Séreignastefnan best

Ég er flokksbundinn flokki sem hefur alltaf talað fyrir séreignastefnunni og að fólk fái tækifæri til að bjarga sér sjálft.

Þetta er engin lausn, það á að hjálpa fólki til að kaupa sína fyrstu eign.

Það á að halda áfram að lækka skatta á fólk og fyrirtæki, það er besta leiðin þannig að fyrirtækin hafi burði til að ráða fleira fólk og borga hærri laun , þetta snýst um að hækka ráðstöfunartekjur fólks.


Sjálfstæðisflokkurinn
stétt með stétt 


mbl.is 1.000 leiguíbúðir fyrir tekjulága
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Már Elíson

Nýjar "Höfðaborgir" og slömm að rísa - Fátækragildran, sem sett hefur verið fyrir íslenskan almenning, verkafólk, öryrkja og ungt fólk sem er að stíga sín fyrstu skref út í lífið, er að smella af afli utan um hálsinn á því. - "Guð" blessi Gylfa Arnbjörns og hægra hyski hans.

Már Elíson, 12.3.2016 kl. 23:41

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Hef verið svolítið sammála varðandi eignarhaldið. En hef fengið rök fyrir því að það sé betra að fjölbýlishús ( blokkir) séu í eigu og fasteignafélaga og reknar af þeim. Rökin eru fyrst og fremst þau að húsfélög virka mjög illa og koma niður á eðlilegu viðhaldi byggingarinnar og valda oft deilum og sundrung. Og það eru ekki allir sem líta á það sem eitthvert lífsgildi að eiga . Margir vilja einfaldlega bara nota peningana í annað. Þetta á bæði við um bílaeign og húsnæði. Sambland af þessu tvennu er held ég best og aðalatriðið að fólk hafi val og þá á eðlilegum forsendum. Við getum ekki bara byggt álit á þessu á okkur sjálfum. Sjálfur keypti ég mína fyrstu íbúð og seinna byggði í tvígang. En framganga stjórnvalda fyrir 15-20 árum síðan um að einkavæða alla banka olli því síðan að það kom " svokallað" hrun svo í dag sit ég eins og margir aðrir eignarlaus hvað húsnæði varðar. Svo ég verð að hugsa mig tvisvar um hvort ég vel þennan kost aftur. Sennilega ekki meðan landinu er stjórnað af fólki sem kann það ekki. 

Jósef Smári Ásmundsson, 13.3.2016 kl. 09:38

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Séreignastefnan hentar flestum en ekki öllum. Það þarf því að vera bland af séreignahúsnæði og leiguhúsnæði og svo þurfa að vera félagsleg úrræði fyrir fólk með það lágar tekjur að það ræður hvorki við kaup eða leigu á markaðsverði. Skattalækkanir gagnast því fólki lítið. Skattalækkanir hafa einnig þann mjög svo slæma ókost að á móti þarf að draga úr útgjöldum ríkisins sem kemur þá harkalega niður á velferðakerfinu, heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu svo dæmi sé tekið og skapar á endanum verra þjóðfélag af þeim sökum.

Sigurður M Grétarsson, 13.3.2016 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 351
  • Frá upphafi: 870008

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 251
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband