Andri Snær á að hætta við forsetaframboð

ÞJóðin hefur engan áhuga á Andra Snær og á hann því að gera þjóðinni greiða og hætta við sitt forsetaframboð

Fagna miklu fylgi við Guðna og mun kjósa hann.


mbl.is Fylgi Guðna 67,1%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég ætla líka að kjósa Guðna. En Andri hefur auðvitað fullan rétt á að bjóða sig fram. Það mætti þá líka segja að allir hinir frambjóðendurnir, að Davíð meðtöldum, ættu að hætta líka, því þjóðin hafnar þeim.

Davíð mun ekki vilja að það verði skráð í söguna að hann hafi skíttapað í kosningunni. Því held ég að Davíð dragi framboð sitt fljótlega til baka þegar frekari skoðanakannanir sýna það svart á hvítu að hann er bara 15% maður. Hans tími er liðinn.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.5.2016 kl. 10:41

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Hjó svolítið eftir orðum Davíðs Oddssonar þegar hann útskýrði hvers vegna hann bauð sig fram. Fyrsta ástæða var sú að ekki væru framkomnir frambjóðendur sem stór hluti þjóðarinnar gætu hugsað sér að kjósa og myndi þá virka sem sameiningartákn. Önnur ástæða var sú að Ólafur Ragnar Grímsson ákvað að bjóða sig fram. Í framhaldi af því vakna nokkrar spurningar. Í fyrsta lagi telst þá Ólafur Ragnar Grímsson meðal þeirra frambjóðenda sem stór hluti þjóðarinnar sættir sig ekki við sem sameiningartákn þrátt fyrir að mælast með yfir 40% atkvæða í skoðanakönnun? Í öðru lagi: Af hverju beið hann með að bjóða sig fram þangað til að Ólafur ákvað að hætta við að hætta? Jú , jú það passar við nr. 2 sem hann sagði að framboð Ólafs hafi verið ástæðan en í algjörri mótsögn við hitt. Og síðan ef framboð Ólafs er ekki lengur til staðar, af hverju dregur hann sig þá ekki í hlé þegar sú ástæða er runnin út í sandinn? Sennilega vegna þess að sú skýring var ekki rétt. Næsta spurning: Telst maður sem mælist með tæp 17% í skoðanakönnun frambjóðandi sem "sem stór hluti þjóðarinnar gætu hugsað sér að kjósa og myndi þá virka sem sameiningartákn" Og að síðustu: Var Davíð fullur þegar hann sagði þetta.

Jósef Smári Ásmundsson, 14.5.2016 kl. 12:07

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég vel Davíð enda með meiri reynslu en bæði Guðni og Andri að þeim ólöstuðum. Munið máltækið Reynslan skapar manninn.

Valdimar Samúelsson, 14.5.2016 kl. 17:33

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Hver er þessi Óðinn?

Er Óðinn einhver frambjóðendaeinvaldur sem tekur sér bessaleyfi að ákveða hverjir eiga að vera í framboði og hverjir ekki.

Það er furðulegt lýðræði að vilja bara hafa þann sem að Óðinn styður í framboði, allir aðrir eiga að hætta.

Er Óðinn að setja fram þá skoðun að ef að Andri hættir ekki, þá verði einhver annar en Guðni Th. sem nær kjöri.

Hélt að Óðinn þessi væri fylgjandi að lýðræði fengi að blómstra á Íslandi, þetta hefur verið einhver misskilningur hjá mer.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 14.5.2016 kl. 17:46

5 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Sammála Jóhanni . Auðvitað eiga allir rétt á því að bjóða sig fram. En það vantar eiginlega einhvern annan alvöru frambjóðenda til að etja kappi við Guðna. Annars verða þetta svolítið litlausar og óspennandi kosningar. Það gengur ekki að hafa bara undirmálslið eins og Andra snæ, Elísabetu, Ástþór, Hildi, Davíð og svo þessa facebook- stjörnu. En góðu fréttirnar gætu þó verið að við fáum loksins forseta með meirihluta fylgi þjóðarinnar.

Jósef Smári Ásmundsson, 14.5.2016 kl. 19:11

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Axel - framboð Davíðs kom mér á óvart og það kann alveg að vera að hann hætti við en þó finnst mér það harla ólíklegt.

Óðinn Þórisson, 14.5.2016 kl. 20:38

7 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jósef - ekki ætlast þú til þess að ég kommenti á það hvort Davíð hafi verið fullur þegar hann sagði þetta frekar en hvort þú hafir verið fullur þegar þú skrifaði þína ath.semd.

Davíð hefur fengið mjög ósanngjarna umfjöllun og kannski mun það herða hann enn frekar að halda framboði sínu til streytu.

Varðandi ath.semd 5 þá er rétt það yrði frábært að fá foseta sem nyti yfir 50 % stuðning þjóðarinnar þessvegna kjósum við Guðna og gefum honum gott umboð næstu 4 árin.

Óðinn Þórisson, 14.5.2016 kl. 20:42

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jóhann - fáranlegt en samt pínu skondið að setja inn ath.semd þar sem ég/ábyrðamaður síðunnar og þú talar um í 3 persónu.

Auðvitað mega allir bjóða sig fram en Andri Snær er öfga - umhferfis og náttúrurerndarsinni og hef ég engan áuga á því að allt hálendið verði friðað og enginn megi gang um það.

En kannski væri best hann héldi framboði sínu alla leið og fá sinn dóm frá þjóðinni.

Óðinn Þórisson, 14.5.2016 kl. 20:49

9 Smámynd: Ingimar Eggertsson

Óðinn - ég vil nú ekki vera með nein leiðindi en þú segir orð rétt ! ! !

    • þá er rétt það yrði frábært að fá forseta sem nyti yfir 50 % stuðning þjóðarinnar þess vegna kjósum við Guðna og gefum honum gott umboð næstu 4 árin.


    Skipta málefni þig engu máli, ef Sturla Jónsson nær yfir 50% stuðning þjóðarinnar í skoðanakönnun myndir þú þá kjósa Sturlu ? ? ? 



    Kær kveðja... Ingimar Eggertsson
    Munið að kurteisi kostar ekkert, en ókurteisi gæti kostað ykkur mikið.

    Ingimar Eggertsson, 15.5.2016 kl. 02:33

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Um bloggið

    Óðinn Þórisson

    Höfundur

    Óðinn Þórisson
    Óðinn Þórisson

    Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

    Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

    Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

    Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

    Styð heilshugar baráttu Ísraels.

    Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
    Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

     

    Spurt er

    Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
    Mars 2024
    S M Þ M F F L
              1 2
    3 4 5 6 7 8 9
    10 11 12 13 14 15 16
    17 18 19 20 21 22 23
    24 25 26 27 28 29 30
    31            

    Nýjustu myndir

    • Ísrael stend með
    • Halldór Jónsson
    • Samfylkingin 2006
    • Flagg Ukrainu
    • karen elísabet

    Heimsóknir

    Flettingar

    • Í dag (19.3.): 4
    • Sl. sólarhring: 7
    • Sl. viku: 40
    • Frá upphafi: 866835

    Annað

    • Innlit í dag: 3
    • Innlit sl. viku: 32
    • Gestir í dag: 3
    • IP-tölur í dag: 2

    Uppfært á 3 mín. fresti.
    Skýringar

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband