frá upphafi: 870013

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 236
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband